Birgir Leifur og nýkrýndir Íslandsmeistarar keppa í Einvíginu á Nesinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 09:00 Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í ár. vísir/daníel Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 19. skipti á Nesvellinum mánudaginn 3. ágúst nk. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. DHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða. Í ár er það BUGL, Barna- og unglingadeild Landspítalans, sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en BUGL sérhæfir sig í greiningu og meðferð á geðröskunum barna og unglinga með það að leiðarljósi að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra.Þátttakendur 2015: Aron Snær Júlíusson GKG, klúbbmeistari GKG 2015 Birgir Leifur Hafþórsson GKG, atvinnumaður og margfaldur Íslandsmeistari Björgvin Sigurbergsson GK, margfaldur Íslandsmeistari Helga Kristín Einarsdóttir NK, klúbbmeistari NK 2015 Hlynur Geir Hjartarson GOS, klúbbmeistari GOS 2015 Ólafur Björn Loftsson GKG, atvinnumaður og klúbbmeistari NK 2015 Ragnhildur Sigurðardóttir GR, klúbbmeistari GR 2015 Signý Arnórsdóttir GK, Íslandsmeistari 2015 Stefán Már Stefánsson GR, klúbbmeistari GR 2015 Þórður Rafn Gissurarson GR, Íslandsmeistari 2015Sigurvegarar frá upphafi 1997: Björgvin Þorsteinsson (1) 1998: Ólöf María Jónsdóttir (1) 1999: Vilhjálmur Ingibergsson (1) 2000: Kristinn Árnason (1) 2001: Björgvin Sigurbergsson (1) 2002: Ólafur Már Sigurðsson (1) 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 2004: Magnús Lárusson (1) 2005: Magnús Lárusson (2) 2006: Magnús Lárusson (3) 2007: Sigurpáll Geir Sveinsson (1) 2008: Heiðar Davíð Bragason (1) 2009: Björgvin Sigurbergsson (2) 2010: Birgir Leifur Hafþórsson (1) 2011: Nökkvi Gunnarsson (1) 2012: Þórður Rafn Gissurarson (1) 2013: Birgir Leifur Hafþórsson (2) 2014: Kristján Þór Einarsson (1) Frétt frá golf.is. Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 19. skipti á Nesvellinum mánudaginn 3. ágúst nk. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans). Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. DHL Express á Íslandi hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag barna varða. Í ár er það BUGL, Barna- og unglingadeild Landspítalans, sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL en BUGL sérhæfir sig í greiningu og meðferð á geðröskunum barna og unglinga með það að leiðarljósi að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra.Þátttakendur 2015: Aron Snær Júlíusson GKG, klúbbmeistari GKG 2015 Birgir Leifur Hafþórsson GKG, atvinnumaður og margfaldur Íslandsmeistari Björgvin Sigurbergsson GK, margfaldur Íslandsmeistari Helga Kristín Einarsdóttir NK, klúbbmeistari NK 2015 Hlynur Geir Hjartarson GOS, klúbbmeistari GOS 2015 Ólafur Björn Loftsson GKG, atvinnumaður og klúbbmeistari NK 2015 Ragnhildur Sigurðardóttir GR, klúbbmeistari GR 2015 Signý Arnórsdóttir GK, Íslandsmeistari 2015 Stefán Már Stefánsson GR, klúbbmeistari GR 2015 Þórður Rafn Gissurarson GR, Íslandsmeistari 2015Sigurvegarar frá upphafi 1997: Björgvin Þorsteinsson (1) 1998: Ólöf María Jónsdóttir (1) 1999: Vilhjálmur Ingibergsson (1) 2000: Kristinn Árnason (1) 2001: Björgvin Sigurbergsson (1) 2002: Ólafur Már Sigurðsson (1) 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 2004: Magnús Lárusson (1) 2005: Magnús Lárusson (2) 2006: Magnús Lárusson (3) 2007: Sigurpáll Geir Sveinsson (1) 2008: Heiðar Davíð Bragason (1) 2009: Björgvin Sigurbergsson (2) 2010: Birgir Leifur Hafþórsson (1) 2011: Nökkvi Gunnarsson (1) 2012: Þórður Rafn Gissurarson (1) 2013: Birgir Leifur Hafþórsson (2) 2014: Kristján Þór Einarsson (1) Frétt frá golf.is.
Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira