Helgi Sig og Serbi verða aðstoðarmenn Milosar í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 15:15 Helgi Sigurðsson kom aftur til Víkings 2010 og spilaði með liðinu til 2012. vísir/pjetur Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Víkings, og Serbinn Vladan Perasevic verða aðstoðarþjálfarar Pepsi-deildar liðs Víkings út tímabilið. Milos Milojevic verður því með tvo aðstoðarmenn til að hjálpa sér í fallbaráttunni, en Víkingur er í níunda sæti deildarinnar eftir tólf umferðir með tólf stig. Milos hélt starfinu þegar tveggja þjálfara kerfi liðsins var sprengt upp með því að reka Ólaf Þórðarson. Milos gat ekki byrjað betur sem aðalþjálfari liðsins því Víkingur vann Keflavík, 7-1, í fallbaráttuslag síðastliðinn sunnudag. „Vladan er strákur sem hefur þjálfað í fyrstu deild í Serbíu og verið yfirþjálfari yngri flokkar þar. Hann er með UEFA A-gráðu eins og Helgi. Hann sérhæfir sig í leikgreiningu,“ segir Milos um nýja manninn í samtali við Vísi. „Helgi er náttúrlega bara sigurvegari og auðvitað Víkingur sem skiptir máli. Hann er góður karakter, en við spiluðum saman og fórum upp um deild saman. Ég kann mjög vel við hann.“ Perasevic verður með Milosi dagsdaglega á æfingavellinum en Helgi kemur inn á nokkrar æfingar og verður svo með liðinu á leikdögum. „Helgi er að þjálfa 3. og 4. flokk hjá Víkingi þannig þetta starf má ekki bitna á því,“ segir Milos.Vladan Perasevic mættur í Víkingsgallann.mynd/instagramFæ bara leikmann sem styrkir liðið Vladimir Tufegdzic, nýr framherji Víkings, sló í gegn í síðustu umferð. Hann skoraði eitt mark, lagði upp önnur þrjú og átti þátt í því fjórða eftir að hann kom inna á sem varamaður. Getur hann staðið undir væntingunum sem gerðar eru til hans núna? „Það er eins gott, en hann skilur náttúrlega ekki allt sem er skrifað. Ég segi honum líka bara hluta af því,“ segir Milos og hlær. „Ég held að hann geti spilað enn betur. Það féll náttúrlega bara allt fyrir hann í leiknum. Það þarf líka meira en einn mann svo allt gangi upp.“ Aðspurður hvort hann leiti frekari styrkinga áður en glugginn lokar 31. júlí segir Milos: „Við erum ekki að leita beint, en ef það detturi nn leikmaður sem myndi styrkja hópinn gríðarlega og gæti unnið fyrir okkur nokkur stig mun ég skoða það.“ „Það sem hefur borist inn á borð til mín hingað til eru leikmenn sem eru ekki betra en það sem ég hef fyrir. Það væru bara leikmenn sem myndu skemma stemninguna. Við getum alveg klárað verkefnið okkar með þeim mönnum sem eru í liðinu núna,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira