Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fylkir 2-2 | Jafnt eftir tvö mörk í uppbótartíma | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 12. júlí 2015 22:00 Ásgeir Örn Arnþórsson í baráttunni við Kassim Doumbia. vísir/ernir FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
FH og Fylkir skildu jöfn 2-2 í æsispennandi leik í Pepsí deild karla í fótbolta í Kaplakrika í kvöld. Staðan í hálfleik var 0-0. Evrópuleikurinn gegn SJK frá Finnlandi virtist hafa setið í FH-ingum því ekki var sjón að sjá liðið lengst framan af fyrri hálfleik. Afskaplega fátt gekk upp hjá liðinu og Fylkir átti auðvelt með að beita skyndisóknum sem þó vantaði herslumuninn á að liðið næði að nýta sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Fylkir yfir snemma í seinni hálfleik og þá vaknaði FH-liðið. FH lék mun hraðari fótbolta þar sem boltinn gekk betur á milli kanta. Þrátt fyrir það náði FH ekki að skapa sér mörg færi og mesta hættan skapaðist við mark Fylkis eftir föst leikatriði en bæði mörk FH komu eftir slík, horn annars vegar og aukaspyrnu hins vegar. Þegar FH komst yfir í uppbótartíma héldu flestir að stigin þrjú hjá toppliðinu væru í höfn en Fylkir barðist án afláts í leiknum og uppskar jöfnunarmark mínútu eftir að FH komst yfir og tryggði í raun verðskuldað stig. Hermann Hreiðarsson var að stýra Fylki í fyrsta sinn og má segja að handbragð hans hafi strax sést á liðinu. Leikmenn voru ákaflega baráttuglaðir og létu mikið fyrir sér finna. Værukærð einkenndi leik FH allt þar til Fylkir komst yfir og ljóst að liðið þarf að leika mun betur í harðnandi toppbaráttunni sem framundan er. FH er á toppnum, stigi á undan KR og verður það þegar deildin verður hálfnuð annað kvöld. Fylkir er með 14 stig í 7. sæti.vísir/valliHermann: Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1 „Við erum mjög sáttir að koma hingað og mæta frábæru fótboltaliði og fá stig, það er enginn spurning,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leikinn í kvöld. „Það var mikill kraftur í þessu. Við byrjuðum vel en það vantaði herslumuninn að fá færi. Við komumst í góðar stöður eftir hraðar sóknir. Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn.“ Fylkir komst yfir snemma í seinni hálfleik en þá vaknaði FH og sótti mikið. „Það eru svakaleg gæði í FH og við vissum að það myndi reyna vel á okkur í þessum leik. Það sem maður er fúlastur með er að jöfnunarmarkið komi úr föstu leikatriði og ég tek það á mig. Þeir eru með sterkt og hávaxið lið,“ sagði Hermann sem missti ekki trúna þó FH hafi komist yfir í uppbótartíma. „Maður veit að þetta er ekki búið fyrr en flautað er af. Það var trú og kraftur í liðinu allan leikinn og við hættum ekkert fyrr en það er búið að flauta af. „Það var frábært að fá jöfnunarmarkið því það var algjört kjaftshögg að fá markið á sig í lokin. Það var að sama skapi gleðilegt að jafna. Það var skemmtilegra að þetta fór 2-2 en 1-1. „Leikmenn eru í toppstandi. Það er kraftur, vilji og allt til staðar hérna. Þvílík liðsheild og það sýndi sig að þegar allir eru að skila sínu og rúmlega það þá er allt hægt og þá verður fótboltinn líka skemmtilegri fyrir vikið. Ég var að drepast úr þreytu að horfa á þá. Það fór rosa kraftur og orka í þetta og svona á þetta að vera,“ sagði Hermann sem er mjög ánægður með að vera kominn aftur í boltann og þá ekki síst í búningsklefann. „Þegar maður er kominn með bakteríuna og líður vel í klefanum þá er þetta hrikalega gaman. Og svona óvænt líka, þetta var ekkert á dagskránni fyrr en kannski í haust.“Heimir: Vorum steinsofandi í lokin „Það var engin þreyta í liðinu. Ég hélt að menn vildu frekar spila en æfa og þetta með þreytuna ef menn halda að þeir séu þreyttir þá eru þeir þreyttir og ef menn halda það ekki þá eru þeir það ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH aðspurður hvort Evrópuþreyta sæti í liðinu. „Vandræðin í fyrri hálfleik voru að við vorum að spila of mikið í sama svæðinu. Við löguðum það í seinni hálfleik og náðum að skipta boltanum á milli vængja og skapa okkur eitthvað en reynslumikið lið eins og FH á að klára þetta,“ sagði Heimir sem var allt annað en sáttur við jöfnunarmark Fylkis. „Við erum steinsofandi. Þeir byrja miðju og hefðu átt að sjá það þegar það standa þrír leikmenn eða fjórir klárir að hlaupa að það væri ekki verið að fara að spila boltanum til baka heldur að senda boltann langt. Við vorum steinsofandi og gáfum innkast og svo vorum við steinsofandi í dekkningunni. „Við vorum miklu betri í þessum leik en það er ekki nóg. Fyrri hálfleikur var ekkert sérstakur en seinni var betri. „Við komum okkur oft í góðar stöður en vorum að klikka á síðustu sendingunni og svo vantar okkur meiri græðgi í boxinu,“ sagði Heimir.Ásgeir Örn Arnþórsson kemur Fylki í 0-1: Böðvar Böðvarsson jafnar í 1-1: Brynjar Ásgeir Guðmundsson heldur að hann sé að tryggja FH sigur í uppbótartíma: Kjartan Ágúst Breiðdal tryggir Fylki stig: Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.vísir/ernirHermann Hreiðarsson stýrði Fylki í fyrsta sinn.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira