Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - KR 1-3 | Reiður Gary sneri leiknum við Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 19. júlí 2015 22:45 Leikmenn liðanna horfa á eftir skalla Emils Pálssonar í mark KR. vísir/andri marinó KR er komið með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. FH komst verðskuldað yfir með marki Emils Pálssonar í fyrri hálfleik en innkoma Gary Martin í hálfleik breytti leiknum. Innan fárra mínútna var staðan orðin 2-1 með mörkum þeirra Hólmberts Arons Friðjónssonar úr víti og Martin. Gary Martin lagði svo upp þriðja markið fyrir Óskar Örn Hauksson á 68. mínútu og þar við sat. FH lenti undir í leik liðanna í fyrstu umferð mótsins í vor en vann þá 3-1 sigur. Dæmið snerist því við í dag. FH byrjaði leikinn af krafti - miklum krafti. Dagskipunin var að ná tökum á miðjunni og með kröftugan Davíð Þór Viðarsson fremstan í flokki gekk það gríðarlega vel eftir. FH-ingar gáfu gestunum engan tíma á boltanum. Pressuðu stíft og sáu til þess að aftasta varnarlína KR hafði nóg að gera. Þegar Atli Guðnason, sem lék sem fremsti sóknarmaður, fékk boltann náði hann alltaf að gera sér einhvern mat úr því. Eftir tíu mínútna leik, eftir vel útfærða sókn FH, fengu heimamenn hornspyrnu. Úr henni kom mark Emils en það var einkar snoturt. Davíð Þór skallaði að marki og Emil skoraði með því að skalla aftur fyrir sig, yfir Stefán Loga. KR komst betur inn í leikinn eftir þetta. FH náði ekki að halda úti sama dampi en varðist engu að síður mjög vel. KR-ingum gekk erfiðlega að skapa sér færi þó svo að hafa verið talsvert með boltann um drjúgan kafla. Síðasti stundarfjórðungurinn var hins vegar aftur eign FH-inga. Þeir náðu aftur að hrifsa til sín völdin og þó svo að liðinu gekk illa að skapa sér færi voru Hafnfirðingar kátir þegar þeir gengu til búningsklefa. Þeir voru án nokkurs vafa með yfirburði í leiknum. Það hefur gengið á ýmsu hjá Gary Martin á leiktíðinni. Hann var á bekknum í kvöld og mátti horfa upp á að Hólmbert Aron var að spila í hans stöðu. Þorsteinn Már var þar áður en hann meiddist í Evrópuleiknum gegn Rosenborg. Hann fékk orð í eyra frá Guðmundi Benediktssyni, aðstoðarþjálfara KR, í hálfleik og var greinilegt að hann átti að koma inn á. Hans innkoma átti eftir að breyta miklu. Jacop Schoop var fórnað fyrir Gary, sem var færður út á kantinn. Hinn lipri Schoop var haldið niðri af miðjumönnum FH í fyrri hálfleik og en sjálfsagt hefðu margir KR-ingar furðað sig á því að liðið væri nú að spila síðari hálfleikinn í Kaplakrika án bæði Schoop og Sören Fredriksen, sem var ekki í hóp KR í kvöld. KR-ingar mættu ákafir til leiks í seinni hálfleik og FH-ingar létu þá fara í taugarnar á sér. Pressa KR-inga skilaði liðinu hornspyrnu eftir tíu mínútna leik og úr henni kom jöfnunarmarkið. Sam Tillen var dæmdur brotlegur fyrir viðskipti sín við Pálma Rafn Pálmason. Gary Martin gerði sig líklegan til að taka vítið en Hólmbert Aron var í því hlutverki og skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR. Gary var ekki lengi að minna á sig. Tveimur mínútum síðan var hann búinn að koma KR yfir. Hólmbert vann Guðmann í skallaeinvígi og Óskar Örn Hauksson komst í skotfæri. Róbert Örn varði skot hans en Gary fylgdi eftir og skoraði. Óskar Örn virtist reyndar handleika knöttinn í aðdraganda marksins en ekkert var dæmt. Markið stóð og KR var veita FH þungt högg. Rothöggið kom svo tíu mínútum síðar er Óskar Örn skoraði með góðum skalla eftir góða sendingu Martin af kantinum. Eftir það var mikil barátta í leiknum og FH-ingar komust nálægt því að skora í lokin en úrslitin voru ráðin. Það var mikið skap í leikmönnum í kvöld og dómarinn Gunnar Jarl Jónsson var í stærra hlutverki í kvöld en hann hefði sjálfsagt kosið. FH-ingar voru ósáttir við sín hlutskipti en það verður að teljast afrek hjá dómaranum að hafa ekki rekið neinn af velli í kvöld - slíkur var æsingurinn. Miðað við fyrri hálfleikinn í kvöld virtist FH ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Heimamenn náðu að yfirspila KR-inga á flestum sviðum en endurkoma gestanna sýnir hversu mikið býr í liðinu. Innkoma Gary breytti miklu en baráttan á miðjunni réði einnig heilmiklu um útkomu leiksins. Pálmi Rafn átti frábæran síðari hálfleik og sá til þess að KR-ingar urðu ekki undir í þeirri mikli baráttu sem ríkti á miðjunni. Það þurfti sterkar taugar til að sigla þessum sigri heim í kvöld og KR-ingar sýndu í kvöld að þeir geta líka staðist álagið á jafn sterkum útivelli og á Kaplakrika. Það var mikið í húfi í kvöld en þó er enn mikið eftir af mótinu. Því má ekki gleyma að Valur hefur unnið bæði lið og ætla sér, ásamt Breiðabliki, að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af enn meiri krafti en áður. Það er engin krísa í Hafnarfirði en þar á bæ eru menn orðnir sólgnir í sigurtilfinninguna eftir fjóra leiki í röð án sigurs. Fyrri hálfleikurinn gaf góð fyrirheit en það þarf meira til í toppslag deildarinnar. KR-ingar virðast til alls líklegir í sumar og sendu skýr skilaboð í kvöld. Liðið hefur fengið heilmikla viðbót með Hólmberti Aroni en það er líka kúnst að halda öllum leikmönnum ánægðum. Það virkaði vel að fá Gary Martin reiðan inn í kvöld en slíkar aðstæður geta líka verið fljótar að snúast upp í andhverfu sína.Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. „Þetta er bara fótbolti og þetta er mitt hlutverk. Ég átti að koma inn á og breyta leiknum og mér tókst að gera það,“ sagði Gary eftir leikinn en hann var sýnilega ósáttur í leikslok. „Svona er lífið. Ég vildi byrja en þetta er liðsíþrótt og ég verð að taka þessu. Ég er ánægður með að hafa komið inn á.“ Hann segist vitanlega vera ánægður með sigurinn en tilfinningin sé öðruvísi en oft áður. „Við unnum sigurstranglegasta lið mótsins á þeirra heimavelli. Við kvittuðum fyrir tapið í fyrstu umferðinni en mér fannst við vera betra liðið í þeim leik. Við unnum þá í bikarnum og svo aftur hér.“ „Ég sagði það eftir bikarleikinn að við erum með besta liðið. FH er með frábært lið en við erum betri.“ „Ég sjálfur var ekki ánægður með að byrja ekki. Ég var reiður en frammistaðan var góð. Reiðin braust út í lokin en þetta var ánægjuleg reiði.“Og þú vilt byrja inn á í næsta leik? „Ég vel ekki liðið. Það er ekki mitt starf að velja liðið. Ef ég byrja þá stend ég mig eins vel og ég get. Ég læt hann um að velja liðið.“Ertu ánægður með að spila á kantinum? „Nei. En ég verð að gera það. Ég ákveð ekki hvar ég spila. Ef þeim finnst að Hólmbert betri í að halda boltanum uppi þá þarf ég kannski að skapa meiri breidd. En ég verð að spila þar sem mér er sagt að spila. Þannig er það bara.“Heimir: Allt of kaflaskipt Þjálfari FH segir að frammistaða dómarans í kvöld hafi ekki verið góð og en að KR hafi verið betri aðilinn í seinni hálfleik. FH var yfir, 1-0, eftir öflugan fyrri hálfleik en dæmið snerist við í seinni hálfleik. KR skoraði þá þrjú mörk en liðið komst með sigrinum á topp deildarinnar. „Ég hef ekki hugmynd um hvað fór úrskeðis. Þetta er búið að vera svona í nokkrum leikjum í sumar. Ef ég hefði lausnina væri ég búinn að leysa það,“ sagði Heimir. Hann segist hafa viljað styrkja miðjuna hjá FH eftir tapið gegn KR í bikarnum fyrr í sumar. „Það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki þeim síðari.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur af stöðunni. Sérstaklega hef ég áhyggjur af því að við erum ekki að spila nógu vel. Við þurfum að bæta okkar leik og við þurfum að finna lausnir á því.“ „Það sem við höfum verið að gera að undanförnu hefur verið svolítið kaflaskipt og við þurfum að breyta því.“ Hann segir að vítaspyrnudómurinn hafi breytt gangi leiksins að það hafi ekki breytt þeirri staðreynd að KR réði ferðinni í seinni hálfleik. „KR-ingar voru mjög góðir í seinni hálfleik og við réðum illa við þá. Ég á þó eftir að sjá þetta víti aftur - Jarlinn [Gunnar Jarl Jónsson] - hann átti slappan leik.“ „Það eru alltaf vonbrigði að tapa. En við áttum okkur að því að það eru tíu leikir eftir af mótinu og það verður ekki gert upp fyrr en í lok október. Stjarnan er ríkjandi Íslandsmeistari og nýr meistari verður ekki krýndur fyrr en þá.“ FH hefur nú spilað fjóra leiki í röð án sigurs en Heimir hefur ekki áhyggjur af því. „Við þurfum að koma sterkari til baka - fara á æfingasvæðið og bæta leik okkar. Það er ekkert annað að gera.“Davíð Þór: Hvaða lið hefði ekki misst hausinn? Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, setur spurningamerki við fyrstu tvö mörk KR í leiknum í kvöld og segir að þau hafi breytt miklu. KR komst á topp Pepsi-deildar karla í kvöld en fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson var óánægður með hvernig fyrstu tvö mörk KR komu til í leiknum. KR vann, 3-1, eftir að hafa lent marki undir í fyrri hálfleik. Það var mikill hiti í leiknum í kvöld og leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Davíð Þór tekur undir það. „Ég held að það hafi sést greinilega hvernig þetta fór í skapið á mönnum - bæði vítaspyrnudómurinn og þegar Óskar Örn fékk boltann í höndina í öðru marki KR.“ „Ég er ekki vanur því að röfla í dómurum eftir leiki en þetta voru rosalega stórar ákvarðanir.“ Davíð segir að hans menn hafi verið í basli að undanförnu. „Það sorglega við það að fyrri hálfleikurinn var frábær hjá okkur. KR-ingarnir sköpuðu sér ekki færi. Ég held að það gerir þetta enn meira svekkjandi að fá þessi tvö mörk í andlitið í seinni hálfleik.“ „Sérstaklega þar sem bæði mörkin voru umdeilanleg.“ Hann á erfitt með að meta frammistöðu FH í seinni hálfleik þar sem dómgæslan breytti miklu, að sögn Davíðs. „Það breytir gjörsamlega leiknum. Það er ekkert launungamál að við misstum hausinn. En hvaða lið myndi ekki gera það með svona dómgæslu?“Bjarni: Enginn kemur í KR til að sitja á bekknum Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir að sínir menn hafi brugðist hárrétt við eftir slæman fyrri hálfleik. Hann hefur skilning á pirringi Gary Martin. „Þetta var vinnusigur. Þetta var gott og við erum komnir á þann stað sem við ætlum okkur,“ sagði Bjarni sem sagði að hans menn hefðu einfaldlega lent undir í baráttunni í fyrri hálfleik. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik. Við vorum að reyna að troða boltanum í gegnum miðjusvæðið þar sem þeir voru með þrjá varnarsinnaða og klóka miðjumenn. Svo voru þeir með þétta miðverði þar fyrir aftan.“ „En við erum með leikmenn sem geta farið á bak við bakverðina og gefið fyrirgjafir inn í teig. Við vildum fara meira breitt inn á þá til að loka inn á miðsvæðið og vinna svo baráttuna. Það fannst mér við gera ágætlega.“ „Gary kom inn á og hann er viljugur að hlaupa aftur fyrir. Það vantaði upp á það í fyrri hálfleik. Allt þetta kom okkur á réttu brautina.“ Gary Martin var ósáttur við að vera á bekknum og Bjarni hefur fullan skilning á því. „Það er enginn leikmaður í KR sem er ánægður með að vera á bekknum. Við náum okkur ekki í varamenn. Leikmenn sem koma í KR koma til að spila. Breiddin í hópnum er samt það sem oft vill skilja á milli liða sem ná langt og annarra.“ „Hópurinn okkar er ekki risastór en hann er þéttur og góður og allir leikmennirnir okkar geta verið í byrjunarliðinu.“ Hann segir að Hólmbert færir KR nýja vídd. „Hann er stór og erfitt að eiga við hann í loftinu. Hann er jafnframt mjög flinkur og fær og getur tekið á móti boltanum niðri líka. Hann getur spilað fótbolta.“ „Deildin hvorki vannst né tapaðist í kvöld. Við eigum heilmikið verk eftir óunnið.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
KR er komið með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. FH komst verðskuldað yfir með marki Emils Pálssonar í fyrri hálfleik en innkoma Gary Martin í hálfleik breytti leiknum. Innan fárra mínútna var staðan orðin 2-1 með mörkum þeirra Hólmberts Arons Friðjónssonar úr víti og Martin. Gary Martin lagði svo upp þriðja markið fyrir Óskar Örn Hauksson á 68. mínútu og þar við sat. FH lenti undir í leik liðanna í fyrstu umferð mótsins í vor en vann þá 3-1 sigur. Dæmið snerist því við í dag. FH byrjaði leikinn af krafti - miklum krafti. Dagskipunin var að ná tökum á miðjunni og með kröftugan Davíð Þór Viðarsson fremstan í flokki gekk það gríðarlega vel eftir. FH-ingar gáfu gestunum engan tíma á boltanum. Pressuðu stíft og sáu til þess að aftasta varnarlína KR hafði nóg að gera. Þegar Atli Guðnason, sem lék sem fremsti sóknarmaður, fékk boltann náði hann alltaf að gera sér einhvern mat úr því. Eftir tíu mínútna leik, eftir vel útfærða sókn FH, fengu heimamenn hornspyrnu. Úr henni kom mark Emils en það var einkar snoturt. Davíð Þór skallaði að marki og Emil skoraði með því að skalla aftur fyrir sig, yfir Stefán Loga. KR komst betur inn í leikinn eftir þetta. FH náði ekki að halda úti sama dampi en varðist engu að síður mjög vel. KR-ingum gekk erfiðlega að skapa sér færi þó svo að hafa verið talsvert með boltann um drjúgan kafla. Síðasti stundarfjórðungurinn var hins vegar aftur eign FH-inga. Þeir náðu aftur að hrifsa til sín völdin og þó svo að liðinu gekk illa að skapa sér færi voru Hafnfirðingar kátir þegar þeir gengu til búningsklefa. Þeir voru án nokkurs vafa með yfirburði í leiknum. Það hefur gengið á ýmsu hjá Gary Martin á leiktíðinni. Hann var á bekknum í kvöld og mátti horfa upp á að Hólmbert Aron var að spila í hans stöðu. Þorsteinn Már var þar áður en hann meiddist í Evrópuleiknum gegn Rosenborg. Hann fékk orð í eyra frá Guðmundi Benediktssyni, aðstoðarþjálfara KR, í hálfleik og var greinilegt að hann átti að koma inn á. Hans innkoma átti eftir að breyta miklu. Jacop Schoop var fórnað fyrir Gary, sem var færður út á kantinn. Hinn lipri Schoop var haldið niðri af miðjumönnum FH í fyrri hálfleik og en sjálfsagt hefðu margir KR-ingar furðað sig á því að liðið væri nú að spila síðari hálfleikinn í Kaplakrika án bæði Schoop og Sören Fredriksen, sem var ekki í hóp KR í kvöld. KR-ingar mættu ákafir til leiks í seinni hálfleik og FH-ingar létu þá fara í taugarnar á sér. Pressa KR-inga skilaði liðinu hornspyrnu eftir tíu mínútna leik og úr henni kom jöfnunarmarkið. Sam Tillen var dæmdur brotlegur fyrir viðskipti sín við Pálma Rafn Pálmason. Gary Martin gerði sig líklegan til að taka vítið en Hólmbert Aron var í því hlutverki og skoraði sitt fyrsta mark fyrir KR. Gary var ekki lengi að minna á sig. Tveimur mínútum síðan var hann búinn að koma KR yfir. Hólmbert vann Guðmann í skallaeinvígi og Óskar Örn Hauksson komst í skotfæri. Róbert Örn varði skot hans en Gary fylgdi eftir og skoraði. Óskar Örn virtist reyndar handleika knöttinn í aðdraganda marksins en ekkert var dæmt. Markið stóð og KR var veita FH þungt högg. Rothöggið kom svo tíu mínútum síðar er Óskar Örn skoraði með góðum skalla eftir góða sendingu Martin af kantinum. Eftir það var mikil barátta í leiknum og FH-ingar komust nálægt því að skora í lokin en úrslitin voru ráðin. Það var mikið skap í leikmönnum í kvöld og dómarinn Gunnar Jarl Jónsson var í stærra hlutverki í kvöld en hann hefði sjálfsagt kosið. FH-ingar voru ósáttir við sín hlutskipti en það verður að teljast afrek hjá dómaranum að hafa ekki rekið neinn af velli í kvöld - slíkur var æsingurinn. Miðað við fyrri hálfleikinn í kvöld virtist FH ætla að sigla öruggum sigri í höfn. Heimamenn náðu að yfirspila KR-inga á flestum sviðum en endurkoma gestanna sýnir hversu mikið býr í liðinu. Innkoma Gary breytti miklu en baráttan á miðjunni réði einnig heilmiklu um útkomu leiksins. Pálmi Rafn átti frábæran síðari hálfleik og sá til þess að KR-ingar urðu ekki undir í þeirri mikli baráttu sem ríkti á miðjunni. Það þurfti sterkar taugar til að sigla þessum sigri heim í kvöld og KR-ingar sýndu í kvöld að þeir geta líka staðist álagið á jafn sterkum útivelli og á Kaplakrika. Það var mikið í húfi í kvöld en þó er enn mikið eftir af mótinu. Því má ekki gleyma að Valur hefur unnið bæði lið og ætla sér, ásamt Breiðabliki, að blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af enn meiri krafti en áður. Það er engin krísa í Hafnarfirði en þar á bæ eru menn orðnir sólgnir í sigurtilfinninguna eftir fjóra leiki í röð án sigurs. Fyrri hálfleikurinn gaf góð fyrirheit en það þarf meira til í toppslag deildarinnar. KR-ingar virðast til alls líklegir í sumar og sendu skýr skilaboð í kvöld. Liðið hefur fengið heilmikla viðbót með Hólmberti Aroni en það er líka kúnst að halda öllum leikmönnum ánægðum. Það virkaði vel að fá Gary Martin reiðan inn í kvöld en slíkar aðstæður geta líka verið fljótar að snúast upp í andhverfu sína.Gary ósáttur við sitt hlutverk: Ánægjuleg reiði Gary Martin kom inn á sem varamaður og breytti leik KR og FH. „Þetta er bara fótbolti og þetta er mitt hlutverk. Ég átti að koma inn á og breyta leiknum og mér tókst að gera það,“ sagði Gary eftir leikinn en hann var sýnilega ósáttur í leikslok. „Svona er lífið. Ég vildi byrja en þetta er liðsíþrótt og ég verð að taka þessu. Ég er ánægður með að hafa komið inn á.“ Hann segist vitanlega vera ánægður með sigurinn en tilfinningin sé öðruvísi en oft áður. „Við unnum sigurstranglegasta lið mótsins á þeirra heimavelli. Við kvittuðum fyrir tapið í fyrstu umferðinni en mér fannst við vera betra liðið í þeim leik. Við unnum þá í bikarnum og svo aftur hér.“ „Ég sagði það eftir bikarleikinn að við erum með besta liðið. FH er með frábært lið en við erum betri.“ „Ég sjálfur var ekki ánægður með að byrja ekki. Ég var reiður en frammistaðan var góð. Reiðin braust út í lokin en þetta var ánægjuleg reiði.“Og þú vilt byrja inn á í næsta leik? „Ég vel ekki liðið. Það er ekki mitt starf að velja liðið. Ef ég byrja þá stend ég mig eins vel og ég get. Ég læt hann um að velja liðið.“Ertu ánægður með að spila á kantinum? „Nei. En ég verð að gera það. Ég ákveð ekki hvar ég spila. Ef þeim finnst að Hólmbert betri í að halda boltanum uppi þá þarf ég kannski að skapa meiri breidd. En ég verð að spila þar sem mér er sagt að spila. Þannig er það bara.“Heimir: Allt of kaflaskipt Þjálfari FH segir að frammistaða dómarans í kvöld hafi ekki verið góð og en að KR hafi verið betri aðilinn í seinni hálfleik. FH var yfir, 1-0, eftir öflugan fyrri hálfleik en dæmið snerist við í seinni hálfleik. KR skoraði þá þrjú mörk en liðið komst með sigrinum á topp deildarinnar. „Ég hef ekki hugmynd um hvað fór úrskeðis. Þetta er búið að vera svona í nokkrum leikjum í sumar. Ef ég hefði lausnina væri ég búinn að leysa það,“ sagði Heimir. Hann segist hafa viljað styrkja miðjuna hjá FH eftir tapið gegn KR í bikarnum fyrr í sumar. „Það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki þeim síðari.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur af stöðunni. Sérstaklega hef ég áhyggjur af því að við erum ekki að spila nógu vel. Við þurfum að bæta okkar leik og við þurfum að finna lausnir á því.“ „Það sem við höfum verið að gera að undanförnu hefur verið svolítið kaflaskipt og við þurfum að breyta því.“ Hann segir að vítaspyrnudómurinn hafi breytt gangi leiksins að það hafi ekki breytt þeirri staðreynd að KR réði ferðinni í seinni hálfleik. „KR-ingar voru mjög góðir í seinni hálfleik og við réðum illa við þá. Ég á þó eftir að sjá þetta víti aftur - Jarlinn [Gunnar Jarl Jónsson] - hann átti slappan leik.“ „Það eru alltaf vonbrigði að tapa. En við áttum okkur að því að það eru tíu leikir eftir af mótinu og það verður ekki gert upp fyrr en í lok október. Stjarnan er ríkjandi Íslandsmeistari og nýr meistari verður ekki krýndur fyrr en þá.“ FH hefur nú spilað fjóra leiki í röð án sigurs en Heimir hefur ekki áhyggjur af því. „Við þurfum að koma sterkari til baka - fara á æfingasvæðið og bæta leik okkar. Það er ekkert annað að gera.“Davíð Þór: Hvaða lið hefði ekki misst hausinn? Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, setur spurningamerki við fyrstu tvö mörk KR í leiknum í kvöld og segir að þau hafi breytt miklu. KR komst á topp Pepsi-deildar karla í kvöld en fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson var óánægður með hvernig fyrstu tvö mörk KR komu til í leiknum. KR vann, 3-1, eftir að hafa lent marki undir í fyrri hálfleik. Það var mikill hiti í leiknum í kvöld og leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Davíð Þór tekur undir það. „Ég held að það hafi sést greinilega hvernig þetta fór í skapið á mönnum - bæði vítaspyrnudómurinn og þegar Óskar Örn fékk boltann í höndina í öðru marki KR.“ „Ég er ekki vanur því að röfla í dómurum eftir leiki en þetta voru rosalega stórar ákvarðanir.“ Davíð segir að hans menn hafi verið í basli að undanförnu. „Það sorglega við það að fyrri hálfleikurinn var frábær hjá okkur. KR-ingarnir sköpuðu sér ekki færi. Ég held að það gerir þetta enn meira svekkjandi að fá þessi tvö mörk í andlitið í seinni hálfleik.“ „Sérstaklega þar sem bæði mörkin voru umdeilanleg.“ Hann á erfitt með að meta frammistöðu FH í seinni hálfleik þar sem dómgæslan breytti miklu, að sögn Davíðs. „Það breytir gjörsamlega leiknum. Það er ekkert launungamál að við misstum hausinn. En hvaða lið myndi ekki gera það með svona dómgæslu?“Bjarni: Enginn kemur í KR til að sitja á bekknum Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir að sínir menn hafi brugðist hárrétt við eftir slæman fyrri hálfleik. Hann hefur skilning á pirringi Gary Martin. „Þetta var vinnusigur. Þetta var gott og við erum komnir á þann stað sem við ætlum okkur,“ sagði Bjarni sem sagði að hans menn hefðu einfaldlega lent undir í baráttunni í fyrri hálfleik. „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik. Við vorum að reyna að troða boltanum í gegnum miðjusvæðið þar sem þeir voru með þrjá varnarsinnaða og klóka miðjumenn. Svo voru þeir með þétta miðverði þar fyrir aftan.“ „En við erum með leikmenn sem geta farið á bak við bakverðina og gefið fyrirgjafir inn í teig. Við vildum fara meira breitt inn á þá til að loka inn á miðsvæðið og vinna svo baráttuna. Það fannst mér við gera ágætlega.“ „Gary kom inn á og hann er viljugur að hlaupa aftur fyrir. Það vantaði upp á það í fyrri hálfleik. Allt þetta kom okkur á réttu brautina.“ Gary Martin var ósáttur við að vera á bekknum og Bjarni hefur fullan skilning á því. „Það er enginn leikmaður í KR sem er ánægður með að vera á bekknum. Við náum okkur ekki í varamenn. Leikmenn sem koma í KR koma til að spila. Breiddin í hópnum er samt það sem oft vill skilja á milli liða sem ná langt og annarra.“ „Hópurinn okkar er ekki risastór en hann er þéttur og góður og allir leikmennirnir okkar geta verið í byrjunarliðinu.“ Hann segir að Hólmbert færir KR nýja vídd. „Hann er stór og erfitt að eiga við hann í loftinu. Hann er jafnframt mjög flinkur og fær og getur tekið á móti boltanum niðri líka. Hann getur spilað fótbolta.“ „Deildin hvorki vannst né tapaðist í kvöld. Við eigum heilmikið verk eftir óunnið.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira