Spieth vill fá meiddan Rory á opna breska Tómas Þór Þóraðrson skrifar 7. júlí 2015 14:15 Rory McIlroy mætir kannski ekki til að veita Jordan Spieth samkeppni. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth segir það muni deyfa opna breska meisaramótið í golfi verði Rory McIlrroy ekki með. Norður-Írinn greindi frá því á Instagram-síðu sinni í gær að hann hefði slitið liðband í ökkla þegar hann var að sprikla með félögum sínum í fótbolta um helgina. Óvíst er hvort Rory geti mætt á St. Andrews til að verja titilinn, en Jordan Spieth er búinn að vinna fyrstu tvö risamót ársins og stefnir vitaskuld að alslemmunni. „Auðvitað vonast ég til að hann verði með. Maður vill að öll mót sé full af bestu kylfingum heims,“ segir Spieth í viðtali við Golf Channel. „Maður vill að ríkjandi meistari mæti til að verja titilinn, ég tala nú ekki um ef hann er jafnframt besti kylfingur heims.“ „Það er erfitt fyrir hvaða risamót sem er að missa besta kylfing heims. Það deyfir mótið aðeins,“ segir Jordan Spieth. Þessi 21 árs gamli Texasbúi vann The Masters og opna bandaríska meistaramótið fyrr á þessu ári. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth segir það muni deyfa opna breska meisaramótið í golfi verði Rory McIlrroy ekki með. Norður-Írinn greindi frá því á Instagram-síðu sinni í gær að hann hefði slitið liðband í ökkla þegar hann var að sprikla með félögum sínum í fótbolta um helgina. Óvíst er hvort Rory geti mætt á St. Andrews til að verja titilinn, en Jordan Spieth er búinn að vinna fyrstu tvö risamót ársins og stefnir vitaskuld að alslemmunni. „Auðvitað vonast ég til að hann verði með. Maður vill að öll mót sé full af bestu kylfingum heims,“ segir Spieth í viðtali við Golf Channel. „Maður vill að ríkjandi meistari mæti til að verja titilinn, ég tala nú ekki um ef hann er jafnframt besti kylfingur heims.“ „Það er erfitt fyrir hvaða risamót sem er að missa besta kylfing heims. Það deyfir mótið aðeins,“ segir Jordan Spieth. Þessi 21 árs gamli Texasbúi vann The Masters og opna bandaríska meistaramótið fyrr á þessu ári.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira