Fyrirliði SJK: FH gæti verið í toppbaráttunni í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2015 13:05 Þjálfari SJK og fyrirliðinn alveg öskrandi hress á blaðamannafundi í dag. vísir/andri marinó „Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
„Ég tel möguleika okkar mjög góða. Við vitum samt að þetta verður erfiður leikur því FH er gæðalið,“ sagði Simo Valakari, þjálfari finnska liðsins SJK, á blaðamannafundi í Kaplakrika í dag. Finnska liðið er mætt til landsins, en það mætir FH í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Kaplarika annað kvöld. FH vann fyrri leikinn, 1-0, og er í góðri stöðu. „FH gerði okkur erfitt fyrir á okkar heimavelli en liðin þekkjast betur núna. Við erum tilbúnir. Á heimavelli sköpuðum við nóg af færum til að skora en við nýttum þau ekki,“ sagði Valakari. „Þeir vörðust mjög vel sem lið og nýttu sitt tækifæri og skoruðu útivallarmark sem er mikilvægt. Við sáum svo hversu gott skyndisóknarlið FH er.“ Finnski þjálfarinn býst ekki við miklum breytingum fyrir leikinn á morgun og segir verkefnið einfalt hjá SJK. „Þetta verður svipaður leikur og í Helsinki. Það eru 90 mínútur af fótbolta eftir og einfalda staðreyndin er sú að við þurfum að skora og vinna leikinn,“ sagði Simo Valakari.Doumbia bestur Pavle Milosavljevic, fyrirliði SJK, segir liðin álíka góð, en þau mættust á æfingamóti á Spáni fyrr á árinu þar sem finnska liðið hafði sigur. „Liðin eru svipuð en við vorum á heimavelli og vorum meira með boltann. Þannig held ég að þetta verði líka á morgun. Liðin eru álíka góð en FH nýtti sitt færi,“ sagði Serbinn. Aðspurður hversu gott FH-liðið er miðað við liðin í Finnlandi sagði hann: „Það er erfitt að bera saman því þetta er öðruvísi leikur. Heima fyrir spilar maður deildarleiki í hverri viku.“ „FH er samt gott lið með sterka leikmenn og ef það spilar eins og það gerði gegn okkur gæti það verið í toppbaráttunni í Finnlandi.“ Kassim Doumbia, miðvörður FH, var sá leikmaður sem heillaði fyrirliðann mest enda varnarmaður eins og hann. „Ég er varnarmaður þannig ég fylgist betur með varnarmönnum. Ég veit ekki hvað hann heitir en leikmaður númer 20 [Doumbia] er frekar góður að mínu mati,“ sagði Pavle Milosavljevic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira