Veit enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Kristinn er búinn að koma að átta mörkum Breiðabliks í sumar. vísir/pjetur Það er ekki oft að vinstri bakvörður er eitt hættulegasta sóknarvopn liðs í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. En það er engu að síður tilfellið hjá Breiðabliki og Kristni Jónssyni. Kristinn opnaði markareikninginn sinn í sumar með tveimur mörkum gegn Víkingum á sunnudagskvöld en hefur þar að auki lagt upp sex mörk í sumar. Þar fyrir utan er hann hluti af varnarlínu sem hélt marki Breiðabliks hreinu í 451 mínútu þar til að Rolf Toft kom boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni um helgina. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa – Blikar hafa unnið fimm leiki í röð, eru taplausir og geta komið sér á toppinn með sigri á FH á sunnudagskvöld. „Við erum ekkert byrjaðir að hugsa um þann leik,“ sagði Kristinn, en Breiðablik mætir KA í 16-liða úrslitum bikarsins á fimmtudag. „Við eigum von á erfiðum leik gegn KA og erum að einbeita okkur að honum. Við mættum KA í úrslitum Lengjubikarsins og vitum hvað liðið er öflugt.“Kom heim til að núllstilla mig Kristinn er uppalinn Bliki en síðasta sumar var hann lánaður til Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að liðið hafi fallið og Kristinn hafi verið meiddur stóran hluta tímabilsins talar hann um dvöl sína á afar jákvæðum nótum. „Þetta var hrikalega góð reynsla og ég lærði helling sem ég hafði ekki lært í Breiðabliki. Það blés á móti þarna úti enda staðan á liðinu erfið, en það er ekki nokkur spurning að þetta er reynsla sem mun gagnast mér í framtíðinni,“ segir Kristinn, sem segir að vegna meiðsla sinna hafi það í raun aldrei komið til tals að framlengja dvölina hjá félaginu eða leita annarra tækifæra. „Ég kom því heim með það í huga að núllstilla mig og ná mér fyrst og fremst góðum af meiðslunum. En þetta var góð reynsla og ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla knattspyrnumenn. Núna veit ég enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig til að ná árangri.“Smitandi áhrif Höskuldar Kristinn hefur verið að spila af slíkri getu í sumar að það kæmi ekki á óvart að erlend félög væru byrjuð að renna hýru auga til hans. En hvað er Kristinn að gera öðruvísi nú en fyrir önnur tímabil með Breiðabliki? „Ég er fyrst og fremst með gott fólk í kringum mig – mjög góða sjúkraþjálfara sem hafa gert mikið fyrir mig. Þá æfði ég mikið með Höskuldi Gunnlaugssyni í vetur. Það er hrikalega flottur strákur og metnaður hans hefur haft smitandi áhrif á mig. Höskuldur er nefnilega algjörlega gegnheill strákur og heiðarlegur sem kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur,“ segir Kristinn um félaga sinn, en saman mynda þeir ógnarsterkt par á vinstri vængnum hjá Breiðabliki. Þess ber að geta að Höskuldur skoraði eitt mark gegn Víkingum og lagði svo upp eitt til viðbótar, einmitt fyrir Kristin. Höskuldur var þá nýbúinn að skora tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu í undankeppni EM 2017. „Það hefur gengið hrikalega vel hjá okkur Höskuldi en ég verð samt að minnast á að það eru fleiri að spila vel hjá okkur sem hafa ef til vill fengið minni athygli. Andri Rafn [Yeoman], Oliver [Sigurjónsson] og svo Damir [Muminovic, miðvörður] sem hefur verið hrikalega öflugur í vörninni. Það hefur verið mjög gott að spila með honum.“Gera sitt besta hverju sinni Kristinn var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með sæti í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hann veit að hann á betri möguleika á að halda sæti sínu þar með því að komast aftur í atvinnumennsku. „Ég er auðvitað með mín markmið eins og aðrir. En eitt af því sem Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] hefur hamrað á og gerði í allan vetur er að við eigum að lifa í núinu og gera það besta sem við getum hverju sinni. Það muni skila sér í einhverju stærra. Það er einmitt það sem við erum að gera hjá Breiðabliki.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00 Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Það er ekki oft að vinstri bakvörður er eitt hættulegasta sóknarvopn liðs í toppbaráttu Pepsi-deildar karla. En það er engu að síður tilfellið hjá Breiðabliki og Kristni Jónssyni. Kristinn opnaði markareikninginn sinn í sumar með tveimur mörkum gegn Víkingum á sunnudagskvöld en hefur þar að auki lagt upp sex mörk í sumar. Þar fyrir utan er hann hluti af varnarlínu sem hélt marki Breiðabliks hreinu í 451 mínútu þar til að Rolf Toft kom boltanum fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni um helgina. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa – Blikar hafa unnið fimm leiki í röð, eru taplausir og geta komið sér á toppinn með sigri á FH á sunnudagskvöld. „Við erum ekkert byrjaðir að hugsa um þann leik,“ sagði Kristinn, en Breiðablik mætir KA í 16-liða úrslitum bikarsins á fimmtudag. „Við eigum von á erfiðum leik gegn KA og erum að einbeita okkur að honum. Við mættum KA í úrslitum Lengjubikarsins og vitum hvað liðið er öflugt.“Kom heim til að núllstilla mig Kristinn er uppalinn Bliki en síðasta sumar var hann lánaður til Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að liðið hafi fallið og Kristinn hafi verið meiddur stóran hluta tímabilsins talar hann um dvöl sína á afar jákvæðum nótum. „Þetta var hrikalega góð reynsla og ég lærði helling sem ég hafði ekki lært í Breiðabliki. Það blés á móti þarna úti enda staðan á liðinu erfið, en það er ekki nokkur spurning að þetta er reynsla sem mun gagnast mér í framtíðinni,“ segir Kristinn, sem segir að vegna meiðsla sinna hafi það í raun aldrei komið til tals að framlengja dvölina hjá félaginu eða leita annarra tækifæra. „Ég kom því heim með það í huga að núllstilla mig og ná mér fyrst og fremst góðum af meiðslunum. En þetta var góð reynsla og ég mæli hiklaust með þessu fyrir alla knattspyrnumenn. Núna veit ég enn betur hversu mikið maður þarf að leggja á sig til að ná árangri.“Smitandi áhrif Höskuldar Kristinn hefur verið að spila af slíkri getu í sumar að það kæmi ekki á óvart að erlend félög væru byrjuð að renna hýru auga til hans. En hvað er Kristinn að gera öðruvísi nú en fyrir önnur tímabil með Breiðabliki? „Ég er fyrst og fremst með gott fólk í kringum mig – mjög góða sjúkraþjálfara sem hafa gert mikið fyrir mig. Þá æfði ég mikið með Höskuldi Gunnlaugssyni í vetur. Það er hrikalega flottur strákur og metnaður hans hefur haft smitandi áhrif á mig. Höskuldur er nefnilega algjörlega gegnheill strákur og heiðarlegur sem kemur til dyranna nákvæmlega eins og hann er klæddur,“ segir Kristinn um félaga sinn, en saman mynda þeir ógnarsterkt par á vinstri vængnum hjá Breiðabliki. Þess ber að geta að Höskuldur skoraði eitt mark gegn Víkingum og lagði svo upp eitt til viðbótar, einmitt fyrir Kristin. Höskuldur var þá nýbúinn að skora tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu í undankeppni EM 2017. „Það hefur gengið hrikalega vel hjá okkur Höskuldi en ég verð samt að minnast á að það eru fleiri að spila vel hjá okkur sem hafa ef til vill fengið minni athygli. Andri Rafn [Yeoman], Oliver [Sigurjónsson] og svo Damir [Muminovic, miðvörður] sem hefur verið hrikalega öflugur í vörninni. Það hefur verið mjög gott að spila með honum.“Gera sitt besta hverju sinni Kristinn var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með sæti í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Tékklandi. Hann veit að hann á betri möguleika á að halda sæti sínu þar með því að komast aftur í atvinnumennsku. „Ég er auðvitað með mín markmið eins og aðrir. En eitt af því sem Arnar Grétarsson [þjálfari Breiðabliks] hefur hamrað á og gerði í allan vetur er að við eigum að lifa í núinu og gera það besta sem við getum hverju sinni. Það muni skila sér í einhverju stærra. Það er einmitt það sem við erum að gera hjá Breiðabliki.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00 Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson voru í aðalhlutverki í óvenjulegum leik Breiðabliks og Víkinga í Pepsi-deild karla í kvöld. 14. júní 2015 22:00
Kristinn Jónsson skrifar undir nýjan samning Bakvörðurinn öflugi Kristinn Jónsson hefur skrifað undir nýja þriggja ára samning við Breiðablik. 13. júní 2015 14:12