Missti 40 kíló á fimm mánuðum eftir að hann hætti í NFL-deildinni 4. júní 2015 23:15 Það er ótrúlegur munur á Hardwick eftir að hann missti öll kílóin. vísir/getty Nick Hardwick hætti að spila í NFL-deildinni á síðasta ári. Með því breyttist mataræðið og maðurinn líka. Hann meiddist í fyrsta leik á síðasta tímabili og þá var strax ljóst að hann myndi ekki spila meira. Hardwick grunaði að hann myndi líklega ekki spila meira á ævinni og fór því að borða eins og venjulegur maður. Hardwick er ekki stór maður af náttúrunnar hendi og þurfti að borða óhemju mikið til þess að halda stærð sinni og stöðu í NFL-deildinni. Hann var orðinn 134 kíló en þegar hann hætti að borða eins og NFL-leikmaður þá lak af honum lýsið. Nánar tiltekið fuku af honum heil 40 kíló á aðeins fimm mánuðum. Matseðillinn hjá honum er hann spilaði í NFL-deildinni var ekkert eðlilegur.Dagurinn byrjaði á 600 kaloríu sjeik og prótein-stykki klukkan 4.45.Eftir fyrstu æfingu var drukkinn 300 kalorríu Gatorade prótein-sjeik.Eftir sturtu drakk hann búst með öllu mögulegu í. Í bústinu voru venjulega fimm egg, pylsur og stór mjólkurferna.Þegar verið var að fara yfir myndbönd úðaði hann í sig hnetum.Fyrir hádegismat drakk hann tvo sjeika sem voru um 700 kaloríur.Hádegismaturinn var salat með eins miklu próteini ofan á og mögulegt var. Einnig borðaði hann mikið brauð.Í kvöldmat var steik, kartöflur og grænmeti.90 mínútum eftir kvöldmat var komið að því að éta stóra skál af grísku jógúrti með morgunkorni ofan á.Áður en skundað var inn í rúm át hann stóra dollu af Ben & Jerry's ís. Kaloríumagnað í dollunni er yfir 1.000. Í dag borðar Hardwick hollan og lífrænan mat. Hann er mikið í salatinu, stundar jóga og fer reglulega í göngutúra. NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Nick Hardwick hætti að spila í NFL-deildinni á síðasta ári. Með því breyttist mataræðið og maðurinn líka. Hann meiddist í fyrsta leik á síðasta tímabili og þá var strax ljóst að hann myndi ekki spila meira. Hardwick grunaði að hann myndi líklega ekki spila meira á ævinni og fór því að borða eins og venjulegur maður. Hardwick er ekki stór maður af náttúrunnar hendi og þurfti að borða óhemju mikið til þess að halda stærð sinni og stöðu í NFL-deildinni. Hann var orðinn 134 kíló en þegar hann hætti að borða eins og NFL-leikmaður þá lak af honum lýsið. Nánar tiltekið fuku af honum heil 40 kíló á aðeins fimm mánuðum. Matseðillinn hjá honum er hann spilaði í NFL-deildinni var ekkert eðlilegur.Dagurinn byrjaði á 600 kaloríu sjeik og prótein-stykki klukkan 4.45.Eftir fyrstu æfingu var drukkinn 300 kalorríu Gatorade prótein-sjeik.Eftir sturtu drakk hann búst með öllu mögulegu í. Í bústinu voru venjulega fimm egg, pylsur og stór mjólkurferna.Þegar verið var að fara yfir myndbönd úðaði hann í sig hnetum.Fyrir hádegismat drakk hann tvo sjeika sem voru um 700 kaloríur.Hádegismaturinn var salat með eins miklu próteini ofan á og mögulegt var. Einnig borðaði hann mikið brauð.Í kvöldmat var steik, kartöflur og grænmeti.90 mínútum eftir kvöldmat var komið að því að éta stóra skál af grísku jógúrti með morgunkorni ofan á.Áður en skundað var inn í rúm át hann stóra dollu af Ben & Jerry's ís. Kaloríumagnað í dollunni er yfir 1.000. Í dag borðar Hardwick hollan og lífrænan mat. Hann er mikið í salatinu, stundar jóga og fer reglulega í göngutúra.
NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira