Hætta á að leikur Íslands og Tékklands verði ekki í beinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 14:08 Þarf þjóðin að bíða í klukkustund eftir leik til að sjá strákana okkar á föstudagskvöldið? vísir/daníel Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira