Dagný og Guðmunda: Gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 28. maí 2015 22:21 Dagný og Guðmunda voru sáttar að leik loknum. Vísir/iþs Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera." Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru að vonum sáttar með sigur Selfoss á Stjörnunni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar á Íslandsmóti í rúmt ár eða síðan Garðbæingar töpuðu fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildarinnar 2014. „Það var gott að vinna þennan leik og sérstaklega á þeirra heimavelli,“ sagði Guðmunda sem skoraði sigurmark Selfoss á 68. mínútu. En hvað skóp þennan sigur í kvöld? „Við pressuðum þær hátt uppi á vellinum og féllum ekki of langt frá þeim. Við fengum fullt af færum, í báðum hálfleikjunum, og við hefðum auðveldlega getað skorað fleiri mörk.“Sjá einnig:Stjörnubanarnir frá Selfossi í stuði eftir leik „Þetta var góður liðssigur,“ sagði Dagný sem lék sinn annan leik með Selfossi í kvöld eftir að hafa komið nokkuð óvænt til liðsins eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari með Bayern München í vor. Selfoss spilaði sterkan varnarleik í kvöld og Íslands- og bikarmeistararnir voru í vandræðum með að skapa sér færi. „Við lögðum upp með að vera þéttar fyrir og það gekk eftir. Mér fannst við ná að loka ótrúlega vel á þær og þær komust ekki oft einar á móti markmanni,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Á tímabili féllum við kannski aðeins of langt frá þeim en við rifum okkur upp og þá lagaðist þetta aftur. Þær settu svo pressu á okkur undir lokin en við reyndum að spila skynsamlega og loka á þær.“Komnar af alvöru í toppbaráttuna Guðmunda skoraði sem áður sagði sigurmark Selfyssinga en hvernig leit það út fyrir henni? „Ég er þekkt fyrir að skjóta þegar ég sé markið og ég heyrði fullt að fólki öskra á mig að láta vaða. Svo ég ákvað að skjóta og það skilaði sér í þessu marki,“ sagði Guðmunda en Selfyssingar setja stefnuna á toppbaráttu í sumar. „Þessi sigur gefur okkur ótrúlegt sjálfstraust, að vinna Íslandsmeistara sem eru ekki búnar að tapa í rúmt ár,“ sagði Guðmunda og Dagný bætti við: „Það var mikilvægt að fá þrjú stig í kvöld til að halda okkur í toppbaráttunni. Við töpuðum þremur dýrmætum stigum í 1. umferðinni en núna erum við komnar að alvöru í toppbaráttuna þar sem við ætlum að vera."
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13 KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00 Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 1-2 | Fyrsta tap Stjörnunnar í rúmt ár Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna á Íslandsmóti í rúmt ár þegar Sunnlendingar unnu leik liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar kvenna, 1-2. 28. maí 2015 13:13
KR náði í stig í Kópavogi | Valur með fullt hús Nýliðar KR gerðu góða ferð í Kópavoginn og gerðu jafntefli við Breiðablik. 28. maí 2015 21:00
Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur Kristín Erna Sigurlásdóttir tryggði ÍBV nauman sigur á nýliðum Þróttar. 28. maí 2015 19:57