Sigurður Óli dæmir hjá Stjörnunni í kvöld 8. maí 2015 17:00 Sigurður Óli Þórleifsson. Vísir/Valli Sigurður Óli Þórleifsson verður með flautu en ekki flagg í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki í Meistarakeppni kvenna í fótbolta. Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 en þarna eru Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar að mæta Breiðabliki sem varð í 2. sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Sigurður Óli komst mikið í fréttirnar síðasta haust þegar hann missti af rangstöðu í fyrra marki Stjörnunnar í úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur Karl Finsen kom þá Stjörnunni í 1-0 á 40. mínútu en það mark átti aldrei að standa því hann var rangstæður þegar samherjar hans framlengdu fyrirgjöf Niclas Vemmelund. FH nægði jafntefli í leiknum en Stjarnan vann 2-1 þökk sé sigurmarki Ólafs Karls Finsen úr vítaspyrnu í uppbótartíma. FH-ingar voru vægast sagt mjög ósáttir með Sigurð Óla eftir leikinn og talsverðir eftirmálar voru af leiknum eins og frægt er. Sigurður Óli Þórleifsson hætti sem aðstoðardómari eftir tímabilið og leikur FH og Stjörnunnar var því hans síðasti leikur sem aðstoðardómari í Pepsi-deildinni. Sigurður Óli verður aftur á móti dómari í íslenska fótboltanum í sumar en auk þess að starfa sem FIFA aðstoðardómari hefur hann dæmt í neðri deildunum undanfarin ár. Sigurður Óli fær flott verkefni í kvöld þar sem tvö af bestu kvennaliðum landsins mætast í baráttunni um hver getur kallað sig meistara meistaranna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54 Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þorleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. 12. janúar 2015 21:53 Sigurður Óli fyrstur til að viðurkenna mistökin Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. 7. október 2014 12:00 Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18 Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 1-2 | Stjarnan meistari í fyrsta sinn Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni fyrsta Íslandsmeistaratitilinn með marki í uppbótartíma. 4. október 2014 00:01 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Sigurður Óli Þórleifsson verður með flautu en ekki flagg í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki í Meistarakeppni kvenna í fótbolta. Leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 en þarna eru Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar að mæta Breiðabliki sem varð í 2. sæti í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð. Sigurður Óli komst mikið í fréttirnar síðasta haust þegar hann missti af rangstöðu í fyrra marki Stjörnunnar í úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur Karl Finsen kom þá Stjörnunni í 1-0 á 40. mínútu en það mark átti aldrei að standa því hann var rangstæður þegar samherjar hans framlengdu fyrirgjöf Niclas Vemmelund. FH nægði jafntefli í leiknum en Stjarnan vann 2-1 þökk sé sigurmarki Ólafs Karls Finsen úr vítaspyrnu í uppbótartíma. FH-ingar voru vægast sagt mjög ósáttir með Sigurð Óla eftir leikinn og talsverðir eftirmálar voru af leiknum eins og frægt er. Sigurður Óli Þórleifsson hætti sem aðstoðardómari eftir tímabilið og leikur FH og Stjörnunnar var því hans síðasti leikur sem aðstoðardómari í Pepsi-deildinni. Sigurður Óli verður aftur á móti dómari í íslenska fótboltanum í sumar en auk þess að starfa sem FIFA aðstoðardómari hefur hann dæmt í neðri deildunum undanfarin ár. Sigurður Óli fær flott verkefni í kvöld þar sem tvö af bestu kvennaliðum landsins mætast í baráttunni um hver getur kallað sig meistara meistaranna.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54 Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þorleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. 12. janúar 2015 21:53 Sigurður Óli fyrstur til að viðurkenna mistökin Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. 7. október 2014 12:00 Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18 Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 1-2 | Stjarnan meistari í fyrsta sinn Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni fyrsta Íslandsmeistaratitilinn með marki í uppbótartíma. 4. október 2014 00:01 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Jóhannes Valgeirsson: "Hræðileg ákvörðun“ "Þetta er agaleg ákvörðun,“ segir Jóhannes Valgeirsson. 4. október 2014 16:54
Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þorleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. 12. janúar 2015 21:53
Sigurður Óli fyrstur til að viðurkenna mistökin Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. 7. október 2014 12:00
Flaggið sem aldrei fór á loft verður sent í viðgerð til útlanda Stuðningsmaður FH veittist að aðstoðardómaranum Sigurði Óla Þorleifssyni. 5. október 2014 18:18
Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 1-2 | Stjarnan meistari í fyrsta sinn Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni fyrsta Íslandsmeistaratitilinn með marki í uppbótartíma. 4. október 2014 00:01