Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Tindastóll 74-86 | Stólarnir með annan stórsigur Henry Birgir Gunnarsson á Ásvöllum skrifar 10. apríl 2015 15:23 Helgi Rafn Viggósson. Vísir/Andri Marinó Tindastóll er kominn í kjörstöðu í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla gegn Haukum eftir annan stórsigur á Hafnfirðingum.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Byrjunin á fyrsta leikhluta var með hreinum ólíkindum. Það var eins og Haukarnir væru ekki klárir í slaginn því Stólarnir skoruðu fyrstu 10 stig leiksins. Emil Barja skoraði fyrstu körfu Hauka eftir fjögurra mínútna leik. Haukarnir rönkuðu þó við sér eftir því sem leið á leikhlutann og munurinn aðeins sex stig, 18-24, þegar leikhlutanum var lokið. Varnir liðanna voru betri í öðrum leikhluta og þá sérstaklega hjá Stólunum sem hreinlega lokuðu leiðinni að körfunni á löngum stundum. Darrel Lewis tók svo yfir leikinn og skoraði ein 16 stig í röð fyrir Stólana. Alex Francis var að sama skapi heillum horfinn í liði Hauka. Skoraði eitt stig í fyrri hálfleik, klúðraði vítum að venju og tapaði boltanum. Gekk gjörsamlega ekkert upp hjá honum. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin vænleg fyrir Stólana, 30-48. Stólarnir kólnuðu ekkert mikið í hálfleik heldur héldu áfram að hamra járnið og áður en Haukarnir voru búnir að snúa sér við var munurinn orðinn 22 stig, 36-58. Haukarnir töpuðu að lokum trúnni og sættu sig við þá staðreynd að þeir hafa bara ekkert að gera í Stólana þessa dagana. Lokatölur 74-86 og sigurinn mun öruggari en þessar annars fínu tölur gefa til kynna. Það er ekki bara að Stólarnir séu að spila betur heldur eru þeir grimmari. Það er hreinlega eins og sumir leikmenn Hauka séu mettir. Saddir og hafi ekki áhuga á að fara aðra ferð að hlaðborðinu. Frammstaða Alex Francis er svo sérkapitúli út af fyrir sig. Hann var hörmulegur í leiknum þó svo hann hafi aðeins lagað tölfræðina í rusltíma. Stólarnir eru búnir að kippa honum úr sambandi og ekki innstunga í augsýn. Emil Barja og Haukur Óskars einu Haukamennirnir sem spiluðu eins og menn. Aðrir geta miklu betur og vita það best sjálfir. Hinn 39 ára gamli Darrel Lewis var stórkostlegur í leiknum. Skoraði nánast að vild og spilar eins og hann sé tvítugur. Dempsey líka sterkur og framlag Ingva Rafns Ingvarssonar til fyrirmyndar. Svo er það þessi rómaði varnarleikur Stólanna þar sem oft á tíðum er hvergi veikan hlekk að finna. Stólarnir stefna hraðbyrði í úrslitin og hafa klárlega burði til þess að fara alla leið.Vísir/ValliÍvar: Erum alveg andlausir "Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta í augnablikinu en við mættum allavega ekki tilbúnir í leikinn," sagði svekktur þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson. "Annan leikinn í röð er útlendingurinn okkar ekki með og það er bara dýrt. Þeir taka öll sóknarfráköst og voru bara baráttuglaðari en við," segir Ívar en Alex Francis er ekki meiddur. "Hann er bara ekki að finna sig og við erum ekki að koma honum aftur í gang." Það hefur verið talað um að Haukarnir séu orðnir saddir en hvað segir þjálfarinn um það? "Það lítur þannig út miðað við þessa tvo leiki. Við erum alveg andlausir og aftur komnir með bakið upp við vegg eins og gegn Keflavík. Nú er bara spurning hvað menn gera? Ætla þeir að láta sópa sér út eða mæta dýrvitlausir á Krókinn. Ég tel okkur eiga nóg inni en við verðum víst að sýna það á vellinum."Ingvi Rafn Ingvarsson.Vísir/ValliIngvi: Ætlum að sópa þeim út Hinn 21 árs gamli Ingvi Rafn Ingvarsson átti flottan leik fyrir Stólana og skoraði 13 stig í kvöld. "Þetta er aldrei auðvelt en við erum að spila vel og af krafti. Það skilar þessum sigri," sagði Ingvi yfirvegaður en það er ekki að sjá neitt stress á honum né öðrum ungum mönnum hjá Stólunum. "Þetta er bara svo skemmtilegt og við reynum að njóta okkar. Við erum ungir en staðráðnir í því að fara alla leið." Ingvi hrósaði stuðningsmönnum Tindastóls í hástert en það voru fleiri stuðningsmenn Tindastóls en Haukana á leiknum en alls mættu 1.448 á leikinn. "Við ætlum að sópa þeim út á mánudag. Stuðningsmennirnir verða með sópinn á mánudaginn. Það er bara þannig."Leiklýsing:Leik lokið | 74-86: Önnur sannfærandi frammistaða hjá Stólunum. Haukarnir þurfa að bæta sinn leik um marga klassa ef þeir ætla að eiga möguleika á mánudag.4. leikhluti | 66-81: Bæði lið virðast vera farin að bíða eftir því að þessu ljúki. Dempsey er þó ekkert hættur. 17 stig hjá honum. 2 mín eftir og þetta búið.4. leikhluti | 62-79: Emil haltrar af velli og leikhlé tekið. 3.42 mín eftir.4. leikhluti | 62-79: Þetta er að fjara út. Stólarnir að komast í 2-0 og fátt sem bendir til annars en að þeir muni sópa Haukunum og fljúga í úrslit. 4 mín eftir.4. leikhluti | 60-76: Emil kominn í 18 stig. Því miður fyrir Hauka eru ekki fleiri en Emil og Haukur að spila eins og menn. 6 mín eftir.4. leikhluti | 54-74: Stólarnir eru ekkert á því að slaka allt of mikið á. Halda heimamönnum enn í hæfilegri fjarlægð. Haukarnir eru eiginlega á Hofsósi. 8 mín eftir.3. leikhluta lokið | 49-69: Þarf ekkert minna en kraftaverk til að Haukar vinni þennan leik.3. leikhluti | 46-67: Frábær spilamennska hjá Stólunum endar með því að Dempsey skorar tvö stig og fær víti. Hann setur það niður. Mögnuð frammistaða. Hann er kominn með 15 stig.3. leikhluti | 45-64: Haukur jafnaði sig sem betur fer. Pétur Rúnar með annan rosalegan þrist. 2 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 45-61: Pétur Rúnar skorar sín fyrstu stig fyrir Stólana. Eðlilega þriggja stiga karfa. Haukur Óskars skorar flotta körfu en fær mikinn skell. Vonum að hann jafni sig. Þetta var klárlega vont.3. leikhluti | 42-58: Haukarnir reyna að sprikla og Francis var að skora sína fyrstu körfu. Hún kom eftir 25 mínútna leik. Vona hans vegna að hann sé meiddur og það útskýri leik hans. Þessi frammistaða er ævintýralega hörmuleg.3. leikhluti | 36-56: Kári með loftbolta. Það er alveg sama hvað er hjá Haukum. Þetta er bara ekki að ganga. Ingvi Rafn setur þrist og smá salt í sárin.3. leikhluti | 36-51: Francis fær ekki frítt skot. Þeir senda hann bara á línuna. Klikkar á báðum venju samkvæmt. Er 1/6 á línunni.3. leikhluti | 36-51: Emil opnar seinni hálfleikinn á körfu. Fer svo á línuna og setur annað niður eins og venjulega í kvöld. Lewis svarar með þristi. Hann kólnaði ekkert í hálfleik. Kristinn Marinós svarar með sama bragði.Hálfleikur | 30-48: Stólarnir algjörlega frábærir á báðum endum vallarins sem og í stúkunni reyndar. Haukarnir eru svo sannarlega að reyna en virðast ekki eiga roð í þetta flotta lið Tindastóls. Emil 10 stig fyrir Hauka og Haukur Óskars með 7. Lewis með 22 fyrir Stólana og Dempsey 10.2. leikhluti | 26-46: Svavar Atli býður góðan dag og leggur boltann ofan í. Svakalegt að sjá þessa flinku Haukastráka eiga engin svör.2. leikhluti | 23-42: Vörn Stólanna er þeirra aðalsmerki og hún er heldur betur sterk núna. Haukarnir finna ekki leiðir. 2.22 min í hálfleik.2. leikhluti | 22-38: Enn er Lewis að skora. 20 punktar hjá honum. Haukarnir virka ráðalausir og pirraðir. Skal engan undra. Verið að keyra yfir þá á þeirra heimavelli.2. leikhluti | 22-36: Lewis með þrist og kominn með 18 í heildina. Stórleikur. Haukar í tómu rugli og taka leikhlé. 4.22 mín í hálfleik.2. leikhluti | 22-31: Ingvi Rafn eitthvað stressaður og klúðrar auðveldu sniðskoti. Alex Francis heillum horfinn hjá Haukum. Eitt stig komið og missti boltann nú út af. Klúðraði svo tveim vítum og fékk dæmt á sig skref. Þetta er dýrt.2. leikhluti | 21-29: Sigurður Einars kemur sér á blað hjá Haukum. Lewis með tvö stig og víti er Haukarnir voru farnir að þjarma að þeim. 6.30 mín í hálfleik.2. leikhluti | 19-24: Gengur illa að skora. Fínar varnir. Emil setur eitt af línunni.1. leikhluta lokið | 18-24: Frábær byrjun Stólanna en Haukar náðu að klóra sig aftur inn í leikinn. Emil með 6 stig fyrir Hauka og Kristinn Marinós 5. Demspey og Lewis með 6 stig fyrir Stólana.1. leikhluti | 14-20: Lewis með annan þrist fyrir Stólana. Kristinn Jónasson svo með huggulegt sniðskot. Loks Emil með gott skot. 1.33 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 10-17: Haukarnir aðeins að taka við sér og Kristinn Marinós kominn með fimm stig.1. leikhluti | 5-17: Francis fer á línuna. Ekki hans uppáhald. Setur seinna skotið niður. Nokkuð óvænt.1. leikhluti | 4-17: Emil sér einn um stigaskorun hjá Haukum sem spila enga vörn. Eða þeir ráða bara ekkert við Stólana.1. leikhluti | 2-15: Darrell Lewis svaraði Emil með því að setja þrist og svo treður Dempsey. Stólarnir í banastuði.1. leikhluti | 2-10: Emil Barja skorar fyrstu körfu Hauka þegar fjórar mínútur eru liðnar af leiknum.1. leikhluti | 0-10: Ótrúleg byrjun hjá Stólunum sem skora fyrstu tíu stigin og Haukar taka leikhlé.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Miklu fleiri Skagfirðingar í húsinu en Haukum á örugglega eftir að fjölga.Fyrir leik: Nokkrir stuðningsmenn Stólanna eru í búningum þar sem auglýsingin "Í sveiflu með Geirmundi" er á bakinu. Líklega harðasta auglýsing sem ég hef séð.Fyrir leik: Meiri metall en oft áður á Ásvöllum sem er vel. Kiss og Megadeth á meðal listamanna kvöldsins.Fyrir leik: Stólarnir eru komnir langt með að fylla gestastúkuna á Ásvöllum. Það er fáranlega vel gert. Í leik liðanna á Króknum um daginn komu fimm stuðningsmenn Hauka með liðinu.Fyrir leik: Haukarar eru enn að gæða sér á hamborgurum frammi og við fáum pízzu í blaðamannastúkunni. Vel gert, Haukar.Fyrir leik: Það var hleypt inn í húsið 45 mínútum fyrir leik og slatti af fólki frá Sauðárkróki á staðnum en boðið var upp á fríar rútuferðir í bæinn. Gaman að sjá að fólk hefur ákveðið að nýta sér það.Fyrir leik: Emil Barja tjáði blaðamanni að allir leikmenn Hauka væru búnir að jafna sig af veikindum sem voru að plaga liðið og þjálfara þess á dögunum. Það eru engar afsakanir gildar í kvöld segir Emil.Fyrir leik: Haukarnir óvenju snemma að setja upp salinn en allt að komast í rétt stand 80 mínútum fyrir leik. Æfingar að klárast í húsinu og Petr Baumruk að taka til hendinni.Fyrir leik: Stólarnir voru mættir á Ásvelli í tíma og því engin seinkun á þessum leik. Allir hressir og klárir í átök. Haukarnir líka mættir snemma og svo er bara að vona að áhorfendur fjölmenni líka.Fyrir leik: Tindastóll vann 30 stiga sigur í fyrsta leiknum, 94-64, sem er stærsti sigur í fyrsta leik í undanúrslitaeinvígi úrslitakeppninnar frá árinu 2006 þegar Njarðvík vann 36 stiga sigur á KR í fyrsta leik.Fyrir leik: Sextán lið hafa tapað fyrsta leik í einvígi í úrslitakeppni með 30 stiga mun eða meiri og ekkert þeirra hefur tekist að koma til baka og vinna einvígið.Fyrir leik: Stólarnir héldu Alex Francis í aðeins sjö stigum í fyrsta leiknum þar sem bandaríski miðherjinn í Haukaliðinu tók aðeins sjö skot á 28 mínútum.Fyrir leik: Hinn nítján ára gamli Pétur Rúnar Birgisson gaf þrettán stoðsendingar á félaga sína í fyrsta leiknum en allt Haukaliðið gaf samtals ellefu stoðsendingar.Fyrir leik: 23 stiga tap Stólanna í deildarleiknum um miðjan desember (104-81) var langastærsta tap Tindastólsliðsins í Dominos-deildinni í vetur. Næststærsta tapið var tíu stiga tap á móti Grindavík (94-84) í febrúar.Fyrir leik: Tindastóll eru fyrstu nýliðarnir sem vinna fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppni og fyrstu nýliðarnir sem ná að vinna fjóra leiki í röð.Fyrir leik: Haukaliðið hefur lent 2-0 undir í síðustu tveimur einvígum sínum í úrslitakeppninni. Liðið tapaði 3-0 á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum í fyrra en kom til baka og vann 3-2 sigur á Keflavík í átta liða úrslitunum í ár. Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Tindastóll er kominn í kjörstöðu í undanúrslitaeinvígi sínu í Dominos-deild karla gegn Haukum eftir annan stórsigur á Hafnfirðingum.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan Byrjunin á fyrsta leikhluta var með hreinum ólíkindum. Það var eins og Haukarnir væru ekki klárir í slaginn því Stólarnir skoruðu fyrstu 10 stig leiksins. Emil Barja skoraði fyrstu körfu Hauka eftir fjögurra mínútna leik. Haukarnir rönkuðu þó við sér eftir því sem leið á leikhlutann og munurinn aðeins sex stig, 18-24, þegar leikhlutanum var lokið. Varnir liðanna voru betri í öðrum leikhluta og þá sérstaklega hjá Stólunum sem hreinlega lokuðu leiðinni að körfunni á löngum stundum. Darrel Lewis tók svo yfir leikinn og skoraði ein 16 stig í röð fyrir Stólana. Alex Francis var að sama skapi heillum horfinn í liði Hauka. Skoraði eitt stig í fyrri hálfleik, klúðraði vítum að venju og tapaði boltanum. Gekk gjörsamlega ekkert upp hjá honum. Þegar flautað var til leikhlés var staðan orðin vænleg fyrir Stólana, 30-48. Stólarnir kólnuðu ekkert mikið í hálfleik heldur héldu áfram að hamra járnið og áður en Haukarnir voru búnir að snúa sér við var munurinn orðinn 22 stig, 36-58. Haukarnir töpuðu að lokum trúnni og sættu sig við þá staðreynd að þeir hafa bara ekkert að gera í Stólana þessa dagana. Lokatölur 74-86 og sigurinn mun öruggari en þessar annars fínu tölur gefa til kynna. Það er ekki bara að Stólarnir séu að spila betur heldur eru þeir grimmari. Það er hreinlega eins og sumir leikmenn Hauka séu mettir. Saddir og hafi ekki áhuga á að fara aðra ferð að hlaðborðinu. Frammstaða Alex Francis er svo sérkapitúli út af fyrir sig. Hann var hörmulegur í leiknum þó svo hann hafi aðeins lagað tölfræðina í rusltíma. Stólarnir eru búnir að kippa honum úr sambandi og ekki innstunga í augsýn. Emil Barja og Haukur Óskars einu Haukamennirnir sem spiluðu eins og menn. Aðrir geta miklu betur og vita það best sjálfir. Hinn 39 ára gamli Darrel Lewis var stórkostlegur í leiknum. Skoraði nánast að vild og spilar eins og hann sé tvítugur. Dempsey líka sterkur og framlag Ingva Rafns Ingvarssonar til fyrirmyndar. Svo er það þessi rómaði varnarleikur Stólanna þar sem oft á tíðum er hvergi veikan hlekk að finna. Stólarnir stefna hraðbyrði í úrslitin og hafa klárlega burði til þess að fara alla leið.Vísir/ValliÍvar: Erum alveg andlausir "Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta í augnablikinu en við mættum allavega ekki tilbúnir í leikinn," sagði svekktur þjálfari Hauka, Ívar Ásgrímsson. "Annan leikinn í röð er útlendingurinn okkar ekki með og það er bara dýrt. Þeir taka öll sóknarfráköst og voru bara baráttuglaðari en við," segir Ívar en Alex Francis er ekki meiddur. "Hann er bara ekki að finna sig og við erum ekki að koma honum aftur í gang." Það hefur verið talað um að Haukarnir séu orðnir saddir en hvað segir þjálfarinn um það? "Það lítur þannig út miðað við þessa tvo leiki. Við erum alveg andlausir og aftur komnir með bakið upp við vegg eins og gegn Keflavík. Nú er bara spurning hvað menn gera? Ætla þeir að láta sópa sér út eða mæta dýrvitlausir á Krókinn. Ég tel okkur eiga nóg inni en við verðum víst að sýna það á vellinum."Ingvi Rafn Ingvarsson.Vísir/ValliIngvi: Ætlum að sópa þeim út Hinn 21 árs gamli Ingvi Rafn Ingvarsson átti flottan leik fyrir Stólana og skoraði 13 stig í kvöld. "Þetta er aldrei auðvelt en við erum að spila vel og af krafti. Það skilar þessum sigri," sagði Ingvi yfirvegaður en það er ekki að sjá neitt stress á honum né öðrum ungum mönnum hjá Stólunum. "Þetta er bara svo skemmtilegt og við reynum að njóta okkar. Við erum ungir en staðráðnir í því að fara alla leið." Ingvi hrósaði stuðningsmönnum Tindastóls í hástert en það voru fleiri stuðningsmenn Tindastóls en Haukana á leiknum en alls mættu 1.448 á leikinn. "Við ætlum að sópa þeim út á mánudag. Stuðningsmennirnir verða með sópinn á mánudaginn. Það er bara þannig."Leiklýsing:Leik lokið | 74-86: Önnur sannfærandi frammistaða hjá Stólunum. Haukarnir þurfa að bæta sinn leik um marga klassa ef þeir ætla að eiga möguleika á mánudag.4. leikhluti | 66-81: Bæði lið virðast vera farin að bíða eftir því að þessu ljúki. Dempsey er þó ekkert hættur. 17 stig hjá honum. 2 mín eftir og þetta búið.4. leikhluti | 62-79: Emil haltrar af velli og leikhlé tekið. 3.42 mín eftir.4. leikhluti | 62-79: Þetta er að fjara út. Stólarnir að komast í 2-0 og fátt sem bendir til annars en að þeir muni sópa Haukunum og fljúga í úrslit. 4 mín eftir.4. leikhluti | 60-76: Emil kominn í 18 stig. Því miður fyrir Hauka eru ekki fleiri en Emil og Haukur að spila eins og menn. 6 mín eftir.4. leikhluti | 54-74: Stólarnir eru ekkert á því að slaka allt of mikið á. Halda heimamönnum enn í hæfilegri fjarlægð. Haukarnir eru eiginlega á Hofsósi. 8 mín eftir.3. leikhluta lokið | 49-69: Þarf ekkert minna en kraftaverk til að Haukar vinni þennan leik.3. leikhluti | 46-67: Frábær spilamennska hjá Stólunum endar með því að Dempsey skorar tvö stig og fær víti. Hann setur það niður. Mögnuð frammistaða. Hann er kominn með 15 stig.3. leikhluti | 45-64: Haukur jafnaði sig sem betur fer. Pétur Rúnar með annan rosalegan þrist. 2 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 45-61: Pétur Rúnar skorar sín fyrstu stig fyrir Stólana. Eðlilega þriggja stiga karfa. Haukur Óskars skorar flotta körfu en fær mikinn skell. Vonum að hann jafni sig. Þetta var klárlega vont.3. leikhluti | 42-58: Haukarnir reyna að sprikla og Francis var að skora sína fyrstu körfu. Hún kom eftir 25 mínútna leik. Vona hans vegna að hann sé meiddur og það útskýri leik hans. Þessi frammistaða er ævintýralega hörmuleg.3. leikhluti | 36-56: Kári með loftbolta. Það er alveg sama hvað er hjá Haukum. Þetta er bara ekki að ganga. Ingvi Rafn setur þrist og smá salt í sárin.3. leikhluti | 36-51: Francis fær ekki frítt skot. Þeir senda hann bara á línuna. Klikkar á báðum venju samkvæmt. Er 1/6 á línunni.3. leikhluti | 36-51: Emil opnar seinni hálfleikinn á körfu. Fer svo á línuna og setur annað niður eins og venjulega í kvöld. Lewis svarar með þristi. Hann kólnaði ekkert í hálfleik. Kristinn Marinós svarar með sama bragði.Hálfleikur | 30-48: Stólarnir algjörlega frábærir á báðum endum vallarins sem og í stúkunni reyndar. Haukarnir eru svo sannarlega að reyna en virðast ekki eiga roð í þetta flotta lið Tindastóls. Emil 10 stig fyrir Hauka og Haukur Óskars með 7. Lewis með 22 fyrir Stólana og Dempsey 10.2. leikhluti | 26-46: Svavar Atli býður góðan dag og leggur boltann ofan í. Svakalegt að sjá þessa flinku Haukastráka eiga engin svör.2. leikhluti | 23-42: Vörn Stólanna er þeirra aðalsmerki og hún er heldur betur sterk núna. Haukarnir finna ekki leiðir. 2.22 min í hálfleik.2. leikhluti | 22-38: Enn er Lewis að skora. 20 punktar hjá honum. Haukarnir virka ráðalausir og pirraðir. Skal engan undra. Verið að keyra yfir þá á þeirra heimavelli.2. leikhluti | 22-36: Lewis með þrist og kominn með 18 í heildina. Stórleikur. Haukar í tómu rugli og taka leikhlé. 4.22 mín í hálfleik.2. leikhluti | 22-31: Ingvi Rafn eitthvað stressaður og klúðrar auðveldu sniðskoti. Alex Francis heillum horfinn hjá Haukum. Eitt stig komið og missti boltann nú út af. Klúðraði svo tveim vítum og fékk dæmt á sig skref. Þetta er dýrt.2. leikhluti | 21-29: Sigurður Einars kemur sér á blað hjá Haukum. Lewis með tvö stig og víti er Haukarnir voru farnir að þjarma að þeim. 6.30 mín í hálfleik.2. leikhluti | 19-24: Gengur illa að skora. Fínar varnir. Emil setur eitt af línunni.1. leikhluta lokið | 18-24: Frábær byrjun Stólanna en Haukar náðu að klóra sig aftur inn í leikinn. Emil með 6 stig fyrir Hauka og Kristinn Marinós 5. Demspey og Lewis með 6 stig fyrir Stólana.1. leikhluti | 14-20: Lewis með annan þrist fyrir Stólana. Kristinn Jónasson svo með huggulegt sniðskot. Loks Emil með gott skot. 1.33 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 10-17: Haukarnir aðeins að taka við sér og Kristinn Marinós kominn með fimm stig.1. leikhluti | 5-17: Francis fer á línuna. Ekki hans uppáhald. Setur seinna skotið niður. Nokkuð óvænt.1. leikhluti | 4-17: Emil sér einn um stigaskorun hjá Haukum sem spila enga vörn. Eða þeir ráða bara ekkert við Stólana.1. leikhluti | 2-15: Darrell Lewis svaraði Emil með því að setja þrist og svo treður Dempsey. Stólarnir í banastuði.1. leikhluti | 2-10: Emil Barja skorar fyrstu körfu Hauka þegar fjórar mínútur eru liðnar af leiknum.1. leikhluti | 0-10: Ótrúleg byrjun hjá Stólunum sem skora fyrstu tíu stigin og Haukar taka leikhlé.Fyrir leik: Verið að kynna liðin til leiks. Miklu fleiri Skagfirðingar í húsinu en Haukum á örugglega eftir að fjölga.Fyrir leik: Nokkrir stuðningsmenn Stólanna eru í búningum þar sem auglýsingin "Í sveiflu með Geirmundi" er á bakinu. Líklega harðasta auglýsing sem ég hef séð.Fyrir leik: Meiri metall en oft áður á Ásvöllum sem er vel. Kiss og Megadeth á meðal listamanna kvöldsins.Fyrir leik: Stólarnir eru komnir langt með að fylla gestastúkuna á Ásvöllum. Það er fáranlega vel gert. Í leik liðanna á Króknum um daginn komu fimm stuðningsmenn Hauka með liðinu.Fyrir leik: Haukarar eru enn að gæða sér á hamborgurum frammi og við fáum pízzu í blaðamannastúkunni. Vel gert, Haukar.Fyrir leik: Það var hleypt inn í húsið 45 mínútum fyrir leik og slatti af fólki frá Sauðárkróki á staðnum en boðið var upp á fríar rútuferðir í bæinn. Gaman að sjá að fólk hefur ákveðið að nýta sér það.Fyrir leik: Emil Barja tjáði blaðamanni að allir leikmenn Hauka væru búnir að jafna sig af veikindum sem voru að plaga liðið og þjálfara þess á dögunum. Það eru engar afsakanir gildar í kvöld segir Emil.Fyrir leik: Haukarnir óvenju snemma að setja upp salinn en allt að komast í rétt stand 80 mínútum fyrir leik. Æfingar að klárast í húsinu og Petr Baumruk að taka til hendinni.Fyrir leik: Stólarnir voru mættir á Ásvelli í tíma og því engin seinkun á þessum leik. Allir hressir og klárir í átök. Haukarnir líka mættir snemma og svo er bara að vona að áhorfendur fjölmenni líka.Fyrir leik: Tindastóll vann 30 stiga sigur í fyrsta leiknum, 94-64, sem er stærsti sigur í fyrsta leik í undanúrslitaeinvígi úrslitakeppninnar frá árinu 2006 þegar Njarðvík vann 36 stiga sigur á KR í fyrsta leik.Fyrir leik: Sextán lið hafa tapað fyrsta leik í einvígi í úrslitakeppni með 30 stiga mun eða meiri og ekkert þeirra hefur tekist að koma til baka og vinna einvígið.Fyrir leik: Stólarnir héldu Alex Francis í aðeins sjö stigum í fyrsta leiknum þar sem bandaríski miðherjinn í Haukaliðinu tók aðeins sjö skot á 28 mínútum.Fyrir leik: Hinn nítján ára gamli Pétur Rúnar Birgisson gaf þrettán stoðsendingar á félaga sína í fyrsta leiknum en allt Haukaliðið gaf samtals ellefu stoðsendingar.Fyrir leik: 23 stiga tap Stólanna í deildarleiknum um miðjan desember (104-81) var langastærsta tap Tindastólsliðsins í Dominos-deildinni í vetur. Næststærsta tapið var tíu stiga tap á móti Grindavík (94-84) í febrúar.Fyrir leik: Tindastóll eru fyrstu nýliðarnir sem vinna fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppni og fyrstu nýliðarnir sem ná að vinna fjóra leiki í röð.Fyrir leik: Haukaliðið hefur lent 2-0 undir í síðustu tveimur einvígum sínum í úrslitakeppninni. Liðið tapaði 3-0 á móti Njarðvík í átta liða úrslitunum í fyrra en kom til baka og vann 3-2 sigur á Keflavík í átta liða úrslitunum í ár.
Dominos-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira