Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 16-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Dagur Sveinn Dagbjartsson í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda skrifar 8. apríl 2015 19:00 Vísir/Vilhelm Stjarnan og Valur mætast í oddaleik um það hvort liðið kemst í undanúrslit Olís-deildar kvenna. Þetta er niðurstaðan eftir fimm marka sigur Stjörnunnar, 16-21, í öðrum leik liðanna sem fram fór í kvöld. Stjörnustúlkur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks. Vörn liðsins í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar, þær voru grimmar og náðu að vísa Valsstúlkum inn á miðjuna þar sem pakkinn var þéttastur. Þar lentu Valsstúlkur í vandræðum og ýmist misstu boltann eða voru þringaðar í erfið skot. Valur skoraði ekki mark fyrr en tæpar tólf mínútur voru búnar af fyrri hálfleik. Skot liðsins í fyrri hálfleik voru slök og alltof sjaldan náði liðið að koma boltanum út í hornin. En þegar það tókst fékk Valur oftar en ekki góð færi. Sóknarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var litlu skárri en þær voru þó að reyna meira á Berglindi í marki Vals en Valur lét reyna á Florintinu Stanciu. Bæði lið gerðu sig sek um marga tæknifeila í fyrri hálfleik og hann mun seint fara í sögubækur fyrir góðan sóknarleik. Varnarleikur liðanna, og þá sérstaklega Stjörnunnar, var hins vegar til eftirbreytni. Staðan í hálfleik var 6-9, gestunum í vil. Síðari hálfleikur byrjaði nánast nákvæmlega eins og sá fyrri. Báðum liðum gekk illa að skora og sóknarleikur liðanna var oft á tíðum hálfvandræðalegur. Valsstúlkur skoruðu t.a.m aðeins eitt mark á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Það fór svo að Stjarnan náði að knýja fram oddaleik. Lokatölur urðu 16-21, Stjörnunni í vil. Oddaleikurinn fer fram á laugardaginn og ætti að vera forvitnilegur. Það er alveg ljóst að Valsstúlkur þurfa að gera miklu betur en í kvöld ætli liðið sér að fara lengra í þessari úrslitakeppni. Kristín Guðmundsdóttir hélt sóknarleik Valsstúlkna nánast á floti, þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik. Það var greinilegt að Stjarnan ætlaði sér að gera henni lífið leitt og það tókst. Kristín skoraði 7 mörk í leiknum, 5 þeirra úr vítum. Hjá Stjörnunni var Helena Örvarsdóttir atkvæðamest með átta mörk úr sextán skotum.Rakel Dögg Bragadóttir: Lögðum upp með að fara framarlega á Kristínu Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægð með sigur sinna stúlkna í þessum leik. "Ég er fyrst og fremst ánægð með baráttuna og viljann hjá leikmönnum. Við spiluðum stórkostlega vörn en aðeins slakari sóknarleik. En það var gaman að sjá leikmenn taka meira af skarið og meiri ábyrgð heldur en í síðasta leik. Maður veit að þessir hlutir eru til staðar en það kemur ekki alltaf í ljós. En í dag var það baráttan og gleðin sem ég var ánægðust með," sagði Rakel. Rakel Dögg sagði að þeir hafi m.a. lagt upp með að taka Kristínu Guðmundsdóttur, leikmann Vals, föstum tökum. "Auðvitað erum við búnar að fara yfir Valsliðið, hvernig þær spila og hvar þeirra sterkustu leikmenn eru, bara eins og gengur og gerist. Við lögðum upp með að fara framarlega á Kristínu, hún er þeirra sterkasta skytta." Rakel Dögg sagði að það hafi ekki verið erfitt að jafna sig eftir tapið í fyrsta leik liðanna. "Það var enginn sem labbaði inn á völlinn og bjóst við að þetta yrði klár sigur, það er alveg á hreinu. Þó svo að Valur hafi endað í 6. sæti, þá vitum við það að þær voru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og eru að toppa núna. Þær eru með flott lið og ótrúlega góða einstaklinga sem þarf að hafa gætur á. Það sem sat aðeins í okkur eftir fyrri leikinn var kannski að við náðum ekki upp okkar leik. Við ræddum aðeins um það í gær og fórum yfir leikinn á vídeó. Ef við værum lélegar í handbolta þá væri erfitt að laga þetta en við mættum með betra hugarfar og baráttu sem var frábært," sagði Rakel að lokum.Sólveig Lára Kjærnested: Vildum helst kvitta strax fyrir tapið í fyrsta leik "Við erum hrikalega sáttar og ánægðari með okkur sjálfar heldur en eftir síðasta leik. Við vissum að sóknin myndi lagast ef við myndum spila sterkan varnarleik og hafa Floru sterka í markinu. Þetta gekk betur en í síðasta leik, við skoruðum 21 mark núna og vonandi er það eitthvað sem koma skal," sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. Sólveig bætti við að liðið hafi verið staðráðið í bæta fyrir tapið í fyrsta leiknum. "Við hefðum helst bara viljað spila strax eftir það tap og fá að kvitta fyrir það tap, sem við vorum mjög ósáttar með. Við fengum frábæran stuðninga í dag og fáum það vonandi aftur á laugardaginn. Við ætlum að klára þetta einvígi á heimavelli."Alfreð Finnsson: Við skoruðum engin mörk Alfreð Finnsson, þjálfari Vals, var að vonum daufur í dálkinn eftir leikinn og var helst ósáttur með sóknarleik liðsins. "Við skoruðum engin mörk. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar að mínu mati. Stjarnan var fyrst og fremst að spila frábæra vörn. Við vorum ekki að spila nægilega vel úr okkar kerfum og fundum ekki taktinn. Við héldum okkur inni í leiknum með góðum varnarleik. Við hefðum getað gert eitthvað úr þessum leik seint í leiknum, við vorum alltaf inni í þessu" sagði Alfreð. Valur átti í miklum erfiðleikum með að skora í upphafi beggja hálfleikja í kvöld. "Þetta byrjaði mjög svipað og síðasti leikur. Við skorum ekki mark fyrr en eftir 11 eða 12 mínútur og þá var staðan 4-0 fyrir Stjörnuna. En síðan komumst við inn í þetta. Í seinni hálfleik var munurinn sá að við fengum varla á okkur mark, við unnum boltann nokkrum sinnum og hefðum við kannski nýtt eitt eða tvö af þeim færum sem við fengum í upphafi síðari hálfleiks, þá hefðum við komist enn nærri þeim. En við náðum ekki að stressa þær almennilega," sagði Alfreð. Hann telur að það verði lítið mál að ná sínum stelpum upp á tærnar fyrir oddaleikinn. "Báðir þessir leikir hafa verið svakalegar rimmur og þetta getur dottið beggja megin. Við verðum alveg klárar á laugardaginn. Það er bara ánægjulegt að fá oddaleik þegar þetta eru svona skemmtilegir leikir. Það var skemmtileg stemning og barátta hér í kvöld og vonandi verður fullt hús á laugardaginn," sagði Alfreð að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Stjarnan og Valur mætast í oddaleik um það hvort liðið kemst í undanúrslit Olís-deildar kvenna. Þetta er niðurstaðan eftir fimm marka sigur Stjörnunnar, 16-21, í öðrum leik liðanna sem fram fór í kvöld. Stjörnustúlkur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks. Vörn liðsins í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar, þær voru grimmar og náðu að vísa Valsstúlkum inn á miðjuna þar sem pakkinn var þéttastur. Þar lentu Valsstúlkur í vandræðum og ýmist misstu boltann eða voru þringaðar í erfið skot. Valur skoraði ekki mark fyrr en tæpar tólf mínútur voru búnar af fyrri hálfleik. Skot liðsins í fyrri hálfleik voru slök og alltof sjaldan náði liðið að koma boltanum út í hornin. En þegar það tókst fékk Valur oftar en ekki góð færi. Sóknarleikur Stjörnunnar í fyrri hálfleik var litlu skárri en þær voru þó að reyna meira á Berglindi í marki Vals en Valur lét reyna á Florintinu Stanciu. Bæði lið gerðu sig sek um marga tæknifeila í fyrri hálfleik og hann mun seint fara í sögubækur fyrir góðan sóknarleik. Varnarleikur liðanna, og þá sérstaklega Stjörnunnar, var hins vegar til eftirbreytni. Staðan í hálfleik var 6-9, gestunum í vil. Síðari hálfleikur byrjaði nánast nákvæmlega eins og sá fyrri. Báðum liðum gekk illa að skora og sóknarleikur liðanna var oft á tíðum hálfvandræðalegur. Valsstúlkur skoruðu t.a.m aðeins eitt mark á fyrstu 15 mínútum síðari hálfleiks. Það fór svo að Stjarnan náði að knýja fram oddaleik. Lokatölur urðu 16-21, Stjörnunni í vil. Oddaleikurinn fer fram á laugardaginn og ætti að vera forvitnilegur. Það er alveg ljóst að Valsstúlkur þurfa að gera miklu betur en í kvöld ætli liðið sér að fara lengra í þessari úrslitakeppni. Kristín Guðmundsdóttir hélt sóknarleik Valsstúlkna nánast á floti, þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik. Það var greinilegt að Stjarnan ætlaði sér að gera henni lífið leitt og það tókst. Kristín skoraði 7 mörk í leiknum, 5 þeirra úr vítum. Hjá Stjörnunni var Helena Örvarsdóttir atkvæðamest með átta mörk úr sextán skotum.Rakel Dögg Bragadóttir: Lögðum upp með að fara framarlega á Kristínu Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum ánægð með sigur sinna stúlkna í þessum leik. "Ég er fyrst og fremst ánægð með baráttuna og viljann hjá leikmönnum. Við spiluðum stórkostlega vörn en aðeins slakari sóknarleik. En það var gaman að sjá leikmenn taka meira af skarið og meiri ábyrgð heldur en í síðasta leik. Maður veit að þessir hlutir eru til staðar en það kemur ekki alltaf í ljós. En í dag var það baráttan og gleðin sem ég var ánægðust með," sagði Rakel. Rakel Dögg sagði að þeir hafi m.a. lagt upp með að taka Kristínu Guðmundsdóttur, leikmann Vals, föstum tökum. "Auðvitað erum við búnar að fara yfir Valsliðið, hvernig þær spila og hvar þeirra sterkustu leikmenn eru, bara eins og gengur og gerist. Við lögðum upp með að fara framarlega á Kristínu, hún er þeirra sterkasta skytta." Rakel Dögg sagði að það hafi ekki verið erfitt að jafna sig eftir tapið í fyrsta leik liðanna. "Það var enginn sem labbaði inn á völlinn og bjóst við að þetta yrði klár sigur, það er alveg á hreinu. Þó svo að Valur hafi endað í 6. sæti, þá vitum við það að þær voru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og eru að toppa núna. Þær eru með flott lið og ótrúlega góða einstaklinga sem þarf að hafa gætur á. Það sem sat aðeins í okkur eftir fyrri leikinn var kannski að við náðum ekki upp okkar leik. Við ræddum aðeins um það í gær og fórum yfir leikinn á vídeó. Ef við værum lélegar í handbolta þá væri erfitt að laga þetta en við mættum með betra hugarfar og baráttu sem var frábært," sagði Rakel að lokum.Sólveig Lára Kjærnested: Vildum helst kvitta strax fyrir tapið í fyrsta leik "Við erum hrikalega sáttar og ánægðari með okkur sjálfar heldur en eftir síðasta leik. Við vissum að sóknin myndi lagast ef við myndum spila sterkan varnarleik og hafa Floru sterka í markinu. Þetta gekk betur en í síðasta leik, við skoruðum 21 mark núna og vonandi er það eitthvað sem koma skal," sagði Sólveig Lára Kjærnested, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn. Sólveig bætti við að liðið hafi verið staðráðið í bæta fyrir tapið í fyrsta leiknum. "Við hefðum helst bara viljað spila strax eftir það tap og fá að kvitta fyrir það tap, sem við vorum mjög ósáttar með. Við fengum frábæran stuðninga í dag og fáum það vonandi aftur á laugardaginn. Við ætlum að klára þetta einvígi á heimavelli."Alfreð Finnsson: Við skoruðum engin mörk Alfreð Finnsson, þjálfari Vals, var að vonum daufur í dálkinn eftir leikinn og var helst ósáttur með sóknarleik liðsins. "Við skoruðum engin mörk. Ástæðurnar fyrir því eru nokkrar að mínu mati. Stjarnan var fyrst og fremst að spila frábæra vörn. Við vorum ekki að spila nægilega vel úr okkar kerfum og fundum ekki taktinn. Við héldum okkur inni í leiknum með góðum varnarleik. Við hefðum getað gert eitthvað úr þessum leik seint í leiknum, við vorum alltaf inni í þessu" sagði Alfreð. Valur átti í miklum erfiðleikum með að skora í upphafi beggja hálfleikja í kvöld. "Þetta byrjaði mjög svipað og síðasti leikur. Við skorum ekki mark fyrr en eftir 11 eða 12 mínútur og þá var staðan 4-0 fyrir Stjörnuna. En síðan komumst við inn í þetta. Í seinni hálfleik var munurinn sá að við fengum varla á okkur mark, við unnum boltann nokkrum sinnum og hefðum við kannski nýtt eitt eða tvö af þeim færum sem við fengum í upphafi síðari hálfleiks, þá hefðum við komist enn nærri þeim. En við náðum ekki að stressa þær almennilega," sagði Alfreð. Hann telur að það verði lítið mál að ná sínum stelpum upp á tærnar fyrir oddaleikinn. "Báðir þessir leikir hafa verið svakalegar rimmur og þetta getur dottið beggja megin. Við verðum alveg klárar á laugardaginn. Það er bara ánægjulegt að fá oddaleik þegar þetta eru svona skemmtilegir leikir. Það var skemmtileg stemning og barátta hér í kvöld og vonandi verður fullt hús á laugardaginn," sagði Alfreð að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira