Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 85-96 | Stólarnir komnir í 2-0 Stefán Árni Pálsson í Þorlákshöfn skrifar 23. mars 2015 12:25 Vísir/Andri Marinó Tindastóll vann góðan sigur á Þór. Þorlákshöfn, 96-85, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 og getur komist í undanúrslit takist liðinu að vinna næsta leik sem fram fer á Sauðárkrók. Myron Dempsey var atkvæðamestur í liði Tindastóls og gerði 28 stig og tók 11 fráköst. Stigaskorið dreifðist aftur á móti vel innan liðsins. Allir leikmenn tóku þátt í leiknum og var þetta liðsheildarsigur. Leikurinn hófst vel fyrir gestina og komust þeir strax 11-3 yfir. Þórsarar voru einfaldlega á hælunum og ekki klárir. Einnig var mikill skjálfti í þeirra leik til að byrja með. Það tók heimamenn um sjö mínútur að mæta almennilega til leiks og vann liðið sig hægt og rólega í takt við leikinn. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan orðin jöfn, 18-18 og heimamenn funheitir. Allt annar bragur á liðinu. Stólarnir byrjuðu annan leikhluta frábærlega og sýndu einhver rosalegasta varnarleik sem undirritaður hefur séð. Heimamenn voru í miklum vandræðum en þegar rúmlega þrjá mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru Stólarnir komnir með 11 stiga forskot 37-26. Gestirnir voru síðan magnaðir út fyrri hálfleikinn og enduðu á ótrúlegum flautu þriggja stiga körfu frá Helga Frey Margeirssyni. Staðan í hálfleik var 46-33 fyrir Tindastól sem var í góðum málum. Tindastólsmenn hófu síðari hálfleikinn rétt eins og fyrstu tvo leikhlutana, virkilega vel. Allt í einu var staðan orðin 52-33. Stólarnir héldu bara áfram að auka við forskot sitt og náðu mest 24 stiga forskoti, 69-45, í þriðja leikhluta. Síðustu mínútur þriðja leikhlutans vöknuðu Þórsarar til lífsins. Baldur Þór Ragnarsson fór fyrir sínu liði og stýrði leiknum vel. Heimamenn voru allt í einu farnir að spila hraðan sóknarleik. Það munaði aðeins 13 stigum, 75-62, fyrir lokaleikhlutann og allt í einu komin spenna í leikinn. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhlutann einstaklega vel og það var alvöru áhlaup í gangi hjá heimamönnum. Liðið minnkaði muninn niður í átta stig, 77-69, strax í upphafi leikhlutans. Stuttu síðar var munurinn komin niður í fimm stig og allt á suðupunkti í höllinni. Þegar þrjár mínútur voru eftir setti Tómas Heiðar Tómasson niður rándýran þrist og staðan orðin 86-83 fyrir Tindastól. Gríðarlega spenna var kominn í þennan magnaða körfuboltaleik. Stólarnir voru samt sem áður sterkari undir lokin og það fór greinilega mikil orka hjá Þórsurum að vinna upp þetta forskot. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Tindastóls, 96-85, og liðið leiðir einvígið 2-0.Þór Þ.-Tindastóll 85-96 (18-18, 15-28, 29-29, 23-21)Þór Þ.: Darrin Govens 25/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 19/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Nemanja Sovic 7, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 1, Davíð Arnar Ágústsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0.Tindastóll: Myron Dempsey 28/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 15, Darrel Keith Lewis 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 13, Helgi Rafn Viggósson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Svavar Atli Birgisson 5, Darrell Flake 2, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Finnbogi Bjarnason 0. Helgi Freyr: Algjör lykilleikur„Við ætluðum okkur að ná þessum leik, það var algjört lykilatriði,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir sigurinn. „Það verður gott að fara aftur heim, þar sem okkur líður vel og með tvo sigurleiki á bakinu. Þeir gáfu okkur alveg svakalegan leik hér í kvöld og voru gríðarlega flottir.“ Helgi segir að Þórsliðið sé gríðarlega erfitt þar sem allir leikmenn liðsins eru skyttur. „Þeir skutu sig inn í leikinn og við vorum ekki nægilega ákveðnir á sama tíma. Núna er það bara næstir leikur og það kemur ekkert annað til greina en að fara áfram úr þessu einvígi.“ Benedikt: Höfum ennþá trú á þessu verkefni„Við missum þá frá okkur sitthvoru megin við hálfleikinn,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ., eftir tapið í kvöld. „Þvílík flugeldasýning sem þeir settu á svið hér í kvöld. Það var bara allt ofan í og skipti engu máli hversu nálægt við vorum.“ Benedikt segir að Þórsarar verði að mæta Tindastól af sömu hörku og þeir spila „Þetta lið spilar mjög ákveðið og við þurfum að svara því. Við höfum ennþá bullandi trú á þessu verkefni og getum alveg unnið á Króknum og það ætlum við að gera.“Leik lokið (85-96): Stólarnir eru komnir í 2-0 í þessu einvígi. Frábær staða 4. leikhluti (85-94): Þetta er að renna út fyrir Þórsara. Þeir voru í þann mund að kasta boltanum frá sér og Darrel Lewis fer á línuna. 4. leikhluti (83-91): Brotið á Pétri Rúnari Birgissyni í þriggja stiga skoti. Hann fer á línuna og setur öll skotin niður. Tvær mínútur eftir. 4. leikhluti (83-86): Það er allt að verða vitlaust hér í Þorlákshöfn. Tómas Heiðar Tómasson setur niður þriggja stig körfu og minnkar þetta niður í þrjú stig.!!!4. leikhluti (80-86): Grétar fer á línuna fyrir Þór og setur niður tvö skot. Rúmlega þrjár mínútur eftir og þetta er tveggja sókna leikur. 4. leikhluti (74-79): Brotið á Darrin Govens í þriggja stig skoti, hann setur öll þrjú skotin niður og það munar aðeins fimm stigum. 4. leikhluti (69-78): Emil Karel, leikmaður Þórs Þ., að fá sína fimmtu villu og tekur því ekki meira þátt í þessum leik. 4. leikhluti (69-77): Darrin Govins með rosalegan þrist og við erum að tala um átta stig leik þegar átta mínútur eru enn eftir af leiknum. 4. leikhluti (64-75): Þetta er að breytast í hörku spennandi leik. Þetta er svo fljótt að gerast. 3. leikhluta lokið (62-75): Flottur lokasprettur hjá Þór og Tómas Heiðar setur niður tvö stig rétt undir lokin. Þetta er heldur betur ekki búið. 3. leikhluti (52-69): Þórsarar að koma til og þá einna helst Baldur sem er að keyra hraðan upp og stýra leiknum vel. 17 stiga munur. 3. leikhluti (43-63): Jæja, Baldur Þór með þrist fyrir Þórsara. Vakna þeir?3. leikhluti (38-61): Þórsarar þurfa núna að henda í eitt stykki áhlaup, ef ekki á illa að fara. 3. leikhluti ( 35-57): Munurinn er orðinn 22 stig og Stólarnir einfaldlega að keyra yfir heimamenn þessa stundina. 3. leikhluti (33-52): Byrjar svakalega vel fyrir Stólana. Hálfleikur (33-46): Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, endar fyrri hálfleikinn eins og meistari. Setur niður flautuþrist þegar leiktíminn rennur út. Stólarnir komnir með 13 stiga forystu. 2. leikhluti (32-39): Flottur leikur hér í Þorlákshöfn. Barátta í báðum liðum og Þórsarar koma alltaf aftur. 2. leikhluti (26-35): Svakalegur þristur frá Helga Freyr, úr vonlausri stöðu en virkilega vel gert hjá gestunum. Stólarnir komnir níu stigum yfir. 2. leikhluti (22-28): Mikil læti í leiknum núna, bæði í leikmönnum og áhorfendum. Þórsarar vilja ekki hleypa gestunum of langt frá sér, skiljanlega. 2. leikhluti (18-20): Þar er gríðarleg barátta í Tindastólsmönnum og varnarleikur þeirra er frábær. Stundum vita Þórsarar ekki hvað snýr upp né niður. Stólarnir henda sér á eftir hverjum einasta bolta og virkilega gaman að fylgjast með þeim. 1. leikhluta lokið (18-18): Heimamenn eru mættir og komnir heldur betur inn í leikinn. 1. leikhluti (9-11): Nokkuð flottur sprettur hjá Þórsurum. Darrel Govens með fína körfu og þeir vinna síðan strax aftur boltan og setja tvö stig til viðbótar. 1. leikhluti (3-11): Stólarnir fara mikinn þessa stundina. Ingvi Rafn með flottan þrist fyrir gestina. 1. leikhlut (3-4): Bæði lið að gera tölvert af mistökum og menn ekki alveg í takti.1. leikhluti (0-0): Leikurinn er hafinn hér í Þorlákshöfn.Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völl að hita upp og áhorfendur farnir að tínast inn í höll. Fyrir leik: Það er að duga eða drepast fyrir Þórsara í kvöld en liðið vill alls ekki fara norður á Sauðárkrók með 2-0 stöðu.Fyrir leik: Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrir Tindastól en liðið vann fyrsta leik liðanna, 97-85, á Sauðárkróki. Fyrir leik: Verið velkomin til leiks. Hér fer fram bein textalýsing frá Þorlákshöfn. Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Tindastóll vann góðan sigur á Þór. Þorlákshöfn, 96-85, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla en leikurinn fór fram í Þorlákshöfn. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 og getur komist í undanúrslit takist liðinu að vinna næsta leik sem fram fer á Sauðárkrók. Myron Dempsey var atkvæðamestur í liði Tindastóls og gerði 28 stig og tók 11 fráköst. Stigaskorið dreifðist aftur á móti vel innan liðsins. Allir leikmenn tóku þátt í leiknum og var þetta liðsheildarsigur. Leikurinn hófst vel fyrir gestina og komust þeir strax 11-3 yfir. Þórsarar voru einfaldlega á hælunum og ekki klárir. Einnig var mikill skjálfti í þeirra leik til að byrja með. Það tók heimamenn um sjö mínútur að mæta almennilega til leiks og vann liðið sig hægt og rólega í takt við leikinn. Þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan orðin jöfn, 18-18 og heimamenn funheitir. Allt annar bragur á liðinu. Stólarnir byrjuðu annan leikhluta frábærlega og sýndu einhver rosalegasta varnarleik sem undirritaður hefur séð. Heimamenn voru í miklum vandræðum en þegar rúmlega þrjá mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru Stólarnir komnir með 11 stiga forskot 37-26. Gestirnir voru síðan magnaðir út fyrri hálfleikinn og enduðu á ótrúlegum flautu þriggja stiga körfu frá Helga Frey Margeirssyni. Staðan í hálfleik var 46-33 fyrir Tindastól sem var í góðum málum. Tindastólsmenn hófu síðari hálfleikinn rétt eins og fyrstu tvo leikhlutana, virkilega vel. Allt í einu var staðan orðin 52-33. Stólarnir héldu bara áfram að auka við forskot sitt og náðu mest 24 stiga forskoti, 69-45, í þriðja leikhluta. Síðustu mínútur þriðja leikhlutans vöknuðu Þórsarar til lífsins. Baldur Þór Ragnarsson fór fyrir sínu liði og stýrði leiknum vel. Heimamenn voru allt í einu farnir að spila hraðan sóknarleik. Það munaði aðeins 13 stigum, 75-62, fyrir lokaleikhlutann og allt í einu komin spenna í leikinn. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhlutann einstaklega vel og það var alvöru áhlaup í gangi hjá heimamönnum. Liðið minnkaði muninn niður í átta stig, 77-69, strax í upphafi leikhlutans. Stuttu síðar var munurinn komin niður í fimm stig og allt á suðupunkti í höllinni. Þegar þrjár mínútur voru eftir setti Tómas Heiðar Tómasson niður rándýran þrist og staðan orðin 86-83 fyrir Tindastól. Gríðarlega spenna var kominn í þennan magnaða körfuboltaleik. Stólarnir voru samt sem áður sterkari undir lokin og það fór greinilega mikil orka hjá Þórsurum að vinna upp þetta forskot. Leiknum lauk með 11 stiga sigri Tindastóls, 96-85, og liðið leiðir einvígið 2-0.Þór Þ.-Tindastóll 85-96 (18-18, 15-28, 29-29, 23-21)Þór Þ.: Darrin Govens 25/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 19/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Nemanja Sovic 7, Baldur Þór Ragnarsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Oddur Ólafsson 1, Davíð Arnar Ágústsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0.Tindastóll: Myron Dempsey 28/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 15, Darrel Keith Lewis 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 13, Helgi Rafn Viggósson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Svavar Atli Birgisson 5, Darrell Flake 2, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Finnbogi Bjarnason 0. Helgi Freyr: Algjör lykilleikur„Við ætluðum okkur að ná þessum leik, það var algjört lykilatriði,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir sigurinn. „Það verður gott að fara aftur heim, þar sem okkur líður vel og með tvo sigurleiki á bakinu. Þeir gáfu okkur alveg svakalegan leik hér í kvöld og voru gríðarlega flottir.“ Helgi segir að Þórsliðið sé gríðarlega erfitt þar sem allir leikmenn liðsins eru skyttur. „Þeir skutu sig inn í leikinn og við vorum ekki nægilega ákveðnir á sama tíma. Núna er það bara næstir leikur og það kemur ekkert annað til greina en að fara áfram úr þessu einvígi.“ Benedikt: Höfum ennþá trú á þessu verkefni„Við missum þá frá okkur sitthvoru megin við hálfleikinn,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ., eftir tapið í kvöld. „Þvílík flugeldasýning sem þeir settu á svið hér í kvöld. Það var bara allt ofan í og skipti engu máli hversu nálægt við vorum.“ Benedikt segir að Þórsarar verði að mæta Tindastól af sömu hörku og þeir spila „Þetta lið spilar mjög ákveðið og við þurfum að svara því. Við höfum ennþá bullandi trú á þessu verkefni og getum alveg unnið á Króknum og það ætlum við að gera.“Leik lokið (85-96): Stólarnir eru komnir í 2-0 í þessu einvígi. Frábær staða 4. leikhluti (85-94): Þetta er að renna út fyrir Þórsara. Þeir voru í þann mund að kasta boltanum frá sér og Darrel Lewis fer á línuna. 4. leikhluti (83-91): Brotið á Pétri Rúnari Birgissyni í þriggja stiga skoti. Hann fer á línuna og setur öll skotin niður. Tvær mínútur eftir. 4. leikhluti (83-86): Það er allt að verða vitlaust hér í Þorlákshöfn. Tómas Heiðar Tómasson setur niður þriggja stig körfu og minnkar þetta niður í þrjú stig.!!!4. leikhluti (80-86): Grétar fer á línuna fyrir Þór og setur niður tvö skot. Rúmlega þrjár mínútur eftir og þetta er tveggja sókna leikur. 4. leikhluti (74-79): Brotið á Darrin Govens í þriggja stig skoti, hann setur öll þrjú skotin niður og það munar aðeins fimm stigum. 4. leikhluti (69-78): Emil Karel, leikmaður Þórs Þ., að fá sína fimmtu villu og tekur því ekki meira þátt í þessum leik. 4. leikhluti (69-77): Darrin Govins með rosalegan þrist og við erum að tala um átta stig leik þegar átta mínútur eru enn eftir af leiknum. 4. leikhluti (64-75): Þetta er að breytast í hörku spennandi leik. Þetta er svo fljótt að gerast. 3. leikhluta lokið (62-75): Flottur lokasprettur hjá Þór og Tómas Heiðar setur niður tvö stig rétt undir lokin. Þetta er heldur betur ekki búið. 3. leikhluti (52-69): Þórsarar að koma til og þá einna helst Baldur sem er að keyra hraðan upp og stýra leiknum vel. 17 stiga munur. 3. leikhluti (43-63): Jæja, Baldur Þór með þrist fyrir Þórsara. Vakna þeir?3. leikhluti (38-61): Þórsarar þurfa núna að henda í eitt stykki áhlaup, ef ekki á illa að fara. 3. leikhluti ( 35-57): Munurinn er orðinn 22 stig og Stólarnir einfaldlega að keyra yfir heimamenn þessa stundina. 3. leikhluti (33-52): Byrjar svakalega vel fyrir Stólana. Hálfleikur (33-46): Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, endar fyrri hálfleikinn eins og meistari. Setur niður flautuþrist þegar leiktíminn rennur út. Stólarnir komnir með 13 stiga forystu. 2. leikhluti (32-39): Flottur leikur hér í Þorlákshöfn. Barátta í báðum liðum og Þórsarar koma alltaf aftur. 2. leikhluti (26-35): Svakalegur þristur frá Helga Freyr, úr vonlausri stöðu en virkilega vel gert hjá gestunum. Stólarnir komnir níu stigum yfir. 2. leikhluti (22-28): Mikil læti í leiknum núna, bæði í leikmönnum og áhorfendum. Þórsarar vilja ekki hleypa gestunum of langt frá sér, skiljanlega. 2. leikhluti (18-20): Þar er gríðarleg barátta í Tindastólsmönnum og varnarleikur þeirra er frábær. Stundum vita Þórsarar ekki hvað snýr upp né niður. Stólarnir henda sér á eftir hverjum einasta bolta og virkilega gaman að fylgjast með þeim. 1. leikhluta lokið (18-18): Heimamenn eru mættir og komnir heldur betur inn í leikinn. 1. leikhluti (9-11): Nokkuð flottur sprettur hjá Þórsurum. Darrel Govens með fína körfu og þeir vinna síðan strax aftur boltan og setja tvö stig til viðbótar. 1. leikhluti (3-11): Stólarnir fara mikinn þessa stundina. Ingvi Rafn með flottan þrist fyrir gestina. 1. leikhlut (3-4): Bæði lið að gera tölvert af mistökum og menn ekki alveg í takti.1. leikhluti (0-0): Leikurinn er hafinn hér í Þorlákshöfn.Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völl að hita upp og áhorfendur farnir að tínast inn í höll. Fyrir leik: Það er að duga eða drepast fyrir Þórsara í kvöld en liðið vill alls ekki fara norður á Sauðárkrók með 2-0 stöðu.Fyrir leik: Staðan í einvígi liðanna er 1-0 fyrir Tindastól en liðið vann fyrsta leik liðanna, 97-85, á Sauðárkróki. Fyrir leik: Verið velkomin til leiks. Hér fer fram bein textalýsing frá Þorlákshöfn.
Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira