Sacchi: Ég er ekki rasisti - hér er bara of mikið af svörtum leikmönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 10:00 Arrigo Sacchi með Carlo Ancelotti sem einnig þjálfaði Milan og er nú þjálfari Real Madrid. vísir/getty Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“ Ítalski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“
Ítalski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira