Brooks Koepka óvæntur sigurvegari í Phoenix 2. febrúar 2015 16:45 Koepka gat leyft sér að brosa fyrir myndavélarnar í gær. Getty Mikil spenna einkenndi lokahringinn Phoenix Open sem kláraðist í gærkvöldi en það var Bandaríkjamaðurinn ungi, Brooks Koepka, sem sigraði mótið. Þetta er jafnframt fyrsti sigur hans í móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir hringinn leiddi skotinn Martin Laird með þremur höggum en margir sterkir kylfingar gerðu atlögu að honum á lokahringnum, meðal annars masters meistarinn Bubba Watson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama. Það var þó Koepka sem sigraði að lokum en hann lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm undir pari. Hann lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari en Watson, Matsuyama og Ryan Palmer enduðu einu höggi á eftir á 14 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Koepka rúmlega 120 milljónir króna ásamt keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Hann á eflaust eftir að fagna því enda hefur þessi efnilegi kylfingur spilað mikið á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni þar sem hann hefur hingað til ekki haft fullan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í heimalandinu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Farmers Insurance Open sem fram fer á hinum sögufræga Torrey Pines velli en þar taka nánast allir bestu kylfingar PGA-mótaraðarinnar þátt, meðal annars Tiger Woods og Dustin Johnson sem snýr til baka eftir langt hlé frá keppnisgolfi. Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikil spenna einkenndi lokahringinn Phoenix Open sem kláraðist í gærkvöldi en það var Bandaríkjamaðurinn ungi, Brooks Koepka, sem sigraði mótið. Þetta er jafnframt fyrsti sigur hans í móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Fyrir hringinn leiddi skotinn Martin Laird með þremur höggum en margir sterkir kylfingar gerðu atlögu að honum á lokahringnum, meðal annars masters meistarinn Bubba Watson og japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama. Það var þó Koepka sem sigraði að lokum en hann lék lokahringinn á 66 höggum eða fimm undir pari. Hann lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari en Watson, Matsuyama og Ryan Palmer enduðu einu höggi á eftir á 14 höggum undir pari. Fyrir sigurinn fær Koepka rúmlega 120 milljónir króna ásamt keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Hann á eflaust eftir að fagna því enda hefur þessi efnilegi kylfingur spilað mikið á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni þar sem hann hefur hingað til ekki haft fullan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í heimalandinu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Farmers Insurance Open sem fram fer á hinum sögufræga Torrey Pines velli en þar taka nánast allir bestu kylfingar PGA-mótaraðarinnar þátt, meðal annars Tiger Woods og Dustin Johnson sem snýr til baka eftir langt hlé frá keppnisgolfi.
Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira