Bílkskúrinn: Stútfullur af nýjum bílum Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. janúar 2015 06:00 Það styttist óðum í fyrstu keppni tímabilsins. Vísir/Getty Nú þegar aðeins 43 dagar eru í ræsinguna í Ástralíu er tímabært að fara að horfa til bílanna sem munu mæta til leiks. Nýju bílarnir eru til skoðunar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. Farið verður yfir bílana í stigaröð liðanna frá síðasta tímabili.Óvíst er hvernig vinskap þeirra kumpána er háttað en víst er að ekkert verður gefið eftir í ár.Vísir/gettyMercedes Ríkjandi heimsmeistarar hafa kannski ekki beint ástæður til að gjörbylta sinni hönnun, fyrstu myndir sem hafa óformlega verið birtar gefa lítið til kynna. Framtrjónan er þó aðeins beittari og loftinntak yfir höfði ökumanns ögn lægra. Útlit bílsins er mjög svipað að öðru leyti. Ekki ástæða til mikilla breytinga. Bíllinn vann 16 keppnir af 19 í fyrra. Liðið gerir væntanlega sömu kröfur til W06. Hvað Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn liðsins gera í ár er alveg óljóst. Kannski nær Rosberg fram hefndum eða kannski stingur Hamilton af strax í upphafi tímabils. Hver veit?Red Bull ökumennirnir skelltu sér í skíðabrekku í vikunni til að kynnast betur fyrir komandi tímabil.Vísir/gettyRed Bull Hvað verður nýtt á RB11? Hann er ekki tilbúinn samkvæmt því sem liðsstjóri Red Bull, Christian Horner hefur sagt nýlega. Liðið vill nýta allan þann tíma sem það hefur til að vinna að bílnum. Hin goðsagnakenndi hönnuður Adrian Newey hafði sitthvað með hönnun bílsins að gera þrátt fyrir að hafa ætlað að snú sér að bátahönnun. Renault var helsta vandamál Red Bull á síðasta ári. Skrefin sem Renault hefur tekið til að bæta afl vélarinnar eru stór samkvæmt Horner. En það er nánast hægt að útiloka að Red Bull geti náð Mercedes strax í byrjun tímabils. Líklega munu líða nokkrar keppnir áður en það gerist ef það gerist. Liðin verða þó væntanlega hnífjöfn á brautum þar sem afl skiptir minna máli, t.d. á Mónakóbrautinni. Red Bull var eina liðið sem vann keppni í fyrra ef Mercedes er undanskilið. Ekki er búið að svipta hulunni af nýja Red Bull bílnum og því fylgir mynd af ökumönnum þess.Williams menn eru fyrirfram líklegastir til að geta strítt Mercedes á tímabilinu, vonandi hleypa þeir spennu í sem flestar keppnir.Vísir/GettyWilliams Williams liðið naut góðs gengis á síðasta ári og vill halda áfram að ógna Mercedes. Liðinu tókst þó ekki að vinna keppni sem fór líklega óstjórnlega í taugarnar á þeim Felipe Massa og Valtteri Bottas, ökumönnum liðsins. Alltaf var það nánast vélarvana Red Bull bíll ekið af Daniel Ricciardo sem tók upp slakan þegar Mercedes klúðraði hlutunum. Útlit bílsins er mjög svipað en framtrjóna hans er ekki eins áberandi lík mauraætu og í fyrra. Nú hefur hönnuninni verið líkt við að þumall standi út úr framendanum. Bíllinn hefur heitið FW37. Williams notar Mercedes vél þannig að eina leiðin til að vera betri en Mercedes liðið er að vera með betri bíl, betra loftflæði, betri undirvagn eða auðvitað betri ökumenn. Bottas er af mörgum talinn næsta stórstjarna í Formúlu 1. Hér með er því spáð að hann blandi sér í toppbaráttuna um heimsmeistaratitil ökumanna á komandi tímabili.SF15-T er sagður talsvert kynþokkafyllri en fyrirrennari sinn. Dæmi nú hver fyrir sig um kynþokka hans.Vísir/GettyFerrari Risinn frá Ítalíu. Hinn eldrauði Ferrari var helst rauður af skömm í fyrra. Hvorki gekk né rak hjá Ferrari mönnum í fyrra. Oft tókst Fernando Alonso þó að gera betur en bíllinn var talinn geta, en nú er hann farinn til McLaren. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel kominn í hans stað við hlið Kimi Raikkonen sem átti ekki roð í Alonso í fyrra. Bíllinn í ár heitir SF15-T og er talsvert betur útlítandi en bíll síðasta árs, sem þótti minna einstaklega mikið á ryksugu. Framtrjónan er flöt og þó nokkuð framstæð. Sögusagnir herma að kröfur þeirra Vettel og Raikkonen séu um margt sambærilegar þegar kemur að aksturseiginleikum bíls. En þeir sem þekkja til telja bílinn henta Raikkonen ögn betur. Auðvitað er það rökrétt að bíllinn henti honum betur enda þekkir liðið þarfir hans, þótt Alonso hafi greinilega fegnið sínu framgengt fram yfir Raikkonen þegar Spánverjinn var hjá Ferrari. Hvað getur Vettel gert? Erum við að sjá upphafið af þýsk-ítölsku samstarfi á borð við Michael Schumacher og Ferrari? Ekki strax að minnsta kosti en það er klárt mál að Vettel þekkir leyndarmál Red Bull út og inn. Þrátt fyrir orðróm um dalandi áhuga er ljóst að Þjóðverjinn ætlar sér ekki að slaka á og dreymir um að lyfta stórveldinu upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu árin.McLaren MP4-30 er fyrsti Honda knúni bíllinn í mörg ár. Mörgum þykir hafa mátt sleppa krómhúðun sem þykir minna á Mercedes.Vísir/GettyMcLaren-Honda McLaren liðið er einna mest spennandi liðið um þessar mundir, fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi, hvað getur Honda gert í endurkomu sinni í Formúlu 1? Í öðru lagi, hvernig mun Alonso ganga að vinna með Jenson Button, reynslumesta ökumanni sem nú ekur í Formúlu 1? Hvað Honda varðar er ljóst að pressan er gríðarleg. McLaren má eiginlega ekki við því að vinna ekki keppni eða tvær á tímabilinu. Það er því mikilvægt fyrir samstarf þessara aðila að allt gangi smurt. Væntanlega leggur Honda allt í sölurnar til að svo verði. Hvað ökumennina varðar þá hljóma þeir á blaði eins og algjört draumateymi. Það er þó alls ekki líklegt að bræðralag þeirra endist. Það virðist glansa of mikið á yfirborðinu til að geta rist djúpt. Því verður hér með spáð að allt springi í loft upp í herbúðum McLaren. Þetta er að mati blaðamanns skólabókardæmi um eitthvað sem er of gott til að vera satt.Nýjir litir en annars nánast óbreyttur bíll hjá Force India. Líklega er nýji bíllinn einfaldlega ekki tilbúinn.Vísir/GettyForce India Force India frumsýndi sína nýju liti í Mexíkó á dögunum. Ég segi nýju liti því bíllinn undir nýju litunum var sá frá fyrra ári að frátöldum örfáum breytingum. Þær breytingar sem sáust voru þó líklega meira til að slá ryki í augu keppinautanna en að þær hafi raunverulega merkingu. Kannski sjást þær í Jerez en aðal atriðið á afhjúpunarathöfn liðsins var ný litasamsetning, sem ég tel nokkuð vel heppnaða. En misjafn er smekkur margra. Force India gaf það út fyrr í mánuðinum að liðið ætlaði sér nokkur verðlaunasæti í ár. Það verður áhugavert að sjá hvernig liðinu gengur en stigandi í hraða þess hefur verið nokkuð jafn í nokkur ár og það styttist óðum í fyrstu keppnina þar sem bíll liðsins vinnur. Það verður stór stund. Liðið hefur þegar gefið það út að það muni ekki taka þátt í fyrstu æfingalotunni sem fram fer í Jerez og hefst á sunnudag. VJM08 er einfaldlega ekki tilbúinn. Liðið valdi að notast ekki við bílinn frá 2014 og þykir það benda til að liðinu þyki það of dýrt sem enn fremur ýtir undir orðróm um fjárhagsvandræði liðsins. Við skulum sjá hvað verður, eitt er víst að litirnir á nýja bílnum eru nettir.Toro RossoToro Rosso hefur ekki enn afhjúpað nýjan bíl, en það verður gert á sunnudaginn í Jerez. Nú er Toro Rosso eina liðið, ásamt Red Bull sem notar Renault vélar. Lotus hefur skipt yfir í Mercedes eftir að McLaren fékk Honda til liðs við sig og ólíklegt þykir að Caterham muni mæta til leiks eins og staðan er núna. Helstu fréttir frá Toro Rosso eru þær að ökumennirnir eru báðir nýliðar í Formúlu 1. Max Verstappen verður yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar þegar hann tekur þátt í Ástralíu þann 15. mars, 17 ára en hann verður 18 ára 30. september. Hinn ökumaður liðsins Carlos Sainz Jr. er ögn eldri eða 20 ára, hann verður 21. árs þann 1. september. Hvað munu hinir ungu ökumenn geta í kringum hina eldri og reynslumeiri? Það verður að koma í ljós en Vísir óskar þeim alls hins besta.Lotus Lotus átti afleitt tímabil í fyrra, en nóg um það. E23 er bíllinn sem á að koma liðinu aftur í fremstu röð. Fílabeins trjónan hefur fengið að fjúka fyrir stílhreinni og einfaldari hugmynd, þeim sem hér skrifar til ama, enda fátt skemmtilegra en djarfar hönnunarhugmyndir. En kannski er það að minna á fíl ekki besta leiðin til að komast hratt í kappakstri, að fílum ólöstuðum. Lotus er nú með Mercedes vél og horfir því björtum augum fram á veginn, ef síðasta ár er einhver mælikvarði er klárt mál að það borgar sig að vera með Mercedes mótor um borð. Romain Grosjean, annar ökumanna liðsins segist aldrei hafa verið betur undirbúinn undir tímabil og nú, hann segist vera í topp formi. Lítið hefur heyrst frá hinum blóðheita og mikla persónuleika Pastor Maldonado. En þeir félagar fengu sinn skerf af bilunum og óhöppum í fyrra. Vonandi þeirra vegna gengur liðinu betur með Mercedes vél.Marussia Marussia fær að fylgja með, einfaldlega vegna þess að líklegra er að liðið mæti til leiks en helsti keppinautur þess, Caterham. Marussia náði nefnilega í tvö stig á síðasta tímabili sem gefur því ágætis verðlaunafé, verðlaunafé sem næstum dugir fyrir skuldum liðsins. Hins vegar er ólíklegt að stigin tvö sem Jules Bianchi sótti fyrir liðið í Mónakó verði til þess að einhver vilji kaupa það. Aldrei er þó hægt að útliloka slíkt í Formúlu 1. Fari svo að liðið mæti til leiks mun það notast við bíl síðasta árs. Eins mundi fara hjá Caterham, takist liðinu að finna kaupendur, 2014 bíllinn yrði notaður, það er ekki tími núna til að hanna og smíða endurbættan bíl fyrir 15. mars.Litasamsetningin er ekki alveg ný fyrir Sauber, 2003 útgáfan af Sauber var gul og blá.Vísir/GettySauber Sauber er það lið sem hefur hvað mest að vinna í ár. Árið 2014 var það slakasta í sögu liðsins, ekki eitt einasta stig kom í hús og fjármagn þess var nánast uppurið. Á dögunum sýndi liðið nýjan bíl sinn. Hann hefur hlotið heitið C34. Hann er í gömlum Sauber litum, blár og gulur. Þrjár megináherslur við hönnun hans voru grip í hægum beygjum, stöðuleiki við hemlun og að gera hann léttari. Bíllinn er eitur svalur á að líta og Það verður spennandi að sjá hvað ökumenn liðsins, Marcus Ericsson og nýliðinn Felipe Nasr geta gert til að hala inn stigum á honum. Sauber notar Ferrari vél sem á að hafa skánað mikið á milli ára og því er vonandi að þetta rótgróna lið geti rétt úr kútnum og blandað sér í baráttuna.ViðvörunBúast má við blekkingum og duldum leyndarmálum þegar nýjir Formúlu 1 bílar eru afhjúpaðir. Ekki er hægt að treysta miklu sem fram fer á slíkum viðburðum því enginn vill segja frá sínum töfralausnum. Eitthvað má þó lesa út úr æfingum sem hefjast á sunnudag en búast má við að margt komi til með að breytast fyrir fyrstu keppnina í Ástralíu þann 15. mars, eftir 43 daga. Vísir mun birta myndir af nýjum bílum um leið og þær berast. Formúla Tengdar fréttir Marussia bjargað á elleftu stundu? Tekist hefur að blása lífi í vonarglæður yfirmanna Marussia liðsins um að það takist að bjarga liðini. Hætt hefur verið við loka uppboð á eignum liðsins. 19. janúar 2015 23:30 Neale: Fyrri hluti tímabilsins verður erfiður McLaren hefur sagt að mikil vinna sé fyrir hödum til að komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Helsta forgangsatriðið núna sé að koma nýju Honda vélinni í keppnisform. 29. janúar 2015 21:37 20 Formúlu 1 keppnir 2015 Keppnisdagatal ársins hefur tekið breytingum keppnirnar verða 20 en ekki 21 eins og til stóð. Ekkert verður af Kóreu kappakstrinum. 8. janúar 2015 10:45 Marchionne býst við Ferrari í fremstu röð undir lok tímabilsins Forseti Ferrari Sergio Merchionne segi að lokakeppnir ársins verði spennandi fyrir liðið. Hann telur að þá komi í ljósútkoma endurreisnar liðsins. 14. janúar 2015 18:30 Ecclestone: Ég held að Hamilton verði meistari 2015 Bernie Ecclestone, formúlueinráður telur að Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari tryggji sér sinn þriðja titil í ár. Ecclestone segir að Hamilton sé "góður meistari“ fyrir íþróttina. 23. janúar 2015 23:00 Ferrari, Red Bull og McLaren vilja frjálsa vélarhönnun Vilja breyta vélum sínum fyrir næsta tímabil þar sem vél Mercedes hefur yfirburði. 6. janúar 2015 09:35 Palmer verður þriðji ökumaður Lotus Jolyon Palmer hefur verið kynntur til sögunnar sem þriðji ökumaður Lotus liðsins. Palmer varð meistari í GP2 mótaröðinni sem er næsta skref fyrir neðan Formúlu 1. 21. janúar 2015 17:15 Honda má eftir allt þróa sína vél Aðrir vélaframleiðendur höfðu fengið leyfi til að þróa sína vél á komandi tímabili. Nú má Honda taka þátt í þróunarstríðinu. 17. janúar 2015 23:00 Horner: Vettel íhugaði að hætta í Formúlu 1 Christian Horner segir Sebastian Vettel hafa íhugað að hætta í Formúlu 1 í fyrra. Titilvörn hans gekk hrikalega. 28. janúar 2015 16:30 Ricciardo: Ég vil berjast um heimsmeistaratitilinn Daniel Ricciardo varð þriðji í keppni ökumanna í fyrra og var sá eini sem vann keppnir fyrir utan Mercedes ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. 28. janúar 2015 06:30 Renault vill að lágmarki vinna fimm keppnir Renault vill vinna að lágmarki fimm keppnir og stefnir á að minnka aflmuninn á milli sín og Mercedes um helming fyrir fyrstu keppni. 27. janúar 2015 06:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nú þegar aðeins 43 dagar eru í ræsinguna í Ástralíu er tímabært að fara að horfa til bílanna sem munu mæta til leiks. Nýju bílarnir eru til skoðunar hér í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi. Farið verður yfir bílana í stigaröð liðanna frá síðasta tímabili.Óvíst er hvernig vinskap þeirra kumpána er háttað en víst er að ekkert verður gefið eftir í ár.Vísir/gettyMercedes Ríkjandi heimsmeistarar hafa kannski ekki beint ástæður til að gjörbylta sinni hönnun, fyrstu myndir sem hafa óformlega verið birtar gefa lítið til kynna. Framtrjónan er þó aðeins beittari og loftinntak yfir höfði ökumanns ögn lægra. Útlit bílsins er mjög svipað að öðru leyti. Ekki ástæða til mikilla breytinga. Bíllinn vann 16 keppnir af 19 í fyrra. Liðið gerir væntanlega sömu kröfur til W06. Hvað Lewis Hamilton og Nico Rosberg, ökumenn liðsins gera í ár er alveg óljóst. Kannski nær Rosberg fram hefndum eða kannski stingur Hamilton af strax í upphafi tímabils. Hver veit?Red Bull ökumennirnir skelltu sér í skíðabrekku í vikunni til að kynnast betur fyrir komandi tímabil.Vísir/gettyRed Bull Hvað verður nýtt á RB11? Hann er ekki tilbúinn samkvæmt því sem liðsstjóri Red Bull, Christian Horner hefur sagt nýlega. Liðið vill nýta allan þann tíma sem það hefur til að vinna að bílnum. Hin goðsagnakenndi hönnuður Adrian Newey hafði sitthvað með hönnun bílsins að gera þrátt fyrir að hafa ætlað að snú sér að bátahönnun. Renault var helsta vandamál Red Bull á síðasta ári. Skrefin sem Renault hefur tekið til að bæta afl vélarinnar eru stór samkvæmt Horner. En það er nánast hægt að útiloka að Red Bull geti náð Mercedes strax í byrjun tímabils. Líklega munu líða nokkrar keppnir áður en það gerist ef það gerist. Liðin verða þó væntanlega hnífjöfn á brautum þar sem afl skiptir minna máli, t.d. á Mónakóbrautinni. Red Bull var eina liðið sem vann keppni í fyrra ef Mercedes er undanskilið. Ekki er búið að svipta hulunni af nýja Red Bull bílnum og því fylgir mynd af ökumönnum þess.Williams menn eru fyrirfram líklegastir til að geta strítt Mercedes á tímabilinu, vonandi hleypa þeir spennu í sem flestar keppnir.Vísir/GettyWilliams Williams liðið naut góðs gengis á síðasta ári og vill halda áfram að ógna Mercedes. Liðinu tókst þó ekki að vinna keppni sem fór líklega óstjórnlega í taugarnar á þeim Felipe Massa og Valtteri Bottas, ökumönnum liðsins. Alltaf var það nánast vélarvana Red Bull bíll ekið af Daniel Ricciardo sem tók upp slakan þegar Mercedes klúðraði hlutunum. Útlit bílsins er mjög svipað en framtrjóna hans er ekki eins áberandi lík mauraætu og í fyrra. Nú hefur hönnuninni verið líkt við að þumall standi út úr framendanum. Bíllinn hefur heitið FW37. Williams notar Mercedes vél þannig að eina leiðin til að vera betri en Mercedes liðið er að vera með betri bíl, betra loftflæði, betri undirvagn eða auðvitað betri ökumenn. Bottas er af mörgum talinn næsta stórstjarna í Formúlu 1. Hér með er því spáð að hann blandi sér í toppbaráttuna um heimsmeistaratitil ökumanna á komandi tímabili.SF15-T er sagður talsvert kynþokkafyllri en fyrirrennari sinn. Dæmi nú hver fyrir sig um kynþokka hans.Vísir/GettyFerrari Risinn frá Ítalíu. Hinn eldrauði Ferrari var helst rauður af skömm í fyrra. Hvorki gekk né rak hjá Ferrari mönnum í fyrra. Oft tókst Fernando Alonso þó að gera betur en bíllinn var talinn geta, en nú er hann farinn til McLaren. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel kominn í hans stað við hlið Kimi Raikkonen sem átti ekki roð í Alonso í fyrra. Bíllinn í ár heitir SF15-T og er talsvert betur útlítandi en bíll síðasta árs, sem þótti minna einstaklega mikið á ryksugu. Framtrjónan er flöt og þó nokkuð framstæð. Sögusagnir herma að kröfur þeirra Vettel og Raikkonen séu um margt sambærilegar þegar kemur að aksturseiginleikum bíls. En þeir sem þekkja til telja bílinn henta Raikkonen ögn betur. Auðvitað er það rökrétt að bíllinn henti honum betur enda þekkir liðið þarfir hans, þótt Alonso hafi greinilega fegnið sínu framgengt fram yfir Raikkonen þegar Spánverjinn var hjá Ferrari. Hvað getur Vettel gert? Erum við að sjá upphafið af þýsk-ítölsku samstarfi á borð við Michael Schumacher og Ferrari? Ekki strax að minnsta kosti en það er klárt mál að Vettel þekkir leyndarmál Red Bull út og inn. Þrátt fyrir orðróm um dalandi áhuga er ljóst að Þjóðverjinn ætlar sér ekki að slaka á og dreymir um að lyfta stórveldinu upp úr þeirri lægð sem það hefur verið í síðustu árin.McLaren MP4-30 er fyrsti Honda knúni bíllinn í mörg ár. Mörgum þykir hafa mátt sleppa krómhúðun sem þykir minna á Mercedes.Vísir/GettyMcLaren-Honda McLaren liðið er einna mest spennandi liðið um þessar mundir, fyrir tvær sakir. Í fyrsta lagi, hvað getur Honda gert í endurkomu sinni í Formúlu 1? Í öðru lagi, hvernig mun Alonso ganga að vinna með Jenson Button, reynslumesta ökumanni sem nú ekur í Formúlu 1? Hvað Honda varðar er ljóst að pressan er gríðarleg. McLaren má eiginlega ekki við því að vinna ekki keppni eða tvær á tímabilinu. Það er því mikilvægt fyrir samstarf þessara aðila að allt gangi smurt. Væntanlega leggur Honda allt í sölurnar til að svo verði. Hvað ökumennina varðar þá hljóma þeir á blaði eins og algjört draumateymi. Það er þó alls ekki líklegt að bræðralag þeirra endist. Það virðist glansa of mikið á yfirborðinu til að geta rist djúpt. Því verður hér með spáð að allt springi í loft upp í herbúðum McLaren. Þetta er að mati blaðamanns skólabókardæmi um eitthvað sem er of gott til að vera satt.Nýjir litir en annars nánast óbreyttur bíll hjá Force India. Líklega er nýji bíllinn einfaldlega ekki tilbúinn.Vísir/GettyForce India Force India frumsýndi sína nýju liti í Mexíkó á dögunum. Ég segi nýju liti því bíllinn undir nýju litunum var sá frá fyrra ári að frátöldum örfáum breytingum. Þær breytingar sem sáust voru þó líklega meira til að slá ryki í augu keppinautanna en að þær hafi raunverulega merkingu. Kannski sjást þær í Jerez en aðal atriðið á afhjúpunarathöfn liðsins var ný litasamsetning, sem ég tel nokkuð vel heppnaða. En misjafn er smekkur margra. Force India gaf það út fyrr í mánuðinum að liðið ætlaði sér nokkur verðlaunasæti í ár. Það verður áhugavert að sjá hvernig liðinu gengur en stigandi í hraða þess hefur verið nokkuð jafn í nokkur ár og það styttist óðum í fyrstu keppnina þar sem bíll liðsins vinnur. Það verður stór stund. Liðið hefur þegar gefið það út að það muni ekki taka þátt í fyrstu æfingalotunni sem fram fer í Jerez og hefst á sunnudag. VJM08 er einfaldlega ekki tilbúinn. Liðið valdi að notast ekki við bílinn frá 2014 og þykir það benda til að liðinu þyki það of dýrt sem enn fremur ýtir undir orðróm um fjárhagsvandræði liðsins. Við skulum sjá hvað verður, eitt er víst að litirnir á nýja bílnum eru nettir.Toro RossoToro Rosso hefur ekki enn afhjúpað nýjan bíl, en það verður gert á sunnudaginn í Jerez. Nú er Toro Rosso eina liðið, ásamt Red Bull sem notar Renault vélar. Lotus hefur skipt yfir í Mercedes eftir að McLaren fékk Honda til liðs við sig og ólíklegt þykir að Caterham muni mæta til leiks eins og staðan er núna. Helstu fréttir frá Toro Rosso eru þær að ökumennirnir eru báðir nýliðar í Formúlu 1. Max Verstappen verður yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar þegar hann tekur þátt í Ástralíu þann 15. mars, 17 ára en hann verður 18 ára 30. september. Hinn ökumaður liðsins Carlos Sainz Jr. er ögn eldri eða 20 ára, hann verður 21. árs þann 1. september. Hvað munu hinir ungu ökumenn geta í kringum hina eldri og reynslumeiri? Það verður að koma í ljós en Vísir óskar þeim alls hins besta.Lotus Lotus átti afleitt tímabil í fyrra, en nóg um það. E23 er bíllinn sem á að koma liðinu aftur í fremstu röð. Fílabeins trjónan hefur fengið að fjúka fyrir stílhreinni og einfaldari hugmynd, þeim sem hér skrifar til ama, enda fátt skemmtilegra en djarfar hönnunarhugmyndir. En kannski er það að minna á fíl ekki besta leiðin til að komast hratt í kappakstri, að fílum ólöstuðum. Lotus er nú með Mercedes vél og horfir því björtum augum fram á veginn, ef síðasta ár er einhver mælikvarði er klárt mál að það borgar sig að vera með Mercedes mótor um borð. Romain Grosjean, annar ökumanna liðsins segist aldrei hafa verið betur undirbúinn undir tímabil og nú, hann segist vera í topp formi. Lítið hefur heyrst frá hinum blóðheita og mikla persónuleika Pastor Maldonado. En þeir félagar fengu sinn skerf af bilunum og óhöppum í fyrra. Vonandi þeirra vegna gengur liðinu betur með Mercedes vél.Marussia Marussia fær að fylgja með, einfaldlega vegna þess að líklegra er að liðið mæti til leiks en helsti keppinautur þess, Caterham. Marussia náði nefnilega í tvö stig á síðasta tímabili sem gefur því ágætis verðlaunafé, verðlaunafé sem næstum dugir fyrir skuldum liðsins. Hins vegar er ólíklegt að stigin tvö sem Jules Bianchi sótti fyrir liðið í Mónakó verði til þess að einhver vilji kaupa það. Aldrei er þó hægt að útliloka slíkt í Formúlu 1. Fari svo að liðið mæti til leiks mun það notast við bíl síðasta árs. Eins mundi fara hjá Caterham, takist liðinu að finna kaupendur, 2014 bíllinn yrði notaður, það er ekki tími núna til að hanna og smíða endurbættan bíl fyrir 15. mars.Litasamsetningin er ekki alveg ný fyrir Sauber, 2003 útgáfan af Sauber var gul og blá.Vísir/GettySauber Sauber er það lið sem hefur hvað mest að vinna í ár. Árið 2014 var það slakasta í sögu liðsins, ekki eitt einasta stig kom í hús og fjármagn þess var nánast uppurið. Á dögunum sýndi liðið nýjan bíl sinn. Hann hefur hlotið heitið C34. Hann er í gömlum Sauber litum, blár og gulur. Þrjár megináherslur við hönnun hans voru grip í hægum beygjum, stöðuleiki við hemlun og að gera hann léttari. Bíllinn er eitur svalur á að líta og Það verður spennandi að sjá hvað ökumenn liðsins, Marcus Ericsson og nýliðinn Felipe Nasr geta gert til að hala inn stigum á honum. Sauber notar Ferrari vél sem á að hafa skánað mikið á milli ára og því er vonandi að þetta rótgróna lið geti rétt úr kútnum og blandað sér í baráttuna.ViðvörunBúast má við blekkingum og duldum leyndarmálum þegar nýjir Formúlu 1 bílar eru afhjúpaðir. Ekki er hægt að treysta miklu sem fram fer á slíkum viðburðum því enginn vill segja frá sínum töfralausnum. Eitthvað má þó lesa út úr æfingum sem hefjast á sunnudag en búast má við að margt komi til með að breytast fyrir fyrstu keppnina í Ástralíu þann 15. mars, eftir 43 daga. Vísir mun birta myndir af nýjum bílum um leið og þær berast.
Formúla Tengdar fréttir Marussia bjargað á elleftu stundu? Tekist hefur að blása lífi í vonarglæður yfirmanna Marussia liðsins um að það takist að bjarga liðini. Hætt hefur verið við loka uppboð á eignum liðsins. 19. janúar 2015 23:30 Neale: Fyrri hluti tímabilsins verður erfiður McLaren hefur sagt að mikil vinna sé fyrir hödum til að komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Helsta forgangsatriðið núna sé að koma nýju Honda vélinni í keppnisform. 29. janúar 2015 21:37 20 Formúlu 1 keppnir 2015 Keppnisdagatal ársins hefur tekið breytingum keppnirnar verða 20 en ekki 21 eins og til stóð. Ekkert verður af Kóreu kappakstrinum. 8. janúar 2015 10:45 Marchionne býst við Ferrari í fremstu röð undir lok tímabilsins Forseti Ferrari Sergio Merchionne segi að lokakeppnir ársins verði spennandi fyrir liðið. Hann telur að þá komi í ljósútkoma endurreisnar liðsins. 14. janúar 2015 18:30 Ecclestone: Ég held að Hamilton verði meistari 2015 Bernie Ecclestone, formúlueinráður telur að Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari tryggji sér sinn þriðja titil í ár. Ecclestone segir að Hamilton sé "góður meistari“ fyrir íþróttina. 23. janúar 2015 23:00 Ferrari, Red Bull og McLaren vilja frjálsa vélarhönnun Vilja breyta vélum sínum fyrir næsta tímabil þar sem vél Mercedes hefur yfirburði. 6. janúar 2015 09:35 Palmer verður þriðji ökumaður Lotus Jolyon Palmer hefur verið kynntur til sögunnar sem þriðji ökumaður Lotus liðsins. Palmer varð meistari í GP2 mótaröðinni sem er næsta skref fyrir neðan Formúlu 1. 21. janúar 2015 17:15 Honda má eftir allt þróa sína vél Aðrir vélaframleiðendur höfðu fengið leyfi til að þróa sína vél á komandi tímabili. Nú má Honda taka þátt í þróunarstríðinu. 17. janúar 2015 23:00 Horner: Vettel íhugaði að hætta í Formúlu 1 Christian Horner segir Sebastian Vettel hafa íhugað að hætta í Formúlu 1 í fyrra. Titilvörn hans gekk hrikalega. 28. janúar 2015 16:30 Ricciardo: Ég vil berjast um heimsmeistaratitilinn Daniel Ricciardo varð þriðji í keppni ökumanna í fyrra og var sá eini sem vann keppnir fyrir utan Mercedes ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. 28. janúar 2015 06:30 Renault vill að lágmarki vinna fimm keppnir Renault vill vinna að lágmarki fimm keppnir og stefnir á að minnka aflmuninn á milli sín og Mercedes um helming fyrir fyrstu keppni. 27. janúar 2015 06:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Marussia bjargað á elleftu stundu? Tekist hefur að blása lífi í vonarglæður yfirmanna Marussia liðsins um að það takist að bjarga liðini. Hætt hefur verið við loka uppboð á eignum liðsins. 19. janúar 2015 23:30
Neale: Fyrri hluti tímabilsins verður erfiður McLaren hefur sagt að mikil vinna sé fyrir hödum til að komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Helsta forgangsatriðið núna sé að koma nýju Honda vélinni í keppnisform. 29. janúar 2015 21:37
20 Formúlu 1 keppnir 2015 Keppnisdagatal ársins hefur tekið breytingum keppnirnar verða 20 en ekki 21 eins og til stóð. Ekkert verður af Kóreu kappakstrinum. 8. janúar 2015 10:45
Marchionne býst við Ferrari í fremstu röð undir lok tímabilsins Forseti Ferrari Sergio Merchionne segi að lokakeppnir ársins verði spennandi fyrir liðið. Hann telur að þá komi í ljósútkoma endurreisnar liðsins. 14. janúar 2015 18:30
Ecclestone: Ég held að Hamilton verði meistari 2015 Bernie Ecclestone, formúlueinráður telur að Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari tryggji sér sinn þriðja titil í ár. Ecclestone segir að Hamilton sé "góður meistari“ fyrir íþróttina. 23. janúar 2015 23:00
Ferrari, Red Bull og McLaren vilja frjálsa vélarhönnun Vilja breyta vélum sínum fyrir næsta tímabil þar sem vél Mercedes hefur yfirburði. 6. janúar 2015 09:35
Palmer verður þriðji ökumaður Lotus Jolyon Palmer hefur verið kynntur til sögunnar sem þriðji ökumaður Lotus liðsins. Palmer varð meistari í GP2 mótaröðinni sem er næsta skref fyrir neðan Formúlu 1. 21. janúar 2015 17:15
Honda má eftir allt þróa sína vél Aðrir vélaframleiðendur höfðu fengið leyfi til að þróa sína vél á komandi tímabili. Nú má Honda taka þátt í þróunarstríðinu. 17. janúar 2015 23:00
Horner: Vettel íhugaði að hætta í Formúlu 1 Christian Horner segir Sebastian Vettel hafa íhugað að hætta í Formúlu 1 í fyrra. Titilvörn hans gekk hrikalega. 28. janúar 2015 16:30
Ricciardo: Ég vil berjast um heimsmeistaratitilinn Daniel Ricciardo varð þriðji í keppni ökumanna í fyrra og var sá eini sem vann keppnir fyrir utan Mercedes ökumennina Lewis Hamilton og Nico Rosberg. 28. janúar 2015 06:30
Renault vill að lágmarki vinna fimm keppnir Renault vill vinna að lágmarki fimm keppnir og stefnir á að minnka aflmuninn á milli sín og Mercedes um helming fyrir fyrstu keppni. 27. janúar 2015 06:30