Tvö stór mót á döfinni um helgina 28. janúar 2015 10:30 Hvernig formi ætli Woods verði í á nýju tímabili? AP/Getty Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur keppnistímabil sitt um helgina en hann verður meðal þátttakenda á Phoenix Open sem fram fer á TPC Scottsdale vellinum. Það er í fyrsta skipti sem Woods tekur þátt í venjulegu móti á PGA-mótaröðinni síðan í júlí á síðasta ári en sjálfur segist þessi fyrrum besti kylfingur heims klár í slaginn á ný eftir meiðslin sem hafa plagað hann að undanförnu. Hann er ekki sá eini sem hefur tímabil sitt á PGA-mótaröðinni um helgina en Jordan Spieth og Rickie Fowler eru einnig meðal þátttakenda ásamt mörgum öðrum sterkum kylfingum. Þar má helst nefna Phil Mickelson, Hunter Mahan, Patrick Reed, Bubba Watson og Fed-Ex meistarann Billy Horschel en þátttakendalistinn á Phoenix Open er með sterkasta móti í ár. Á meðan að Woods snýr til baka verður besti kylfingur heims, Rory McIlroy, einnig í eldlínunni en hann tekur þátt í einu veglegasta móti ársins á Evrópumótaröðinni sem er Omega Dubai Desert Classic. Þar mæta margir af bestu kylfingum Evrópu til leiks, meðal annars Henrik Stenson, Justin Rose, Martin Kaymer,Sergio Garcia og Lee Westwood. Það er því óhætt að fullyrða að golfáhugamenn víða um veröld fái eitthvað fyrir sinn snúð um helgina en bæði mótin verða sýnd í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira