Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 111-90 | KR í engum vandræðum með Keflavík Anton Ingi Leifsson skrifar 18. janúar 2015 00:01 vísir/valli KR tryggði sig nokkuð þægilega í undanúrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á Keflavík í DHL-höllinni í kvöld. KR tók forystuna í fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Gestirnir náðu aldrei að ógna KR nægilega mikið. Lokatölur 111-90. Heimamenn spiluðu hraðan og skemmtilegan bolta og í fyrri hálfleik voru þeir búnir að skora 65 stig sem er ansi mikið í fyrri hálfleik. Þeir leiddu í hálfleik 65-47 og með sína reynslumiklu menn áttu þeir ekki í vandræðum með að klára leikinn í síðari hálfleik. KR byrjaði að miklum krafti og það varð ljóst strax að það yrði mikið skorað. Mikill hraði var í upphafi leiks og liðin skiptust á körfum þangað til KR sagði hingað og ekki lengra. Þeir náðu mest fimmtán stiga forystu í fyrsta leikhluta, en voru svo þrettán stigum yfir þegar honum lauk; 38-25. Michael Craion sýndi styrk sinn í fyrsta leikhluta. Pavel og félagar hans í KR-liðinu voru duglegir að finna Craion undir körfunni þar sem Keflvíkingar réðu ekkert við þennan stóra og sterka strák, en hann var kominn með 16 stig í fyrri hálfleik og sjö fráköst. Áfram hélt skotsýningin í öðrum leikhluta. KR-ingar skutu og það fór niður. Þeir breyttu stöðunni meðal annars úr 40-29 í 54-29 og hraðinn hélt áfram í þeirra herbúðum. Þeir resfuðu grimmt fyrir mistök Keflvíkinga í sóknarleik þeirra, en gestirnir voru seinir til baka. Staðan í hálfleik var 65-47 og ljóst að það þyrfti einhvað mikið að gerast svo gestirnir færu áfram í Powerade-bikarnum. Gestirnir frá Keflavík mættu kannski fullgrimmir inn í síðari hálfleikinn því þeir höfðu fengið fimm villur þegar einungis 48 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. Þeir héldu Keflavík alltaf í þægilegri fjarlægð frá sér, en leikur Keflavík var allt annar í þriðja leikhluta en fyrstu tveimur. Staðan eftir þriðja leikhluta, 91-72. Í þeim fjórða náði Keflvíkingar ágætis kafla á tímapunktum, en munurinn fyrir var einfaldlega of mikill. KR-liðið sigldi sigrinum heim á sínum reynslumikla mannskap, en lokatölur urðu 111-90. Michael Craion var virkilega öflugur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik í liði KR. Hann skoraði að endingu 26 stig, tók tólf fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá lögðu margir á vogaskálarnar í kvöld, til að mynda Pavel Ermolinskij sem neitaði að ná þrennunni en hann skoraði níu stig, tók nítján fráköst og gaf sextán stoðsendingar. Hægt er að taka fleiri eins og Brynjar Þór Björnsson, Helga Má og fleiri, en innkoma Darra Hilmarsson í liðið skipti sköpum. Hann hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum, en hann kom með mikið og gott bragð inn í leik KR. Hnan skoraði sautján stig og var gífurlega kraftmikill. Davod Usher var í sérflokki í liði Keflavíkur sem hafa oft spilað betur en í kvöld. Davon skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar, en einungis einn leikmaður náði tíu stigum fyrr utan hann. Það var Andrés Kristleifsson sem skoraði tíu stig. KR er því komið í undanúrslit keppninnar ásamt Tindastóll sem tryggði sér sæti í gær.Brynjar Þór: Reyndu að berja okkur út úr leiknum Við komum vel stemmdir eftir erfiðan leik á fimmtudaginn þar sem við vorum mjög flatir lengstum af, en við náðum að bjarga okkur," sagði Brynjar Þór Björnsson, einn af lykilmönnum KR, í leikslok. KR lenti í erfiðum leik gegn ÍR á fimmtudaginn, en leikurinn var tvíframlengdur. Við ákváðum að gefa aðeins í og hafa aðeins meira gaman að þessu en við höfum verið að gera upp á síðkastið." Það var engin þreyta í kvöld. Menn gáfu í strax frá byrjun og við litum aldrei aftur. Þeir voru alltaf skrefi á eftir okkur. Við vorum alltaf með þá fannst mér." Þeir fóru svo í gamla góða Keflavík að reyna berja okkur út úr leiknum, en það gekk sem betur fer ekki upp." Það er mjög sjaldan. Það segir margt um vörnina og sóknina hjá Keflavík. Við vorum að fá mikið af auðveldum körfum og Craion var kominn með 20 stig í fyrri hálfleik bara í lay-uppum. Síðan fór hann að klikka svo hann er á leið á lay-up æfingu á morgun." Heilt yfir var þetta bara flottur leikur hjá okkur. Varnarleikurinn var á köflum góður, en þetta var erfiður leikur bæði fyrir dómara og leikmenn. Við héldum haus og héldum þetta út," sagði Brynjar sem segir að það sé alltaf gaman að fara langt í bikarnum. Það er alltaf jafn gaman. Við duttum út í 32-liða úrslitum í fyrra og maður man eftir tilfinningunni í janúar og febrúar að vera ekki í bikarnum. Þá er hausinn bara kominn í úrslitakeppninni þá, en núna er bikarinn til staðar fyrir okkur sem við ætlum að taka," sagði Brynjar Þór Björnsson við Vísi í leikslok.Sigurður: Þetta var glatað „KR yfirspilaði okkur allan tímann. Hugarfarið hjá mörgum okkar mönnum var ansi skrýtið," sagði hundóánægður Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok við Vísi. KR-ingar voru sterkari á öllum sviðum vallarins og aðspurður hvort menn hefðu verið tilbúnir í verkið svaraði Sigurður: „Við héldum það eðlilega, en það kom annað í ljós." „Við vorum lélegir á öllum sviðum. Þetta var glatað." Hann vonaðist til að menn myndu rífa sig upp af rassgatinu í næsta leik og mæta grimmir til leiks. „Þetta er búið. Þessi leikur verður ekki spilaður aftur og ég held að menn viti það að þeir geri betur næst," sagði stuttorður Sigurður við Vísi í leikslok.Leiklýsing: KR -KeflavíkLeik lokið (111-90): KR er á leið í undanúrslitin með öruggum sigri. Umfjöllun er komin inn, en viðtöl og nánari tölfræði koma inn á vefinn í kvöld.37. mín (104-78): KR á leið í undanúrslit. Eina spurningin er úr þessu er hvort að Pavel Ermolinskij ætli sér að ná þrennunni eður ei. Hann er kominn á bekkinn þannig það eru ekki miklar líkur á því. Hann er með níu stig, átján fráköst og fimmtán stoðsendingar.35. mín (102-78): Darri kemur KR yfir 100 stiga múrinn með þrist.34. mín (95-76): Fjögur stig í röð frá KR, áður en Guðmundur Jónsson setur niður eitt víti fyrir Keflavík. Nítján stiga munur.32. mín (91-75): Keflavík var að fá tækifæri til að minnka muninn í fjórtán stig, en Þröstur Leó klikkaði. KR þarf að halda sama hraða áfram ætli þeir sér ekki að missa þetta í einhvern jafnan leik hér. Keflvíkingar eru að spila miklu betri leik en í fyrri hálfleik.Þriðja leikhluta lokið (91-72): Nítján stiga munur þegar einungis einn leikhluti er eftir. Michael Craion er stigahæstur hjá KR með 24 stig, en næstur kemur Brynjar Þór með sautján stig. Davon Usher er stigahæstur hjá gestunum með 24 stig. Næsti maður er einungis með níu stig, en það er Valur Orri Valsson sem spilar ekki meira í kvöld. Hann er kominn með fimm villur eins og Davíð Páll Hermannsson.29. mín (89-70): Góður kafli hjá gestunum þessa stundina og þeir eru með boltann þegar rúm mínúta er eftir af leikhlutanum.27. mín (86-63): Pavel með svokallaða "NFL-sendingu" fram allan völlinn þar sem Darri er mættur og leggur boltann smekklega ofan í körfuna. Þeir eru í fimmta gír þessa stundina heimamenn.26. mín (79-63): Gestirnir aðeins að minnka muninn hægt og rólega og Finnur tekur leikhlé. Tæplega fimm mínútur eftir af þriðja leikhluta.24. mín (75-56): Þröstur Leó setur niður þrist fyrir grstina, en Pavel setur niður annað vítið af tveim í næstu sókn. Munurinn 19 stig.22. mín (72-51): Keflvíkingar fengu á sig fimm villur á 48 sekúndum í síðari hálfleik. Er það ekki einhvað met?21. mín (69-47): Byrjar á stolnum bolta hjá Craion og tæknivillu á Davon Usher. Craion setur bæði vítin niður og Brynjar setur svo niður körfu góða. Þetta byrjar bara vel fyrir KR. Aftur stelur KR boltanum og Sigurði, þjálfara Keflavíkur, er nóg boðið og hann tekur leikhlé.Hálfleiks-tölfræði Keflavík: Davon Usher er búinn að bera sóknarleik gestanna uppi hér í kvöld. Hann er með sextán stig að loknum fyrri hálfleik auk þess hefur hann tekið þrjú fráköst. Næstur kemur reynsluboltinn Damon Johnson með sjö stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar.Hálfleiks-tölfræði KR: Michael Craion hefur verið í banastuði hér í kvöld. Hann er kominn með 20 stig og sjö fráköst, en hann var kominn með fráköstin sjö og 16 stig í fyrsta leikhluta. Næstur kemur Brynjar Þór Björnsson með tíu stig, en Pavel Ermonliskij er með átta stig, tólf fráköst og ellefu stoðsendingar.Hálfleikur (65-47): Átján stiga munur í hálfleik. KR verið miklu, miklu betri aðilinn, en gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna rétt fyrir hlé. Varnarleikurinn ekki verið í aðalhlutverki hér í kvöld eins og kannski tölurnar gefa til að kynna, en að skora 65 stig í fyrri hálfleik er langt því frá að vera eðlilegt. KR hefur boðið upp á skotsýningu og stuðningsmenn KR eru að fá allt fyrir peninginn. Gestirnir frá Keflavík virtust aðeins vera að vakna undir lok fyrri hálfleiks, en munurinn samt átján stig.18. mín (62-40): Finnur Atli með rosalega blokk rétt í þessu. Neglir boltanum útaf. Munurinn 22 stig. Davíð Páll með fjórar villur hjá Keflavík.16. mín (57-34): Brynjar Þór Björnsson setur niður þrist og munurinn 23 stig. KR búið að skora 57 stig og þetta er ekki villa hjá mér. Það er ennþá annar leikhluti og fjórar mínútur eftir af honum.13. mín (50-29): Nú er Sigurði Ingimundarsyni algjörlega nóg boðið. KR á 21 stig og Michael Craion er kominn með 20 stig. Keflavík ekki að gera neinar gloríur í sókninni og alltof hægir til baka. Eins gott lið og KR er, þeir refsa fyrir þannig og það hefur sést hér í kvöld.12. mín (43-29): KR er bara að gefa í ef einhvað er. Þeir eru að rúlla vel á liðinu og Þórir Guðmundur er meðal annars kominn inná hjá KR. Hann var magnaður á lokakaflanum gegn ÍR í vikunni. Ungur og spennandi strákur.Fyrsta leikhluta lokið (38-25): KR-ingar leiða með þrettán stigum þegar fyrsta leikhluta er lokið. Þeir hafa verið sterkari á öllum sviðum körfuboltans. Michael Craion hefur verið í sérflokki hér í DHL-höllinni, en hann er kominn með sextán stig og sjö fráköst í fyrsta leikhluta. Það eru fáranlegar tölur. Davon Usher er með tólf stig og tvö fráköst hjá gestunum. Gestirnir þurfa að vera beittari í varnarleiknum, ef þeir ætla sér áfram í kvöld.9. mín (34-23): Ellefu stiga leikur og Valur Orri er á punktinum. Gestirnir þurfa að fara spila betri vörn.8. mín (29-19): Andrés Kristleifsson setur niður þrist og það er brot undir körfunni á sama tíma. Dómararnir dæma brot og körfu við litla hrifningu stuðningsmanna KR.6. mín (21-14): Darri er að spila virkilega vel fyrir KR hér í byrjun, en hann er kominn með sex stig. Pavel er búinn að klikka þremur vítum. Óvenjulegt.4. mín (14-10): Davon Usher er kominn með sjö af fyrstu tíu stigum Keflavíkur. Davíð Páll Hermannsson er kominn með þrjár villur strax og fer af velli. KR-ingar eiga auðvelt með að spila sig í góð færi.2. mín (6-8): Þetta fer fjörlega af stað. Guðmundur Jónsson henti niður þrist fyrir Keflvíkinga lengst fyrir utan, en Darri er kominn með fjögur stig fyrir KR.1. mín (0-3): Davon Usher með fyrstu körfuna og það er þristur. Þetta er farið af stað!Fyrir leik: Það er spurning hvort framlengingin á fimmtudag sitji eitthvað í heimamönnum. Þeir eru þó með einn besta hópinn í deildinni ef ekki þann besta, þannig það kemur maður í manns stað á þeim bænum.Fyrir leik: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender og Davíð Kristján Hreiðarsson eru eru með flauturnar hér í kvöld. Þar erum við að tala um reynslubolta í þessum fræðum.Fyrir leik: Hinir klassísku KR-borgarar eru mættir á grillið og norðanmaðurinn á Morgunblaðinu, Andri Yrkill Valsson, er hæst ánægður með borgarann sem hann fékk. Greinilega einhver toppmaður á grillinu hérna í Vesturbæ.Fyrir leik: Samkvmt vallarklukkunni eru 25 mínútur nákvæmlega í leikinn. Bæði lið eru mætt að hita upp og mér sýnist enginn vera ferskari en hinn síungi Gunnar Einarsson í liði gestanna.Fyrir leik: Bæði lið spiluðu í deildarkeppninni á fimmtudag. KR vann ÍR í æsispennandi framlengdum leik, 113-110 og Keflavík tapaði með sjö stigum gegn Stjörnunni á útivelli í skemmtilegum leik, 99-82.Fyrir leik: Liðin mættust í Dominos-deildinni í október, en þá vann KR með 23 stiga mun, 67-90. Michael Craion lék á alls oddi og skoraði 27 stig og tók 16 fráköst. Keflvíkingar þurfa hafa góðar gætur á honum í kvöld ætli þeir sér áfram.Fyrir leik: Hér eru miklir risar að mætast, en liðin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina. Það er ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa, en sigurvegarinn fer í undanúrslit Powerade-bikarsins.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Keflavíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
KR tryggði sig nokkuð þægilega í undanúrslit Powerade-bikarsins eftir sigur á Keflavík í DHL-höllinni í kvöld. KR tók forystuna í fyrsta leikhluta og lét hana aldrei af hendi. Gestirnir náðu aldrei að ógna KR nægilega mikið. Lokatölur 111-90. Heimamenn spiluðu hraðan og skemmtilegan bolta og í fyrri hálfleik voru þeir búnir að skora 65 stig sem er ansi mikið í fyrri hálfleik. Þeir leiddu í hálfleik 65-47 og með sína reynslumiklu menn áttu þeir ekki í vandræðum með að klára leikinn í síðari hálfleik. KR byrjaði að miklum krafti og það varð ljóst strax að það yrði mikið skorað. Mikill hraði var í upphafi leiks og liðin skiptust á körfum þangað til KR sagði hingað og ekki lengra. Þeir náðu mest fimmtán stiga forystu í fyrsta leikhluta, en voru svo þrettán stigum yfir þegar honum lauk; 38-25. Michael Craion sýndi styrk sinn í fyrsta leikhluta. Pavel og félagar hans í KR-liðinu voru duglegir að finna Craion undir körfunni þar sem Keflvíkingar réðu ekkert við þennan stóra og sterka strák, en hann var kominn með 16 stig í fyrri hálfleik og sjö fráköst. Áfram hélt skotsýningin í öðrum leikhluta. KR-ingar skutu og það fór niður. Þeir breyttu stöðunni meðal annars úr 40-29 í 54-29 og hraðinn hélt áfram í þeirra herbúðum. Þeir resfuðu grimmt fyrir mistök Keflvíkinga í sóknarleik þeirra, en gestirnir voru seinir til baka. Staðan í hálfleik var 65-47 og ljóst að það þyrfti einhvað mikið að gerast svo gestirnir færu áfram í Powerade-bikarnum. Gestirnir frá Keflavík mættu kannski fullgrimmir inn í síðari hálfleikinn því þeir höfðu fengið fimm villur þegar einungis 48 sekúndur voru liðnar af síðari hálfleik. Þeir héldu Keflavík alltaf í þægilegri fjarlægð frá sér, en leikur Keflavík var allt annar í þriðja leikhluta en fyrstu tveimur. Staðan eftir þriðja leikhluta, 91-72. Í þeim fjórða náði Keflvíkingar ágætis kafla á tímapunktum, en munurinn fyrir var einfaldlega of mikill. KR-liðið sigldi sigrinum heim á sínum reynslumikla mannskap, en lokatölur urðu 111-90. Michael Craion var virkilega öflugur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik í liði KR. Hann skoraði að endingu 26 stig, tók tólf fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá lögðu margir á vogaskálarnar í kvöld, til að mynda Pavel Ermolinskij sem neitaði að ná þrennunni en hann skoraði níu stig, tók nítján fráköst og gaf sextán stoðsendingar. Hægt er að taka fleiri eins og Brynjar Þór Björnsson, Helga Má og fleiri, en innkoma Darra Hilmarsson í liðið skipti sköpum. Hann hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum, en hann kom með mikið og gott bragð inn í leik KR. Hnan skoraði sautján stig og var gífurlega kraftmikill. Davod Usher var í sérflokki í liði Keflavíkur sem hafa oft spilað betur en í kvöld. Davon skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf þrjár stoðsendingar, en einungis einn leikmaður náði tíu stigum fyrr utan hann. Það var Andrés Kristleifsson sem skoraði tíu stig. KR er því komið í undanúrslit keppninnar ásamt Tindastóll sem tryggði sér sæti í gær.Brynjar Þór: Reyndu að berja okkur út úr leiknum Við komum vel stemmdir eftir erfiðan leik á fimmtudaginn þar sem við vorum mjög flatir lengstum af, en við náðum að bjarga okkur," sagði Brynjar Þór Björnsson, einn af lykilmönnum KR, í leikslok. KR lenti í erfiðum leik gegn ÍR á fimmtudaginn, en leikurinn var tvíframlengdur. Við ákváðum að gefa aðeins í og hafa aðeins meira gaman að þessu en við höfum verið að gera upp á síðkastið." Það var engin þreyta í kvöld. Menn gáfu í strax frá byrjun og við litum aldrei aftur. Þeir voru alltaf skrefi á eftir okkur. Við vorum alltaf með þá fannst mér." Þeir fóru svo í gamla góða Keflavík að reyna berja okkur út úr leiknum, en það gekk sem betur fer ekki upp." Það er mjög sjaldan. Það segir margt um vörnina og sóknina hjá Keflavík. Við vorum að fá mikið af auðveldum körfum og Craion var kominn með 20 stig í fyrri hálfleik bara í lay-uppum. Síðan fór hann að klikka svo hann er á leið á lay-up æfingu á morgun." Heilt yfir var þetta bara flottur leikur hjá okkur. Varnarleikurinn var á köflum góður, en þetta var erfiður leikur bæði fyrir dómara og leikmenn. Við héldum haus og héldum þetta út," sagði Brynjar sem segir að það sé alltaf gaman að fara langt í bikarnum. Það er alltaf jafn gaman. Við duttum út í 32-liða úrslitum í fyrra og maður man eftir tilfinningunni í janúar og febrúar að vera ekki í bikarnum. Þá er hausinn bara kominn í úrslitakeppninni þá, en núna er bikarinn til staðar fyrir okkur sem við ætlum að taka," sagði Brynjar Þór Björnsson við Vísi í leikslok.Sigurður: Þetta var glatað „KR yfirspilaði okkur allan tímann. Hugarfarið hjá mörgum okkar mönnum var ansi skrýtið," sagði hundóánægður Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, í leikslok við Vísi. KR-ingar voru sterkari á öllum sviðum vallarins og aðspurður hvort menn hefðu verið tilbúnir í verkið svaraði Sigurður: „Við héldum það eðlilega, en það kom annað í ljós." „Við vorum lélegir á öllum sviðum. Þetta var glatað." Hann vonaðist til að menn myndu rífa sig upp af rassgatinu í næsta leik og mæta grimmir til leiks. „Þetta er búið. Þessi leikur verður ekki spilaður aftur og ég held að menn viti það að þeir geri betur næst," sagði stuttorður Sigurður við Vísi í leikslok.Leiklýsing: KR -KeflavíkLeik lokið (111-90): KR er á leið í undanúrslitin með öruggum sigri. Umfjöllun er komin inn, en viðtöl og nánari tölfræði koma inn á vefinn í kvöld.37. mín (104-78): KR á leið í undanúrslit. Eina spurningin er úr þessu er hvort að Pavel Ermolinskij ætli sér að ná þrennunni eður ei. Hann er kominn á bekkinn þannig það eru ekki miklar líkur á því. Hann er með níu stig, átján fráköst og fimmtán stoðsendingar.35. mín (102-78): Darri kemur KR yfir 100 stiga múrinn með þrist.34. mín (95-76): Fjögur stig í röð frá KR, áður en Guðmundur Jónsson setur niður eitt víti fyrir Keflavík. Nítján stiga munur.32. mín (91-75): Keflavík var að fá tækifæri til að minnka muninn í fjórtán stig, en Þröstur Leó klikkaði. KR þarf að halda sama hraða áfram ætli þeir sér ekki að missa þetta í einhvern jafnan leik hér. Keflvíkingar eru að spila miklu betri leik en í fyrri hálfleik.Þriðja leikhluta lokið (91-72): Nítján stiga munur þegar einungis einn leikhluti er eftir. Michael Craion er stigahæstur hjá KR með 24 stig, en næstur kemur Brynjar Þór með sautján stig. Davon Usher er stigahæstur hjá gestunum með 24 stig. Næsti maður er einungis með níu stig, en það er Valur Orri Valsson sem spilar ekki meira í kvöld. Hann er kominn með fimm villur eins og Davíð Páll Hermannsson.29. mín (89-70): Góður kafli hjá gestunum þessa stundina og þeir eru með boltann þegar rúm mínúta er eftir af leikhlutanum.27. mín (86-63): Pavel með svokallaða "NFL-sendingu" fram allan völlinn þar sem Darri er mættur og leggur boltann smekklega ofan í körfuna. Þeir eru í fimmta gír þessa stundina heimamenn.26. mín (79-63): Gestirnir aðeins að minnka muninn hægt og rólega og Finnur tekur leikhlé. Tæplega fimm mínútur eftir af þriðja leikhluta.24. mín (75-56): Þröstur Leó setur niður þrist fyrir grstina, en Pavel setur niður annað vítið af tveim í næstu sókn. Munurinn 19 stig.22. mín (72-51): Keflvíkingar fengu á sig fimm villur á 48 sekúndum í síðari hálfleik. Er það ekki einhvað met?21. mín (69-47): Byrjar á stolnum bolta hjá Craion og tæknivillu á Davon Usher. Craion setur bæði vítin niður og Brynjar setur svo niður körfu góða. Þetta byrjar bara vel fyrir KR. Aftur stelur KR boltanum og Sigurði, þjálfara Keflavíkur, er nóg boðið og hann tekur leikhlé.Hálfleiks-tölfræði Keflavík: Davon Usher er búinn að bera sóknarleik gestanna uppi hér í kvöld. Hann er með sextán stig að loknum fyrri hálfleik auk þess hefur hann tekið þrjú fráköst. Næstur kemur reynsluboltinn Damon Johnson með sjö stig, þrjú fráköst og tvær stoðsendingar.Hálfleiks-tölfræði KR: Michael Craion hefur verið í banastuði hér í kvöld. Hann er kominn með 20 stig og sjö fráköst, en hann var kominn með fráköstin sjö og 16 stig í fyrsta leikhluta. Næstur kemur Brynjar Þór Björnsson með tíu stig, en Pavel Ermonliskij er með átta stig, tólf fráköst og ellefu stoðsendingar.Hálfleikur (65-47): Átján stiga munur í hálfleik. KR verið miklu, miklu betri aðilinn, en gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna rétt fyrir hlé. Varnarleikurinn ekki verið í aðalhlutverki hér í kvöld eins og kannski tölurnar gefa til að kynna, en að skora 65 stig í fyrri hálfleik er langt því frá að vera eðlilegt. KR hefur boðið upp á skotsýningu og stuðningsmenn KR eru að fá allt fyrir peninginn. Gestirnir frá Keflavík virtust aðeins vera að vakna undir lok fyrri hálfleiks, en munurinn samt átján stig.18. mín (62-40): Finnur Atli með rosalega blokk rétt í þessu. Neglir boltanum útaf. Munurinn 22 stig. Davíð Páll með fjórar villur hjá Keflavík.16. mín (57-34): Brynjar Þór Björnsson setur niður þrist og munurinn 23 stig. KR búið að skora 57 stig og þetta er ekki villa hjá mér. Það er ennþá annar leikhluti og fjórar mínútur eftir af honum.13. mín (50-29): Nú er Sigurði Ingimundarsyni algjörlega nóg boðið. KR á 21 stig og Michael Craion er kominn með 20 stig. Keflavík ekki að gera neinar gloríur í sókninni og alltof hægir til baka. Eins gott lið og KR er, þeir refsa fyrir þannig og það hefur sést hér í kvöld.12. mín (43-29): KR er bara að gefa í ef einhvað er. Þeir eru að rúlla vel á liðinu og Þórir Guðmundur er meðal annars kominn inná hjá KR. Hann var magnaður á lokakaflanum gegn ÍR í vikunni. Ungur og spennandi strákur.Fyrsta leikhluta lokið (38-25): KR-ingar leiða með þrettán stigum þegar fyrsta leikhluta er lokið. Þeir hafa verið sterkari á öllum sviðum körfuboltans. Michael Craion hefur verið í sérflokki hér í DHL-höllinni, en hann er kominn með sextán stig og sjö fráköst í fyrsta leikhluta. Það eru fáranlegar tölur. Davon Usher er með tólf stig og tvö fráköst hjá gestunum. Gestirnir þurfa að vera beittari í varnarleiknum, ef þeir ætla sér áfram í kvöld.9. mín (34-23): Ellefu stiga leikur og Valur Orri er á punktinum. Gestirnir þurfa að fara spila betri vörn.8. mín (29-19): Andrés Kristleifsson setur niður þrist og það er brot undir körfunni á sama tíma. Dómararnir dæma brot og körfu við litla hrifningu stuðningsmanna KR.6. mín (21-14): Darri er að spila virkilega vel fyrir KR hér í byrjun, en hann er kominn með sex stig. Pavel er búinn að klikka þremur vítum. Óvenjulegt.4. mín (14-10): Davon Usher er kominn með sjö af fyrstu tíu stigum Keflavíkur. Davíð Páll Hermannsson er kominn með þrjár villur strax og fer af velli. KR-ingar eiga auðvelt með að spila sig í góð færi.2. mín (6-8): Þetta fer fjörlega af stað. Guðmundur Jónsson henti niður þrist fyrir Keflvíkinga lengst fyrir utan, en Darri er kominn með fjögur stig fyrir KR.1. mín (0-3): Davon Usher með fyrstu körfuna og það er þristur. Þetta er farið af stað!Fyrir leik: Það er spurning hvort framlengingin á fimmtudag sitji eitthvað í heimamönnum. Þeir eru þó með einn besta hópinn í deildinni ef ekki þann besta, þannig það kemur maður í manns stað á þeim bænum.Fyrir leik: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Bender og Davíð Kristján Hreiðarsson eru eru með flauturnar hér í kvöld. Þar erum við að tala um reynslubolta í þessum fræðum.Fyrir leik: Hinir klassísku KR-borgarar eru mættir á grillið og norðanmaðurinn á Morgunblaðinu, Andri Yrkill Valsson, er hæst ánægður með borgarann sem hann fékk. Greinilega einhver toppmaður á grillinu hérna í Vesturbæ.Fyrir leik: Samkvmt vallarklukkunni eru 25 mínútur nákvæmlega í leikinn. Bæði lið eru mætt að hita upp og mér sýnist enginn vera ferskari en hinn síungi Gunnar Einarsson í liði gestanna.Fyrir leik: Bæði lið spiluðu í deildarkeppninni á fimmtudag. KR vann ÍR í æsispennandi framlengdum leik, 113-110 og Keflavík tapaði með sjö stigum gegn Stjörnunni á útivelli í skemmtilegum leik, 99-82.Fyrir leik: Liðin mættust í Dominos-deildinni í október, en þá vann KR með 23 stiga mun, 67-90. Michael Craion lék á alls oddi og skoraði 27 stig og tók 16 fráköst. Keflvíkingar þurfa hafa góðar gætur á honum í kvöld ætli þeir sér áfram.Fyrir leik: Hér eru miklir risar að mætast, en liðin hafa marga hildina háð í gegnum tíðina. Það er ljóst að barist verður til síðasta blóðdropa, en sigurvegarinn fer í undanúrslit Powerade-bikarsins.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira