Nýársbombur frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2015 12:04 Magnús Þór Gunnarsson. Vísir/Ernir Grindvíkingar hafa gert stórar breytingar á bæði karla- og kvennaliði félagsins fyrir seinni hluta Dominos-deildanna. Magnús Þór Gunnarsson og bandaríski leikmaður kvennaliðsins, Rachel Tecca, hafa bæði spilað sinn síðasta leik og þá eru bræðurnir og synir Guðmundar Bragasonar, Jón Axel og Ingvi, komnir heim frá Bandaríkjunum. Jón Axel Guðmundsson spilaði einn leik með Grindavík fyrir áramót þegar hann kom heim í stutt frí og var þá með 14 stig og 9 stoðsendingar í tapi á móti Tindastól. Magnús Þór Gunnarsson var með 12,4 stig og 2,3 stoðsendingar í leik í fyrstu 9 leikjum sínum með Grindavíkurliðinu en hann yfirgefur félagið af persónulegum ástæðum. Rachel Tecca var með 23,3 stig og 13,7 stoðsendingar að meðaltali með Grindavíkurliðinu en í stað hennar kemur Kristina King sem er alhliða leikmaður samkvæmt fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.Yfirlýsing stjórnar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar öllum landsmönnum og konum gleðilegs nýs árs og byrjar árið með fréttabombum. Það er okkur mikið ánægju efni að tilkynna að bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir hafa snúið til baka frá Bandaríkjunum og munu spilað með liði Grindvíkinga það sem eftir lifir þessa móts. Það vita það allir að Jón Axel er orðin þekkt stærð í körfubolta hér á landi en kannski færri sem þekkja til Ingva en þar er mikið efni á ferðinni. Báðir munu þeir styrkja okkar lið gríðarlega og það er alltaf gaman þegar heimamenn snúa til baka. Hinsvegar hafa körfuknattleiksdeildin og Magnús Gunnarsson komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann hafi lokið leik með Grindavík. Ástæðan er persónuleg fyrir Magga og vill Körfuknattleiksdeildin þakka honum þennan stutta tíma sem hann dvaldi hjá okkur. Það er klár eftirsjá í Magga fyrir okkur og þó að tími hans hjá okkur hafi ekki verið lengri en raun ber vitni þá skilur Maggi eftir sig góðar minningar fyrir okkur og er það klárlega ósk okkar að honum vegni vel hvar sem hann endar. Þá var ákveðið stuttu fyrir jól að Rachel Tecca myndi ekki snúa til baka til Grindavíkur eftir jól og hefur verið gerður samningur við nýjan leikmann fyrir kvennaliðið. Sú heitir nokkuð mörgum nöfnum en við látum þessi tvö nægja, Cristina King. Hún er alhliða leikmaður og eins og alltaf með erlenda leikmenn eru miklar væntingar bundnar við hana. Pappírsvinna fyrir hennar hönd hófst fyrir jól og er reiknað með henni snemma í næstu viku. Fleiri eru fréttirnar ekki að sinni frá Grindavíkinni og vonandi verða þær ekki fleiri heldur, nema þá góðar! Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Grindvíkingar hafa gert stórar breytingar á bæði karla- og kvennaliði félagsins fyrir seinni hluta Dominos-deildanna. Magnús Þór Gunnarsson og bandaríski leikmaður kvennaliðsins, Rachel Tecca, hafa bæði spilað sinn síðasta leik og þá eru bræðurnir og synir Guðmundar Bragasonar, Jón Axel og Ingvi, komnir heim frá Bandaríkjunum. Jón Axel Guðmundsson spilaði einn leik með Grindavík fyrir áramót þegar hann kom heim í stutt frí og var þá með 14 stig og 9 stoðsendingar í tapi á móti Tindastól. Magnús Þór Gunnarsson var með 12,4 stig og 2,3 stoðsendingar í leik í fyrstu 9 leikjum sínum með Grindavíkurliðinu en hann yfirgefur félagið af persónulegum ástæðum. Rachel Tecca var með 23,3 stig og 13,7 stoðsendingar að meðaltali með Grindavíkurliðinu en í stað hennar kemur Kristina King sem er alhliða leikmaður samkvæmt fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.Yfirlýsing stjórnar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar öllum landsmönnum og konum gleðilegs nýs árs og byrjar árið með fréttabombum. Það er okkur mikið ánægju efni að tilkynna að bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir hafa snúið til baka frá Bandaríkjunum og munu spilað með liði Grindvíkinga það sem eftir lifir þessa móts. Það vita það allir að Jón Axel er orðin þekkt stærð í körfubolta hér á landi en kannski færri sem þekkja til Ingva en þar er mikið efni á ferðinni. Báðir munu þeir styrkja okkar lið gríðarlega og það er alltaf gaman þegar heimamenn snúa til baka. Hinsvegar hafa körfuknattleiksdeildin og Magnús Gunnarsson komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann hafi lokið leik með Grindavík. Ástæðan er persónuleg fyrir Magga og vill Körfuknattleiksdeildin þakka honum þennan stutta tíma sem hann dvaldi hjá okkur. Það er klár eftirsjá í Magga fyrir okkur og þó að tími hans hjá okkur hafi ekki verið lengri en raun ber vitni þá skilur Maggi eftir sig góðar minningar fyrir okkur og er það klárlega ósk okkar að honum vegni vel hvar sem hann endar. Þá var ákveðið stuttu fyrir jól að Rachel Tecca myndi ekki snúa til baka til Grindavíkur eftir jól og hefur verið gerður samningur við nýjan leikmann fyrir kvennaliðið. Sú heitir nokkuð mörgum nöfnum en við látum þessi tvö nægja, Cristina King. Hún er alhliða leikmaður og eins og alltaf með erlenda leikmenn eru miklar væntingar bundnar við hana. Pappírsvinna fyrir hennar hönd hófst fyrir jól og er reiknað með henni snemma í næstu viku. Fleiri eru fréttirnar ekki að sinni frá Grindavíkinni og vonandi verða þær ekki fleiri heldur, nema þá góðar!
Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira