Við erum ekki hræddir við það að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2014 07:00 Finnur Freyr hefur náð einstökum árangri með KR-liðið. Vísir/Vilhelm „Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir því,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR sem er á toppnum með fullt hús og hefur unnið 96,8 prósent deildarleikjanna undir hans stjórn. KR hefur unnið alla níu deildarleikina í vetur og vann 21 af 22 deildarleikjum sínum á síðustu leiktíð auk þess að fara alla leið og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni. Öll verkfærin í kringum hann Hvernig hefur Finnur farið að því að endurskrifa þjálfarasögu deildarinnar? „Ég var heppinn að fá gríðarlega sterkan hóp upp í hendurnar, umgjörðin er góð og það er vel haldið utan um hlutina Í KR. Öll verkfærin í kringum mig hafa verið til fyrirmyndar og sem betur fer hafa úrslitin verið eftir því,“ segir Finnur. Honum sem bæði ungum og reynslulitlum þjálfara gekk vel með að ráða við stjörnum prýtt lið KR frá fyrsta leik. „Þetta eru svo heilsteyptir menn sem maður er að þjálfa og þeir tóku mér opnum örmum. Þetta eru allt strákar sem eiga sterkar rætur í klúbbnum, hafa spilað þarna lengi eða eru uppaldir. Markmið allra eru sameiginleg og þegar allir eru tilbúnir að róa í rétta átt þá gerir það verkefnið miklu auðveldara,“ segir Finnur.Finnur gerði KR að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári.Vísir/Andri MarinóBætti met Vals Ingimundarsonar Finnur bætti met Vals Ingimundarsonar um fjóra leiki í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudagskvöldið en Valur vann sinn 30. þjálfarasigur í úrvalsdeild karla í sínum 35. leik í mars 1988. Valur bætti þá met Gunnars Þorvarðarsonar frá 1985 um einn leik en þeir Friðrik Ingi Rúnarsson, sem vann 30. sigurinn í sínum 36. leik í desember 1991, og Helgi Jónas Guðfinnsson, sem gerði hið sama í sínum 38. leik í febrúar 2012, eru hinir mennirnir á topp fimm listanum. Finnur gat ekki frekar en aðrir séð fyrir sér svona marga sigurleiki og svo fá töp þegar hann tók við KR-liðinu í maímánuði 2013. „Síðan ég var lítill strákur og svo þegar ég hætti að spila sjálfur og ákvað að gerast þjálfari fyrir fimmtán árum, þá hefur það alltaf verið stærsti draumurinn að taka við KR. Þegar tækifærið kom þá óraði mann ekki fyrir þessari byrjun. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir tækifærið og þessi tími er búinn að vera ótrúlegur. Vonandi erum við samt rétt að byrja og þetta aðeins upphafið að einhverju meira svona,“ segir Finnur sem fær góðan vinnufrið í Frostaskjólinu.Eigin frami og frægð í öðru sæti „Þegar vel gengur þá er erfitt að kvarta eða setja út á hlutina. Í svona liði verða allir að vera tilbúnir að gefa eitthvað frá sér. Strákar sem gætu verið í stærri hlutverkum annars staðar eru að sætta sig við minni hlutverk hjá okkur. Við erum allir í þessu til að vinna og setjum allir liðið í fyrsta sætið. Okkar eigin frami og frægð eru í öðru sæti og það á jafnvel við mig og alla strákana í liðinu. Liðið kemur númer eitt og allt annað er í sætinu fyrir neðan,“ segir Finnur.Vísir/Andri Marinó30 sigrar í 31 leik á rúmum fjórtán mánuðum. En hvað með þennan eina tapleik? „Ég man vel eftir honum, hann var á móti Grindavík í fyrsta leiknum á árinu. Við komum flatir inn eftir jólin, vorum ekki klárir og töpuðum fyrir góðu Grindavíkurliði. Við höfum alltaf sagt það að við erum ekki hræddir við það að tapa. Það kemur að því að við töpum og maður lærir helling af töpunum,“ segir Finnur. KR-ingar láta heldur ekki umræðuna um yfirburðarlið og að mótið sé búið trufla einbeitingu sína. „Við erum ekki að stressa okkur of mikið yfir því sem öðrum finnst. Við vitum hvað við ætlum að gera og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera til að láta það gerast. Við erum með báða fætur á jörðinni og það skiptir ekki öllu hvort það verði enginn tapleikur eða þrír tapleikir. Við stefnum á stóru titlana og erum tilbúnir að gera það sem þarf til að ná þeim,“ sagði Finnur.Fyrstir í 30 sigra í úrvalsdeild: 31 leikur - Finnur Freyr Stefánsson 35 leikir - Valur Ingimundarson 36 leikir - Gunnar Þorvarðarson 36 leikir - Friðrik Ingi Rúnarsson 38 leikir - Helgi Jónas Guðfinnsson 39 leikir - Einar Árni Jóhannsson 40 leikir - Sigurður Ingimundarson 40 leikir - Tim Dwyer 40 leikir - Friðrik Ragnarsson 40 leikir - Laszlo Nemeth 42 leikir - Hilmar Hafsteinsson 42 leikir - John Rhodes 42 leikir - Guðjón Skúlason 43 leikir - Jón Kr. Gíslason Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
„Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir því,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR sem er á toppnum með fullt hús og hefur unnið 96,8 prósent deildarleikjanna undir hans stjórn. KR hefur unnið alla níu deildarleikina í vetur og vann 21 af 22 deildarleikjum sínum á síðustu leiktíð auk þess að fara alla leið og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni. Öll verkfærin í kringum hann Hvernig hefur Finnur farið að því að endurskrifa þjálfarasögu deildarinnar? „Ég var heppinn að fá gríðarlega sterkan hóp upp í hendurnar, umgjörðin er góð og það er vel haldið utan um hlutina Í KR. Öll verkfærin í kringum mig hafa verið til fyrirmyndar og sem betur fer hafa úrslitin verið eftir því,“ segir Finnur. Honum sem bæði ungum og reynslulitlum þjálfara gekk vel með að ráða við stjörnum prýtt lið KR frá fyrsta leik. „Þetta eru svo heilsteyptir menn sem maður er að þjálfa og þeir tóku mér opnum örmum. Þetta eru allt strákar sem eiga sterkar rætur í klúbbnum, hafa spilað þarna lengi eða eru uppaldir. Markmið allra eru sameiginleg og þegar allir eru tilbúnir að róa í rétta átt þá gerir það verkefnið miklu auðveldara,“ segir Finnur.Finnur gerði KR að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári.Vísir/Andri MarinóBætti met Vals Ingimundarsonar Finnur bætti met Vals Ingimundarsonar um fjóra leiki í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudagskvöldið en Valur vann sinn 30. þjálfarasigur í úrvalsdeild karla í sínum 35. leik í mars 1988. Valur bætti þá met Gunnars Þorvarðarsonar frá 1985 um einn leik en þeir Friðrik Ingi Rúnarsson, sem vann 30. sigurinn í sínum 36. leik í desember 1991, og Helgi Jónas Guðfinnsson, sem gerði hið sama í sínum 38. leik í febrúar 2012, eru hinir mennirnir á topp fimm listanum. Finnur gat ekki frekar en aðrir séð fyrir sér svona marga sigurleiki og svo fá töp þegar hann tók við KR-liðinu í maímánuði 2013. „Síðan ég var lítill strákur og svo þegar ég hætti að spila sjálfur og ákvað að gerast þjálfari fyrir fimmtán árum, þá hefur það alltaf verið stærsti draumurinn að taka við KR. Þegar tækifærið kom þá óraði mann ekki fyrir þessari byrjun. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir tækifærið og þessi tími er búinn að vera ótrúlegur. Vonandi erum við samt rétt að byrja og þetta aðeins upphafið að einhverju meira svona,“ segir Finnur sem fær góðan vinnufrið í Frostaskjólinu.Eigin frami og frægð í öðru sæti „Þegar vel gengur þá er erfitt að kvarta eða setja út á hlutina. Í svona liði verða allir að vera tilbúnir að gefa eitthvað frá sér. Strákar sem gætu verið í stærri hlutverkum annars staðar eru að sætta sig við minni hlutverk hjá okkur. Við erum allir í þessu til að vinna og setjum allir liðið í fyrsta sætið. Okkar eigin frami og frægð eru í öðru sæti og það á jafnvel við mig og alla strákana í liðinu. Liðið kemur númer eitt og allt annað er í sætinu fyrir neðan,“ segir Finnur.Vísir/Andri Marinó30 sigrar í 31 leik á rúmum fjórtán mánuðum. En hvað með þennan eina tapleik? „Ég man vel eftir honum, hann var á móti Grindavík í fyrsta leiknum á árinu. Við komum flatir inn eftir jólin, vorum ekki klárir og töpuðum fyrir góðu Grindavíkurliði. Við höfum alltaf sagt það að við erum ekki hræddir við það að tapa. Það kemur að því að við töpum og maður lærir helling af töpunum,“ segir Finnur. KR-ingar láta heldur ekki umræðuna um yfirburðarlið og að mótið sé búið trufla einbeitingu sína. „Við erum ekki að stressa okkur of mikið yfir því sem öðrum finnst. Við vitum hvað við ætlum að gera og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera til að láta það gerast. Við erum með báða fætur á jörðinni og það skiptir ekki öllu hvort það verði enginn tapleikur eða þrír tapleikir. Við stefnum á stóru titlana og erum tilbúnir að gera það sem þarf til að ná þeim,“ sagði Finnur.Fyrstir í 30 sigra í úrvalsdeild: 31 leikur - Finnur Freyr Stefánsson 35 leikir - Valur Ingimundarson 36 leikir - Gunnar Þorvarðarson 36 leikir - Friðrik Ingi Rúnarsson 38 leikir - Helgi Jónas Guðfinnsson 39 leikir - Einar Árni Jóhannsson 40 leikir - Sigurður Ingimundarson 40 leikir - Tim Dwyer 40 leikir - Friðrik Ragnarsson 40 leikir - Laszlo Nemeth 42 leikir - Hilmar Hafsteinsson 42 leikir - John Rhodes 42 leikir - Guðjón Skúlason 43 leikir - Jón Kr. Gíslason
Dominos-deild karla Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira