Íslensk drottning í Rósagarðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2014 06:00 Sara Björk Gunnarsdóttir tekur hér við bikarnum við mikinn fögnuð liðsfélaga sinna en hún er í miðjum hópnum. Mynd/Rosengård/Urszula Strin „Það var mjög skemmtilegt og mjög sérstakt fyrir mig að fá að taka við bikarnum, sérstaklega þar sem ég var ekki viðstödd þegar við tryggðum okkur titilinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir sem tók við bikarnum á sigurhátíð sænsku meistaranna í FC Rosengård um síðustu helgi. Íslenska landsliðskonan var drottningin í Rósagarðinum og er að öllum líkingum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem tekur við stórum titli sem fyrirliði síns meistaraliðs. Sara Björk hefur byrjað atvinnumannsferilinn á nær samfelldri sigurgöngu en hún varð nú sænskur meistari í þriðja sinn á fjórum árum. Þetta tímabil var þó ólíkt hinum þremur því nú var hún komin með fyrirliðabandið.Sara Björk er einnig fyrirliði landsliðsins.vísir/gettyÞjálfarinn spurði hana „Ég var varafyrirliði í fyrra og svo tók þjálfarinn þá ákvörðun að ég yrði fyrirliði liðsins. Hann spurði mig fyrir tímabilið hvort ég vildi það og ég tók því,“ sagði Sara Björk. „Það eru eldri leikmenn í liðinu en ég veit ekki hvort þeir eru mikið reyndari. Ég hef spilað marga leiki og mikið með landsliðinu og þetta var því ekkert mál fyrir mig,“ segir Sara Björk sem er þrátt fyrir ungan aldur (24 ára) komin með 78 A-landsleiki fyrir Íslands og búin að vera byrjunarliðsleikmaður hjá stórliði í Svíþjóð í fjögur tímabil. „Við berum allar mikla virðingu hver fyrir annarri,“ segir Sara Björk spök, aðspurð hvort stórstjörnur liðsins eins og hin brasilíska Marta, hin þýska Anja Mittag og hin svissneska Ramona Bachmann hlusti eitthvað á hana.Ekki minni leiðtogi án bandsins „Ég var ekki minni leiðtogi þótt að ég væri ekki með bandið. Ég er ekki búin að breyta mér mikið en maður þarf náttúrlega að taka meiri ábyrgð. Mér finnst þetta hlutverk hafa komið til mín og ég hef alltaf verið hvetjandi og mikill leiðtogi inni á vellinum,“ segir Sara og bætir við: „Ég er samt meira svona leikmaður sem sýnir þetta inni á vellinum og er ekki með neinar svaka ræður fyrir eða eftir leik. Ég sýni það á æfingum og inni á vellinum. Ég geri miklar kröfur til mín og allra leikmannanna um að hafa mikil gæði á æfingunum og í leikjunum. Ég hef alltaf gert það og það er helsta hlutverk mitt sem fyrirliði,“ segir Sara. „Ég spila framarlega á miðjunni og er búin að vera að spila þar allt tímabilið. Það hefur gengið vel. Ég var smá vonsvikin með að hafa skorað lítið í sumar. Ég set mér alltaf markmið fyrir hvert tímabil og ég var ekki með tvö mörk í huga. Ég er því ekki alltof sátt með það en á meðan við erum að skora mörk og vinna leiki þá skiptir það ekki máli,“ sagði Sara Björk.vísir/valliSkrítið að sjá á eftir Þóru Sara Björk byrjaði tímabilið með annan Íslending með sér í liðinu en Þóra Björg Helgadóttir yfirgaf félagið um mitt sumar og fór heim til Íslands. „Það var rosalega skrítið að sjá á eftir Þóru. Öll lið myndu sjá á eftir henni því hún er heimsklassaleikmaður og maður finnur fyrir miklu öryggi þegar hún er í markinu. Það var smá munur þegar hún fór og maður fann alveg fyrir því,“ segir Sara. Tímabilið er ekki búið þótt sænski titillinn sé í höfn því liðið spilar tvo Meistaradeildarleiki í nóvember. „Seinustu ár höfum við verið smá svekktar að hafa ekki komist lengra í Meistaradeildinni. Ég veit ekki hvort við höfum verðskuldað að komast mikið lengra en mér finnst við hafa alla burði til þess í ár. Það yrði draumur að komast í úrslitaleikinn og það er markmiðið okkar. Það væri síðan toppurinn að vinna úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ segir Sara en Rosengård mætir danska liðinu Fortuna Hjörring í sextán liða úrslitunum.Mörg önnur augnablik Sara Björk tók við bikarnum á sunnudaginn umkringd stórstjörnum liðsins. „Þetta er í þriðja sinn sem við vinnum bikarinn og í fyrsta skiptið sem ég tek við bikarnum sem fyrirliði. Auðvitað var það sérstakt og þetta er sú tilfinning sem maður vill fá og ég er alltaf að vinna að því sem fótboltakona að fá að upplifa svona augnablik. Það eru mörg önnur augnablik sem mig langar líka til að upplifa,“ segir Sara.Er ennþá ung Sara Björk fór út 19 ára gömul og var orðin meistari í þriðja sinn fyrir 24 ára afmælið í lok september. „Það var frábært skref fyrir mig að fara beint í svona stórlið. Ég er enn þá ung og þegar búin að vinna þessa þrjá titla,“ segir Sara og leynir því ekki að hún ætlar sér í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem verður í Berlín í maí. „Ég hef mikla löngun í þá tilfinningu sem fylgir því að spila úrslitaleik í Meistaradeildinni. Við erum með það góðan hóp að við getum gert það en við erum jafnframt einu leikmennirnir sem hindra okkur í að komast svona langt. Við þurfum bara að hafa trú á því að við getum komist svona langt,“ sagði Sara Björk að lokum. [email protected] Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
„Það var mjög skemmtilegt og mjög sérstakt fyrir mig að fá að taka við bikarnum, sérstaklega þar sem ég var ekki viðstödd þegar við tryggðum okkur titilinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir sem tók við bikarnum á sigurhátíð sænsku meistaranna í FC Rosengård um síðustu helgi. Íslenska landsliðskonan var drottningin í Rósagarðinum og er að öllum líkingum fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem tekur við stórum titli sem fyrirliði síns meistaraliðs. Sara Björk hefur byrjað atvinnumannsferilinn á nær samfelldri sigurgöngu en hún varð nú sænskur meistari í þriðja sinn á fjórum árum. Þetta tímabil var þó ólíkt hinum þremur því nú var hún komin með fyrirliðabandið.Sara Björk er einnig fyrirliði landsliðsins.vísir/gettyÞjálfarinn spurði hana „Ég var varafyrirliði í fyrra og svo tók þjálfarinn þá ákvörðun að ég yrði fyrirliði liðsins. Hann spurði mig fyrir tímabilið hvort ég vildi það og ég tók því,“ sagði Sara Björk. „Það eru eldri leikmenn í liðinu en ég veit ekki hvort þeir eru mikið reyndari. Ég hef spilað marga leiki og mikið með landsliðinu og þetta var því ekkert mál fyrir mig,“ segir Sara Björk sem er þrátt fyrir ungan aldur (24 ára) komin með 78 A-landsleiki fyrir Íslands og búin að vera byrjunarliðsleikmaður hjá stórliði í Svíþjóð í fjögur tímabil. „Við berum allar mikla virðingu hver fyrir annarri,“ segir Sara Björk spök, aðspurð hvort stórstjörnur liðsins eins og hin brasilíska Marta, hin þýska Anja Mittag og hin svissneska Ramona Bachmann hlusti eitthvað á hana.Ekki minni leiðtogi án bandsins „Ég var ekki minni leiðtogi þótt að ég væri ekki með bandið. Ég er ekki búin að breyta mér mikið en maður þarf náttúrlega að taka meiri ábyrgð. Mér finnst þetta hlutverk hafa komið til mín og ég hef alltaf verið hvetjandi og mikill leiðtogi inni á vellinum,“ segir Sara og bætir við: „Ég er samt meira svona leikmaður sem sýnir þetta inni á vellinum og er ekki með neinar svaka ræður fyrir eða eftir leik. Ég sýni það á æfingum og inni á vellinum. Ég geri miklar kröfur til mín og allra leikmannanna um að hafa mikil gæði á æfingunum og í leikjunum. Ég hef alltaf gert það og það er helsta hlutverk mitt sem fyrirliði,“ segir Sara. „Ég spila framarlega á miðjunni og er búin að vera að spila þar allt tímabilið. Það hefur gengið vel. Ég var smá vonsvikin með að hafa skorað lítið í sumar. Ég set mér alltaf markmið fyrir hvert tímabil og ég var ekki með tvö mörk í huga. Ég er því ekki alltof sátt með það en á meðan við erum að skora mörk og vinna leiki þá skiptir það ekki máli,“ sagði Sara Björk.vísir/valliSkrítið að sjá á eftir Þóru Sara Björk byrjaði tímabilið með annan Íslending með sér í liðinu en Þóra Björg Helgadóttir yfirgaf félagið um mitt sumar og fór heim til Íslands. „Það var rosalega skrítið að sjá á eftir Þóru. Öll lið myndu sjá á eftir henni því hún er heimsklassaleikmaður og maður finnur fyrir miklu öryggi þegar hún er í markinu. Það var smá munur þegar hún fór og maður fann alveg fyrir því,“ segir Sara. Tímabilið er ekki búið þótt sænski titillinn sé í höfn því liðið spilar tvo Meistaradeildarleiki í nóvember. „Seinustu ár höfum við verið smá svekktar að hafa ekki komist lengra í Meistaradeildinni. Ég veit ekki hvort við höfum verðskuldað að komast mikið lengra en mér finnst við hafa alla burði til þess í ár. Það yrði draumur að komast í úrslitaleikinn og það er markmiðið okkar. Það væri síðan toppurinn að vinna úrslitaleikinn í Meistaradeildinni,“ segir Sara en Rosengård mætir danska liðinu Fortuna Hjörring í sextán liða úrslitunum.Mörg önnur augnablik Sara Björk tók við bikarnum á sunnudaginn umkringd stórstjörnum liðsins. „Þetta er í þriðja sinn sem við vinnum bikarinn og í fyrsta skiptið sem ég tek við bikarnum sem fyrirliði. Auðvitað var það sérstakt og þetta er sú tilfinning sem maður vill fá og ég er alltaf að vinna að því sem fótboltakona að fá að upplifa svona augnablik. Það eru mörg önnur augnablik sem mig langar líka til að upplifa,“ segir Sara.Er ennþá ung Sara Björk fór út 19 ára gömul og var orðin meistari í þriðja sinn fyrir 24 ára afmælið í lok september. „Það var frábært skref fyrir mig að fara beint í svona stórlið. Ég er enn þá ung og þegar búin að vinna þessa þrjá titla,“ segir Sara og leynir því ekki að hún ætlar sér í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem verður í Berlín í maí. „Ég hef mikla löngun í þá tilfinningu sem fylgir því að spila úrslitaleik í Meistaradeildinni. Við erum með það góðan hóp að við getum gert það en við erum jafnframt einu leikmennirnir sem hindra okkur í að komast svona langt. Við þurfum bara að hafa trú á því að við getum komist svona langt,“ sagði Sara Björk að lokum. [email protected]
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira