Handboltafélögin kvarta ekki undan dómarakostnaði Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2014 06:00 Gísli Hlynur Jóhannsson, Hafsteinn Ingibergsson og kollegar þeirra eru ekki að setja félögin í handboltanum á hliðina. Vísir/Stefán „Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
„Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira