Örvar ræðir Nigel Moore-áhrifin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 08:00 Nigel Moore hefur farið fyrir uppkomu ÍR-liðsins sem hefur unnið 6 af 7 leikjum í deild og bikar síðan að hann mætti í Efra-Breiðholtið. Vísir/Vilhelm Nigel Moore er ekki búinn að vera ÍR-ingur nema í 35 daga en körfuboltalið félagsins hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan hann klæddist ÍR-búningnum fyrst. Við höfum séð slíka umbreytingu áður við komu Nigels Moore í íslenskt lið en þegar Fréttablaðið setti fram spurninguna um hver Nigel Moore-áhrifin yrðu í Breiðholtinu bjuggust örugglega ekki margir við þeim margföldunaráhrifum sem hafa orðið á hinu unga liði Örvars Þórs Kristjánssonar. „Hann kom með ótrúlega jákvæðan og góðan anda inn í hópinn fyrir utan það að vera frábær alhliða körfuboltamaður. Ég held að hann hafi spilað allar stöður hjá mér síðan hann kom. Hann gefur öðrum leikmönnum bullandi sjálfstraust og er mjög mikill liðsspilari,“ segir Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR-liðsins. Örvar Þór þekkti þó áhrifamátt kappans frá fyrstu hendi því hann var aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í fyrra þegar Nigel Moore mætti í Ljónagryfjuna. „Það hjálpar rosalega mikið til að hann er að vera 33 ára gamall og er margreyndur atvinnumaður. Hann er ekki hérna til að sanna sig því hann er löngu búinn að því. Hann er hér til að ná árangri og er mikil fyrirmynd fyrir ungu strákana hjá mér. Hann trúir á þá sem er það sama og var upp á teningnum hjá Njarðvík í fyrra,“ segir Örvar. Tölfræðin sýnir breytinguna svart á hvítu. ÍR tapaði sex síðustu deildarleikjum sínum fyrir áramót en hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjunum með Moore. Auk þess hefur ÍR-liðið unnið tvo bikarleiki og tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni seinna í þessum mánuði. „Frá fyrstu æfingu fundu strákarnir að hann væri ekki hér bara fyrir sjálfan sig heldur langaði hann til að liðið og strákarnir yrðu betri,“ segir Örvar.Nigel Moore (17,4 stig í leik með ÍR) er að skora álíka mikið og fyrirrennarar hans, þeir Terry Leake yngri (18,2) og Calvin Lennox Henry (17,3). Moore er þó vissulega með fleiri fráköst, fleiri stoðsendingar, fleiri stolna bolta og meira framlag. „Hann er svo mikill leiðtogi öfugt við þessa stráka sem ég fékk fyrr í vetur. Þeir voru ekki jafnhæfileikaríkir og hann auk þess að vera ungir menn sem voru að reyna að sanna sig. Þeir féllu ekki inn í liðið,“ segir Örvar. Það eru nefnilega áhrif Moore á aðra leikmenn ÍR-liðsins sem skila þessari umbreytingu á ÍR-liðinu. Þrír lykilmenn ÍR-liðsins hafa allir bætt meðalstigaskor sitt. Þetta eru þeir Sveinbjörn Claessen, Matthías Orri Sigurðarson og síðast en ekki síst Hjalti Friðriksson sem er nánast endurfæddur eftir komu Moore. „Ég er mjög ánægður að sjá hvað menn eru að blómstra. Nigel á þar gríðarlega stóran hlut en hann hefur rosalega mikla trú á þessum strákum og er mikill þjálfari í sér líka,“ segir Örvar sem var fljótur að hafa samband þegar Njarðvíkingar létu Nigel fara. „Bæði ég og Nigel skildum Njarðvíkingana hundrað prósent í þessum áherslubreytingum sem þeir gerðu og það var ekki auðvelt fyrir þá að láta mann eins og Nigel fara. Þá var það engin spurning hjá okkur að reyna að klófesta hann. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Örvar og bætir við: „Það voru fleiri lið, bæði erlendis og hér heima, sem höfðu áhuga á honum. Ég nýtti mér það að við þekkjumst og erum góðir vinir. Það sýnir bara hversu mikill karakter hann er að vilja taka þennan slag með okkur. Það væru ekki allir tilbúnir í það að fara í lið sem er í fallsæti,“ segir Örvar. Þegar kemur að varnarleiknum er eins og um nýtt lið sé að ræða. ÍR-liðið fékk á sig 95,5 stig að meðaltali í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 85,8 stig að meðaltali með Moore innanborðs. Hér munar rétt tæpum tíu stigum á leik. ÍR-liðið hefur einnig skorað um tíu stigum meira að meðtali þannig að þarna er um tuttugu stiga sveifla í nettóskori liðsins sem er engin smá breyting. „Við þurfum því líka að vera tilbúnir að bregðast við mótlæti ef að því kemur. Við erum hrikalega sáttir við framvindu mála en það er stutt á milli í þessu. Við eigum Snæfell og Stjörnuna næst í deildinni og það er bara hver úrslitaleikurinn á fætur öðrum framundan,“ segir Örvar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Nigel Moore er ekki búinn að vera ÍR-ingur nema í 35 daga en körfuboltalið félagsins hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan hann klæddist ÍR-búningnum fyrst. Við höfum séð slíka umbreytingu áður við komu Nigels Moore í íslenskt lið en þegar Fréttablaðið setti fram spurninguna um hver Nigel Moore-áhrifin yrðu í Breiðholtinu bjuggust örugglega ekki margir við þeim margföldunaráhrifum sem hafa orðið á hinu unga liði Örvars Þórs Kristjánssonar. „Hann kom með ótrúlega jákvæðan og góðan anda inn í hópinn fyrir utan það að vera frábær alhliða körfuboltamaður. Ég held að hann hafi spilað allar stöður hjá mér síðan hann kom. Hann gefur öðrum leikmönnum bullandi sjálfstraust og er mjög mikill liðsspilari,“ segir Örvar Þór Kristjánsson, þjálfari ÍR-liðsins. Örvar Þór þekkti þó áhrifamátt kappans frá fyrstu hendi því hann var aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í fyrra þegar Nigel Moore mætti í Ljónagryfjuna. „Það hjálpar rosalega mikið til að hann er að vera 33 ára gamall og er margreyndur atvinnumaður. Hann er ekki hérna til að sanna sig því hann er löngu búinn að því. Hann er hér til að ná árangri og er mikil fyrirmynd fyrir ungu strákana hjá mér. Hann trúir á þá sem er það sama og var upp á teningnum hjá Njarðvík í fyrra,“ segir Örvar. Tölfræðin sýnir breytinguna svart á hvítu. ÍR tapaði sex síðustu deildarleikjum sínum fyrir áramót en hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjunum með Moore. Auk þess hefur ÍR-liðið unnið tvo bikarleiki og tryggt sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni seinna í þessum mánuði. „Frá fyrstu æfingu fundu strákarnir að hann væri ekki hér bara fyrir sjálfan sig heldur langaði hann til að liðið og strákarnir yrðu betri,“ segir Örvar.Nigel Moore (17,4 stig í leik með ÍR) er að skora álíka mikið og fyrirrennarar hans, þeir Terry Leake yngri (18,2) og Calvin Lennox Henry (17,3). Moore er þó vissulega með fleiri fráköst, fleiri stoðsendingar, fleiri stolna bolta og meira framlag. „Hann er svo mikill leiðtogi öfugt við þessa stráka sem ég fékk fyrr í vetur. Þeir voru ekki jafnhæfileikaríkir og hann auk þess að vera ungir menn sem voru að reyna að sanna sig. Þeir féllu ekki inn í liðið,“ segir Örvar. Það eru nefnilega áhrif Moore á aðra leikmenn ÍR-liðsins sem skila þessari umbreytingu á ÍR-liðinu. Þrír lykilmenn ÍR-liðsins hafa allir bætt meðalstigaskor sitt. Þetta eru þeir Sveinbjörn Claessen, Matthías Orri Sigurðarson og síðast en ekki síst Hjalti Friðriksson sem er nánast endurfæddur eftir komu Moore. „Ég er mjög ánægður að sjá hvað menn eru að blómstra. Nigel á þar gríðarlega stóran hlut en hann hefur rosalega mikla trú á þessum strákum og er mikill þjálfari í sér líka,“ segir Örvar sem var fljótur að hafa samband þegar Njarðvíkingar létu Nigel fara. „Bæði ég og Nigel skildum Njarðvíkingana hundrað prósent í þessum áherslubreytingum sem þeir gerðu og það var ekki auðvelt fyrir þá að láta mann eins og Nigel fara. Þá var það engin spurning hjá okkur að reyna að klófesta hann. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því,“ segir Örvar og bætir við: „Það voru fleiri lið, bæði erlendis og hér heima, sem höfðu áhuga á honum. Ég nýtti mér það að við þekkjumst og erum góðir vinir. Það sýnir bara hversu mikill karakter hann er að vilja taka þennan slag með okkur. Það væru ekki allir tilbúnir í það að fara í lið sem er í fallsæti,“ segir Örvar. Þegar kemur að varnarleiknum er eins og um nýtt lið sé að ræða. ÍR-liðið fékk á sig 95,5 stig að meðaltali í leik fyrir áramót en hefur aðeins fengið á sig 85,8 stig að meðaltali með Moore innanborðs. Hér munar rétt tæpum tíu stigum á leik. ÍR-liðið hefur einnig skorað um tíu stigum meira að meðtali þannig að þarna er um tuttugu stiga sveifla í nettóskori liðsins sem er engin smá breyting. „Við þurfum því líka að vera tilbúnir að bregðast við mótlæti ef að því kemur. Við erum hrikalega sáttir við framvindu mála en það er stutt á milli í þessu. Við eigum Snæfell og Stjörnuna næst í deildinni og það er bara hver úrslitaleikurinn á fætur öðrum framundan,“ segir Örvar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira