Ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 14. janúar 2014 07:00 Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan. EM 2014 karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Íslenskir handboltaáhugamenn munu seint gleyma því er Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Ungverjum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum í London. Tíu leikmenn íslenska landsliðsins á EM í Danmörku tóku þátt í þeim leik. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn þeirra treyst sér til að horfa á leikinn aftur. Þessu líklega grátlegasta tapi íslenskrar handboltasögu hafa leikmenn ekki gleymt og þeir munu því mæta beittir í leikinn í dag. „Við ætlum að reyna að nýta okkur þann leik á jákvæðan hátt til þess að mótívera okkur. Við eigum harma að hefna á móti þeim og ætlum ekki að leyfa þeim að stela þessum draumi frá okkur líka,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. Hann veit sem er að þessi leikur verður gríðarlega erfiður enda eru Ungverjar sem fyrr með sterkt lið þó svo það vanti þeirra besta mann, Laszlo Nagy. „Ungverjarnir eru með hörkulið. Líkamlega sterkir og klókir leikmenn. Við þurfum að vera klárir og mikilvægt að við höldum hreyfanleikanum í vörninni. Þeir eru með öflugar skyttur sem refsa ef við stöndum ekki rétt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson en Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði segir að það sé blóðugt fyrir Ungverja að missa Nagy. „Það skiptir gríðarlegu máli. Hann er einn besti leikmaður heims,“ segir Guðjón, en bendir á að Ungverjar eigi samt tvo fína menn til að leysa hann af. „Hvorugur þeirra er samt hálfur á við Nagy. Hann er líka frábær varnarmaður og munar því um minna hjá þeim.“ Á meðan öll önnur lið riðilsins æfðu í aðalsalnum í Álaborg í gær mátti íslenska liðið gera sér að góðu að æfa í litla salnum sem þess utan lak. Strákarnir létu það ekki slá sig út af laginu heldur tóku fína æfingu þar sem farið var yfir taktíkina gegn Ungverjum. „Í sókninni þurfum við að fá þá á hreyfingu. Þeir eru stórir og nokkrir tæpir tveir rúmmetrar,“ sagði Aron léttur. „Við þurfum að halda fjarlægð í fintunum svo við séum ekki að lenda í fanginu á þeim. Ungverjar keyra hraðaupphlaupin grimmt og við verðum að vera klárir.“Aron Pálmarsson gat ekkert tekið þátt í æfingunni í gær og það mun ekki skýrast fyrr en skömmu fyrir leik hvort hann getur spilað. Hann er tognaður á ökkla, ökklinn er bólginn en meðferð hefur gengið vel. Það er mikið undir fyrir Ísland í leiknum því ef það vinnur leikinn þá er það komið í milliriðil og öruggt að það fari þangað með tvö stig. Strákarnir hafa fengið mikið lof fyrir Noregsleikinn og Guðjón segir að það geti verið hættulegt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að menn verði of ánægðir of lengi og kikni undan öllu lofinu. Það er nákvæmlega þá sem menn þurfa að koma sér í burtu og byrja að hugsa um næsta leik. Mér líður aldrei vel í svona umhverfi. Þá vil ég koma mér í burtu sem fyrst.“ Myndbandsviðtal við Aron má sjá hér að ofan.
EM 2014 karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira