200 metra hlaupi, þrístökki og kúluvarpi mögulega hent útaf ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 11:30 Usain Bolt. Vísir/Getty Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna. Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Sjá meira
Usain Bolt gæti mögulega orðið síðasti Ólympíumeistarinn í 200 metra hlaupi vinni hann Ólympíugullið í Ríó árið 2016. Greininni verður möguleika fórnað og hún er ekki sú eina. Eina af ástsælustu íþróttagreinum Íslendinga á leikunum er einnig í hættu. Ástralska blaðið The Age hefur heimildir fyrir því að Alþjóðaólympíunefndin ætli sér að skera niður frjálsíþróttaprógrammið til að koma fyrir fleiri íþróttagreinum á Sumarólympíuleikunum. 200 metra hlaupið er ekki eina greinin í hættu því fjórar aðrar greinar eru mögulega á leiðinni út eða kúluvarp, 10 þúsund metra hlaup, 20 km ganga og þrístökk. Vinsældir og líkindi með öðrum greinum myndi spila stærstan þáttinn í þeirri ákvörðun að fórna þessum greinum. Mörgum þætti skrítið að hætta að keppa í 200 metra hlaupi, einni af greinum stærstu stjörnu frjálsíþróttanna, Usain Bolt. Greinin mun þó aldrei detta útaf leikunum fyrr en skórnir hans Bolt eru komnir upp á hillu. Íslendingar hafa örugglega mestu taugarnar til þrístökksins enda er Ísland ein af mörgum þjóðum sem hafa unnið verðlaun í greininni á Ólympíuleikum. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne árið 1956. Þrístökkið er í minnstri hættu af þessum fimm greinum en það hjálpar greininni að þjóðir allstaðar af í heiminum hafa látið til sín taka í henni á leikunum. 200 metra hlaupið og kúluvarpið verða einnig enn til staðar í þrautunum. Kúluvarpið í bæði tugþraut karla og sjöþraut kvenna og 200 metra hlaupið í sjöþraut kvenna. Greinarnar verða því báðar áfram á leikunum undir þeim formerkjum. Það er mikil pressa frá mörgum íþróttagreinum að komast inn á Ólympíuleikana og leikarnir geta hreinlega ekki orðið stærri en þeir eru í dag. Lausnin er því að minnka umfanga stærstu greinanna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Sjá meira