Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ítalía 27-21 | Stelpurnar í góðri stöðu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 30. nóvember 2014 00:01 vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann Ítalíu, 27-21, í öðrum leik liðsins í forkeppni HM 2015 og er í mjög góðri stöðu í sínum riðli.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í dag og tók þessar myndir sem fylgja umfjölluninni. Ísland vann Ítalíu með sjö marka mun, 26-19, fyrr í vikunni og er á toppi riðilsins með fjögur stig. Það þarf nú aðeins eitt stig úr tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspil um sæti á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn rólega og mistökin í sóknarleiknum voru of mörg. Ítalska liðið skoraði fjögur mörk á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiks en aðeins þrjú á næstu 23 mínútum. Vörn Íslands, með Sunnu Jónsdóttur fremsta í flokki, var sterk og fyrir aftan hana var Florentina Stanciu ekkert minna en mögnuð. Alls varði hún 17 skot í fyrri hálfleik, eða 71 prósent allra þeirra skota sem hún fékk á sig! Íslenska liðið breytti stöðunni úr 3-4 í 9-4 um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddi í leikhléi, 13-7. Uppstilltur sóknarleikur Íslands var ekkert sérstakur, en hraðaupphlaupin gengu vel og þá var Karen Knútsdóttir iðin við markaskorun, en hún skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Ítalir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans. Ekki hjálpaði til að Ramune Pekarskyte fékk sína aðra brottvísun snemma í seinni hálfleik. Sóknarleikur Íslands var stirður og fyrsta markið í seinni hálfleik leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir sex og hálfa mínútu. Karen var þar að verki en fyrirliðinn tók hvað eftir annað af skarið í sókninni og skoraði alls ellefu mörk í leiknum. Stelpurnar okkar náðu mest tíu marka forskoti, 26-16, en slökuðu aðeins á undir lokin og sigurinn á endanum sex mörk, 27-21. Florentina og Karen báru af í íslenska liðinu, en annars dreifðust mörkin nokkuð jafnt hjá stelpunum. Rut Jónsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir skoruðu báðar þrjú mörk. Christian Gheorghe var markahæst Ítalíu með átta mörk, en hún skoraði sjö mörk af vítalínunni.Karen brýst í gegn og skorar.vísir/ernirKaren: Margt sem við getum bætt Karen var allt í öllu í sóknarleik Íslands þegar liðið lagði Ítalíu að velli í Laugardalshöll í dag. Karen skoraði 11 af 27 mörkum Íslands og tók oftsinnis af skarið á mikilvægum augnablikum. Hún var að vonum sátt í samtali við Vísi eftir leik. „Varnarleikurinn var góður, líkt og í fyrri leiknum, en við gerðum alltof mikið af mistökum í dag, sérstaklega í seinni bylgjunni. „Það hefði getað reynst dýrt gegn sterkara liði en Ítalíu, en við höfðum sex marka sigur sem er fínt,“ sagði Karen, en fyrri leik liðanna lyktaði einnig með íslenskum sigri, 17-26. Karen segir íslenska liðið geta bætt margt í sínum leik. „Það er margt sem við getum bætt. Við erum að fá nokkra leikmenn til baka og það tekur tíma að spila sig saman,“ sagði landsliðsfyrirliðinn og bætti við: „Við erum búnar að fá fjögur stig af fjórum mögulegum sem er mjög jákvætt. „Varnarleikurinn hefur verið sterkur og Flora (Florentina Stanciu) mjög öflug í markinu. „Hún er einstakur karakter og það er frábært að hafa hana á æfingum og í leikjum. Hún gefur sig alltaf 100% og gefur okkur ofboðslega mikið með þessum öskrum og látum. „Hún er frábær íþróttamaður,“ sagði Karen um Florentinu sem varði 26 skot í íslenska markinu í dag.Hildigunnur Einarsdóttir þakkar stuðninginn í dag.vísir/ernirSunna: Höfum tvo leiki til að ná í stigið Sunna Jónsdóttir og stöllur hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta unnu það ítalska öðru sinni í undankeppni HM 2015 í Laugardalshöll í dag. Sunna var að venju föst fyrir í vörninni og skoraði auk þess eitt mark í 27-21 sigri Íslands. „Það mikilvægasta var að við fengum sigur úr þessum leik. Við lögðum upp með það sama og úti á Ítalíu,“ sagði Sunna í samtali við Vísi eftir leikinn. „Varnarleikurinn var gekk vel allan leikinn og Florentina (Stanciu) var frábær í markinu. Við vorum kannski fullbráðar á okkur þegar við unnum boltann og töpuðum honum of oft. „En það var jákvætt að fá sigur í dag,“ sagði Sunna, en með sigrinum er Ísland komið í dauðafæri til að komast í umspil um sæti á HM í Danmörku. Íslenska liðið þarf aðeins eitt stig í tveimur leikjum gegn Makedóníu til að komast í umspilsleikina tvo, en Makedónía tapaði báðum leikjum sínum gegn Ítalíu. „Okkur vantar bara eitt stig í viðbótar til að komast upp úr forkeppninni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Sunna að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira