Gjafmildur McIlroy styrkir krabbameinssjúk börn 8. október 2014 22:00 McIlroy við opnunarhátíð hvíldarheimilisins. AP Rory McIlroy opnaði í gær hvíldarheimili á Norður-Írlandi fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra en sjálfur lagði hann til rúmar 200 milljónir króna til þess að verkefnið yrði að veruleika. Hvíldarheimilið heitir Daisy Lodge en þar geta börn með krabbamein og fjölskyldur þeirra komið og hvílt sig og eytt dýrmætum tíma saman á milli erfiðra krabbameinsmeðferða. „Að sjá hugrekkið í þessum börnum sem þurfa að takast á við baráttu sem er okkur flestum framandi er ótrúlegt,“ sagði McIlroy við opnunarathöfnina. „Maður tók ýmsu sem sjálfsögðum hlut þegar að maður var yngri en að sjá þá erfileika sem þau fara í gegn um fær mann til að hugsa sig um og þakka fyrir hvað maður á.“ Alls kostuðu framkvæmdirnar við hvíldarheimilið 600 milljónir en þar má meðal annars finna sex lúxusíbúðir, kvikmyndasal, sundlaug og iðjuþjálfun ásamt fjölbreyttri dægradvöl fyrir börnin. Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy opnaði í gær hvíldarheimili á Norður-Írlandi fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra en sjálfur lagði hann til rúmar 200 milljónir króna til þess að verkefnið yrði að veruleika. Hvíldarheimilið heitir Daisy Lodge en þar geta börn með krabbamein og fjölskyldur þeirra komið og hvílt sig og eytt dýrmætum tíma saman á milli erfiðra krabbameinsmeðferða. „Að sjá hugrekkið í þessum börnum sem þurfa að takast á við baráttu sem er okkur flestum framandi er ótrúlegt,“ sagði McIlroy við opnunarathöfnina. „Maður tók ýmsu sem sjálfsögðum hlut þegar að maður var yngri en að sjá þá erfileika sem þau fara í gegn um fær mann til að hugsa sig um og þakka fyrir hvað maður á.“ Alls kostuðu framkvæmdirnar við hvíldarheimilið 600 milljónir en þar má meðal annars finna sex lúxusíbúðir, kvikmyndasal, sundlaug og iðjuþjálfun ásamt fjölbreyttri dægradvöl fyrir börnin.
Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira