Ryderinn dregur það besta fram í Lee Westwood 22. september 2014 15:15 Mikið mun mæða á Westwood í Rydernum um næstu helgi. AP/Getty Lee Westwood er einn reynslumesti kylfingur Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum en hann hefur tekið þátt í þessari sögulegu keppni átta sinnum á ferlinum. Eftirminnilegasta frammistaða Westwood í Rydernum var eflaust á Belfry vellinum árið 2002 þegar að hann var valinn í liðið af fyrirliðanum Sam Torrance. Ferill Westwood var þá á hraðri niðurleið en hann var í 266. sæti á heimslistanum í golfi og þótti fyrirliðaval Torrance afar djarft á þeim tíma. Westwood réttlætti þó val fyrirliðans með frábærri frammistöðu en hann og Sergio Garcia mynduðu gott teymi og sigruðu í þremur af fjórum leikjum sínum. Evrópa sigraði bikarinn það árið á eftirminnilegan hátt en eftir mótið tók ferill Westwood á flug á ný. Síðan þá hefur hann verið í hópi bestu kylfinga heims en hann telur að Ryder-bikarinn sem hefst í næstu viku geti hjálpað honum að spila sitt besta golf aftur. „Ryder-bikarinn hefur verið mjög góður við mig í gegn um tíðina. Ég hef margar frábærar minningar en mótið á Belfry var sérstakt. Ég hafði verið í tómu tjóni með golfið mitt lengi en þegar að ég spilaði í Ryder-bikarnum árið 2002 þá fann ég einhvern neista aftur. Ég fékk trú á því aftur að ég gæti spilað við bestu kylfinga heims og eftir mótið byrjaði allt að ganga betur. Ég stend í raun í þakkarskuld við þessa keppni.“ Westwood tókst ekki að spila sig inn í Evrópuliðið að þessu sinni en Paul McGinley valdi hann í liðið í fyrirliðavalinu. Hann hefur ekki átt eftirminnilegt tímabil í ár en hefur trú á því að ef hann spilar vel á Gleneagles í næstu viku þá eigi það eftir að gefa honum sjálfstraust fyrir næsta tímabil. „Kannski verður Ryderinn í ár jafn mikilvægur fyrir mig og þegar að við sigruðum á Belfry árið 2002. Ég hef ekki verið nógu stöðugur undanfarið en ef mér gengur vel á Gleneagles þá er aldrei að vita nema að það gefi mér aukið sjálfstraust fyrir komandi átök eins og gerðist árið 2002.“ Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lee Westwood er einn reynslumesti kylfingur Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum en hann hefur tekið þátt í þessari sögulegu keppni átta sinnum á ferlinum. Eftirminnilegasta frammistaða Westwood í Rydernum var eflaust á Belfry vellinum árið 2002 þegar að hann var valinn í liðið af fyrirliðanum Sam Torrance. Ferill Westwood var þá á hraðri niðurleið en hann var í 266. sæti á heimslistanum í golfi og þótti fyrirliðaval Torrance afar djarft á þeim tíma. Westwood réttlætti þó val fyrirliðans með frábærri frammistöðu en hann og Sergio Garcia mynduðu gott teymi og sigruðu í þremur af fjórum leikjum sínum. Evrópa sigraði bikarinn það árið á eftirminnilegan hátt en eftir mótið tók ferill Westwood á flug á ný. Síðan þá hefur hann verið í hópi bestu kylfinga heims en hann telur að Ryder-bikarinn sem hefst í næstu viku geti hjálpað honum að spila sitt besta golf aftur. „Ryder-bikarinn hefur verið mjög góður við mig í gegn um tíðina. Ég hef margar frábærar minningar en mótið á Belfry var sérstakt. Ég hafði verið í tómu tjóni með golfið mitt lengi en þegar að ég spilaði í Ryder-bikarnum árið 2002 þá fann ég einhvern neista aftur. Ég fékk trú á því aftur að ég gæti spilað við bestu kylfinga heims og eftir mótið byrjaði allt að ganga betur. Ég stend í raun í þakkarskuld við þessa keppni.“ Westwood tókst ekki að spila sig inn í Evrópuliðið að þessu sinni en Paul McGinley valdi hann í liðið í fyrirliðavalinu. Hann hefur ekki átt eftirminnilegt tímabil í ár en hefur trú á því að ef hann spilar vel á Gleneagles í næstu viku þá eigi það eftir að gefa honum sjálfstraust fyrir næsta tímabil. „Kannski verður Ryderinn í ár jafn mikilvægur fyrir mig og þegar að við sigruðum á Belfry árið 2002. Ég hef ekki verið nógu stöðugur undanfarið en ef mér gengur vel á Gleneagles þá er aldrei að vita nema að það gefi mér aukið sjálfstraust fyrir komandi átök eins og gerðist árið 2002.“
Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira