Óvænt tap hjá New England Patriots | Öll úrslit gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. september 2014 09:00 Lamar Miller fagnar snertimarki sínu í sigrinum á New England Patriots í gær. Vísir/Getty New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
New England Patriots tapaði nokkuð óvænt gegn Miami Dolphins í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær þrátt fyrir að hafa verið 20-10 yfir í hálfleik á Sunlife-vellinum í Miami. NFL-deildin fór af stað síðasta fimmtudag þegar ríkjandi meistararnir, Seattle Seahawks unnu sannfærandi sigur á Green Bay Packers á heimavelli. Það voru alls þrettán leikir á dagskrá í gær en umferðinni lýkur í nótt þegar Detroit Lions tekur á móti New York Giants og leik Arizona Cardinals og San Diego Chargers. Hlutirnir byrjuðu vel fyrir Tom Brady og félaga í Patriots en þeir komust í 20-10 undir lok fyrri hálfleiksins. Það var hinsvegar allt annað Miami lið sem kom út í seinni hálfleik en heimamenn höfðu betur 23-0 í seinni hálfleik og unnu að lokum 33-20 sigur. Þetta var í fyrsta sinn í ellefu ár sem Patriots tapa fyrsta leik tímabilsins. Boðið var upp á háspennu í Atlanta þar sem nágrannaslagur fór fram þegar Atlanta Falcons tók á móti New Orleans Saints. Liðin skiptust á að ná forskotinu í fjórða leikhluta þangað til Matt Bryant, sparkari Atlanta jafnaði metin með vallarmarki þegar leikklukkan rann út. Bryant varð síðan hetja liðsins í framlengingu þegar hann skoraði annað vallarmark sem tryggði liðinu 37-34 sigur. Í Denver mætti Peyton Manning sínum gömlu félögum í Indianapolis Colts og fékk Peyton sannkallaða draumabyrjun en Denver komst í 24-0 um miðbik annars leikhluta. Leikmenn Colts voru hinsvegar ekkert á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í sjö stig í stöðunni 24-31 en lengra komust þeir ekki. Með sigrinum varð Peyton Manning aðeins annar leikstjórnandinn í sögu deildarinnar sem hefur unnið sigur á öllum liðum deildarinnar á eftir hinum goðsagnarkennda Brett Favre. Þá varð Houston Texans við áfalli í gær í 17-6 sigri á Washington Redskins en nýliðinn Jadeveon Clowney fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og missir líklegast af næstu 4-6 leikjum. Clowney sem er varnarmaður var valinn með fyrsta valrétt af Texans í nýliðanvalinu í vor.Fortíð og framtíð Indianapolis Colts.Vísir/GettyÚrslit gærdagsins: Atlanta Falcons 37-34 New Orleans Saints Baltimore Ravens 16-23 Cincinnati Bengals Chicago Bears 20-23 Buffalo Bills Houston Texans 17-6 Washington Redskins Kansas City Chiefs 10-26 Tennessee Titans Miami Dolphins 33-20 New England Patriots Philadelphia Eagles 34-17 Jacksonville Jaguars New York Jets 19-14 Oakland Raiders Pittsburgh Steelers 30-27 Cleveland Browns ST Louis Rams 6-34 Minnesota Vikings Dallas Cowboys 17-28 San Fransisco 49ers Tampa Ba Buccaneers 14-20 Carolina Panthers Denver Broncos 31-24 Indianapolis ColtsVernon Davis átti flottan leik í öruggum sigri á Dallas Cowboys í gær.Vísir/GettyMyndbönd af NFL.com:Öll snertimörk gærdagsinsJulius Thomas var frábær í gærFrábært snertimark hjá Cordarrelle Patterson
NFL Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira