Mikil blessun fyrir mig að fá þetta tækifæri 13. ágúst 2014 22:01 Damon Johnson í leik með Keflavík. Mynd/Vísir „Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
„Ég ætlaði alltaf að koma aftur og spila eitt tímabil áður en ég hætti. Það eru tvö ár síðan ég hætti að spila körfubolta og ég er ekkert að yngjast. Ég fékk tækifæri á að koma aftur í janúar og það rifjaði upp margar minningar. Að ég geti komið aftur og leikið síðasta tímabilið þar sem þetta hófst allt saman er mikil blessun fyrir mig. Ísland gaf mér tækifæri eftir háskóla og þau sambönd sem ég hef myndað hér munu lifa að eilífu,“ sagði Damon Johnson á heimasíðu Keflavíkur en Damon mun leika með Keflavík á ný á næsta tímabili í Domino's deildinni í körfubolta. Damon hefur ekki leikið körfubolta frá árinu 2010 en hann hefur æft vel undanfarna mánuði. „Ég spilaði síðast sem atvinnumaður 2010. Ég hef verið að þjálfa mikið og spilað og æft töluvert körfubolta upp á eigin spýtur. Ég þarf að losa mig við nokkur kíló en ég tel mig enn vera samkeppnishæfan.“ Damon er fæddur árið 1974 og er því 40 ára gamall en hann vonast til þess að geta miðlað af reynslu sinni. „Ég mun koma með reynslu, ég les leikinn vel, get enn skorað og hef leiðtogahæfni. Það mun klárlega taka mig smá tíma að komast í gang og ég veit að ég verð aldrei sami leikmaður og fyrir 10-15 árum. Ég tel mig hinsvegar hafa ýmislegt fram að færa. Ég er hungraður í að spila og spenntur að koma aftur þangað sem þetta allt byrjaði.“ Damon er bjartsýnn á möguleika Keflavíkur á næsta ári. „Aðdáendurnir mega búast við því að ég geri mitt besta og verði betri eftir því sem á líður. Ég býst við því að við eigum möguleika á að vinna allt þar sem Keflavík er vant því að vinna og pressan á sigur er mikil. Þannig er það alltaf hjá Keflavík og það er það sem ég elska við að spila fyrir félagið. Þannig að ég leitast eftir því að við berjumst um alla þá titla sem í boði verða!“ Damon er gríðarlega þakklátur félaginu og vonast til þess að vinna titilinn í ár. „Ég vill bara þakka öllum sem koma að félaginu fyrir tækifærið sem ég fékk árið 1996. Ég varð ástfanginn af Íslandi á fyrsta degi og sú endurgoldna ást sem komið hefur frá félaginu og öllum í Keflavík er mögnuð. Ég met þetta allt mjög mikils. Við skulum eiga frábæran tíma saman þetta tímabil, ég get ekki beðið eftir að lenda í KEF-CITY og hlakka til að hjálpa Keflavík vinna titla,“ sagði Damon.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45