Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Lech Poznan 1-0 | Evrópuævintýrið heldur áfram Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 31. júlí 2014 13:39 vísir/Arnþór Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. Pólska liðið er sterkt og sótti meira í leiknum en Stjarnan lék frábæran varnarleik og þegar Poznan náði skoti á mark var Ingvar Jónsson frábær í markinu. Stjarnan fékk þó fyrsta færi leiksins og sýndi að liðið getur hæglega skapað sér færi gegn þessum sterka andstæðing þó liðið sé minna með boltann. Pólska liðið hélt boltanum vel, er með öfluga kantmenn og sterka leikmenn í flestum stöðum. Sóknarmennirnir skutu þegar þeir sáu markið en Stjarnan stóðst pressuna vel og náði góðum sóknum inn á milli. Stjarnan hefur sýnt það í deildinni og Evrópukeppinni í sumar að liðið getur varist vel, er skipulagt og stórhættulegt í skyndisóknum. Því fengu gestirnir vel að kynnast því Rolf Toft skoraði mark Stjörnunnar eftir skyndisókn á þriðju mínútu seinni hálfleiks og fékk Ólafur Karl Finsen annað færi til að bæta við marki seinna í hálfleiknum eftir hraða sókn. Poznan liðið sýndi að það er öflugt og er ljóst að Stjörnunnar bíður verðugt verkefni ytra í seinni leiknum. Haldi Stjarnan skipulagi líkt og í kvöld og Ingvar verði aftur í stuði í markinu getur allt gerst í seinni leiknum fyrir framan rúmlega 43.000 öskrandi áhorfendur í Póllandi. Þetta var fimmti Evrópuleikur Stjörnunnar í sumar og á liðið enn eftir að tapa sem verður að teljast magnað afrek hjá liði sem tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Rúnar Páll: Eigum fullan séns í þetta lið„Þetta var frábær sigur og mjög stór sigur fyrir okkur og íslenska fótbolta að vinna þetta sterka lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vitum að þetta er bara hálfleikur. Við erum yfir í stöðunni og hrikalega ánægðir með þennan leik. „Það er frábært að halda hreinu hérna á heimavelli. Það er lykilatriði. Það var ekki verra að fá eitt mark á þá og vinna leikinn. Við eigum hellings möguleika á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst varnarleikurinn alveg frábær allan leikinn. Ef þeir fengu færi þá varði Ingvar þessi skot sem komu utan af velli. Þeir sköpuðu engar svakalegar hættur. „Varnarleikurinn hélt mjög vel og við erum alltaf stórhættulegir í okkar sóknum. Við sáum það fyrsta korterið í leiknum að við eigum fullan séns í þetta lið. Menn vaxa í því,“ sagði Rúnar Páll en forystan í einvíginu gefur Stjörnunni möguleika á að sækja hratt á Poznan leiki pólska liðið framarlega á vellinum. „Við höfum sýnt að við erum baneitraðir í þessum skyndisóknum og með mjög fljóta menn. Þeir fara sennilega hærra á okkur úti í Póllandi og þá vitum við að við eigum möguleika á að sækja hratt á þá.“ Ingvar: Frábært að fá alvöru leik þarna úti„Þetta var erfiður leikur. Þeir sóttu stíft allan leikinn og við fengum fá færi en við nýttum okkar færi og það er það sem skiptir máli á meðan þeir nýttu ekki sín,“ sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Eina skipti sem þetta var tæpt var þegar ég náði honum ekki og Höddi (Hörður Árnason) bjargaði á línu. Hitt var nokkuð öruggt. „Þetta er bara fótbolti og þetta eru kannski betri leikmenn og fljótari en mér fannst ekki vera mikill munur,“ á leikmönnum Poznan og leikmönnum í Pepsí deildinni sagði Ingvar. „Það er frábært að fá þetta í alvöru leik þarna úti. Það verður frábær upplifun að leika á þessum velli þarna hjá þeim. Það er frábært að hafa haldið hreinu og sett mark á þá. „Okkur fannst mikið af fólki í Motherwell og það voru 5.000 manns þar. Það er vonandi að við náum skrekknum úr okkur fyrir leik,“ sagði Ingvar sem fór beint til sjúkraþjálfara að leik loknum. „Ég fékk smá slink á hnéið fyrir viku síðan og gat ekki spilað á sunnudaginn. Ég var smá tæpur en Rúnar segir að þetta sé bara væll þannig að við tökum því bara þannig. Evrópudeild UEFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði pólska liðið Lech Poznan 1-0 á heimavelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Markalaust var í hálfleik. Pólska liðið er sterkt og sótti meira í leiknum en Stjarnan lék frábæran varnarleik og þegar Poznan náði skoti á mark var Ingvar Jónsson frábær í markinu. Stjarnan fékk þó fyrsta færi leiksins og sýndi að liðið getur hæglega skapað sér færi gegn þessum sterka andstæðing þó liðið sé minna með boltann. Pólska liðið hélt boltanum vel, er með öfluga kantmenn og sterka leikmenn í flestum stöðum. Sóknarmennirnir skutu þegar þeir sáu markið en Stjarnan stóðst pressuna vel og náði góðum sóknum inn á milli. Stjarnan hefur sýnt það í deildinni og Evrópukeppinni í sumar að liðið getur varist vel, er skipulagt og stórhættulegt í skyndisóknum. Því fengu gestirnir vel að kynnast því Rolf Toft skoraði mark Stjörnunnar eftir skyndisókn á þriðju mínútu seinni hálfleiks og fékk Ólafur Karl Finsen annað færi til að bæta við marki seinna í hálfleiknum eftir hraða sókn. Poznan liðið sýndi að það er öflugt og er ljóst að Stjörnunnar bíður verðugt verkefni ytra í seinni leiknum. Haldi Stjarnan skipulagi líkt og í kvöld og Ingvar verði aftur í stuði í markinu getur allt gerst í seinni leiknum fyrir framan rúmlega 43.000 öskrandi áhorfendur í Póllandi. Þetta var fimmti Evrópuleikur Stjörnunnar í sumar og á liðið enn eftir að tapa sem verður að teljast magnað afrek hjá liði sem tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Rúnar Páll: Eigum fullan séns í þetta lið„Þetta var frábær sigur og mjög stór sigur fyrir okkur og íslenska fótbolta að vinna þetta sterka lið,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld. „Við vitum að þetta er bara hálfleikur. Við erum yfir í stöðunni og hrikalega ánægðir með þennan leik. „Það er frábært að halda hreinu hérna á heimavelli. Það er lykilatriði. Það var ekki verra að fá eitt mark á þá og vinna leikinn. Við eigum hellings möguleika á mjög erfiðum útivelli. „Mér fannst varnarleikurinn alveg frábær allan leikinn. Ef þeir fengu færi þá varði Ingvar þessi skot sem komu utan af velli. Þeir sköpuðu engar svakalegar hættur. „Varnarleikurinn hélt mjög vel og við erum alltaf stórhættulegir í okkar sóknum. Við sáum það fyrsta korterið í leiknum að við eigum fullan séns í þetta lið. Menn vaxa í því,“ sagði Rúnar Páll en forystan í einvíginu gefur Stjörnunni möguleika á að sækja hratt á Poznan leiki pólska liðið framarlega á vellinum. „Við höfum sýnt að við erum baneitraðir í þessum skyndisóknum og með mjög fljóta menn. Þeir fara sennilega hærra á okkur úti í Póllandi og þá vitum við að við eigum möguleika á að sækja hratt á þá.“ Ingvar: Frábært að fá alvöru leik þarna úti„Þetta var erfiður leikur. Þeir sóttu stíft allan leikinn og við fengum fá færi en við nýttum okkar færi og það er það sem skiptir máli á meðan þeir nýttu ekki sín,“ sagði Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar sem átti mjög góðan leik í kvöld. „Eina skipti sem þetta var tæpt var þegar ég náði honum ekki og Höddi (Hörður Árnason) bjargaði á línu. Hitt var nokkuð öruggt. „Þetta er bara fótbolti og þetta eru kannski betri leikmenn og fljótari en mér fannst ekki vera mikill munur,“ á leikmönnum Poznan og leikmönnum í Pepsí deildinni sagði Ingvar. „Það er frábært að fá þetta í alvöru leik þarna úti. Það verður frábær upplifun að leika á þessum velli þarna hjá þeim. Það er frábært að hafa haldið hreinu og sett mark á þá. „Okkur fannst mikið af fólki í Motherwell og það voru 5.000 manns þar. Það er vonandi að við náum skrekknum úr okkur fyrir leik,“ sagði Ingvar sem fór beint til sjúkraþjálfara að leik loknum. „Ég fékk smá slink á hnéið fyrir viku síðan og gat ekki spilað á sunnudaginn. Ég var smá tæpur en Rúnar segir að þetta sé bara væll þannig að við tökum því bara þannig.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Sjá meira