Þjálfari FH: Erum ekki lagstar í gröfina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2014 11:57 Úr leik FH gegn ÍBV síðastliðið sumar. Vísir/Anton Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Þórður Jensson, þjálfari FH, segir að leiðin geti aðeins legið upp á við eftir 13-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gær. „Þetta var fullkominn leikur hjá þeim. Allt sem klikkaði hjá þeim í síðasta leik [gegn Fylki] gekk upp gegn okkur og gott betur,“ sagði Þórður en Blikar höfðu gert markalaust jafntefli gegn nýliðunum úr Árbænum. „Við lögðum leikinn upp með því að spila þéttan varnarleik en það fór fljótt. Það var erfitt að rífa sig upp þegar þetta gekk svona fyrir sig,“ bætti Þórður við en FH var 8-0 undir í hálfleik. „Ég þurfti að gera tvær breytingar þá í vörninni vegna meiðsla. En annars gekk hálfleiksræðan mín út að reyna að halda sjó og gleyma fyrri hálfleiknum. Það gekk eins og það gekk.“ Þórður segir að FH-ingar hafi mætt gríðarsterku Blikaliði sem hafi verið að svara fyrir sig eftir slæma frammistöðu gegn Fylki. „Þær eru með gríðarlega gott sóknarlið en fyrstu tveir leikir Blikanna í sumar hafa ekki endurspeglað það. Nú sprungu þær út og við urðum fyrir barðinu á því.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að takast á við svona stórt tap. „Það er enginn undirbúinn fyrir svona lagað. Við getum ekkert gert nema lært af þessu og við ætlum að halda ótrauðar áfram. Við erum ekki lagstar í gröfina. Botninum hefur verið náð og eina leiðin nú er upp á við.“ FH hafði unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu - gegn Aftureldingu og ÍA. „Með fullri virðingu fyrir þeim liðum þá er heilmikill munur á þeim og liði Breiðabliks,“ segir Þórður en hann hefur ekki áhyggjur af því að munurinn á liðunum í deildinni bjóði upp á fleiri slíka stórsigra í sumar. „Ég held ekki. Ég vona að þetta sé áminning til allra liða. Það má líka benda á að í fyrra sáust svona tölur í 1. deild karla en svona tölur hafa ekki sést lengi í kvennaboltanum,“ sagði Þórður og vísaði til 16-0 sigurs Víkinga á Völsungi síðastliðið haust. „Þetta verður ekki í boði í fleiri leikjum okkar í sumar.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Breiðablik niðurlægði FH með 13-0 sigri Selfoss komið á blað eftir öruggan sigur í Mosfellsbæ og Valur vann á Skaganum. 27. maí 2014 21:12