Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 23-19 | Anna Úrsúla kláraði Stjörnuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 14. maí 2014 14:38 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Anna Úrsúla skoraði jöfnunarmark Vals þegar 20 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og svo öll fimm mörk liðsins í framlengingunni. Stjarnan hafði leitt allan síðari hálfleikinn en sóknarleikur liðsins fraus einfaldlega síðustu mínútur leiksins. Stjarnan var með 18-15 forystu þegar fimm mínútur voru eftir en skoraði aðeins eitt mark það sem eftir lifði leiks - það kom í blálok framlengingarinnar þegar leikurinn var tapaður. Markvarsla og varnarleikur hefur verið aðalsmerki þessarar úrslitarimmu og var engin undantekning á því í kvöld. Berglind Íris Hansdóttir og Florentina Stanciu áttu báðar stórleik. Stjarnan átti fleiri góða spretti í sínum sóknarleik og var því með undirtökin lengst af. Jóna Margrét Ragnarsdóttir byrjaði vel og Esther Ragnarsdóttir átti góða spretti í síðari hálfleik. En ógnunin var þess á milli lítil. Hið sama má segja um sóknarleik Valskvenna. Þær voru þó duglegri að skapa sér færi en lentu oft á tíðum í miklu basli með Florentinu, sem varði hvað eftir annað frá þeim. Þá höfnuðu ófá skot heimamanna ýmist í skot eða slá. Það var ekki fyrr en í framlengingunni sem Valur datt niður á réttu blönduna. Anna Úrsúla, sem hefur spilað nánast allar stöður með Val í vetur, fór aftur inn á línuna og nýtti sér sjaldséðan veikleika í varnarleik Stjörnunnar. Sem fyrr segir skoraði hún öll mörk Vals í framlengingunni og endaði sem langmarkahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk. Valur er með marga þaulreynda leikmenn í sínum röðum - leikmenn sem vissu hvað þurfti að gera á ögurstundu. Reynslan vó þungt í endurkomu Valskvenna og ljóst að hún mun líka hafa stóru hlutverki að gegna í oddaleiknum á laugardag. Hrafnhildur Skúladóttir og Kristín Guðmundsdóttir hafa oft átt betri dag í sókninni en þær gáfust aldrei upp og það var það sem mestu máli skipti. Bæði lið eiga þó mikið inni í sínum sóknarleik, eins og hefur sýnt sig í allri rimmunni. Þar liggur sóknarfærið fyrir bæði lið í oddaleiknum en á meðan markverðir beggja liða halda áfram að verja nánast annað hvert skot sem þær fá á sig verður ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu.Anna Úrsúla: Vilji og grægði skóp sigurinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hæstánægð eftir sigur Vals á Stjörnunni í kvöld. Hún sá til þess að rimma liðanna um titilinn ræðst í oddaleik á laugardaginn. „Það vara bara vilji og græðgi sem skóp sigurinn. Við ætluðum okkur allan tímann að jafna leikinn og vinna. Það kom ekkert annað til greina,“ sagði Anna Úrsúla. „Við vildum úrslitaleik í Mýrinni.“ Markverðir beggja liða áttu stórleik í kvöld. „Þær eru báðar frábærar en markvarslan nýtur einnig góðs af sterkum varnarleik. Það er það sem hefur búið til þessa sigra í úrslitakeppninni,“ segir hún. Anna Úrsúla skoraði sex síðustu mörk Vals í leiknum - jöfnunarmarkið og öll fimm mörk Vals í framlengingunni gegn einu hjá Stjörnunni. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því í viðtalinu eftir leik. „Var það?“ spurði hún og brosti. „Við fengum að vera fjórar saman í sókninni sem erum alltaf saman á æfingum. Ég átti bara að gera eitthvað og svo endaði þetta með því að ég fékk boltann. En það skiptir auðvitað ekki málið hver skorar mörkin.“ Hún segir að Valsmenn hafi verið of seinir í gang í kvöld og það þurfi að laga í oddaleiknum. „Mýrin er mjög erfiður heimavöllur og það er ekkert annað en 100 prósent vilji og græðgi sem þarf til að vinna þann leik.“ Anna Úrsúla tekur undir að liðið eigi meira inni, sérsatklega í sókn. „Við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit í úrslitakeppninni - allavega gegn Stjörnunni. Vonandi kemur það loksins í úrslitaleiknum, þegar þörfin verður sem mest.“ Hrafnhildur Skúladóttir lék sinn síðasta heimaleik með Val í kvöld en hún leggur skóna á hilluna eftir tímabilið. „Hún er auðvitað bara goðsögn. Hún er drottning - hvað er hægt að segja meira um hana? Ég vona að ég verði í jafn góðu formi og hún þegar ég verð 37 ára.“Skúli: Við klárum þetta á laugardaginn „Ég á eftir að greina leikinn nánar en tölfræðin lýgur ekki - við skorum ekki mark síðustu fimm mínútur leiksins,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Val. „Hugsanlega hefði þurft eitt mark til að klára þetta. En mér fannst við svo gera ákveðin varnarmistök inn á línunni sem gáfu Val ódýr mörk og hleyptu þeim inn í leikinn.“ Hann segist auðvitað hafa viljað klára leikinn í venjulegum leiktíma en nú sé ekkert annað í stöðunni en að vinna titilinn í oddaleiknum á laugardaginn. „Við höfum verið að spila mjög vel í Mýrinni og ætlum að mæta alveg brjálaðar til leiks þá. Það er fínt fyrir áhorfendur að fá fimm leiki.“ „Við þurfum að eiga toppleik gegn frábæru liði Vals. Vonandi tekst okkur að fylla húsið og þá munum við klára þetta.“ Óhætt er að segja að sóknarleikur Stjörnunnar hafi dottið niður í lokin og Skúli neitar því ekki. „Við hættum að vera ákveðnar í okkar árásum. Ég á þó eftir að skoða þetta allt betur,“ sagði hann. Honum kemur þó ekki á óvart að það skuli vera lítið skorað í leikjum liðanna. „Þannig hefur þetta verið síðustu ár - mörkum fer fækkandi þegar það líður á einvígið og því koma þessar tölur mér ekki á óvart.“Óskar Bjarni: Anna er mikill leiðtogi Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segist ekki muna eftir því hvenær Valur tapaði síðast framlengdum leik. „Þetta var orðið erfitt en þær skoruðu ekki mark á nokkuð löngum tíma gegn okkur. Vörnin þéttist og Begga var góð í markinu. Síðan kom þessi frábæri seiglusigur í framlengingunni,“ sagði Óskar Bjarni. „Valur tapar nefnilega ekki oft í framlengingu. Ég man ekki hvenær ég tapaði síðast framlengingu með Val,“ bætti hann við og brosti. „Anna Úrsúla var frábær á lokasprettinum og það þarf alltaf einhver að stíga upp á svona stundum. En heilt yfir var varnarleikurinn frábær hjá okkur.“ Óskar neitar því ekki að það hefur verið mikið lagt á Önnu Úrsúlu í vetur. Hún hefur þurft að spila margar stöður vegna meiðsla lykilmanna og því lítið spilað á línunni. „Bryndís [Elín Wöhler] er mjög efnilegur línumaður en það sást á leik okkar í seinni hálfleik að okkur vantaði meiri kraft á línunni. Anna þarf að læra mörg kerfi en hún er mikill leiðtogi sem hefur leyst þessi hlutverk frábærlega.“ Oddaleikurinn í rimmunni fer fram á laugardaginn og Óskar Bjarni segir ljóst hvað liðið þurfi að gera til að vinna lok sigur í Mýrinni. „Fyrst og fremst er það að spila almennilega. Stjarnan var miklu betri í hinum tveimur leikjunum í Mýrinni og við náðum varla að koma við þær. Í þeim leikjum vorum við að spila langt undir getu og þurfum við fyrst og fremst að vera grimmari - berja aðeins á þeim og fá varnarleikinn í gang.“ „Svo í sókninni þurfum við að fá fleiri opin færi. Okkur gekk ágætlega að skapa þau í kvöld og vonandi heldur það áfram.“ „Fyrst og fremst finnst mér bara svo gaman að fá fimmta leikinn. Það er frábært fyrir handboltann að fá oddaleik enda mikil spenna og skemmtun fyrir áhorfendur. Það er fyrir öllu.“Anna Úrsúla skorar eitt af tíu mörkum sínum.Vísir/StefánValskonur kampakátar í leikslok.Vísir/StefánAnna Úrsúla fagnar í leikslok.Vísir/StefánFlorentina Stanciu fagnar marki Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Stefán Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sá til þess að Valur náði að knýja fram oddaleik í úrslitarimmunni gegn deildarmeisturum Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn. Anna Úrsúla skoraði jöfnunarmark Vals þegar 20 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og svo öll fimm mörk liðsins í framlengingunni. Stjarnan hafði leitt allan síðari hálfleikinn en sóknarleikur liðsins fraus einfaldlega síðustu mínútur leiksins. Stjarnan var með 18-15 forystu þegar fimm mínútur voru eftir en skoraði aðeins eitt mark það sem eftir lifði leiks - það kom í blálok framlengingarinnar þegar leikurinn var tapaður. Markvarsla og varnarleikur hefur verið aðalsmerki þessarar úrslitarimmu og var engin undantekning á því í kvöld. Berglind Íris Hansdóttir og Florentina Stanciu áttu báðar stórleik. Stjarnan átti fleiri góða spretti í sínum sóknarleik og var því með undirtökin lengst af. Jóna Margrét Ragnarsdóttir byrjaði vel og Esther Ragnarsdóttir átti góða spretti í síðari hálfleik. En ógnunin var þess á milli lítil. Hið sama má segja um sóknarleik Valskvenna. Þær voru þó duglegri að skapa sér færi en lentu oft á tíðum í miklu basli með Florentinu, sem varði hvað eftir annað frá þeim. Þá höfnuðu ófá skot heimamanna ýmist í skot eða slá. Það var ekki fyrr en í framlengingunni sem Valur datt niður á réttu blönduna. Anna Úrsúla, sem hefur spilað nánast allar stöður með Val í vetur, fór aftur inn á línuna og nýtti sér sjaldséðan veikleika í varnarleik Stjörnunnar. Sem fyrr segir skoraði hún öll mörk Vals í framlengingunni og endaði sem langmarkahæsti leikmaður liðsins með tíu mörk. Valur er með marga þaulreynda leikmenn í sínum röðum - leikmenn sem vissu hvað þurfti að gera á ögurstundu. Reynslan vó þungt í endurkomu Valskvenna og ljóst að hún mun líka hafa stóru hlutverki að gegna í oddaleiknum á laugardag. Hrafnhildur Skúladóttir og Kristín Guðmundsdóttir hafa oft átt betri dag í sókninni en þær gáfust aldrei upp og það var það sem mestu máli skipti. Bæði lið eiga þó mikið inni í sínum sóknarleik, eins og hefur sýnt sig í allri rimmunni. Þar liggur sóknarfærið fyrir bæði lið í oddaleiknum en á meðan markverðir beggja liða halda áfram að verja nánast annað hvert skot sem þær fá á sig verður ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu.Anna Úrsúla: Vilji og grægði skóp sigurinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hæstánægð eftir sigur Vals á Stjörnunni í kvöld. Hún sá til þess að rimma liðanna um titilinn ræðst í oddaleik á laugardaginn. „Það vara bara vilji og græðgi sem skóp sigurinn. Við ætluðum okkur allan tímann að jafna leikinn og vinna. Það kom ekkert annað til greina,“ sagði Anna Úrsúla. „Við vildum úrslitaleik í Mýrinni.“ Markverðir beggja liða áttu stórleik í kvöld. „Þær eru báðar frábærar en markvarslan nýtur einnig góðs af sterkum varnarleik. Það er það sem hefur búið til þessa sigra í úrslitakeppninni,“ segir hún. Anna Úrsúla skoraði sex síðustu mörk Vals í leiknum - jöfnunarmarkið og öll fimm mörk Vals í framlengingunni gegn einu hjá Stjörnunni. Hún gerði sér þó ekki grein fyrir því í viðtalinu eftir leik. „Var það?“ spurði hún og brosti. „Við fengum að vera fjórar saman í sókninni sem erum alltaf saman á æfingum. Ég átti bara að gera eitthvað og svo endaði þetta með því að ég fékk boltann. En það skiptir auðvitað ekki málið hver skorar mörkin.“ Hún segir að Valsmenn hafi verið of seinir í gang í kvöld og það þurfi að laga í oddaleiknum. „Mýrin er mjög erfiður heimavöllur og það er ekkert annað en 100 prósent vilji og græðgi sem þarf til að vinna þann leik.“ Anna Úrsúla tekur undir að liðið eigi meira inni, sérsatklega í sókn. „Við höfum ekki náð að sýna okkar rétta andlit í úrslitakeppninni - allavega gegn Stjörnunni. Vonandi kemur það loksins í úrslitaleiknum, þegar þörfin verður sem mest.“ Hrafnhildur Skúladóttir lék sinn síðasta heimaleik með Val í kvöld en hún leggur skóna á hilluna eftir tímabilið. „Hún er auðvitað bara goðsögn. Hún er drottning - hvað er hægt að segja meira um hana? Ég vona að ég verði í jafn góðu formi og hún þegar ég verð 37 ára.“Skúli: Við klárum þetta á laugardaginn „Ég á eftir að greina leikinn nánar en tölfræðin lýgur ekki - við skorum ekki mark síðustu fimm mínútur leiksins,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Val. „Hugsanlega hefði þurft eitt mark til að klára þetta. En mér fannst við svo gera ákveðin varnarmistök inn á línunni sem gáfu Val ódýr mörk og hleyptu þeim inn í leikinn.“ Hann segist auðvitað hafa viljað klára leikinn í venjulegum leiktíma en nú sé ekkert annað í stöðunni en að vinna titilinn í oddaleiknum á laugardaginn. „Við höfum verið að spila mjög vel í Mýrinni og ætlum að mæta alveg brjálaðar til leiks þá. Það er fínt fyrir áhorfendur að fá fimm leiki.“ „Við þurfum að eiga toppleik gegn frábæru liði Vals. Vonandi tekst okkur að fylla húsið og þá munum við klára þetta.“ Óhætt er að segja að sóknarleikur Stjörnunnar hafi dottið niður í lokin og Skúli neitar því ekki. „Við hættum að vera ákveðnar í okkar árásum. Ég á þó eftir að skoða þetta allt betur,“ sagði hann. Honum kemur þó ekki á óvart að það skuli vera lítið skorað í leikjum liðanna. „Þannig hefur þetta verið síðustu ár - mörkum fer fækkandi þegar það líður á einvígið og því koma þessar tölur mér ekki á óvart.“Óskar Bjarni: Anna er mikill leiðtogi Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Vals, segist ekki muna eftir því hvenær Valur tapaði síðast framlengdum leik. „Þetta var orðið erfitt en þær skoruðu ekki mark á nokkuð löngum tíma gegn okkur. Vörnin þéttist og Begga var góð í markinu. Síðan kom þessi frábæri seiglusigur í framlengingunni,“ sagði Óskar Bjarni. „Valur tapar nefnilega ekki oft í framlengingu. Ég man ekki hvenær ég tapaði síðast framlengingu með Val,“ bætti hann við og brosti. „Anna Úrsúla var frábær á lokasprettinum og það þarf alltaf einhver að stíga upp á svona stundum. En heilt yfir var varnarleikurinn frábær hjá okkur.“ Óskar neitar því ekki að það hefur verið mikið lagt á Önnu Úrsúlu í vetur. Hún hefur þurft að spila margar stöður vegna meiðsla lykilmanna og því lítið spilað á línunni. „Bryndís [Elín Wöhler] er mjög efnilegur línumaður en það sást á leik okkar í seinni hálfleik að okkur vantaði meiri kraft á línunni. Anna þarf að læra mörg kerfi en hún er mikill leiðtogi sem hefur leyst þessi hlutverk frábærlega.“ Oddaleikurinn í rimmunni fer fram á laugardaginn og Óskar Bjarni segir ljóst hvað liðið þurfi að gera til að vinna lok sigur í Mýrinni. „Fyrst og fremst er það að spila almennilega. Stjarnan var miklu betri í hinum tveimur leikjunum í Mýrinni og við náðum varla að koma við þær. Í þeim leikjum vorum við að spila langt undir getu og þurfum við fyrst og fremst að vera grimmari - berja aðeins á þeim og fá varnarleikinn í gang.“ „Svo í sókninni þurfum við að fá fleiri opin færi. Okkur gekk ágætlega að skapa þau í kvöld og vonandi heldur það áfram.“ „Fyrst og fremst finnst mér bara svo gaman að fá fimmta leikinn. Það er frábært fyrir handboltann að fá oddaleik enda mikil spenna og skemmtun fyrir áhorfendur. Það er fyrir öllu.“Anna Úrsúla skorar eitt af tíu mörkum sínum.Vísir/StefánValskonur kampakátar í leikslok.Vísir/StefánAnna Úrsúla fagnar í leikslok.Vísir/StefánFlorentina Stanciu fagnar marki Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Stefán
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira