Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 19-21 | Eyjakonur komnar áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 8. apríl 2014 13:09 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Valli ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir." Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir."
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira