Mercedes óstöðvandi í Malasíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. mars 2014 10:24 Lewis Hamilton fagnar sigri í Malasíu Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Malasíukappakstri Formúlu 1 sem fram fór í morgun. Nico Rosberg, liðsfélagi hans, varð annar og heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bill þriðji. Um aðra keppni tímabilsins var að ræða og gerði mikill hiti og raki ökumönnum erfitt fyrir. Er talið að þeir ökumenn sem luku keppni hafi misst um þrjú kíló af vökva. Mercedes hefur ekki náð fyrstu tvemur sætunum í keppni síðan í ítalska kappakstrinum 1955. „Liðið hitti rétt á öll þjónustuhlé,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina sem var sú hundraðasta sem Hamilton klárar í stigasæti. Á hæla hans kom Nico Rosberg. „Eftir aðra beygju einbeitti ég mér að því að reyna að ná Lewis, hann var of snöggur í dag,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum. Heimsmeistarinn var þrátt fyrir allt nokkuð sáttur með þriðja sætið. „Það er gott að ná aftur á verðlaunapall, eftir að Daniel (Ricciardo) var á palli í Ástralíu,“ sagði Sebastian Vettel. Fyrir keppnina var Valtteri Bottas á Williams færður aftur um 3 sæti í rásmarkinu og fékk 2 punkta á leyfið sitt, fyrir að hafa tafið Ricciardo í tímatökunni. Sergio Perez hóf ekki keppni, hann komst ekki í tæka tíð út á brautina. Vélin í bíl hans fór í ham sem leyfir henni að haltra heim, þegar hún er að fara að ofhitna. Force India tókst ekki að koma bílnum í gang til að ræsa á þjónustusvæðinu.Jules Bianchi á Sepang brautinni í MalasíuVísir/GettyTímatakan fór fram í rigningu í gær og því gátu allir valið dekkjagerð til að hefja keppnina á. Allir völdu mýkri gerð helgarinnar, meðalhörðu dekkin.Pastor Maldonado og Jules Binachi rákust saman í annarri beygju, afturdekk sprakk á bíl Bianchi. Honum var svo refsað með 5 sekúndna bið áður en nokkuð mátti gera við bíl hans á þjónustusvæðinu. Á öðrum hring rakst Kevin Magnussen á Kimi Raikkonen og sprengdi hægra afturdekkið. Magnussen var refsað með sömu 5 sekúndna refsingu og Bianchi. Maldonado var sagt að hætta keppni á hring 7. Lotus er því greinilega enn í vanda með bíl sinn.Jean-Eric Vergne hætti keppni á 20. hring. Adrian Sutil stöðvaði á 34. hring á miðri braut. Hann skapaði þó ekki næga hættu til að kalla þyrfti út öryggisbíl. Kimi Raikkonen sagði í talstöðinni að það væri farið að rigna á hluta brautarinnar á hring 35. Ekkert varð þó úr að það rigndi í keppninni.Adrian Sutil hætti keppni á hring 34. Esteban Gutierrez kom á þjónstusvæðið á hring 37 og hætti keppni. Þar með var Sauber liðið fallið úr keppni.Þjónustuhléð sem fór úrskeiðis hjá Ricciardo.Vísir/GettyAfleitt dekkjastopp á hring 41 gerði út um möguleika Daniel Ricciardo á Mercedes í baráttu um verðlaun, hann var í 4. sæti þegar hann kom inn. Vinstra framdekkið var ekki orðið fast á bílnum þegar honum var hleypt af stað. Það þurfti að ýta honum til baka og festa dekkið. Á hring 44 brotnaði framvængurinn af bíl Ricciardo. Hann þurfti því að taka annað þjónustuhlé. Ricciardo fékk svo refsingu fyrir að fara af stað með laust dekk, hann þurfti að koma á þjónustusvæði og stöðva í 10 sekúndur. Ricciardo hætti á hring 52, hann var ekki í stigasæti og langt frá því að ná í stig. Red Bull hefur væntanlega viljað spara vélina. Williams liðið sagði við Felipe Massa: „Valtteri (Bottas) er fljótari en þú, ekki halda aftur af honum.“ Massa var þó ekki á því að auðvelda Bottas að komast fram úr. Massa endaði fyrir framan Bottas sem komst þó ansi nálægt Massa. „Ég tel mig hafa gert eins vel og ég get. Markmiðið var að ná í eins mörg stig og ég gat, fyrir liðið og fyrir mig. Valtteri komst ekki fram úr mér og það hefði verið erfitt að komast fram úr Jenson líka,“ sagði Massa. Hann var ekki sáttur við skipanir frá liði sínu. „Ég fann fyrir mikilli virðingu frá liðinu mínu þangað til fyrir stundu,“ sagði Massa. Hann sagðist ekki vilja tjá sig nánar um uppákomuna enda væri best að liðið ræddi saman fyrst. Þeir Massa og Bottas höfðu eki rætt saman á þeim tímapunkti. „Þegar á heildina er litið var þetta góð keppni, báðir bílar í stigasæti,“ sagði Bottas eftir keppnina.Kampavíninu sprautað á verðlaunapallinum í dag.Vísir/Getty1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Nico Rosberg - Mercedes 3.Sebastian Vettel - Red Bull 4.Fernando Alonso - Ferrari 5.Nico Hulkenberg - Force India 6.Jenson Button - McLaren 7.Felipe Massa - Williams 8.Valtteri Bottas - Williams 9.Kevin Magnussen - McLaren 10.Daniil Kvyat - Toro Rosso 11.Romain Grosjean - Lotus 12.Kimi Raikkonen - Ferrari 13.Kamui Kobayashi - Caterham 14.Marcus Ericsson - Caterham 15.Max Chilton - Marussia 16.Daniel Ricciardo - Red Bull - Kláraði ekki 17.Esteban Gutierrez - Sauber - Kláraði ekki 18.Adrain Sutil - Sauber - Kláraði ekki 19.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - Kláraði ekki 20.Jules Bianchi - Marussia - Kláraði ekki 21.Pastor Maldonado - Lotus - Kláraði ekki 22.Sergio Perez - Force India - Hóf ekki keppni Rosberg er nú efstur í heimsmeistarakeppni ökuþóra með 43 stig og Hamilton annar með 25 stig. Mercedes náði forystu í keppni bílasmiða með 68 stig, McLaren er í öðru sæti með 43 stig og Ferrari í þriðja með 30 stig. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20 Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Malasíukappakstri Formúlu 1 sem fram fór í morgun. Nico Rosberg, liðsfélagi hans, varð annar og heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bill þriðji. Um aðra keppni tímabilsins var að ræða og gerði mikill hiti og raki ökumönnum erfitt fyrir. Er talið að þeir ökumenn sem luku keppni hafi misst um þrjú kíló af vökva. Mercedes hefur ekki náð fyrstu tvemur sætunum í keppni síðan í ítalska kappakstrinum 1955. „Liðið hitti rétt á öll þjónustuhlé,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina sem var sú hundraðasta sem Hamilton klárar í stigasæti. Á hæla hans kom Nico Rosberg. „Eftir aðra beygju einbeitti ég mér að því að reyna að ná Lewis, hann var of snöggur í dag,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum. Heimsmeistarinn var þrátt fyrir allt nokkuð sáttur með þriðja sætið. „Það er gott að ná aftur á verðlaunapall, eftir að Daniel (Ricciardo) var á palli í Ástralíu,“ sagði Sebastian Vettel. Fyrir keppnina var Valtteri Bottas á Williams færður aftur um 3 sæti í rásmarkinu og fékk 2 punkta á leyfið sitt, fyrir að hafa tafið Ricciardo í tímatökunni. Sergio Perez hóf ekki keppni, hann komst ekki í tæka tíð út á brautina. Vélin í bíl hans fór í ham sem leyfir henni að haltra heim, þegar hún er að fara að ofhitna. Force India tókst ekki að koma bílnum í gang til að ræsa á þjónustusvæðinu.Jules Bianchi á Sepang brautinni í MalasíuVísir/GettyTímatakan fór fram í rigningu í gær og því gátu allir valið dekkjagerð til að hefja keppnina á. Allir völdu mýkri gerð helgarinnar, meðalhörðu dekkin.Pastor Maldonado og Jules Binachi rákust saman í annarri beygju, afturdekk sprakk á bíl Bianchi. Honum var svo refsað með 5 sekúndna bið áður en nokkuð mátti gera við bíl hans á þjónustusvæðinu. Á öðrum hring rakst Kevin Magnussen á Kimi Raikkonen og sprengdi hægra afturdekkið. Magnussen var refsað með sömu 5 sekúndna refsingu og Bianchi. Maldonado var sagt að hætta keppni á hring 7. Lotus er því greinilega enn í vanda með bíl sinn.Jean-Eric Vergne hætti keppni á 20. hring. Adrian Sutil stöðvaði á 34. hring á miðri braut. Hann skapaði þó ekki næga hættu til að kalla þyrfti út öryggisbíl. Kimi Raikkonen sagði í talstöðinni að það væri farið að rigna á hluta brautarinnar á hring 35. Ekkert varð þó úr að það rigndi í keppninni.Adrian Sutil hætti keppni á hring 34. Esteban Gutierrez kom á þjónstusvæðið á hring 37 og hætti keppni. Þar með var Sauber liðið fallið úr keppni.Þjónustuhléð sem fór úrskeiðis hjá Ricciardo.Vísir/GettyAfleitt dekkjastopp á hring 41 gerði út um möguleika Daniel Ricciardo á Mercedes í baráttu um verðlaun, hann var í 4. sæti þegar hann kom inn. Vinstra framdekkið var ekki orðið fast á bílnum þegar honum var hleypt af stað. Það þurfti að ýta honum til baka og festa dekkið. Á hring 44 brotnaði framvængurinn af bíl Ricciardo. Hann þurfti því að taka annað þjónustuhlé. Ricciardo fékk svo refsingu fyrir að fara af stað með laust dekk, hann þurfti að koma á þjónustusvæði og stöðva í 10 sekúndur. Ricciardo hætti á hring 52, hann var ekki í stigasæti og langt frá því að ná í stig. Red Bull hefur væntanlega viljað spara vélina. Williams liðið sagði við Felipe Massa: „Valtteri (Bottas) er fljótari en þú, ekki halda aftur af honum.“ Massa var þó ekki á því að auðvelda Bottas að komast fram úr. Massa endaði fyrir framan Bottas sem komst þó ansi nálægt Massa. „Ég tel mig hafa gert eins vel og ég get. Markmiðið var að ná í eins mörg stig og ég gat, fyrir liðið og fyrir mig. Valtteri komst ekki fram úr mér og það hefði verið erfitt að komast fram úr Jenson líka,“ sagði Massa. Hann var ekki sáttur við skipanir frá liði sínu. „Ég fann fyrir mikilli virðingu frá liðinu mínu þangað til fyrir stundu,“ sagði Massa. Hann sagðist ekki vilja tjá sig nánar um uppákomuna enda væri best að liðið ræddi saman fyrst. Þeir Massa og Bottas höfðu eki rætt saman á þeim tímapunkti. „Þegar á heildina er litið var þetta góð keppni, báðir bílar í stigasæti,“ sagði Bottas eftir keppnina.Kampavíninu sprautað á verðlaunapallinum í dag.Vísir/Getty1.Lewis Hamilton - Mercedes 2.Nico Rosberg - Mercedes 3.Sebastian Vettel - Red Bull 4.Fernando Alonso - Ferrari 5.Nico Hulkenberg - Force India 6.Jenson Button - McLaren 7.Felipe Massa - Williams 8.Valtteri Bottas - Williams 9.Kevin Magnussen - McLaren 10.Daniil Kvyat - Toro Rosso 11.Romain Grosjean - Lotus 12.Kimi Raikkonen - Ferrari 13.Kamui Kobayashi - Caterham 14.Marcus Ericsson - Caterham 15.Max Chilton - Marussia 16.Daniel Ricciardo - Red Bull - Kláraði ekki 17.Esteban Gutierrez - Sauber - Kláraði ekki 18.Adrain Sutil - Sauber - Kláraði ekki 19.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - Kláraði ekki 20.Jules Bianchi - Marussia - Kláraði ekki 21.Pastor Maldonado - Lotus - Kláraði ekki 22.Sergio Perez - Force India - Hóf ekki keppni Rosberg er nú efstur í heimsmeistarakeppni ökuþóra með 43 stig og Hamilton annar með 25 stig. Mercedes náði forystu í keppni bílasmiða með 68 stig, McLaren er í öðru sæti með 43 stig og Ferrari í þriðja með 30 stig.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20 Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20
Samúðarskilaboð í Malasíu Ætlast er til að ökumenn votti samúð sína með aðstandendum þeirra 239 farþega sem taldir eru hafa farist með flugi MH370. Skilaboð í þá veru verða á hjálmi hvers ökumanns og bíl. Einnig verður einnar mínútu þögn fyrir keppnina á sunnudag. 27. mars 2014 18:00
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47