Bílskúrinn: Hvað er að frétta eftir Malasíu? Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. mars 2014 20:15 Þröngt í fyrstu beygju kappakstursins. Vísir/Getty Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Malasíu, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji.Nico Hulkenberg á Force India náði góðum árangri hann ræsti í sjöunda sæti en endaði keppnina í fimmta sæti sem er góður árangur. Greinilegt að Force India bíllinn er góður, þegar hann kemst af stað. Liðsfélagi Hulkenberg, Sergio Perez komst ekki af stað í keppnina. Bíll hans bilaði á leiðinni út af þjónustusvæðinu fyrir keppni. Mikill hasar var í keppninni og margt gerðist. Hvað er mikilvægast upp á framhaldið? Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Hamilton ánægður með helgina.Vísir/GettyÞrenna hjá HamiltonHamilton var einfaldlega óstöðvandi. Hann náði þrennunni eftirsóttu, náði ráspól, hraðasta hring keppninnar og vann keppnina. Hann bætti þar með upp fyrir að hafa dottið úr keppni í Ástralíu. Nico Rosberg náði að fylgja honum fast á eftir í keppninni, eftir að hafa komist fram úr Vettel í ræsingu. Eftir það stjórnaði Mercedes keppninni til loka.Skipt um framvæng á bíl Ricciardo.Vísir/GettyÓfarir RicciardoLætin hófust hjá Daniel Ricciardo á Red Bull á 41. hring. Þá tók hann þjónustuhlé sem fór úrskeiðis. Hann ók af stað með eitt laust dekk. Þegar verið var að festa það dekk á, virðist tjakkurinn hafa brotið framvænginn. Framvængurinn gerði svo gat á hægra framdekkið og þurfti hann því að koma aftur inn á þjónustusvæði. Ricciardo hætti svo keppni á hring 52 til að spara vélina, hann var komin rúmlega 2 hringjum á eftir keppinautum sínum.Maldonado í MalasíuVísir/GettyRefsingarJules Bianchi á Marussia varð fyrstur til að fá nýja 5 sekúndna refsingu. Bianchi keyrði á Pastor Maldonado á Lotus í annarri beygju. Ökumaður þarf þá að bíða á þjónustusvæðinu í 5 sekúndur áður en vinna má hefjast við bíl hans. Ef ökumaður á ekki eftir að taka þjónustuhlé verður tímanum bætt við heildartíma hans að lokinni keppni.Kevin Magnussen á McLaren hlaut sömu refsingu fyrir að aka aftan á Kimi Raikkonen og sprengja dekk á Ferrari bíl Raikkonen. Bæði Magnussen og Bianchi fengu tvo punkta á leyfið sitt. Allir ökumenn hófu árið með hreinan skjöld. Ef einhver fær 12 punkta, verður viðkomandi í banni eina keppni. Ricciardo veðrur færður aftur um tíu sæti á ráslínu í næstu keppni, vegna þess að hann fór af stað með laust dekk.Rosberg og Hamilton á verðlaunapallinumVísir/GettyEr Mercedes ósigrandi?Hamilton hefur sjálfur sagt að Red Bull sé alveg á hælum Mercedes. Red Bull bílarnir séu jafn fljótir í gegnum beygjur. Þá vanti meiri hraða á beinum köflum. Væntingar til Mercedes eru gríðarlega miklar. Strax á æfingum í vetur varð ljóst að liðið hefði forskot. Nú er spurning hversu lengi önnur lið verða að ná Mercedes.Stefano Domenicali liðsstjóri Ferrari segir að bilið frá þeim í fremstu bíla sé ekki eins langt og það líti út fyrir að vera. Hann spáir því að Ferrari ná miklum framförum á næstunni.Massa læsir dekki í keppninni.Vísir/GettyLiðskipanir Williams„Valtteri er fljótari en þú, ekki halda aftur af honum,“ var sagt við Felipe Massa sem var næsti bíll á undan Valtteri Bottas í hinum Williams bílnum. Á sama tíma fékk Bottas að heyra að hann ætti að aka fram úr Massa. Ekkert varð þó af því að Bottas kæmist fram úr. Massa hefur áður fengið slík skilaboð í keppni, þá hjá Ferrari. Hann hefur þá vikið en nú vill Massa láta líta á sig sem aðalökumann Williams. Hann er talsvert reynslumeiri en Bottas sem er á öðru tímabili sínu í Formúlu 1. Massa hóf keppni 2002, þegar Bottas var 13 ára. Nú í vikunni mun gamli aðstoðarmaður Massa, Rob Smedley, ganga til liðs við Williams. Líklegt þykir að hann muni standa með sínum manni og neita að gefa slíka skipun í framtíðinni. Næsta keppni fer fram næstu helgi í Bahrain. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20 Samantekt frá Malasíukappakstrinum í formúlu 1 Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Malasíu í morgun og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 30. mars 2014 21:30 Mercedes óstöðvandi í Malasíu Lewis Hamilton vann keppnina, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 30. mars 2014 10:24 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes vann keppnina í Malasíu, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji.Nico Hulkenberg á Force India náði góðum árangri hann ræsti í sjöunda sæti en endaði keppnina í fimmta sæti sem er góður árangur. Greinilegt að Force India bíllinn er góður, þegar hann kemst af stað. Liðsfélagi Hulkenberg, Sergio Perez komst ekki af stað í keppnina. Bíll hans bilaði á leiðinni út af þjónustusvæðinu fyrir keppni. Mikill hasar var í keppninni og margt gerðist. Hvað er mikilvægast upp á framhaldið? Við förum yfir málin í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Hamilton ánægður með helgina.Vísir/GettyÞrenna hjá HamiltonHamilton var einfaldlega óstöðvandi. Hann náði þrennunni eftirsóttu, náði ráspól, hraðasta hring keppninnar og vann keppnina. Hann bætti þar með upp fyrir að hafa dottið úr keppni í Ástralíu. Nico Rosberg náði að fylgja honum fast á eftir í keppninni, eftir að hafa komist fram úr Vettel í ræsingu. Eftir það stjórnaði Mercedes keppninni til loka.Skipt um framvæng á bíl Ricciardo.Vísir/GettyÓfarir RicciardoLætin hófust hjá Daniel Ricciardo á Red Bull á 41. hring. Þá tók hann þjónustuhlé sem fór úrskeiðis. Hann ók af stað með eitt laust dekk. Þegar verið var að festa það dekk á, virðist tjakkurinn hafa brotið framvænginn. Framvængurinn gerði svo gat á hægra framdekkið og þurfti hann því að koma aftur inn á þjónustusvæði. Ricciardo hætti svo keppni á hring 52 til að spara vélina, hann var komin rúmlega 2 hringjum á eftir keppinautum sínum.Maldonado í MalasíuVísir/GettyRefsingarJules Bianchi á Marussia varð fyrstur til að fá nýja 5 sekúndna refsingu. Bianchi keyrði á Pastor Maldonado á Lotus í annarri beygju. Ökumaður þarf þá að bíða á þjónustusvæðinu í 5 sekúndur áður en vinna má hefjast við bíl hans. Ef ökumaður á ekki eftir að taka þjónustuhlé verður tímanum bætt við heildartíma hans að lokinni keppni.Kevin Magnussen á McLaren hlaut sömu refsingu fyrir að aka aftan á Kimi Raikkonen og sprengja dekk á Ferrari bíl Raikkonen. Bæði Magnussen og Bianchi fengu tvo punkta á leyfið sitt. Allir ökumenn hófu árið með hreinan skjöld. Ef einhver fær 12 punkta, verður viðkomandi í banni eina keppni. Ricciardo veðrur færður aftur um tíu sæti á ráslínu í næstu keppni, vegna þess að hann fór af stað með laust dekk.Rosberg og Hamilton á verðlaunapallinumVísir/GettyEr Mercedes ósigrandi?Hamilton hefur sjálfur sagt að Red Bull sé alveg á hælum Mercedes. Red Bull bílarnir séu jafn fljótir í gegnum beygjur. Þá vanti meiri hraða á beinum köflum. Væntingar til Mercedes eru gríðarlega miklar. Strax á æfingum í vetur varð ljóst að liðið hefði forskot. Nú er spurning hversu lengi önnur lið verða að ná Mercedes.Stefano Domenicali liðsstjóri Ferrari segir að bilið frá þeim í fremstu bíla sé ekki eins langt og það líti út fyrir að vera. Hann spáir því að Ferrari ná miklum framförum á næstunni.Massa læsir dekki í keppninni.Vísir/GettyLiðskipanir Williams„Valtteri er fljótari en þú, ekki halda aftur af honum,“ var sagt við Felipe Massa sem var næsti bíll á undan Valtteri Bottas í hinum Williams bílnum. Á sama tíma fékk Bottas að heyra að hann ætti að aka fram úr Massa. Ekkert varð þó af því að Bottas kæmist fram úr. Massa hefur áður fengið slík skilaboð í keppni, þá hjá Ferrari. Hann hefur þá vikið en nú vill Massa láta líta á sig sem aðalökumann Williams. Hann er talsvert reynslumeiri en Bottas sem er á öðru tímabili sínu í Formúlu 1. Massa hóf keppni 2002, þegar Bottas var 13 ára. Nú í vikunni mun gamli aðstoðarmaður Massa, Rob Smedley, ganga til liðs við Williams. Líklegt þykir að hann muni standa með sínum manni og neita að gefa slíka skipun í framtíðinni. Næsta keppni fer fram næstu helgi í Bahrain.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20 Samantekt frá Malasíukappakstrinum í formúlu 1 Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Malasíu í morgun og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 30. mars 2014 21:30 Mercedes óstöðvandi í Malasíu Lewis Hamilton vann keppnina, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 30. mars 2014 10:24 Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á ráspól í Malasíu Lewis Hamilton mun ræsa fyrstur í malasíska kappakstrinum á morgun eftir tímatöku dagsins. Hann mun deila fremstu röðinni á ráslínu með Sebastian Vettel. Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. 29. mars 2014 10:20
Samantekt frá Malasíukappakstrinum í formúlu 1 Stöð 2 Sport sýndi beint frá Formúlu 1 kappakstrinum í Malasíu í morgun og eftir kappaksturinn var farið yfir það helsta sem gerðist í keppninni í dag. Nú er hægt að sjá Samantektarþáttinn hér inn á Vísi. 30. mars 2014 21:30
Mercedes óstöðvandi í Malasíu Lewis Hamilton vann keppnina, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji. 30. mars 2014 10:24
Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum Bretinn Lewis Hamilton setti hraðasta hring á fyrri æfingunni í nótt á Mercedes bíl sínum. Hann varð fjórði á seinni æfingunni á Sepang brautinni í Malasíu. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum á fyrri æfingunni en fljótastur á seinni æfingunni. Rosberg er spenntur fyrir keppninni og vill gjarnan reyna að ná öðrum sigri sem fyrst. 28. mars 2014 08:47