Löngu búið að ákveða þessa leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2014 12:15 Vísir/AFP/Stefán Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27