Nonni Mæju fær kveðjur á fésbókinni: Öðlingur, snillingur og (sk)geggjaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2014 13:05 Jón Ólafur Jónsson. Vísir/Daníel Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, tilkynnti eftir leikinn á móti KR í gær að það hafi verið hans síðasti leikur á körfuboltaferlinum en þessi 32 ára goðsögn úr Hólminum hefur sett skóna upp á hillu. KR-ingar unnu Snæfell 3-0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla og sendu Hólmara í sumarfrí en Jón Ólafur skoraði 16 stig í sínum síðasta leik. Jón Ólafur var með 14,0 stig og 6,6 fráköst að meðaltali á sínu lokatímabili en gat ekki beitt sér að fullu vegna meiðsla. Jón Ólafur er vinsæll leikmaður og menn hafa líka verið duglegir að senda honum kveðjur á fésbókinni í morgun. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu fyrir frábæra framgöngu á vellinum auk þess að hafa fyrir löngu sannað sig sem einn allra skemmtilegasti karakterinn í íslenska körfuboltanum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur hlý og góð orð sem góðir menn hafa skrifað um Jón Ólaf Jónsson á fésbókinni í morgun.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells: „Það var sérstakt andrúmsloft eftir leikinn í gær gegn KR að Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju sem er eitt þekktasta vörumerkið hérna í Stykkishólmi hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Snæfell Karfa. Fyrir mig eru það forréttindi að vera samferða þessum öðlingi og snilling sem drengurinn er. Þín verður sárt saknað minn kæri, en minningar á ferðum okkar hingað og þangað með alvöru tónlist í gangi er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri KKÍ „Jón Ólafur Jónsson, ég segi bara takk fyrir þitt framlag á vellinum og utan hans, litríkur og skemmtilegur í hvívetna, (sk)geggjaður alveg hreint, upp um allt og út um allt, jafnt á andliti sem annars staðar.“Pálmi Freyr Sigurgeirsson, fyrirliði Snæfells „Það verður leitt að sjá eftir öðlingnum honum Jón Ólafur en það er víst þannig að allir góðir hlutir taka enda. Nú muntu blómstra eins og vorið á öðrum vígstöðvum. Mikill heiður að hafa spilað með þér í öll þessi ár.“Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins: „Is it true? Is it over? Ég gat hreinlega ekki komið orði að þessu sjálfur og leitaði því til Yohönnu til að túlka tilfinningar mínar á þessari stundu. En djöfull var þetta gott og skemmtilegt run Nonni minn. Við tökum gott kvöld í sumar og rifjum þetta allt upp. En margir hætta við að hætta og við útilokum því ekkert í þeim efnum, það er allt í góðu.“Hrafn Kristjánsson, fyrrum þjálfari KR og verðandi þjálfari Stjörnunnar: „Þakka þér fyrir allar mögnuðu stundirnar sem þú leyfðir manni að fylgjast með gegnum þennan magnaða feril Jón Ólafur. Alla tíð hefur það verið þannig að langlengsti tími undirbúnings fyrir Snæfells leiki fór í hvernig átti að stoppa Nonna Mæju, ágætt að vera laus við það reyndar. Svo ertu líka svo góður gaur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira