Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 79-92 | Grindavík tók þriðja sætið Árni Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2014 18:30 Þorleifur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur. Vísir/Valli Grindvíkingar unnu Njarðvík í nágrannaslag í Njarðvík, 77-92. Þar með tryggðu Grindvíkingar að þeir enda ekki neðar en í þriðja sæti deildarinnar. Njarðvíkingar þurfa hinsvegar að berjast fyrir fjórða sætinu og heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stigaskorun í upphafi leiks var hæg en titringur virtist í leikmönnum beggja liða enda mikilvægur leikur í ljósi yfirvofandi úrslitakeppni og stöðunnar fyrir hana. Staðan var jöfn 4-4 eftir rúmar þrjár mínútur. Njarðvíkingar tóku þá við sér og náðu sér í sex stiga forskot áður en Grindvíkingar áttuðu sig á því að þeir vildu ekki hleypa heimamönnum of langt frá sér. Grindvíkingar með Lewis Clinch Jr. í farabroddi nöguðu forskotið niður í tvö stig þegar um hálf mínúta var eftir af fyrsta fjórðung en Logi Gunnarsson átti lokaorð fjórðungsins og skoraði flautukörfu með flottu gegnumbroti og leiddu heimamenn með fjórum stigum eftir einn leikhluta. Eins og í fyrsta leikhluta fór stigaskorun liðanna heldur hægt af stað. Eftir fjórar mínútur og 13 sekúndur voru heimamenn búnir að skora þrjú stig og gestirnir tvö stig. Mikið var um mistök í sóknarleik liðanna en það er merki um varnarleik þeirra á köflum í fyrri hálfleik. Þegar liðin náður að róa sig eilítið niður skiptust liðin á að skora og endaði hálfleikurinn með fjögurra stiga forskoti Njarðvíkinga, 41-38. Athygli vakti að í hálfleik voru einungis þrír leikmenn Njarðvíkur komnir á blað í stigaskorun, þeir Logi Gunnarss., Elvar Friðriksson og Tracy Smith Jr. Elvar var þar efstur á blaði með 17 stig. Hjá Grindvíkingum var Clinch Jr. með 11 stig í hálfleik og Ómar Sævarsson átti fínan fyrri hálfleik með 10 stig og sýndi afbragðs baráttu undir körfunni. Seinni hálfleikur hófst af meiri krafti í stigaskorun liðanna en sá fyrri. Njarðvíkingar héldu forskotinu sem þeir höfðu í hálfleik í hálfan fjórðung en gestirnir úr Grindavík sýndu mikla seiglu í að jafna leikinn og komast síðan yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Grindvíkingar náðu upp fimm stiga forskoti sem þeir náðu að halda út fjórðunginn og bæta við það í átta stig þegar þriðja leikhluta var lokið, 57-65. Gestirnir byrjuðu síðan fjórða leikhluta af miklum krafti en þeir skoruðu fyrstu tíu stig leikhlutans og Njarðvíkingar gátu ekki keypt sér körfu, jafnvel á uppsprengdu verði. Forskotið var orðið 18 stig þegar 5:41 var eftir af leiknum og Grindvíkingar voru með fullkomna stjórn á leiknum. Maciej Baginski, leikmaður Njarðvíkur, kveikti eilítinn vonarneista um að heimamenn kæmust inn í leikinn aftur með tveimur þriggja stiga körfum en Grindvíkingar sýndu mikla skynsemi í leik sínum og sigldu stigunum tveim heim í Grindavík. Þorleifur Ólafsson, Grindavík, átti mikinn þátt í viðsnúningi gestanna í þriðja leikhluta en hann snögghitnaði og virtust öll skot hans rata ofan í. Hann endaði með 26 stig og var stigahæstur allra á vellinum. Elvar Már Friðriksson skoraði 24 stig fyrir Njarðvík en einungis sjö þeirra komu í seinni hálfleik og munar um minna fyrir Njarðvík. Grindavík tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Njarðvík þarf hinsvegar að berjast við Hauka um heimavallaréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Einar Árni Jóhannsson: Sóknarleikurinn stíflaðist Þjálfari Njarðvíkur leit ekki út fyrir að vera ánægður með leik sinna manna eftir leik í kvöld, hann var spurður hvað kostaði lið hans sigurinn. „Spilamennskan okkar á báðum endum vallarins kom í veg fyrir sigur okkar í kvöld. Á einu augnabliki um miðbik þriðja leikhluta fer allt í stíflu í sóknarleiknum og gátum við ekki keypt okkur körfu lengi vel. Á sama tíma vörðumst við ekki nógu vel, Þorleifur fékk of mikið af opnum þristum og setti hann þau flest ofan í og skilur okkur bara eftir.“ „Við tökum einn leik í einu og vorum við ekki að hugsa neitt sérstaklega um baráttuna um þriðja sætið í kvöld, bara að koma okkur í betri gír og spila betri körfubolta en undanfarið. Það er hörð barátta á öllum vígstöðum og þurfum við bara að safna stigum. Það eru þrír hörkuleikir eftir, hver einasti leikur telur og horfum við ekkert lengur en það að berja okkur saman og gíra okkur upp fyrir Breiðholtið á fimmtudaginn.“ Það kom fram í fréttum í dag að Einar myndi ekki halda áfram sem þjálfari Njarðvíkur eftir tímabilið. Hann var spurður hvort hann vildi gefa upp einhverjar ástæður lægju á bakvið „Það eru eðlilega einhverjar ástæður á bakvið svona ákvarðanir. Það er margt af því á persónulegum nótum.“ Einar var ekki tilbúinn að láta eitthvað í ljós varðandi framtíð sína. „Ég er búinn að eiga hér mjög skemmtilegann tíma og það var mitt mat að ég þyrfti að takast á við eitthvað annað næsta vetur. Ég er ekki að láta það þvælast eitthvað fyrir mér núna, ég set punktinn bara þar og einbeiti mér að því að vinna með mínum mönnum og koma okkur aftur á beinu brautina. Við viljum fyrst og fremst koma okkur í betri gír fyrir úrslita keppnina og ætla ég að einbeita mér að því eitt, tvö og þrjú. Svo skoða ég framtíðina í kjölfarið á því.“ Í kjölfar stórtíðinda komast sögusagnir oftast á kreik og var Einar spurður hvort hann teldi að Teitur Örlygsson væri á leiðinni í heimahagana aftur. „Við Njarðvíkingar erum forríkir, við eigum sem uppeldisfélag Teit, Friðrik Inga, Örvar og fullt af góðum mönnum sem hafa gert hörkugóða hluti í þjálfun. Ég verð bara að játa það að ég hlusta ekki mikið á Gróu á leiti, ég er að einbeita mér að því að klára veturinn með liðinu og að gera það á sterkum nótum. Ég hef engar áhyggjur af framtíðinni í Njarðvík".Þorleifur Ólafsson: Mjög sterkt að vinna þennan leik Stigahæsti leikmaður vallarins, Þorleifur Ólafsson var mjög ánægður með sigurinn í kvöld. „Góður seinni hálfleikur skóp sigurinn í kvöld. Ég fann mig vel í kvöld og eftir að hafa sett niður tvö skot í röð þá hélt ég áfram að skjóta og skotin fóru ofan í." „Stemmningin er virkilega góð í hópnum, sérstaklega eftir bikarleikinn, það er mjög sterkt einmitt að vinna þennan leik. Það er ekki oft sem lið vinna leikinn eftir sigur í bikarkeppni. Við erum tilbúnir í úrslitakeppni og baráttuna sem verður þar. Við erum ekki að eyða púðri í að hugsa um önnur lið, við vitum að þau eru góð, hugsum bara um sjálfa okkur og þá hefst þetta. Við höfum trú á því að við munum verja Íslandsmeistaratitilinn, annars værum við ekki í þessu." Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.4. leikhluti | 77-92: Njarðvíkingar náðu ekki að brúa bilið þrátt fyrir hetjulega baráttu og Grindvíkingar sigldu sigrinum heim.4. leikhluti | 75-86: Mínúta eftir, Grindavík bætti við tveimur stigum en Ólafur Helgi Jónsson skoraði þriggja stiga körfu.4. leikhluti | 70-84: Fjögur stig í röð frá Grindvíkingum og það gæti drepið niður baráttu Njarðvíkinga. 1:30 eftir.4. leikhluti | 70-80: Tracy Smith Jr. náði í villu og körfu. Vítið rataði hinsvegar ekki ofan í. 2:10 eftir.4. leikhluti | 68-80: Grindvíkingar bættu við tveimur stigum af vítalínunni en aftur setur Baginski þrist í spjaldið og ofan í. Munurinn er 12 stig og 2:25 eftir og Sverrir tekur leikhlé fyrir Grindavík.4. leikhluti | 65-78: Maciej Baginski setur þrist, spjaldið ofan í. Það er enn von fyrir heimamenn. 3:15 eftir.4. leikhluti | 62-78: Njarðvík svarar þrist með þrist og 16 stiga munur fyrir gestina. 5:24 eftir.4. leikhluti | 59-78: Njarðvík finnur loksins körfu en Grindvíkingar svara um hæl með þriggja stiga körfu. 5:41 eftir.4. leikhluti | 57-75: 13-0 sprettur, það er miklu meiri stemmning hjá bikarmeisturunum. Njarðvík tekur leikhlé þegar 6:20 eru eftir.4. leikhluti | 57-70: 8-0 sprettur hjá Grindavík og munurinn er kominn í 13 stig, eru þeir að klára þennan leik? 7:14 eftir.4. leikhluti | 57-67: Jóhann Árni Ólafsson skorar fyrstu stig leikhlutans og 10 stiga munur staðreynd fyrir Grindavík. 8:35 eftir.4. leikhluti | 57-65: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Grindvíkingar áttu sókn sem tókst ekki. 9:46 eftir.3. leikhluti | 57-65: Þriðja leikhluta er lokið. Njarðvíkingar náðu ekki seinasta skotinu eins og þeir ætluðu sér og er munurinn átta stig gestunum í vil. Þeir hafa náð að snúa taflinu sér í hag en það er nóg eftir.3. leikhluti | 57-65: Clinch Jr. nær í villu og setur boltann í körfuna, rosalegt gegnumbrot hjá manninum. Þetta voru u.þ.b. 150 km/klst. Hann setti vítið ofan í. 38 sek. eftir.3. leikhluti | 57-62: Liðin skiptast á körfum og það er mikið stuð í þessu. Elvar Már er kominn með 22 stig fyrir Njarðvík og Clinch Jr. og Þorleifur Ólafsson hafa skilað 15 stigum hvor fyrir gestina. 1:21 eftir.3. leikhluti | 54-58 Nú er það Njarðvík sem nær ekki að brúa bilið milli liðanna, þegar þeir skora svara Grindvíkingar um hæl. 2:57 eftir.3. leikhluti | 50-55: Slæmar fréttir fyrir Grindvíkinga en Sigurður Þorsteinsson var að fá sína fjórðu villu. Hann er sestur á bekkinn. 3:38 eftir.3. leikhluti | 50-55: Fyrsta tæknivilla leiksins hefur litið dagsins ljós en hana fær Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur fyrir kjaftbrúk, dómgæslan veldur honum einhverju hugarangri. 3:51 eftir.3. leikhluti | 49-53: Logi Gunnarsson minnkar muninn af vítalínunni en Sigurður Þorsteinsson eykur hann aftur í fjögur stig. 4:09 eftir.3. leikhluti | 47-51: Grindvíkingar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum en Jóhann Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson skoruðu tvær körfur í röð fyrir gestina. 4:51 eftir.3. leikhluti | 47-47: Grindvíkingar eru ekki að ná að komast yfir en Siggi Þorsteinss. var að misnota tvö víti. Njarðvíkingum gengur hinsvegar ekki heldur að ná forystunni aftur. 5:23 efti3. leikhluti | 47-47: Njarðvíkingar juku muninn í þrjú stig aftur en um hæl jafnaði Grindavík leikinn. 7:03 eftir.3. leikhluti | 45-44: Grindvíkingar eru búnir að ná muninum niður í eitt stig. 7:39 eftir.3. leikhluti | 45-40: Grindvíkingar skoruðu körfu en af miklu harðfylgi náði Hjörtu Einarsson sóknarfrákasti fyrir Njarðvík og setti boltann í körfuna. 8:24 eftir.3. leikhluti | 4-38: Seinni hálfleikur hafinn og Maciej Baginski skorar fyrir Njarðvík. 9:42 eftir.2. leikhluti | 41-38: Smith Jr. bætti við tveimur stigum og gestirnir stefndu á lokaskotið, Clinch Jr. náði í villu og fór á línuna. Einungis annað vítið fór ofan í og Njarðvíkingar náðu ekki skoti áður en flautað var til hálfleiks. Þriggja stiga munur heimamönnum í vil og góð fyrirheit fyrir seinni hálfleik.2. leikhluti | 39-37: Liðin skiptast á að skora, tveggja stiga munur. 40 sek eftir.2. leikhluti | 37-33: Smith Jr. skilar tveimur vítum rétta leið og eykur muninn í fjögur stig. 1:55 eftir.2. leikhluti | 35-33: Ómar Sævarsson að skila flottum leik hérna. Aftur nær hann í villu og setur boltann í körfuna. Vítið ratar rétta leið og munurinn er tvö stig. 2:082. leikhluti | 34-30: Njarðvíkingar eru komnir í bónus og Logi Gunnarsson steig á vítalínuna. Hann misnotaði fyrra og nýtti seinna. 2:50 eftir.2. leikhluti | 33-30: Ómar Sævarsson nær í villu og setur boltann í körfuna, lemur sér á bringu og gargar BÚMM. Vítið fer rétta leið og munurinn er þrjú stig. 3:33 eftir.2. leikhluti | 33-27: Elvar Friðriksson setur niður stemmningsþrist og kveikir í áhorfendum en Grindvíkingar eru fljótir að svara. 4:02 eftir.2. leikhluti | 30-25: Hún hefur verið hæg stigaskorunin í öðrum fjórðung en það gerir það að verkum að spennan er til staðar. 4:36 eftir2. leikhluti | 28-25: Liðin skiptast á að setja niður sitthvor tvö vítin og munurinn er þrjú stig. 5:10 eftir.2. leikhluti | 26-23: Loksins karfa en Þorleifur Ólafss. skorar fyrir Grindavík. 5:47 eftir.2. leikhluti | 26-21: Máttarstólparnir þrír í Njarðvík, Logi, Elvar og Tracy hafa séð um stigaskorun þeirra hingað til. Elvar hæstur með 14 stig. Clinch Jr. hefur skorað mest fyrir gestina eða 8 stig. 6:44 eftir.2. leikhluti | 26-21: Elvar Friðrikss. er búinn að misnota þrjú vítaskot. Þau gætu orðið dýr eftir 40 mínútna leik. 8:23 eftir.2. leikhluti | 23-21: Annar fjórðungur er hafinn og Grindvíkingar halda í sókn og skora fyrstu stigin í fjórðungnum. 9:30 eftir.1. leikhluti | 23-19: Logi Gunnarsson lokar leikhlutanum með flautukörfu og leiða heimamenn með fjórum stigum eftir leikhluta sem byrjaði hægt í stigaskori.1. leikhluti | 21-19: Clinch Jr. jafnaði leikinn en Elvar Friðriksson svaraði með þriggja stiga körfu. 35 sek. eftir.1. leikhluti | 18-16: Liðin skiptast á að skora milli þess sem þau misnota sóknir og stefnir þetta í spennuleik. 1 mín. eftir.1. leikhluti | 14-11: Clinch Jr. með þriggja stiga körfu og munurinn er þrjú stig. 2:35 eftir.1. leikhluti | 14-8: Gestirnir eru búnir að skrefa í tvígang með skömmu millibili. Njarðvíkingar ná hinsvegar ekki að nýta mistök Grindvíkinga sem skyldi. 2:43 eftir.1. leikhluti | 12-6: Tveir þristar komnir í hús hjá Elvari og það kveikir í áhorfendum, Smith Jr. ver síðan skot frá Clinch Jr. 4:15 eftir.1. leikhluti | 9-6: Tracy Smit Jr. skorar sína fyrstu körfu en Sigurður Þorsteinsson er engu minni maður og svarar um hæl. 5 mín. eftir.1. leikhluti | 7-4: Elvar Friðriks er kominn með fimm stig en hann var að enda við að sökkva þriggja stika skoti. 6:24 eftir.1. leikhluti | 4-4: Einhver titringur í leikmönnum liðanna á fyrstu mínútunum, skot eru að geiga og menn missa boltann. 6:50 eftir.1. leikhluti | 2-2: Bæði lið misnota fyrstu sókn sína en Elvar Friðriksson kemur heimamönnum fyrst á blað. Ómar Sævarsson jafnar fyrir gestina. 8:37 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, heimamenn hefja sókn. 9:56 eftir.Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks og áhorfendur halda áfram að streyma í Ljónagryfjuna, þetta er að fara í gang.Fyrir leik: Eins og körfuboltaunnendur ættu að vita unnu Grindvíkingar ÍR í bikarúrslitum um seinustu helgi og ættu því að hafa sjálfstraustið í botni fyrir leik kvöldsins. Njarðvíkingar hafa hins vegar tapað tveim seinustu leikjum sínum og ætti því að hungra í sigur. Þannig að það er búið að stilla því upp þannig að þetta verður hörkuleikur.Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er mikilvægur fyrir lokamynd úrslitakeppninnar en einungis fjórar umferðir eru eftir af deilarkeppninni. Fari svo að Grindvíkingar vinni leikinn þá festa þeir sig í sessi og myndu ekki enda neðar en í þriðja sæti. Njarðvíkingar verða hinsvegar að vinna til að halda forskoti á Hauki í baráttunni um fjórða sætið og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá Suðurnesjaslag Njarðvíkur og Grindavíkur sem fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Grindvíkingar unnu Njarðvík í nágrannaslag í Njarðvík, 77-92. Þar með tryggðu Grindvíkingar að þeir enda ekki neðar en í þriðja sæti deildarinnar. Njarðvíkingar þurfa hinsvegar að berjast fyrir fjórða sætinu og heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Stigaskorun í upphafi leiks var hæg en titringur virtist í leikmönnum beggja liða enda mikilvægur leikur í ljósi yfirvofandi úrslitakeppni og stöðunnar fyrir hana. Staðan var jöfn 4-4 eftir rúmar þrjár mínútur. Njarðvíkingar tóku þá við sér og náðu sér í sex stiga forskot áður en Grindvíkingar áttuðu sig á því að þeir vildu ekki hleypa heimamönnum of langt frá sér. Grindvíkingar með Lewis Clinch Jr. í farabroddi nöguðu forskotið niður í tvö stig þegar um hálf mínúta var eftir af fyrsta fjórðung en Logi Gunnarsson átti lokaorð fjórðungsins og skoraði flautukörfu með flottu gegnumbroti og leiddu heimamenn með fjórum stigum eftir einn leikhluta. Eins og í fyrsta leikhluta fór stigaskorun liðanna heldur hægt af stað. Eftir fjórar mínútur og 13 sekúndur voru heimamenn búnir að skora þrjú stig og gestirnir tvö stig. Mikið var um mistök í sóknarleik liðanna en það er merki um varnarleik þeirra á köflum í fyrri hálfleik. Þegar liðin náður að róa sig eilítið niður skiptust liðin á að skora og endaði hálfleikurinn með fjögurra stiga forskoti Njarðvíkinga, 41-38. Athygli vakti að í hálfleik voru einungis þrír leikmenn Njarðvíkur komnir á blað í stigaskorun, þeir Logi Gunnarss., Elvar Friðriksson og Tracy Smith Jr. Elvar var þar efstur á blaði með 17 stig. Hjá Grindvíkingum var Clinch Jr. með 11 stig í hálfleik og Ómar Sævarsson átti fínan fyrri hálfleik með 10 stig og sýndi afbragðs baráttu undir körfunni. Seinni hálfleikur hófst af meiri krafti í stigaskorun liðanna en sá fyrri. Njarðvíkingar héldu forskotinu sem þeir höfðu í hálfleik í hálfan fjórðung en gestirnir úr Grindavík sýndu mikla seiglu í að jafna leikinn og komast síðan yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Grindvíkingar náðu upp fimm stiga forskoti sem þeir náðu að halda út fjórðunginn og bæta við það í átta stig þegar þriðja leikhluta var lokið, 57-65. Gestirnir byrjuðu síðan fjórða leikhluta af miklum krafti en þeir skoruðu fyrstu tíu stig leikhlutans og Njarðvíkingar gátu ekki keypt sér körfu, jafnvel á uppsprengdu verði. Forskotið var orðið 18 stig þegar 5:41 var eftir af leiknum og Grindvíkingar voru með fullkomna stjórn á leiknum. Maciej Baginski, leikmaður Njarðvíkur, kveikti eilítinn vonarneista um að heimamenn kæmust inn í leikinn aftur með tveimur þriggja stiga körfum en Grindvíkingar sýndu mikla skynsemi í leik sínum og sigldu stigunum tveim heim í Grindavík. Þorleifur Ólafsson, Grindavík, átti mikinn þátt í viðsnúningi gestanna í þriðja leikhluta en hann snögghitnaði og virtust öll skot hans rata ofan í. Hann endaði með 26 stig og var stigahæstur allra á vellinum. Elvar Már Friðriksson skoraði 24 stig fyrir Njarðvík en einungis sjö þeirra komu í seinni hálfleik og munar um minna fyrir Njarðvík. Grindavík tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Njarðvík þarf hinsvegar að berjast við Hauka um heimavallaréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Einar Árni Jóhannsson: Sóknarleikurinn stíflaðist Þjálfari Njarðvíkur leit ekki út fyrir að vera ánægður með leik sinna manna eftir leik í kvöld, hann var spurður hvað kostaði lið hans sigurinn. „Spilamennskan okkar á báðum endum vallarins kom í veg fyrir sigur okkar í kvöld. Á einu augnabliki um miðbik þriðja leikhluta fer allt í stíflu í sóknarleiknum og gátum við ekki keypt okkur körfu lengi vel. Á sama tíma vörðumst við ekki nógu vel, Þorleifur fékk of mikið af opnum þristum og setti hann þau flest ofan í og skilur okkur bara eftir.“ „Við tökum einn leik í einu og vorum við ekki að hugsa neitt sérstaklega um baráttuna um þriðja sætið í kvöld, bara að koma okkur í betri gír og spila betri körfubolta en undanfarið. Það er hörð barátta á öllum vígstöðum og þurfum við bara að safna stigum. Það eru þrír hörkuleikir eftir, hver einasti leikur telur og horfum við ekkert lengur en það að berja okkur saman og gíra okkur upp fyrir Breiðholtið á fimmtudaginn.“ Það kom fram í fréttum í dag að Einar myndi ekki halda áfram sem þjálfari Njarðvíkur eftir tímabilið. Hann var spurður hvort hann vildi gefa upp einhverjar ástæður lægju á bakvið „Það eru eðlilega einhverjar ástæður á bakvið svona ákvarðanir. Það er margt af því á persónulegum nótum.“ Einar var ekki tilbúinn að láta eitthvað í ljós varðandi framtíð sína. „Ég er búinn að eiga hér mjög skemmtilegann tíma og það var mitt mat að ég þyrfti að takast á við eitthvað annað næsta vetur. Ég er ekki að láta það þvælast eitthvað fyrir mér núna, ég set punktinn bara þar og einbeiti mér að því að vinna með mínum mönnum og koma okkur aftur á beinu brautina. Við viljum fyrst og fremst koma okkur í betri gír fyrir úrslita keppnina og ætla ég að einbeita mér að því eitt, tvö og þrjú. Svo skoða ég framtíðina í kjölfarið á því.“ Í kjölfar stórtíðinda komast sögusagnir oftast á kreik og var Einar spurður hvort hann teldi að Teitur Örlygsson væri á leiðinni í heimahagana aftur. „Við Njarðvíkingar erum forríkir, við eigum sem uppeldisfélag Teit, Friðrik Inga, Örvar og fullt af góðum mönnum sem hafa gert hörkugóða hluti í þjálfun. Ég verð bara að játa það að ég hlusta ekki mikið á Gróu á leiti, ég er að einbeita mér að því að klára veturinn með liðinu og að gera það á sterkum nótum. Ég hef engar áhyggjur af framtíðinni í Njarðvík".Þorleifur Ólafsson: Mjög sterkt að vinna þennan leik Stigahæsti leikmaður vallarins, Þorleifur Ólafsson var mjög ánægður með sigurinn í kvöld. „Góður seinni hálfleikur skóp sigurinn í kvöld. Ég fann mig vel í kvöld og eftir að hafa sett niður tvö skot í röð þá hélt ég áfram að skjóta og skotin fóru ofan í." „Stemmningin er virkilega góð í hópnum, sérstaklega eftir bikarleikinn, það er mjög sterkt einmitt að vinna þennan leik. Það er ekki oft sem lið vinna leikinn eftir sigur í bikarkeppni. Við erum tilbúnir í úrslitakeppni og baráttuna sem verður þar. Við erum ekki að eyða púðri í að hugsa um önnur lið, við vitum að þau eru góð, hugsum bara um sjálfa okkur og þá hefst þetta. Við höfum trú á því að við munum verja Íslandsmeistaratitilinn, annars værum við ekki í þessu." Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.4. leikhluti | 77-92: Njarðvíkingar náðu ekki að brúa bilið þrátt fyrir hetjulega baráttu og Grindvíkingar sigldu sigrinum heim.4. leikhluti | 75-86: Mínúta eftir, Grindavík bætti við tveimur stigum en Ólafur Helgi Jónsson skoraði þriggja stiga körfu.4. leikhluti | 70-84: Fjögur stig í röð frá Grindvíkingum og það gæti drepið niður baráttu Njarðvíkinga. 1:30 eftir.4. leikhluti | 70-80: Tracy Smith Jr. náði í villu og körfu. Vítið rataði hinsvegar ekki ofan í. 2:10 eftir.4. leikhluti | 68-80: Grindvíkingar bættu við tveimur stigum af vítalínunni en aftur setur Baginski þrist í spjaldið og ofan í. Munurinn er 12 stig og 2:25 eftir og Sverrir tekur leikhlé fyrir Grindavík.4. leikhluti | 65-78: Maciej Baginski setur þrist, spjaldið ofan í. Það er enn von fyrir heimamenn. 3:15 eftir.4. leikhluti | 62-78: Njarðvík svarar þrist með þrist og 16 stiga munur fyrir gestina. 5:24 eftir.4. leikhluti | 59-78: Njarðvík finnur loksins körfu en Grindvíkingar svara um hæl með þriggja stiga körfu. 5:41 eftir.4. leikhluti | 57-75: 13-0 sprettur, það er miklu meiri stemmning hjá bikarmeisturunum. Njarðvík tekur leikhlé þegar 6:20 eru eftir.4. leikhluti | 57-70: 8-0 sprettur hjá Grindavík og munurinn er kominn í 13 stig, eru þeir að klára þennan leik? 7:14 eftir.4. leikhluti | 57-67: Jóhann Árni Ólafsson skorar fyrstu stig leikhlutans og 10 stiga munur staðreynd fyrir Grindavík. 8:35 eftir.4. leikhluti | 57-65: Seinasti leikhlutinn er hafinn og Grindvíkingar áttu sókn sem tókst ekki. 9:46 eftir.3. leikhluti | 57-65: Þriðja leikhluta er lokið. Njarðvíkingar náðu ekki seinasta skotinu eins og þeir ætluðu sér og er munurinn átta stig gestunum í vil. Þeir hafa náð að snúa taflinu sér í hag en það er nóg eftir.3. leikhluti | 57-65: Clinch Jr. nær í villu og setur boltann í körfuna, rosalegt gegnumbrot hjá manninum. Þetta voru u.þ.b. 150 km/klst. Hann setti vítið ofan í. 38 sek. eftir.3. leikhluti | 57-62: Liðin skiptast á körfum og það er mikið stuð í þessu. Elvar Már er kominn með 22 stig fyrir Njarðvík og Clinch Jr. og Þorleifur Ólafsson hafa skilað 15 stigum hvor fyrir gestina. 1:21 eftir.3. leikhluti | 54-58 Nú er það Njarðvík sem nær ekki að brúa bilið milli liðanna, þegar þeir skora svara Grindvíkingar um hæl. 2:57 eftir.3. leikhluti | 50-55: Slæmar fréttir fyrir Grindvíkinga en Sigurður Þorsteinsson var að fá sína fjórðu villu. Hann er sestur á bekkinn. 3:38 eftir.3. leikhluti | 50-55: Fyrsta tæknivilla leiksins hefur litið dagsins ljós en hana fær Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur fyrir kjaftbrúk, dómgæslan veldur honum einhverju hugarangri. 3:51 eftir.3. leikhluti | 49-53: Logi Gunnarsson minnkar muninn af vítalínunni en Sigurður Þorsteinsson eykur hann aftur í fjögur stig. 4:09 eftir.3. leikhluti | 47-51: Grindvíkingar eru komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum en Jóhann Ólafsson og Sigurður Þorsteinsson skoruðu tvær körfur í röð fyrir gestina. 4:51 eftir.3. leikhluti | 47-47: Grindvíkingar eru ekki að ná að komast yfir en Siggi Þorsteinss. var að misnota tvö víti. Njarðvíkingum gengur hinsvegar ekki heldur að ná forystunni aftur. 5:23 efti3. leikhluti | 47-47: Njarðvíkingar juku muninn í þrjú stig aftur en um hæl jafnaði Grindavík leikinn. 7:03 eftir.3. leikhluti | 45-44: Grindvíkingar eru búnir að ná muninum niður í eitt stig. 7:39 eftir.3. leikhluti | 45-40: Grindvíkingar skoruðu körfu en af miklu harðfylgi náði Hjörtu Einarsson sóknarfrákasti fyrir Njarðvík og setti boltann í körfuna. 8:24 eftir.3. leikhluti | 4-38: Seinni hálfleikur hafinn og Maciej Baginski skorar fyrir Njarðvík. 9:42 eftir.2. leikhluti | 41-38: Smith Jr. bætti við tveimur stigum og gestirnir stefndu á lokaskotið, Clinch Jr. náði í villu og fór á línuna. Einungis annað vítið fór ofan í og Njarðvíkingar náðu ekki skoti áður en flautað var til hálfleiks. Þriggja stiga munur heimamönnum í vil og góð fyrirheit fyrir seinni hálfleik.2. leikhluti | 39-37: Liðin skiptast á að skora, tveggja stiga munur. 40 sek eftir.2. leikhluti | 37-33: Smith Jr. skilar tveimur vítum rétta leið og eykur muninn í fjögur stig. 1:55 eftir.2. leikhluti | 35-33: Ómar Sævarsson að skila flottum leik hérna. Aftur nær hann í villu og setur boltann í körfuna. Vítið ratar rétta leið og munurinn er tvö stig. 2:082. leikhluti | 34-30: Njarðvíkingar eru komnir í bónus og Logi Gunnarsson steig á vítalínuna. Hann misnotaði fyrra og nýtti seinna. 2:50 eftir.2. leikhluti | 33-30: Ómar Sævarsson nær í villu og setur boltann í körfuna, lemur sér á bringu og gargar BÚMM. Vítið fer rétta leið og munurinn er þrjú stig. 3:33 eftir.2. leikhluti | 33-27: Elvar Friðriksson setur niður stemmningsþrist og kveikir í áhorfendum en Grindvíkingar eru fljótir að svara. 4:02 eftir.2. leikhluti | 30-25: Hún hefur verið hæg stigaskorunin í öðrum fjórðung en það gerir það að verkum að spennan er til staðar. 4:36 eftir2. leikhluti | 28-25: Liðin skiptast á að setja niður sitthvor tvö vítin og munurinn er þrjú stig. 5:10 eftir.2. leikhluti | 26-23: Loksins karfa en Þorleifur Ólafss. skorar fyrir Grindavík. 5:47 eftir.2. leikhluti | 26-21: Máttarstólparnir þrír í Njarðvík, Logi, Elvar og Tracy hafa séð um stigaskorun þeirra hingað til. Elvar hæstur með 14 stig. Clinch Jr. hefur skorað mest fyrir gestina eða 8 stig. 6:44 eftir.2. leikhluti | 26-21: Elvar Friðrikss. er búinn að misnota þrjú vítaskot. Þau gætu orðið dýr eftir 40 mínútna leik. 8:23 eftir.2. leikhluti | 23-21: Annar fjórðungur er hafinn og Grindvíkingar halda í sókn og skora fyrstu stigin í fjórðungnum. 9:30 eftir.1. leikhluti | 23-19: Logi Gunnarsson lokar leikhlutanum með flautukörfu og leiða heimamenn með fjórum stigum eftir leikhluta sem byrjaði hægt í stigaskori.1. leikhluti | 21-19: Clinch Jr. jafnaði leikinn en Elvar Friðriksson svaraði með þriggja stiga körfu. 35 sek. eftir.1. leikhluti | 18-16: Liðin skiptast á að skora milli þess sem þau misnota sóknir og stefnir þetta í spennuleik. 1 mín. eftir.1. leikhluti | 14-11: Clinch Jr. með þriggja stiga körfu og munurinn er þrjú stig. 2:35 eftir.1. leikhluti | 14-8: Gestirnir eru búnir að skrefa í tvígang með skömmu millibili. Njarðvíkingar ná hinsvegar ekki að nýta mistök Grindvíkinga sem skyldi. 2:43 eftir.1. leikhluti | 12-6: Tveir þristar komnir í hús hjá Elvari og það kveikir í áhorfendum, Smith Jr. ver síðan skot frá Clinch Jr. 4:15 eftir.1. leikhluti | 9-6: Tracy Smit Jr. skorar sína fyrstu körfu en Sigurður Þorsteinsson er engu minni maður og svarar um hæl. 5 mín. eftir.1. leikhluti | 7-4: Elvar Friðriks er kominn með fimm stig en hann var að enda við að sökkva þriggja stika skoti. 6:24 eftir.1. leikhluti | 4-4: Einhver titringur í leikmönnum liðanna á fyrstu mínútunum, skot eru að geiga og menn missa boltann. 6:50 eftir.1. leikhluti | 2-2: Bæði lið misnota fyrstu sókn sína en Elvar Friðriksson kemur heimamönnum fyrst á blað. Ómar Sævarsson jafnar fyrir gestina. 8:37 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, heimamenn hefja sókn. 9:56 eftir.Fyrir leik: Liðin eru kynnt til leiks og áhorfendur halda áfram að streyma í Ljónagryfjuna, þetta er að fara í gang.Fyrir leik: Eins og körfuboltaunnendur ættu að vita unnu Grindvíkingar ÍR í bikarúrslitum um seinustu helgi og ættu því að hafa sjálfstraustið í botni fyrir leik kvöldsins. Njarðvíkingar hafa hins vegar tapað tveim seinustu leikjum sínum og ætti því að hungra í sigur. Þannig að það er búið að stilla því upp þannig að þetta verður hörkuleikur.Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er mikilvægur fyrir lokamynd úrslitakeppninnar en einungis fjórar umferðir eru eftir af deilarkeppninni. Fari svo að Grindvíkingar vinni leikinn þá festa þeir sig í sessi og myndu ekki enda neðar en í þriðja sæti. Njarðvíkingar verða hinsvegar að vinna til að halda forskoti á Hauki í baráttunni um fjórða sætið og heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá Suðurnesjaslag Njarðvíkur og Grindavíkur sem fer fram í Ljónagryfjunni í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira