Wyszomirski sá um Svíana | Frakkland áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2014 20:53 Ótrúleg frammistaða Piotr Wyszomirski fer í sögubækurnar. Vísir/AFP Markvörðurinn Piotr Wyszomirski sýndi heimsklassaframmistöðu þegar að Pólverjar rúlluðu upp Svíum á EM í handbolta í kvöld, 35-25. Um mikilvægan leik var að ræða en liðin voru bæði með fjögur stig í milliriðli 2 og gátu með sigri í dag blandað sér í baráttuna um sæti í undanúrslitum. Svíar byrjuðu miklu betur og komust yfir, 5-1. Slawomir Szmal byrjaði í marki Pólverja að venju en innkoma Piotr Wyszomirski gerbreytti leiknum. Hann einfaldlega lokaði markinu og sýndi ótrúleg tilþrif. Pólverjar skoruðu á þessum kafla átta mörk í röð. Pólland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, en stungu svo af í síðari hálfleik. Wyszomirski gaf ekkert eftir og varði alls sautján skot. Hann var lengi vel með 70 prósenta hlutfallsmarkvörslu en hún lækkaði í 53 prósent eftir að Svíar skoruðu nokkur mörk undir lok leiksins.Kim Ekdahl du Rietz skoraði sex mörk fyrir Svía og var þeirra besti leikmaður. Hjá Póllandi var Krzysztof Lijewski markahæstur með sex mörk. Úrslitin þýða að Frakkland er öruggt með efsta sæti milliriðils 2 og þar með sæti í undanúrslitum. Það er einnig ljóst að Svíar enda í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Króatía og Pólland eru bæði með sex stig og eigast við í hreinum úrslitaleik á morgun um annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum. Verði niðurstaðan jafntefli dugir markatala og þar hafa Króatar yfirhöndina. EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41 Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Markvörðurinn Piotr Wyszomirski sýndi heimsklassaframmistöðu þegar að Pólverjar rúlluðu upp Svíum á EM í handbolta í kvöld, 35-25. Um mikilvægan leik var að ræða en liðin voru bæði með fjögur stig í milliriðli 2 og gátu með sigri í dag blandað sér í baráttuna um sæti í undanúrslitum. Svíar byrjuðu miklu betur og komust yfir, 5-1. Slawomir Szmal byrjaði í marki Pólverja að venju en innkoma Piotr Wyszomirski gerbreytti leiknum. Hann einfaldlega lokaði markinu og sýndi ótrúleg tilþrif. Pólverjar skoruðu á þessum kafla átta mörk í röð. Pólland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 15-12, en stungu svo af í síðari hálfleik. Wyszomirski gaf ekkert eftir og varði alls sautján skot. Hann var lengi vel með 70 prósenta hlutfallsmarkvörslu en hún lækkaði í 53 prósent eftir að Svíar skoruðu nokkur mörk undir lok leiksins.Kim Ekdahl du Rietz skoraði sex mörk fyrir Svía og var þeirra besti leikmaður. Hjá Póllandi var Krzysztof Lijewski markahæstur með sex mörk. Úrslitin þýða að Frakkland er öruggt með efsta sæti milliriðils 2 og þar með sæti í undanúrslitum. Það er einnig ljóst að Svíar enda í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Króatía og Pólland eru bæði með sex stig og eigast við í hreinum úrslitaleik á morgun um annað sæti riðilsins og þar með sæti í undanúrslitum. Verði niðurstaðan jafntefli dugir markatala og þar hafa Króatar yfirhöndina.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41 Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Króatar fóru létt með Rússa Króatía er í góðri stöðu í milliriðli 2 eftir sannfærandi sigur á Rússlandi í fyrsta leik dagsins á EM í handbolta, 33-25. 21. janúar 2014 16:41
Frakkar enn ósigraðir á EM Frakkland vann öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi, 39-30, á EM í handbolta í dag og tróna á toppi milliriðils 2 með fullt hús stiga. 21. janúar 2014 18:46