Ýmist Raggi Nat eða Raggi Frat Kolbeinn Tumi Daðaspn skrifar 20. desember 2013 08:00 Reynsluboltinn Friðrik Stefánsson virkar smávaxinn í samanburði við Ragnar í baráttunni undir körfunni. Mynd/Jón Björn Ólafsson „Ég er allt annar maður en fyrir einu til tveimur árum. Ég er klárlega í besta formi ævi minnar,“ segir Ragnar Nathanaelsson. Miðherjinn, sem er 218 cm á hæð, fór á kostum í þremur leikjum Þórs Þorlákshafnar í Domino‘s-deildinni í desember og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína það sem af er leiktíð. Í síðasta leik fyrir jólafrí setti sá hávaxni 27 stig auk þess að taka 22 fráköst. Maður leiksins án nokkurs vafa. Ragnar æfði með A-landsliðinu í sumar og ber þjálfaranum Peter Öqvist vel söguna. „Peter fór mikið í grunninn með mér og sýndi mér heilmikið,“ segir Ragnar. Ekki hafi verið annað hægt en að bæta sig með landsliðinu. Spiltíminn var af skornum skammti en nýliðinn hefur fullan skilning á því. „Það er enginn að fara að taka byrjunarliðssætið af Hlyni Bærings,“ segir Raggi en Hlynur hefur verið í aðalhlutverkinu undir körfunni með landsliðinu í áratug. Ragnar gekk í raðir Þórs fyrir yfirstandandi leiktíð. Áður lék hann með uppeldisfélaginu Hamri en liðinu mistókst að komast upp úr 1. deildinni í vor. Þá ákvað Hvergerðingurinn að róa á ný mið. „Þegar ég ræddi við Þór gerði ég þá kröfu að fá styrktarþjálfun og aukaæfingar tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað gera hlutina af alvöru til að komast á næsta stig. „Svo ég geti einn daginn tekið byrjunarliðssætið af Hlyni.“Gústi þurfti að hringja í mömmu Aðeins sex ár eru síðan draga þurfti Ragnar á æfingar. Þá var Ágúst Björgvinsson, núverandi þjálfari Vals, við stjórnvölinn í Hveragerði og reyndi hvað hann gat að fá Ragnar á æfingar. „Ég hafði engan áhuga á íþróttum yfir höfuð. Maður fylgdist bara með Hamri og mætti á eina og eina æfingu,“ segir Ragnar. Ólíklegt sé að hann hefði byrjað í körfubolta ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju Ágústs. „Gústi hringdi í mig á leiðinni á æfingar til að spyrja hvort ég ætlaði ekki pottþétt að mæta. Ef ég svaraði ekki þá hringdi hann heim og talaði við mömmu,“ segir Ragnar. Aðspurður hvað hann hafi haft fyrir stafni áður en hann hellti sér í körfuna af krafti segir Ragnar: „Ég var bara úti í garði að leika mér með spýtur.“ Ragnar, sem er lærður húsasmiður, segir að áhuginn hafi aukist smám saman. Nú snúist lífið um körfubolta og draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu er ljóst að félög ytra eru farin að fylgjast með kappanum. Öll lið geta notað öflugan 218 cm mann undir körfunni. „Það eru einhverjir byrjaðir að spyrjast fyrir um mig og hafa samband. Ég passa mig samt á að vera ekki að pæla í því á miðju tímabili. Ég ætla ekki að vera kominn út áður en ég fer út,“ segir Ragnar einbeittur. Hann vonast til þess að geta æft með landsliðinu næsta sumar og í kjölfarið geti eitthvað gerst.Einbeittur Ragnar einbeitir sér alfarið að körfuboltanum í vetur með það að markmiði að komast í atvinnumennsku næsta haust. Mynd/Jón Björn ÓlafssonÝmist Raggi Nat eða Raggi Frat Gengi Þórsara á leiktíðinni hefur verið upp og niður. Liðið hefur unnið Grindavík í Röstinni en einnig tapað fyrir botnliði Vals. Ragnar segir þjálfarann Benedikt Guðmundsson hafa tvö Þórslið í höndunum sem skipuð séu sömu leikmönnum. „Stundum mætum við brjálaðir til leiks, lokum vörninni og brillerum eins og gegn Grindavík. Svo mætum við annars hugar í leiki gegn liðum sem við teljum okkur eiga að sigra og þau flengja okkur oftar en ekki,“ segir Ragnar. Leikmenn ætli að vinna í hugarfarinu í jólafríinu og ekki síst hann sjálfur. „Ég hef mætt í tvo eða þrjá leiki þar sem hefur verið alveg slökkt á mér. Ég hef ekki verið þessi Raggi Nat sem fólkið þekkir. Þá kýs Baldur Þór að kalla mig Ragga Frat,“ segir kappinn og hlær. Hann hafi ekki mikinn áhuga á að viðurnefnið festist við sig. Hressari maður en Ragnar er vandfundinn. Aðspurður hvort hann geri í því að vera hress eða ekki segist hann oftast nær vera í voðalega góðu skapi. „Ég glími við þann vanda að hugsa ekki alltaf áður en ég tala,“ segir Ragnar og hlær. „Ég er voðalega fljótur að skjóta á fólk en sem betur fer veit það að 90 prósent af því sem ég segi er í gríni.“ Mest geri hann grín að sjálfum sér en hann leggur mikið upp úr að viðhalda góðri stemningu í ungu Þórsliðinu. Fimm dagar eru til jóla og ætlar Ragnar að njóta alls þess sem verður á boðstólum. Hangikjötið og hamborgarhryggurinn mun renna ljúflega niður en þó er miðherjinn spenntastur fyrir skötunni. Þar spretti upp í honum sveitastrákurinn. „Ég fer í að lágmarki tvær skötuveislur á Þorláksmessu. Skata og hákarl er það besta sem ég fæ.“ Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
„Ég er allt annar maður en fyrir einu til tveimur árum. Ég er klárlega í besta formi ævi minnar,“ segir Ragnar Nathanaelsson. Miðherjinn, sem er 218 cm á hæð, fór á kostum í þremur leikjum Þórs Þorlákshafnar í Domino‘s-deildinni í desember og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína það sem af er leiktíð. Í síðasta leik fyrir jólafrí setti sá hávaxni 27 stig auk þess að taka 22 fráköst. Maður leiksins án nokkurs vafa. Ragnar æfði með A-landsliðinu í sumar og ber þjálfaranum Peter Öqvist vel söguna. „Peter fór mikið í grunninn með mér og sýndi mér heilmikið,“ segir Ragnar. Ekki hafi verið annað hægt en að bæta sig með landsliðinu. Spiltíminn var af skornum skammti en nýliðinn hefur fullan skilning á því. „Það er enginn að fara að taka byrjunarliðssætið af Hlyni Bærings,“ segir Raggi en Hlynur hefur verið í aðalhlutverkinu undir körfunni með landsliðinu í áratug. Ragnar gekk í raðir Þórs fyrir yfirstandandi leiktíð. Áður lék hann með uppeldisfélaginu Hamri en liðinu mistókst að komast upp úr 1. deildinni í vor. Þá ákvað Hvergerðingurinn að róa á ný mið. „Þegar ég ræddi við Þór gerði ég þá kröfu að fá styrktarþjálfun og aukaæfingar tvisvar til þrisvar í viku,“ segir Ragnar. Hann hafi viljað gera hlutina af alvöru til að komast á næsta stig. „Svo ég geti einn daginn tekið byrjunarliðssætið af Hlyni.“Gústi þurfti að hringja í mömmu Aðeins sex ár eru síðan draga þurfti Ragnar á æfingar. Þá var Ágúst Björgvinsson, núverandi þjálfari Vals, við stjórnvölinn í Hveragerði og reyndi hvað hann gat að fá Ragnar á æfingar. „Ég hafði engan áhuga á íþróttum yfir höfuð. Maður fylgdist bara með Hamri og mætti á eina og eina æfingu,“ segir Ragnar. Ólíklegt sé að hann hefði byrjað í körfubolta ef ekki hefði verið fyrir þrautseigju Ágústs. „Gústi hringdi í mig á leiðinni á æfingar til að spyrja hvort ég ætlaði ekki pottþétt að mæta. Ef ég svaraði ekki þá hringdi hann heim og talaði við mömmu,“ segir Ragnar. Aðspurður hvað hann hafi haft fyrir stafni áður en hann hellti sér í körfuna af krafti segir Ragnar: „Ég var bara úti í garði að leika mér með spýtur.“ Ragnar, sem er lærður húsasmiður, segir að áhuginn hafi aukist smám saman. Nú snúist lífið um körfubolta og draumurinn sé að komast í atvinnumennsku. Miðað við frammistöðu hans að undanförnu er ljóst að félög ytra eru farin að fylgjast með kappanum. Öll lið geta notað öflugan 218 cm mann undir körfunni. „Það eru einhverjir byrjaðir að spyrjast fyrir um mig og hafa samband. Ég passa mig samt á að vera ekki að pæla í því á miðju tímabili. Ég ætla ekki að vera kominn út áður en ég fer út,“ segir Ragnar einbeittur. Hann vonast til þess að geta æft með landsliðinu næsta sumar og í kjölfarið geti eitthvað gerst.Einbeittur Ragnar einbeitir sér alfarið að körfuboltanum í vetur með það að markmiði að komast í atvinnumennsku næsta haust. Mynd/Jón Björn ÓlafssonÝmist Raggi Nat eða Raggi Frat Gengi Þórsara á leiktíðinni hefur verið upp og niður. Liðið hefur unnið Grindavík í Röstinni en einnig tapað fyrir botnliði Vals. Ragnar segir þjálfarann Benedikt Guðmundsson hafa tvö Þórslið í höndunum sem skipuð séu sömu leikmönnum. „Stundum mætum við brjálaðir til leiks, lokum vörninni og brillerum eins og gegn Grindavík. Svo mætum við annars hugar í leiki gegn liðum sem við teljum okkur eiga að sigra og þau flengja okkur oftar en ekki,“ segir Ragnar. Leikmenn ætli að vinna í hugarfarinu í jólafríinu og ekki síst hann sjálfur. „Ég hef mætt í tvo eða þrjá leiki þar sem hefur verið alveg slökkt á mér. Ég hef ekki verið þessi Raggi Nat sem fólkið þekkir. Þá kýs Baldur Þór að kalla mig Ragga Frat,“ segir kappinn og hlær. Hann hafi ekki mikinn áhuga á að viðurnefnið festist við sig. Hressari maður en Ragnar er vandfundinn. Aðspurður hvort hann geri í því að vera hress eða ekki segist hann oftast nær vera í voðalega góðu skapi. „Ég glími við þann vanda að hugsa ekki alltaf áður en ég tala,“ segir Ragnar og hlær. „Ég er voðalega fljótur að skjóta á fólk en sem betur fer veit það að 90 prósent af því sem ég segi er í gríni.“ Mest geri hann grín að sjálfum sér en hann leggur mikið upp úr að viðhalda góðri stemningu í ungu Þórsliðinu. Fimm dagar eru til jóla og ætlar Ragnar að njóta alls þess sem verður á boðstólum. Hangikjötið og hamborgarhryggurinn mun renna ljúflega niður en þó er miðherjinn spenntastur fyrir skötunni. Þar spretti upp í honum sveitastrákurinn. „Ég fer í að lágmarki tvær skötuveislur á Þorláksmessu. Skata og hákarl er það besta sem ég fæ.“
Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira