Viðar: Menn hafa mikla trú á mér hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2013 07:00 Viðar Örn Kjartansson. Mynd/Heimasíða Vålerenga Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson. Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Selfyssingur, Viðar Örn Kjartansson, mun reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýju ári. Hann sló í gegn í Pepsi-deildinni síðasta sumar með Fylki þar sem hann skoraði þrettán mörk rétt eins og Atli Viðar Björnsson og Gary Martin. Viðar fékk að launum silfurskóinn en Atli Viðar fékk gullskóinn þar sem hann lék færri leiki en Viðar og Martin. Þessi flotta frammistaða hans síðasta sumar fór ekki fram hjá erlendum félögum enda verður Viðar búinn að skrifa undir atvinnumannasamning síðar í dag. „Við höfum náð saman um þriggja ára samning og ég er virkilega spenntur fyrir þessu,“ segir Viðar en hann fór til reynslu til félagsins í október og allt síðan þá var mjög líklegt að hann færi til félagsins.Viðar Örn er að uppskera eftir frábært sumar með Fylki og verður gaman að fylgjast með honum í Noregi.Mydn/ArnþórHafa mikla trú á mér „Ég var hjá þeim í tíu daga og gekk mjög vel. Þeir vildu samt ekki gera neitt fyrr en þeir væru búnir að tryggja sér úrvalsdeildarsæti. Það gekk sem betur fer og ég vissi alltaf að þá yrði af þessu.“ Þjálfari liðsins er gamla kempan Kjetil Rekdal. Hann ætlar Viðari Erni stórt hlutverk í liðinu en hann mun leysa Torgeir Børven af hólmi en sá er á leið til Twente í Hollandi. „Menn hafa mikla trú á mér hérna. Þetta er flottur klúbbur og sá eini í Ósló. Það er mikil stemning í kringum félagið. Rekdal er flottur. Svolítið sérstakur sem er alls ekki verra. Hann hefur trú á mér og það er það jákvæðasta við þetta.“ Viðar Örn segir að sitt markmið hafi verið að komast út eftir sumarið. Það hafi gengið upp enda skoraði hann 13 af 33 mörkum Fylkis. „Það þarf að skora mörg mörk til þess að komast frá Íslandi. Ég vildi komast út fyrr en var bjartsýnn á að það tækist núna,“ segir Viðar en uppgangur hans síðustu ár hefur verið hraður. Átti frábært tímabil í fyrra en var ekki eins áberandi hjá Selfossi sumarið þar á undan þó svo að hann hafi sýnt lipra spretti. „Fyrri umferðin síðasta sumar var erfið en ég skoraði níu mörk í seinni umferðinni er liðið komst í gang. Það var minna að gera í framlínunni fyrri umferðinni.“ Hann lenti í erfiðum meiðslum þegar hann var 19 ára en hann sleit þá krossband. Þau héldu honum frá vellinum í nánast tvö tímabil. „Ég hef lent í ýmsu á ferlinum og það hefur styrkt mig mikið. Ég er meira tilbúinn núna en fyrir fjórum til fimm árum. Þetta er rétti tíminn fyrir mig. Ég hef fulla trú á sjálfum mér og ætla að sýna að ég eigi vel heima í þessari deild,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira