Óþarfi að eyðileggja Íslandsmótið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2013 07:15 Sigursæll. Valskonur hafa unnið fjölmarga titla undanfarin ár undir stjórn Stefáns. Liðið varð bikarmeistari síðastliðið vor. Fréttablaðið/Daníel Fréttablaðið/Daníel „Þetta er allt of langt frí. Við gáfum leikmönnum okkar vikufrí og þær fóru í ferðalög. Svo hittumst við á mánudaginn og erum byrjuð að æfa aftur,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari bikarmeistara Vals í kvennaflokki. Valsstelpur lögðu Fylki að velli í deildinni 20. nóvember sl. en hafa síðan ekki spilað leik. Næsti deildarleikur er á dagskrá 11. janúar. Hlé var gert á deildinni hér heima eins og annars staðar í Evrópu vegna heimsmeistaramótsins í Serbíu. Íslenska liðið komst ekki í lokakeppnina en tíminn var þó nýttur til að kalla landsliðið saman. Liðið mætti Sviss í þremur leikjum í síðustu viku og æfir nú út vikuna. „Við höfum aðgang að leikmönnum ytra í tvær vikur. Svo margir leikmenn landsliðsins spila erlendis að það er nauðsynlegt að nýta tímann vel,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri Handknattleikssambandsins. Liðið verði að fá tíma til æfinga ætli það sér að komast á næsta stórmót. „Landsliðið hefði átt að æfa í eina viku að meðtöldum landsleikjunum gegn Sviss,“ segir Stefán sem finnst tveggja vikna æfingahrina landsiðsins of löng. „Það er auðvitað frábært að landsliðið fái verkefni en þegar liðið er ekki í lokakeppni á ekki að eyðileggja Íslandsmótið,“ segir Stefán. Ein vika hefði dugað og í kjölfarið hefði verið hægt að ná allt að þremur umferðum í deildinni fyrir jól. Málið hafi ekki verið hugsað til enda heldur haldið í sama horfi og undanfarin ár þegar Ísland var með á stórmótum. „Það verður að horfa á heildina. Það eru fleiri að spila handbolta en landsliðsmennirnir,“ segir Stefán.Ósáttur við fyrirkomulagið Stefán Arnarson hefur þjálfað Valsliðið frá 2008.Frétttablaðið/vilhelmDeildarbikarinn færður fram Róbert segist hafa sest niður með forráðamönnum félaganna í upphafi síðastliðins sumars þar sem línur hafi verið lagðar fyrir tímabilið. Félögin hafi verið spurð hvort vilji væri til að spila í deildinni í desember í kjölfar landsleikjahlés eða lengja hléið fram í janúar. Mögulegt hefði verið að spila eina til tvær umferðir fyrir jól. Vilji félaganna hafi verið að halda desemberhléinu líkt og undanfarin ár. „Desember er þungur mánuður fyrir félögin. Mörg lið eru skipuð ungum leikmönnum í framhalds- og háskóla sem eru á kafi í prófum,“ segir Róbert. Hann minnir á að staða Vals sé nokkuð önnur en annarra liða. Margir leikmenn hafi lokið háskólanámi og séu úti á vinnumarkaðnum. Hjá öðrum liðum sé staðan erfiðari. Planið hafi verið sent til félaga og enginn hafi hreyft mótmælum. Þá minnir Róbert á að deildabikarinn, sem spilaður hafi verið milli jóla og nýárs, verði leikinn 13.-14. desember í ár. Það komi til af því að þá geti leikir í karla- og kvennaflokki farið fram á sama tíma. Leikirnir fari því ekki ofan í undirbúning karlalandsliðsins sem hefur leik á Evrópumótinu í Danmörku 12. janúar. Valsmenn létu rúmenska leikmanninn Gherman Marinelu fara á dögunum en sú náði sér ekki á strik í rauða búningnum.Útlendingalaust Valslið „Þetta var ágætis leikmaður og góð stelpa en hentaði ekki okkar leikskipulagi,“ segir Stefán. Hún komi úr austur-evrópskum handbolta þar sem spiluð sé önnur vörn en flest liðin hér heima leika. Hún hafi verið föst í sínu og gengið illa að aðlagast. Stefán segir Val ekki munu reyna að fylla skarð Marinelu með erlendum leikmanni. Valsliðið ætli að taka á því án aðstoðar að utan út leiktíðina. Hins vegar segir Stefán fagnaðarefni að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Rebekka Skúladóttir séu að komast á fulla ferð eftir barneignahlé. „Þær eru að styrkjast og komast í betra stand,“ segir Stefán. Hann er ánægður með stöðu Valsliðsins sem situr í 2. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir, stigi á eftir toppliði Stjörnunnar. Hvorugt liðið hefur tapað leik. „Ég sagði alltaf að þetta gæti orðið erfitt fyrir áramót. Við erum á ágætis stað miðað við hvað mannskapurinn kemur seint inn,“ segir Stefán. Markmiðið á Hlíðarenda er skýrt. „Við stefnum alltaf á toppinn.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
„Þetta er allt of langt frí. Við gáfum leikmönnum okkar vikufrí og þær fóru í ferðalög. Svo hittumst við á mánudaginn og erum byrjuð að æfa aftur,“ segir Stefán Arnarson, þjálfari bikarmeistara Vals í kvennaflokki. Valsstelpur lögðu Fylki að velli í deildinni 20. nóvember sl. en hafa síðan ekki spilað leik. Næsti deildarleikur er á dagskrá 11. janúar. Hlé var gert á deildinni hér heima eins og annars staðar í Evrópu vegna heimsmeistaramótsins í Serbíu. Íslenska liðið komst ekki í lokakeppnina en tíminn var þó nýttur til að kalla landsliðið saman. Liðið mætti Sviss í þremur leikjum í síðustu viku og æfir nú út vikuna. „Við höfum aðgang að leikmönnum ytra í tvær vikur. Svo margir leikmenn landsliðsins spila erlendis að það er nauðsynlegt að nýta tímann vel,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri Handknattleikssambandsins. Liðið verði að fá tíma til æfinga ætli það sér að komast á næsta stórmót. „Landsliðið hefði átt að æfa í eina viku að meðtöldum landsleikjunum gegn Sviss,“ segir Stefán sem finnst tveggja vikna æfingahrina landsiðsins of löng. „Það er auðvitað frábært að landsliðið fái verkefni en þegar liðið er ekki í lokakeppni á ekki að eyðileggja Íslandsmótið,“ segir Stefán. Ein vika hefði dugað og í kjölfarið hefði verið hægt að ná allt að þremur umferðum í deildinni fyrir jól. Málið hafi ekki verið hugsað til enda heldur haldið í sama horfi og undanfarin ár þegar Ísland var með á stórmótum. „Það verður að horfa á heildina. Það eru fleiri að spila handbolta en landsliðsmennirnir,“ segir Stefán.Ósáttur við fyrirkomulagið Stefán Arnarson hefur þjálfað Valsliðið frá 2008.Frétttablaðið/vilhelmDeildarbikarinn færður fram Róbert segist hafa sest niður með forráðamönnum félaganna í upphafi síðastliðins sumars þar sem línur hafi verið lagðar fyrir tímabilið. Félögin hafi verið spurð hvort vilji væri til að spila í deildinni í desember í kjölfar landsleikjahlés eða lengja hléið fram í janúar. Mögulegt hefði verið að spila eina til tvær umferðir fyrir jól. Vilji félaganna hafi verið að halda desemberhléinu líkt og undanfarin ár. „Desember er þungur mánuður fyrir félögin. Mörg lið eru skipuð ungum leikmönnum í framhalds- og háskóla sem eru á kafi í prófum,“ segir Róbert. Hann minnir á að staða Vals sé nokkuð önnur en annarra liða. Margir leikmenn hafi lokið háskólanámi og séu úti á vinnumarkaðnum. Hjá öðrum liðum sé staðan erfiðari. Planið hafi verið sent til félaga og enginn hafi hreyft mótmælum. Þá minnir Róbert á að deildabikarinn, sem spilaður hafi verið milli jóla og nýárs, verði leikinn 13.-14. desember í ár. Það komi til af því að þá geti leikir í karla- og kvennaflokki farið fram á sama tíma. Leikirnir fari því ekki ofan í undirbúning karlalandsliðsins sem hefur leik á Evrópumótinu í Danmörku 12. janúar. Valsmenn létu rúmenska leikmanninn Gherman Marinelu fara á dögunum en sú náði sér ekki á strik í rauða búningnum.Útlendingalaust Valslið „Þetta var ágætis leikmaður og góð stelpa en hentaði ekki okkar leikskipulagi,“ segir Stefán. Hún komi úr austur-evrópskum handbolta þar sem spiluð sé önnur vörn en flest liðin hér heima leika. Hún hafi verið föst í sínu og gengið illa að aðlagast. Stefán segir Val ekki munu reyna að fylla skarð Marinelu með erlendum leikmanni. Valsliðið ætli að taka á því án aðstoðar að utan út leiktíðina. Hins vegar segir Stefán fagnaðarefni að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Rebekka Skúladóttir séu að komast á fulla ferð eftir barneignahlé. „Þær eru að styrkjast og komast í betra stand,“ segir Stefán. Hann er ánægður með stöðu Valsliðsins sem situr í 2. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir, stigi á eftir toppliði Stjörnunnar. Hvorugt liðið hefur tapað leik. „Ég sagði alltaf að þetta gæti orðið erfitt fyrir áramót. Við erum á ágætis stað miðað við hvað mannskapurinn kemur seint inn,“ segir Stefán. Markmiðið á Hlíðarenda er skýrt. „Við stefnum alltaf á toppinn.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira