Ragna Lóa lofaði að halda partí Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 06:30 Leikmenn Fylkis fögnuðu að vonum sigrinum á Grindavík á þriðjudagskvöldið Mynd/Einar Ásgeirsson „Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Þetta voru erfiðir leikir og mesta mótspyrnan sem við höfum fengið í sumar. Þær voru baráttuglaðar og góðar. Við þurftum að hafa fyrir þessu,“ segir Anna Björg Björnsdóttir, framherji Fylkis. Anna Björg skoraði þrennu fyrir Árbæjarliðið þegar liðið vann 3-2 sigur á Grindavík í undanúrslitum 1. deildar. Fylkir vann 3-1 sigur í fyrri leiknum og því 6-3 sigur samanlagt. Fylkir féll nokkuð óvænt úr efstu deild síðastliðið sumar. Þrír leikmenn héldu á braut en aðrir stóðu vaktina í deild þeirra næstbestu. „Við erum svo margar uppaldar og með stórt Fylkishjarta,“ segir framherjinn 31 árs gamli sem átti þess kost að ganga til liðs við sterk félög í efstu deild. „Það eru spennandi tímar fram undan í Árbænum,“ segir Anna Björg. Hún hefur skorað 32 mörk í 21 leik með Fylki í öllum keppnum í sumar. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkunum undanfarin ár hafa tækifæri í íslenska landsliðinu verið af skornum skammti. Hún var þó í fjörutíu manna æfingahópi Sigurðar Ragnars um áramótin en var mikið meidd í vetur og gat ekki hafið æfingar af krafti fyrr en í apríl. Því gat hún ekki sýnt sig á æfingum með landsliðinu. „Ef ég hefði spilað í allan vetur hefði ég kannski getað komist í EM-hópinn. Maður veit aldrei.“ Anna Björg segir ekki í spilunum að taka þátt í fallbaráttu í efstu deild á næstu leiktíð hvað sig varðar. Fylkir hafi verið í efstu deild frá árinu 2006 þar til liðið féll í fyrra. „Við þurfum að bæta við okkur fjórum til fimm sterkum leikmönnum,“ segir framherjinn. Liðið missti Heiðu Dröfn Antonsdóttur í FH og Rúnu Sif Stefánsdóttur í Stjörnuna, auk þess sem Eyrún Rakel Agnarsdóttir skipti yfir í Fram. Anna Björg hlær þegar hún er spurð hvort Fylkisstelpurnar séu búnar að fyrirgefa svikin. „Maður skilur vel að leikmenn vilji leika í efstu deild,“ segir Anna Björg og segir þær allar velkomnar aftur. Reyndar séu allir velkomnir í Árbæinn, enda gerist stemmningin ekki betri en þar. Fylkir mætir ÍA í úrslitaleik 1. deildar á laugardaginn. Bæði lið hafa tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu og leikurinn því aukaatriði að mati sumra. Því er markadrottning Fylkis ekki sammála. „Við viljum vinna bikar og ætlum að klára þetta með stæl,“ segir Anna Björg. Hún minnir á að með sigri hafi Fylkir farið ósigraður í gegnum Íslandsmótið. Þá geti Árbæjarstelpurnar, sem þekktar hafa verið fyrir að kunna að skemmta sér, slett úr klaufunum um kvöldið fáist leyfi hjá Rögnu Lóu Stefánsdóttur, þjálfara liðsins. „Það er eins gott að Ragna haldi fyrir okkur almennilegt partí. Hún var búin að lofa því.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira