Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KFÍ 92-77 | Junior kláraði Ísfirðinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ásgarði skrifar 9. desember 2013 12:01 Myndir/Valli Stjarnan vann öflugan sigur á KFÍ í Ásgarði í kvöld þrátt fyrir að mæta til leiks með þunnskipað og vængbrotið lið. Bandaríkjamaðurinn Matthew „Junior" Hairston fór á kostum og skoraði 38 stig. Ísfirðingar byrjuðu af miklum krafti og gáfu tóninn snemma með nokkrum þriggja stiga körfum. Stjörnumenn létu þó af sér kveða í öðrum leikhluta og munurinn aðeins eitt stig í hálfleik, 41-40, KFÍ í vil. Hairston og Dagur Kár Jónsson tóku svo leikinn í sínar hendur í þriðja leikhluta og félagar þeirra fylgdu með. Heimamenn skutu grimmt að utan og byggðu upp forystu sem gestirnir náðu ekki að brúa. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson voru báðir frá vegna meiðsla í liði Stjörnumanna í kvöld. Talsvert hefur verið um meiðsli í herbúðum Garðbæinga og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, aðeins með átta leikmenn á skýrslu að þessu sinni. Þar af voru aðeins þrír yfir tvítugu. Gestirnir gengu á lagið í upphafi leiks og byrjuðu að skjóta grimmt á heimamenn. Það bar árangur og þó svo að Bandaríkjamaðurinn Jason Smith hafi ekki náð sér neitt sérstaklega á strik var stigaskorið að dreifast á marga menn. Stjörnumenn tóku sig taki í öðrum leikhluta og hleyptu meiri baráttu í leikinn. Ísfirðingar svöruðu og héldu sínu taki á leiknum, þó svo að það hafi oft staðið tæpt. En í síðari hálfleik hófst sýning Junior Hairston. Hann var hreinlega allt í öllu, bæði í vörn og sókn. Hann frákastaði grimmt, varði mikilvæg skot og vann mikilvæga bolta. Ef hann keyrði ekki sjálfur upp að körfunni bjó hann tækifæri fyrir samherja sína - sem þeir nýttu vel. Dagur Kár Jónsson átti einnig góðan leik, þrátt fyrir slaka skotnýtingu. Hann var með tólf stoðsendingar og fann Hairston á köflum sérstaklega vel. Þegar að Ísfirðingar ákváðu að stöðva Hairston í teignum fór hann bara út fyrir þriggja stiga línuna og raðaði niður skotum þar. Hann og Kjartan Atli Kjartansson buðu upp á væna syrpu í fjórða leikhluta sem gerði í raun út um leikinn. Stjörnumenn náðu að stöðva Jason Smith, hættulegasta leikmann KFÍ. Smith nýtti aðeins sex af 22 skotum sínum úr opnu spili í kvöld og var langt frá sínu besta. Mirki Virijevic spilaði vel og Ágýst Angantýsson valdi skotin sín vel. En það vantaði heilt yfir betra framlag frá gestunum að þessu sinni, sérstaklega í seinni hálfleik.Birgir Örn: Þeirra stíll að tuða Birgir Örn Birgisson, þjálfari KFÍ, sagði það hafa verið svekkjandi að hafa ekki gert betur gegn undirmönnuðu liði Stjörnunnar í leik liðanna í kvöld. Eftir góða byrjun og fínan fyrri hálfleik tóku Garðbæingar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik. „Við misstum aðeins dampinn í sóknarleiknum og fengum þá á okkur auðveldar körfur," sagði hann um það sem fór úrskeðis hjá hans mönnum í seinni hálfleik. „Við vorum í vandræðum með okkar sóknarleik og létum þar að auki tuðið þeirra fara í taugarnar á okkur. Það á ekki að gerast því það er þeirra stíll að tuða,“ sagði Birgir Örn. „Við bara héldum ekki einbeitingunni.“ Matthew Hairston fór mikinn í upphafi seinni hálfleiks, sérstaklega í teig Ísfirðinga. En þegar KFÍ-menn stöðvuðu hann þar þá hélt hann sig fyrir utan þriggja stiga línunnar með góðum árangri. „Við réðum ekki við hann fyrir utan og ég verð bara að taka það á mig og minn undirbúning. Ég taldi hann ekki vera svona góða skyttu fyrir utan,“ sagði Birgir. Stjörnumenn voru án nokkurra lykilmanna í kvöld en Ísfirðingar náðu ekki að færa sér það í nyt. „Við viljum auðvitað koma í alla leiki til að vinna þá, sama hvernig hitt liðið er skipað. En það gekk því miður ekki upp í kvöld.“ Hann neitar því ekki að hann hefði viljað fá meira framlag frá sínum lykilmönnum í kvöld. „Þetta rann ekki jafn ljúft og gegn Snæfelli á föstudaginn. Það vantaði líka meira frá þriðja og fjórða manninum líka - að hann kæmi með eitthvað extra eins og gerðist á föstudaginn.“Teitur: Einn af mínum stærstu sigrum „Þetta var eins gott og við þorðum að vona. Þetta var skref upp á við fyrir Stjörnuna að allir þessir kjúklingar fengu að spila svona margar mínútur í kvöld,“ sagði Teitur Örlygsson, kampakátur þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur hans manna á KFÍ í kvöld. „Þetta var einn mínum stærstu sigrum í þessu húsi og ég er afar stoltur af því.“ Ísfirðingar byrjuðu vel og Teitur sagðist hafa átt von á því að gestirnir myndu skjóta grimmt í upphafi leiks. „Við vorum búnir að ákveða að láta þá stráka sem eru ekki vanir að draga vagninn í þeirra liði taka fullt af skotum fyrir utan. Þess í stað létum við Jason [Smith] hafa virkilega mikið fyrir öllu því sem hann gerði í leiknum enda stigahæsti leikmaður deildarinnar.“ „Okkar leikáætlun gekk nánast fullkomlega upp. Þeir hættu að hitta svona vel eins og þeir gerðu í upphafi leiks og við náðum að frákasta vel.“ Hann hrósaði Junior Hairston fyrir hans framlag í kvöld. „Hann er rosalegur stemningsleikmaður og getur verið alveg óútreiknanlegur. En hann hefur verið alveg frábær síðustu þrjá leiki. Hann er alveg magnaður og vonandi verður ekkert lát á því.“Hairston: Vildi stíga upp Matthew „Junior“ Hairston átti magnaðan leik í kvöld en hann skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst og varði fjögur skot. Lengi átti hann meira en helming skoraðra stiga sinna manna í leiknum. „Hver sigur er mér mikilvægur og ég vil bara taka einn leik fyrir í einu. Við vorum fáliðaðir í kvöld og því vissi ég að ég þyrfti að stíga upp í kvöld. En þetta var góður sigur - tilfinningin er góð og nú er það bara næsti leikur,“ sagði Hairston. „Við erum með marga frábæra leikmenn í liðinu en ég vissi að það væri mitt hlutverk að reyna að fylla í skarð þeirra sem vantar í kvöld.“ Hairston spilaði vel, bæði í vörn og sókn en þannig vill hann hafa það. „Ég vil ekki vera einhliða leikmaður. Ég vil geta lagt mitt af mörkum í vörninni þegar ég hitti ekki á minn dag í sókninni og öfugt. Það er bara minn stíll.“ Hann hrósaði ungu leikmönnunum sem spiluðu fyrir Stjörnuna í kvöld. „Þeir eru frábærir. Þeir mæta á hverja æfingu með álíka kraft og þeir sýndu í leiknum í kvöld. Þeir fengu tækifæri til að sýna sig í kvöld og þeir nýttu það mjög vel.“ Hann á því von á góðu þegar að lið Stjörnunnar verður fullmannað á ný. „Þetta er sérstakt lið, þó svo að það séu enn veikir blettir hér og þar. Við megum ekki vera ánægðir með stöðuna eins og hún er - heldur að halda áfram að bæta okkar leik.“Tölfræði leiksins: Stjarnan-KFI 91-77 (17-24, 23-17, 20-16, 31-20) Stjarnan: Matthew James Hairston 38/14 fráköst/4 varin skot, Sigurður Dagur Sturluson 14/5 stolnir, Kjartan Atli Kjartansson 14/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 13/6 fráköst/12 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 8/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/6 fráköst.KFI: Mirko Stefán Virijevic 20/13 fráköst, Jason Smith 18/10 fráköst/10 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 17/9 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 12, Jón Hrafn Baldvinsson 7/7 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 3. Leiklýsing: Stjarnan - KFÍLeik lokið | 92-77: Stjörnumenn gáfu eftir á lokamínútunum en það kom ekki að sök. Munurinn var orðinn of mikill. Sigurður Dagur setti þó niður þrist á lokasekúndunni, fiskaði villu og setti niður aukastigið.38. mín | 86-72: Ísfirðingar að láta skapið fara með sig. „Haltu kjafti," öskrar Ágúst í átt að bekk Stjörnumanna - eftir að Stjarnan tók leikhlé.37. mín | 86-66: Þetta er komið hjá heimamönnum. Sigurður Dagur var að verja skot, stela bolta og fá dæmda villu á nokkrum sekúndum. Gríðarleg barátta hjá Stjörnumönnum.36. mín | 84-66: Hann nennir ekki að skjóta nema utan þriggja stiga línunnar. Fjórði þristurinn kominn, tólf stig alls hjá kappanum.36. mín | 81-66: Hraunar Guðmundsson setur niður þrist fyrir KFÍ en Stjörnumenn svara um leið. Hairston tekur svo enn eitt frákastið (14 komin) og sýningin heldur áfram. Fimmtán stiga munur.34. mín | 75-63: Stjörnublaðamaðurinn Kjartan Atli var að setja enn einn þristinn.33. mín | 72-61: Junior-sýningin heldur áfram. Þrír þristar í röð hjá honum en Kjartan Atli setti reyndar einn þrist inn á milli hinna. Hairston fékk ekki pláss í teignum, þá er bara að skjóta að utan. Stigaskorið á töflunni er enn í rugli, ýmist gleymist að setja stig eða það er stigum ofaukið á töflunni. Meira bullið.31. mín | 66-59: Hairston hefur verið í strangri gæslu hjá Mirko en nú fékk hann smá pláss fyrir utan og hann nýtti það um leið. Er kominn með 32 stig af 63 hjá Stjörnunni. Og svo aftur þrist í næstu sókn. Ja, hérna. 35 stig komin. Tekur keilufagnið geðþekka - fella!Þriðja leikhluta lokið | 60-57: Stjarnan fékk lokasóknina en Dagur nýtti ekki skotið. Hörkubarátta um frákastið, þar sem Hairston og Smith eru í aðalhlutverkum. Leiktíminn rennur út án þess að nokkuð sé dæmt en Smith vill meira en ekki neitt. „Mr. Ref! How do you let that happen?" segir hann við einn úr dómaratríóinu. Birgir, þjálfari KFÍ, er fljótur að rífa sína menn niður á jörðina.29. mín | 60-57: Hairston sýnir mikilvægi sitt í vörn og er að búa til auðveld stig fyrir félaga sína. Ísfirðingar neita þó að gefast upp. Eru byrjaðir að keyra meira inn að körfu í stað þess að skjóta stanslaust að utan, sem hefur lítinn árangur borið í seinni hálfleik.28. mín | 56-53: Þristur hjá Smith og góð vörn hjá KFÍ heldur spennu í leiknum. Dagur Kár setur svo niður þrist eftir að Pance liggur þjáður í gólfinu - fékk greinilega högg í andlitið. Hann var nýbúinn að fá vafasama villu dæmda á sig.26. mín | 51-50: Varnarbarátta á báðum endum vallarins. Ísfirðingar hafa að mestu náð að stöðva áhlaup Hairston og félag, í bili að minnsta kosti.25. mín | 50-46: Ágúst kemur KFÍ almennilega af stað með þristi. Annars hefur þetta verið sýning í boði Hairston og Dags Kár. Hairston allt í öllu, bæði í vörn og sókn, þessa stundina.24. mín | 48-41: Hairston er að fara á kostum. Frákastar og ver grimmt í vörninni, fljótur fram og skorar grimmt. KFÍ ekki kmoið á blað í seinni hálfleik. Dagur Kár að gera sitt vel. KFÍ tekur leikhlé og þar er messað vel yfir mönnum.22. mín | 44-41: Góð byrjun Garðbæinga í seinni hálfleik.Fyrri hálfleik lokið | 40-41: Ísfirðingar hanga á naumri forystu þrátt fyrir að Junior Hairston hafi farið á kostum hér í lokin. Hann er kominn með nítján stig. Leikurinn var í járnum síðustu mínúturnar en atkvæðamestir hjá KFÍ eru Mirko Virijevic með tólf stig og Jason Smith með níu. Það hefur reyndar gengið á ýmsu á ritaraborðinu. Það hefur gengið illa að halda utan um rétt stigaskor og að stöðva leiktímann þegar beðið er um leikhlé. Vonum að þetta lagist allt fyrir seinni hálfleikinn.18. mín | 35-34: Tveir þristar í röð hjá Stjörnunni. Fyrst frá Fannari, svo Hairston. Garðbæingar komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum.16. mín | 29-32: Ísfirðingar halda undirtökunum en leikurinn verið nokkuð erilsamur síðustu mínúturnar, enda stigaskorið ekkert sérstaklega hátt.13. mín | 25-26: Hörkubarátta á vellinum, sérstaklega um fráköstin. Stjörnumenn hafa haft betur í þeirri baráttu og það hefur haldið þeim inn í leiknum, þrátt fyrir að skotnýtingin hafi oft verið betri.Fyrsta leikhluta lokið | 17-23: Ísfirðingar mættu mjög grimmir til leiks og Stjörnumenn voru nokkra stund að koma sér í takt við leikinn. Gestirnir hafa yfirhöndina, enn sem komið er.9. mín | 17-20: Allt annað að sjá til Garðbæinga. Mun grimmari í vörn og uppskera samkvæmt því. Náðu að minnka muninn í eitt en Ísfirðingar svöruðu.7. mín | 10-18: Yngsti maðurinn á vellinum, Daði Lár, kemur sínum mönnum betur í leikinn með mikilvægum þristi.5. mín | 7-18: Fjórði þristurinn sokkinn hjá KFÍ, nú var komið að Guðmundi Jóhanni. Fimm menn komnir á blað hjá KFÍ. Allir þrír sem eru yfir tvítugu hjá Stjörnunni hafa séð um stigakorun heimamanna. Teitur er ekki ánægður með það sem hann sér og biður um leikhlé.4. mín | 5-13: Þeir fljúga þristarnir hjá gestunum. Þrír komnir nú þegar.2. mín | 3-5: Ágúst er kominn með öll fimm stig Ísfirðinga en Kjartan Atli svaraði með þristi. Spjaldið og í, ætlaði pottþétt að hafa það þannig.2. mín | 0-3: Ágúst kemur Ísfirðingum yfir með þristi.1. mín | 0-0: Tíu sekúndur liðnar og dómarar verða stöðva leikinn því að leikklukkan er eitthvað biluð. Stjörnumenn byrjuðu í sókn, svo því sé haldið til haga. Allir þrír „eldri" leikmenn liðsins eru inn á.Fyrir leik: Garðbæingar hafa þó verið öflugir á heimavelli í vetur og unnið fjóra af fimm leikjum sínum í Ásgarði.Fyrir leik: Stjörnumenn eru í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig eftir níu leiki. ÍSfirðingar eru í níunda sætinu með fjögur stig en eiga sannarlega möguleika á mikilvægum útivallarsigri í kvöld.Fyrir leik: KFÍ er með sitt sterkasta lið í dag en þara fara þeir Jason Smith og Mirko Stefán Virijevic fremstir í flokki. Þeir eru báðir með yfir 20 stig að meðaltali í leik í vetur.Fyrir leik: Til viðbótar við þessa fimm neðangreindu eru aðeins þrír leikmenn til viðbótar á skýrslu hjá Stjörnunni. Bandaríkjamaðurinn Matthew Hairston, Fannar Freyr Helgason og Kjartan Atli Kjartansson. Það er því laust fyrir fjóra leikmenn á skýrslu Stjörnumanna.Fyrir leik: Daði Lár Jónsson yngsti Stjörnumaðurinn á skýrslu í dag en hann er sautján ára. Bróðir hans, Dagur Kár, er átján ára, sem og þeir Magnús Bjarki Guðmundsson og Tómas Þórður Hilmarsson. Sigurður Dagur Sturluson er svo nítján ára.Fyrir leik: Lið Stjörnunnar er heldur þunnskipað í dag. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson eru báðir frá vegna meiðsla í dag. Það eru því nokkrir ungir leikmenn í hópi hjá Stjörnunni í dag.Fyrir leik: Síðustu leikmennirnir eru að gera sig klára út á velli og að taka síðustu skotin áður en þjálfarinn kallar á alla inn í klefa.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og KFÍ lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Stjarnan vann öflugan sigur á KFÍ í Ásgarði í kvöld þrátt fyrir að mæta til leiks með þunnskipað og vængbrotið lið. Bandaríkjamaðurinn Matthew „Junior" Hairston fór á kostum og skoraði 38 stig. Ísfirðingar byrjuðu af miklum krafti og gáfu tóninn snemma með nokkrum þriggja stiga körfum. Stjörnumenn létu þó af sér kveða í öðrum leikhluta og munurinn aðeins eitt stig í hálfleik, 41-40, KFÍ í vil. Hairston og Dagur Kár Jónsson tóku svo leikinn í sínar hendur í þriðja leikhluta og félagar þeirra fylgdu með. Heimamenn skutu grimmt að utan og byggðu upp forystu sem gestirnir náðu ekki að brúa. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson voru báðir frá vegna meiðsla í liði Stjörnumanna í kvöld. Talsvert hefur verið um meiðsli í herbúðum Garðbæinga og var Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, aðeins með átta leikmenn á skýrslu að þessu sinni. Þar af voru aðeins þrír yfir tvítugu. Gestirnir gengu á lagið í upphafi leiks og byrjuðu að skjóta grimmt á heimamenn. Það bar árangur og þó svo að Bandaríkjamaðurinn Jason Smith hafi ekki náð sér neitt sérstaklega á strik var stigaskorið að dreifast á marga menn. Stjörnumenn tóku sig taki í öðrum leikhluta og hleyptu meiri baráttu í leikinn. Ísfirðingar svöruðu og héldu sínu taki á leiknum, þó svo að það hafi oft staðið tæpt. En í síðari hálfleik hófst sýning Junior Hairston. Hann var hreinlega allt í öllu, bæði í vörn og sókn. Hann frákastaði grimmt, varði mikilvæg skot og vann mikilvæga bolta. Ef hann keyrði ekki sjálfur upp að körfunni bjó hann tækifæri fyrir samherja sína - sem þeir nýttu vel. Dagur Kár Jónsson átti einnig góðan leik, þrátt fyrir slaka skotnýtingu. Hann var með tólf stoðsendingar og fann Hairston á köflum sérstaklega vel. Þegar að Ísfirðingar ákváðu að stöðva Hairston í teignum fór hann bara út fyrir þriggja stiga línuna og raðaði niður skotum þar. Hann og Kjartan Atli Kjartansson buðu upp á væna syrpu í fjórða leikhluta sem gerði í raun út um leikinn. Stjörnumenn náðu að stöðva Jason Smith, hættulegasta leikmann KFÍ. Smith nýtti aðeins sex af 22 skotum sínum úr opnu spili í kvöld og var langt frá sínu besta. Mirki Virijevic spilaði vel og Ágýst Angantýsson valdi skotin sín vel. En það vantaði heilt yfir betra framlag frá gestunum að þessu sinni, sérstaklega í seinni hálfleik.Birgir Örn: Þeirra stíll að tuða Birgir Örn Birgisson, þjálfari KFÍ, sagði það hafa verið svekkjandi að hafa ekki gert betur gegn undirmönnuðu liði Stjörnunnar í leik liðanna í kvöld. Eftir góða byrjun og fínan fyrri hálfleik tóku Garðbæingar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik. „Við misstum aðeins dampinn í sóknarleiknum og fengum þá á okkur auðveldar körfur," sagði hann um það sem fór úrskeðis hjá hans mönnum í seinni hálfleik. „Við vorum í vandræðum með okkar sóknarleik og létum þar að auki tuðið þeirra fara í taugarnar á okkur. Það á ekki að gerast því það er þeirra stíll að tuða,“ sagði Birgir Örn. „Við bara héldum ekki einbeitingunni.“ Matthew Hairston fór mikinn í upphafi seinni hálfleiks, sérstaklega í teig Ísfirðinga. En þegar KFÍ-menn stöðvuðu hann þar þá hélt hann sig fyrir utan þriggja stiga línunnar með góðum árangri. „Við réðum ekki við hann fyrir utan og ég verð bara að taka það á mig og minn undirbúning. Ég taldi hann ekki vera svona góða skyttu fyrir utan,“ sagði Birgir. Stjörnumenn voru án nokkurra lykilmanna í kvöld en Ísfirðingar náðu ekki að færa sér það í nyt. „Við viljum auðvitað koma í alla leiki til að vinna þá, sama hvernig hitt liðið er skipað. En það gekk því miður ekki upp í kvöld.“ Hann neitar því ekki að hann hefði viljað fá meira framlag frá sínum lykilmönnum í kvöld. „Þetta rann ekki jafn ljúft og gegn Snæfelli á föstudaginn. Það vantaði líka meira frá þriðja og fjórða manninum líka - að hann kæmi með eitthvað extra eins og gerðist á föstudaginn.“Teitur: Einn af mínum stærstu sigrum „Þetta var eins gott og við þorðum að vona. Þetta var skref upp á við fyrir Stjörnuna að allir þessir kjúklingar fengu að spila svona margar mínútur í kvöld,“ sagði Teitur Örlygsson, kampakátur þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur hans manna á KFÍ í kvöld. „Þetta var einn mínum stærstu sigrum í þessu húsi og ég er afar stoltur af því.“ Ísfirðingar byrjuðu vel og Teitur sagðist hafa átt von á því að gestirnir myndu skjóta grimmt í upphafi leiks. „Við vorum búnir að ákveða að láta þá stráka sem eru ekki vanir að draga vagninn í þeirra liði taka fullt af skotum fyrir utan. Þess í stað létum við Jason [Smith] hafa virkilega mikið fyrir öllu því sem hann gerði í leiknum enda stigahæsti leikmaður deildarinnar.“ „Okkar leikáætlun gekk nánast fullkomlega upp. Þeir hættu að hitta svona vel eins og þeir gerðu í upphafi leiks og við náðum að frákasta vel.“ Hann hrósaði Junior Hairston fyrir hans framlag í kvöld. „Hann er rosalegur stemningsleikmaður og getur verið alveg óútreiknanlegur. En hann hefur verið alveg frábær síðustu þrjá leiki. Hann er alveg magnaður og vonandi verður ekkert lát á því.“Hairston: Vildi stíga upp Matthew „Junior“ Hairston átti magnaðan leik í kvöld en hann skoraði 38 stig, tók fjórtán fráköst og varði fjögur skot. Lengi átti hann meira en helming skoraðra stiga sinna manna í leiknum. „Hver sigur er mér mikilvægur og ég vil bara taka einn leik fyrir í einu. Við vorum fáliðaðir í kvöld og því vissi ég að ég þyrfti að stíga upp í kvöld. En þetta var góður sigur - tilfinningin er góð og nú er það bara næsti leikur,“ sagði Hairston. „Við erum með marga frábæra leikmenn í liðinu en ég vissi að það væri mitt hlutverk að reyna að fylla í skarð þeirra sem vantar í kvöld.“ Hairston spilaði vel, bæði í vörn og sókn en þannig vill hann hafa það. „Ég vil ekki vera einhliða leikmaður. Ég vil geta lagt mitt af mörkum í vörninni þegar ég hitti ekki á minn dag í sókninni og öfugt. Það er bara minn stíll.“ Hann hrósaði ungu leikmönnunum sem spiluðu fyrir Stjörnuna í kvöld. „Þeir eru frábærir. Þeir mæta á hverja æfingu með álíka kraft og þeir sýndu í leiknum í kvöld. Þeir fengu tækifæri til að sýna sig í kvöld og þeir nýttu það mjög vel.“ Hann á því von á góðu þegar að lið Stjörnunnar verður fullmannað á ný. „Þetta er sérstakt lið, þó svo að það séu enn veikir blettir hér og þar. Við megum ekki vera ánægðir með stöðuna eins og hún er - heldur að halda áfram að bæta okkar leik.“Tölfræði leiksins: Stjarnan-KFI 91-77 (17-24, 23-17, 20-16, 31-20) Stjarnan: Matthew James Hairston 38/14 fráköst/4 varin skot, Sigurður Dagur Sturluson 14/5 stolnir, Kjartan Atli Kjartansson 14/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 13/6 fráköst/12 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 8/6 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/6 fráköst.KFI: Mirko Stefán Virijevic 20/13 fráköst, Jason Smith 18/10 fráköst/10 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 17/9 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 12, Jón Hrafn Baldvinsson 7/7 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 3. Leiklýsing: Stjarnan - KFÍLeik lokið | 92-77: Stjörnumenn gáfu eftir á lokamínútunum en það kom ekki að sök. Munurinn var orðinn of mikill. Sigurður Dagur setti þó niður þrist á lokasekúndunni, fiskaði villu og setti niður aukastigið.38. mín | 86-72: Ísfirðingar að láta skapið fara með sig. „Haltu kjafti," öskrar Ágúst í átt að bekk Stjörnumanna - eftir að Stjarnan tók leikhlé.37. mín | 86-66: Þetta er komið hjá heimamönnum. Sigurður Dagur var að verja skot, stela bolta og fá dæmda villu á nokkrum sekúndum. Gríðarleg barátta hjá Stjörnumönnum.36. mín | 84-66: Hann nennir ekki að skjóta nema utan þriggja stiga línunnar. Fjórði þristurinn kominn, tólf stig alls hjá kappanum.36. mín | 81-66: Hraunar Guðmundsson setur niður þrist fyrir KFÍ en Stjörnumenn svara um leið. Hairston tekur svo enn eitt frákastið (14 komin) og sýningin heldur áfram. Fimmtán stiga munur.34. mín | 75-63: Stjörnublaðamaðurinn Kjartan Atli var að setja enn einn þristinn.33. mín | 72-61: Junior-sýningin heldur áfram. Þrír þristar í röð hjá honum en Kjartan Atli setti reyndar einn þrist inn á milli hinna. Hairston fékk ekki pláss í teignum, þá er bara að skjóta að utan. Stigaskorið á töflunni er enn í rugli, ýmist gleymist að setja stig eða það er stigum ofaukið á töflunni. Meira bullið.31. mín | 66-59: Hairston hefur verið í strangri gæslu hjá Mirko en nú fékk hann smá pláss fyrir utan og hann nýtti það um leið. Er kominn með 32 stig af 63 hjá Stjörnunni. Og svo aftur þrist í næstu sókn. Ja, hérna. 35 stig komin. Tekur keilufagnið geðþekka - fella!Þriðja leikhluta lokið | 60-57: Stjarnan fékk lokasóknina en Dagur nýtti ekki skotið. Hörkubarátta um frákastið, þar sem Hairston og Smith eru í aðalhlutverkum. Leiktíminn rennur út án þess að nokkuð sé dæmt en Smith vill meira en ekki neitt. „Mr. Ref! How do you let that happen?" segir hann við einn úr dómaratríóinu. Birgir, þjálfari KFÍ, er fljótur að rífa sína menn niður á jörðina.29. mín | 60-57: Hairston sýnir mikilvægi sitt í vörn og er að búa til auðveld stig fyrir félaga sína. Ísfirðingar neita þó að gefast upp. Eru byrjaðir að keyra meira inn að körfu í stað þess að skjóta stanslaust að utan, sem hefur lítinn árangur borið í seinni hálfleik.28. mín | 56-53: Þristur hjá Smith og góð vörn hjá KFÍ heldur spennu í leiknum. Dagur Kár setur svo niður þrist eftir að Pance liggur þjáður í gólfinu - fékk greinilega högg í andlitið. Hann var nýbúinn að fá vafasama villu dæmda á sig.26. mín | 51-50: Varnarbarátta á báðum endum vallarins. Ísfirðingar hafa að mestu náð að stöðva áhlaup Hairston og félag, í bili að minnsta kosti.25. mín | 50-46: Ágúst kemur KFÍ almennilega af stað með þristi. Annars hefur þetta verið sýning í boði Hairston og Dags Kár. Hairston allt í öllu, bæði í vörn og sókn, þessa stundina.24. mín | 48-41: Hairston er að fara á kostum. Frákastar og ver grimmt í vörninni, fljótur fram og skorar grimmt. KFÍ ekki kmoið á blað í seinni hálfleik. Dagur Kár að gera sitt vel. KFÍ tekur leikhlé og þar er messað vel yfir mönnum.22. mín | 44-41: Góð byrjun Garðbæinga í seinni hálfleik.Fyrri hálfleik lokið | 40-41: Ísfirðingar hanga á naumri forystu þrátt fyrir að Junior Hairston hafi farið á kostum hér í lokin. Hann er kominn með nítján stig. Leikurinn var í járnum síðustu mínúturnar en atkvæðamestir hjá KFÍ eru Mirko Virijevic með tólf stig og Jason Smith með níu. Það hefur reyndar gengið á ýmsu á ritaraborðinu. Það hefur gengið illa að halda utan um rétt stigaskor og að stöðva leiktímann þegar beðið er um leikhlé. Vonum að þetta lagist allt fyrir seinni hálfleikinn.18. mín | 35-34: Tveir þristar í röð hjá Stjörnunni. Fyrst frá Fannari, svo Hairston. Garðbæingar komnir yfir í fyrsta sinn í leiknum.16. mín | 29-32: Ísfirðingar halda undirtökunum en leikurinn verið nokkuð erilsamur síðustu mínúturnar, enda stigaskorið ekkert sérstaklega hátt.13. mín | 25-26: Hörkubarátta á vellinum, sérstaklega um fráköstin. Stjörnumenn hafa haft betur í þeirri baráttu og það hefur haldið þeim inn í leiknum, þrátt fyrir að skotnýtingin hafi oft verið betri.Fyrsta leikhluta lokið | 17-23: Ísfirðingar mættu mjög grimmir til leiks og Stjörnumenn voru nokkra stund að koma sér í takt við leikinn. Gestirnir hafa yfirhöndina, enn sem komið er.9. mín | 17-20: Allt annað að sjá til Garðbæinga. Mun grimmari í vörn og uppskera samkvæmt því. Náðu að minnka muninn í eitt en Ísfirðingar svöruðu.7. mín | 10-18: Yngsti maðurinn á vellinum, Daði Lár, kemur sínum mönnum betur í leikinn með mikilvægum þristi.5. mín | 7-18: Fjórði þristurinn sokkinn hjá KFÍ, nú var komið að Guðmundi Jóhanni. Fimm menn komnir á blað hjá KFÍ. Allir þrír sem eru yfir tvítugu hjá Stjörnunni hafa séð um stigakorun heimamanna. Teitur er ekki ánægður með það sem hann sér og biður um leikhlé.4. mín | 5-13: Þeir fljúga þristarnir hjá gestunum. Þrír komnir nú þegar.2. mín | 3-5: Ágúst er kominn með öll fimm stig Ísfirðinga en Kjartan Atli svaraði með þristi. Spjaldið og í, ætlaði pottþétt að hafa það þannig.2. mín | 0-3: Ágúst kemur Ísfirðingum yfir með þristi.1. mín | 0-0: Tíu sekúndur liðnar og dómarar verða stöðva leikinn því að leikklukkan er eitthvað biluð. Stjörnumenn byrjuðu í sókn, svo því sé haldið til haga. Allir þrír „eldri" leikmenn liðsins eru inn á.Fyrir leik: Garðbæingar hafa þó verið öflugir á heimavelli í vetur og unnið fjóra af fimm leikjum sínum í Ásgarði.Fyrir leik: Stjörnumenn eru í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig eftir níu leiki. ÍSfirðingar eru í níunda sætinu með fjögur stig en eiga sannarlega möguleika á mikilvægum útivallarsigri í kvöld.Fyrir leik: KFÍ er með sitt sterkasta lið í dag en þara fara þeir Jason Smith og Mirko Stefán Virijevic fremstir í flokki. Þeir eru báðir með yfir 20 stig að meðaltali í leik í vetur.Fyrir leik: Til viðbótar við þessa fimm neðangreindu eru aðeins þrír leikmenn til viðbótar á skýrslu hjá Stjörnunni. Bandaríkjamaðurinn Matthew Hairston, Fannar Freyr Helgason og Kjartan Atli Kjartansson. Það er því laust fyrir fjóra leikmenn á skýrslu Stjörnumanna.Fyrir leik: Daði Lár Jónsson yngsti Stjörnumaðurinn á skýrslu í dag en hann er sautján ára. Bróðir hans, Dagur Kár, er átján ára, sem og þeir Magnús Bjarki Guðmundsson og Tómas Þórður Hilmarsson. Sigurður Dagur Sturluson er svo nítján ára.Fyrir leik: Lið Stjörnunnar er heldur þunnskipað í dag. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson eru báðir frá vegna meiðsla í dag. Það eru því nokkrir ungir leikmenn í hópi hjá Stjörnunni í dag.Fyrir leik: Síðustu leikmennirnir eru að gera sig klára út á velli og að taka síðustu skotin áður en þjálfarinn kallar á alla inn í klefa.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og KFÍ lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira