Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 79-75 | Grindavík sterkara á lokasprettinum Árni Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2013 18:53 Mynd/Vilhelm Grindvíkingar og Njarðvíkingar mættust í nágrannaslag af bestu gerð í Grindavík í kvöld. Svo fór að Grindavík hafði betur eftir spennandi lokamínútur. Bæði lið höfðu unnið stóra sigra í umferðinni á undan og liðin voru ekkert að bíða með það að skora í upphafi leiks og eftir aðeins eina og hálfa mínútu var staðan 7-4 heimamönnum í vil. Eftir rúman hálfan fyrsta leikhluta byrjuðu Njarðvíkingar að auka ákafann í vörn sinni og skilaði það sér í því að þeir náðu forystu og héldu henni út leikhlutann. Forystan var ekki mikil, þrjú til fimm stig og sýnir það bara að liðin voru dugleg að svara fyrir þegar annað liðið skoraði. 20-23 eftir fyrsta fjórðung Njarðvík í vil. Annar leikhluti byrjaði og liðin héldu áfram á sömu braut og skiptust á að skora en baráttan jókst til muna þegar leið á leikhlutann enda nágrannarimma í gangi og hiti í mönnum eftir því. Um miðjan leikhlutann náðu Grindvíkingar8-2 sprett og komust yfir í fyrsta sinn síðan í byrjun leiks, munurinn varð hinsvegar aldrei meira en þrjú stig. Njarðvíkingar gerðu síðan áhlaup í lok hálfleiksins og náðu að jafna á lokasekúndum hálfleiksins, staðan 41-41 þegar liðin gengu til búningsklefa. Lewis Clinch var stigahæstur heimamanna í hálfleik með 15 stig og hjá grænklæddum var Nigel Moore með 10 stig. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig seinni hálfleiksins en þróunin varð sú sama og í fyrri hálfleik, það er að segja að liðin skiptust á að skora. Njarðvíkingar byrjuðu hálfleikinn betur og voru fjórum stigum yfir þegar fjórar mínútur voru liðnar. Um það leyti hitnaði heldur betur í kolunum og menn byrjuðu að fá á sig villur fyrir pirringsbrot og tæknivillur voru dæmdar á bæði leikmenn og þjálfara. Allt ætlaði að sjóða upp úr í lok leikhlutans en þá munnhöggvuðust Ómar Sævarsson, Grindvíkingur og Ágúst Orrason Njarðvíkingur og fengu þeir báðir tæknivillu að launum. Dómararnir voru að leyfa ýmislegt en mikil barátta var í teigum beggja liða og voru bæði lið ósátt við sláttinn sem var leyfður. Njarðvíkingar héldu heimamönnum fyrir aftan sig en munurinn fór aldrei yfir fimm stig enda liðin að skiptast á að skora. Staðan var 56-62 fyrir gestina þegar þriðja leikhluta lauk og allt í járnum. Fjórði leikhluti var eins og hinir leikhlutarnir fyrstu mínúturnar en í stöðunni 65-71 tóku heimamenn leikhlé sem borgaði sig heldur betur. Þeir skoruðu næstu níu stig og voru komnir yfir 74-71 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þar fóru Lewis Clinch og Ómar Sævarsson fyrir sínum mönnum, Clinch í sóknarleiknum en Ómar Sævarsson í varnarleiknum og almennri baráttu. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Grindvíkingar komust mest sex stigum yfir og spiluðu þeir af skynsemi loka andartökin. Njarðvíkingar reyndu að skora eins og þeir gátu en þeim gekk illa að koma boltanum í körfuna en Grindvíkingar sýndu virkilega góðann varnarleik í lokin og nýttu síðan víti þegar á þurfti að halda og sigldu sigrinum heim. Það má geta þess að Grindvíkingar skoruðu seinustu 14 af sextán stigum leiksins. Það má því segja að skotnýting Njarðvíkinga hafi leikið þá grátt í lokin. Eftir leikinn höfðu liðin sætaskipti en Grindavík fór upp í þriðja sætið með 12 stig og Njarðvíkingar þurfa að sætta sig við að vera í fjórða sæti með tveimur stigum minna. Grindavík skoraði fjórtán af síðustu sextán stigum leiksins en liðið spilaði frábæran varnarleik á þessum lokamínútum.Sverrir Þór Sverrisson: Viljinn var til staðar í restina Þjálfari Grindavíkur vildi meina barátta sinna manna hafi skilað sigrinum í kvöld. „Þetta var ekki fallegur leikur af okkar hálfu og ég skil eiginlega ekki hvernig við vorum inn í þessu í restina. Mér fannst við nefnilega langt frá okkar besta bæði í vörn og sókn en þegar fimm mínútur voru áttuðum við okkur á því að við værum enn þá inn í þessum leik og gátum unnið. Þar spýttum við í og fórum að spila betri vörn og gera þetta saman í sókninni og fá auðveldar körfur og það er það sem klárar leikinn. Viljinn var til staðar í restina.“ Sverrir ræddi mikið við dómarana á meðan leik stóð en honum fannst leyft ansi mikið inn í teig. „Það er bara eins og gengur og gerist, ég hefði viljað fá meira dæmt undir körfunni, það var svolítill sláttur þar. Mér fannst svolítið mikið leyft en þetta var svo sem ekkert alvarlegt og þeir hefðu mátt horfa meira á sláttinn undir körfunni. Svona er körfuboltinn stundum og þetta var hörkuleikur.“ „Við erum eitt af þessum sterkustu liðum í deildinni en það eru nokkuð mörg jöfn lið og við erum núna að fara í tvo leiki á móti Keflavík sem er eitt af bestu liðunum í deildinni, í Keflavík þannig að við þurfum að berja okkur saman og sýna miklu meira heldur en við sýndum í kvöld,“ sagði Sverrir um átökin framundan.Einar Árni Jóhannsson: Okkar dauði að skora bara fjögur stig í lokin „Við erum hundfúlir,“ var það fyrsta sem þjálfari Njarðvíkinga sagði við blaðamann eftir leik. Hann var því spurður hvað hafði komið fyrir. „Það sem var dýrast fyrir okkur í kvöld var það að þeir skora óþarflega mikið af körfum eftir sóknarfráköst, þeir taka einhver 11 sóknarfráköst í seinni hálfleik og það er ansi dýrt. Á móti kemur þá skora þeir 79 stig á sínum heimavelli sem heilt yfir ætti að teljast fín vörn hjá okkur en við þurfum aðeins að skoða sóknarleikinn. Við vorum búnir að vera ansi flottir fyrstu 35 mínúturnar en við skorum fjögur stig á seinustu fjórum mínútunum. Það er okkar dauði í kvöld.“ Einar var því næst spurður út í dómgæsluna og hvort hún hafi kostað liðið hans í kvöld, „Okkur fannst við eiga inni villur í lokin á Sigga Þorsteins. Dómararnir samt tóku bara sínar ákvarðanir og voru vel staðsettir og við verðum bara að treysta þeim. Heilt yfir var þetta vel dæmdur leikur. Ég var samt svekktur að sjá Sigga klára þennan leik því hann átti nokkrar villur eftir fjórðu villuna. Við vorum ekki að fá mikið af villum í restina.“ „Nei þessi leikur skemmir ekkert út frá sér, við erum með alvöru keppnismenn sem skola bara af sér skítinn hérna og þegar heim er komið er bara einbeitt sér að Stjörnunni í bikarnum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og gera betur á þeim sviðum sem fóru úrskeiðis í dag.“Grindavík - Njarðvík (20-23, 21-18, 15-21, 23-13)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 26, Jóhann Árni Ólafsson 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 frák., Jón Axel Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 8/10 frák., Þorleifur Ólafsson 4, Ólafur Ólafsson 2.Njarðvík: Nigel Moore 19, Logi Gunnarsson 15, Elvar Már Friðriksson 12/8 stoðs./8 frák., Ólafur Helgi Jónsson 10, Ágúst Orrason 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Friðrik Stefánsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 2, Halldór Örn Halldórsson 2.Textalýsing:4. leikhluti | 79-75: Góð vörn í lokin hjá heimamönnum og þeir klára leikinn. Svakalegur leikur, hörkubarátta.4. leikhluti | 79-75: Clinch nýtti tvö víti fyrir heimamenn og gestirnir taka leikhlé.4. leikhluti | 77-75: Jóhann Ólafsson nýtti hvorugt vítið og Nigel Moore minnkaði muninn. 21 sek eftir.4. leikhluti | 77-73: Sigurður Þorsteinsson varði skot frá Elvari Friðriks. Njarðvík brýtur en það er ekki kominn bónus 40 sek. eftir. Elvar braut síðan aftur og heimamenn heimta ásetning. 38 sek. eftir.4. leikhluti | 77-73: Innan við mínúta eftir og heimamenn tapa boltanum. Njarðvík tekur leikhlé fjórum stigum undir og þegar 48 sek. eru eftir.4. leikhluti | 77-71: Risaþristur frá Clinch!! Hann kemur heimamönnum sex stigum eftir þegar 1:27 eru eftir af leiknum.4. leikhluti | 74-71: Ómar er aðstíga gríðarlega upp þessa stundina, kemur heimamönnum þremur stigum yfir. 2:04 eftir.4. leikhluti | 72-71: Eins stigs munur þegar 3:12 eru eftir Ómar Sævarsson náði sóknarfrákasti og skilaði boltanum í körfuna, hann varði síðan skot og heimamenn fengu hraðaupphlaup og skoruðu. Njarðvík tekur leikhlé þegar 2:37 eru eftir.4. leikhluti | 68-71: Jón Axel Guðmundsson með þriggja stiga körfu sem kveikir í áhorfendum og minnkar muninn í þrjú stig. 3:52 eftir.4. leikhluti | 65-71: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 4:53 eru eftir. Sex stiga munur fyrir græna, þessi leikur fer alla leið.4. leikhluti | 65-71: Maður hefur ekki undan að koma upplýsingum til ykkar það er svo mikið skorað hérna. 5:19 eftir.4. leikhluti | 61-66: Clinch minnkaði muninn í þrjú stig en Ólafur Jónsson svaraði um hæl. 6:37 eftir.4. leikhluti | 59-64: Sverrir hefur ýmislegt til síns máls að taka, dómararnir eru að leyfa allskonar kúnstir. Grindvíkingar skora og það er fimm stiga munur. 7:41 eftir.4. leikhluti | 56-64: Ágúst Orrason náði í villu og nýtti tvö vítaskot. 8:52 eftir.4. leikhluti | 56-62: Lokaleikhlutinn hafinn og Sverrir heldur áfram að ræða við dómarana, ýmislegt sem betur mætti fara að hans mati. 9:22 eftir.3. leikhluti | 56-62: Leikhlutnum lýkur, heimamenn skoruðu seinustu körfuna. Mikill hiti í Röstinni.3. leikhluti | 54-62: Jæja aftur körfubolti, liðin skora sitthvora körfuna, 45 sek. eftir.3. leikhluti | 52-60: Dómararnir úrskurðuðu að Ágúst Orrason og Ómar Sævarsson hafi haft sig mest frammi í látunum áðan og fá þeir báðir dæmda á sig tæknivillu.3. leikhluti | 52-60: Hér er allt að sjóða upp úr, ég sá ekki almennilega hvað var að gerast en Ómar Sævarsson grýtti boltanum í Elvar Már Friðriksson eftir að hafa varið frá honum skot og leikmenn liðanna hópuðust saman án þess þó að högg hafi fengið að fljúga. Grindavík tekur leikhlé þegar 1:22 eru eftir.3. leikhluti | 52-57: Tvær mínútur eftir, Sverrir Sverrisson er búinn að vera að tala mikið við dómarana í leiknum og fær núna tæknivillu dæmda á sig. Nigel Moore sendir ekki nema annað vítið niður.3. leikhluti | 52-56: Jóhann Árni er hér æstastur manna, enda hans gömlu félagar sem eru í heimsókn. 2:31 eftir.3. leikhluti | 49-54: Þetta er rosaleg skemmtun þessi leikur. 3:48 eftir.3. leikhluti | 47-52: Enn skiptast liðin á að skora, nýting heimamanna undir körfunni er samt ekki til fyrirmyndar og gæti það kostað þegar leiknum lýkur. 4:39 eftir.3. leikhluti | 45-50: Ólafur Ólafsson nær sér í tæknivillu, hann fékk ruðning dæmdan á sig og skellti síðan boltanum í gólfið og fékk T-merki frá dómurunum. 6:24 eftir.3. leikhluti | 45-49: Stuðið heldur áfram hér í Röstinni, gott stigaskor. Njarðvíkingar byrja betur og heimamenn taka leikhlé þegar 6:56 eru eftir Sigurður Þorsteinsson braut af sér og þetta var villa sem var löðrandi í pirring.3. leikhluti | 43-45: Njarðvíkingar svara með tveimur körfum í röð og eru aftur komnir yfir. 8:12 eftir.3. leikhluti | 43-41: Leikhlutinn er hafinn og heimamenn koma sér fyrstir á blað. 8:55 eftir.2. leikhluti | 41-41: Það er kominn hálfleikur og Friðrik Stefánsson lokaði honum heldur betur á glæsilegan hátt, fékk boltann einn og óvaldaður og tróð af krafti. Allt í járnum og megi það halda áfram út leikinn.2. leikhluti | 40-39: Nigel Moore lék eftir sama leik og Clinch nema að vítið fór ekki niður. 46 sek. eftir.2. leikhluti | 40-37: Lewis Clinch með flott gegnumbrot og nær sér í villu auk þess að setja boltann í körfuna, vítið fylgi sömu leið og liðin halda áfram að skiptast á að skora. 1:14 eftir.2. leikhluti | 37-35: Fín barátta hér í Röstinni og munurinn er tvö stig heimamönnum í vil. 1:45 eftir.2. leikhluti | 35-34: Heimamenn eru komnir aftur yfir og var það Clinch sem setti niður þriggja stiga körfu. 2:48 eftir.2. leikhluti | 30-32: Ólafur Ólafsson með góða baráttu, rífur niður sóknarfrákast og fer strax upp og skila boltanum í körfuna. 4 mín eftir.2. leikhluti | 27-32: Njarðvíkingar eru með fína vítanýtingu í kvöld og munurinn er fimm stig. 5:32 eftir.2. leikhluti | 25-27: Lewis Clinch hefur skorað fimm stig í röð og heimamenn ná muninum niður í tvö stig. 7:13 eftir.2. leikhluti | 20-27: Logi Gunnarsson kemur sér á blað og þetta er mesti munur leiksins. 8:33 eftir.2. leikhluti | 20-25: Annar fjórðungur er hafinn, Njarðvíkingar fóru í sókn og náðu sér í villu. Heimamenn vildu samt meina að skotklukkan hafi verið liðin en vítin tvö fóru niður. 9:28 eftir.1. leikhluti | 20-23: Fyrsti fjórðungur liðinn og það er gestirnir sem hafa forystu. Ólafur Jónsson skoraði þriggja stiga körfu þegar 2 sekúndur voru eftir en Jóhann Árni Ólafsson gerði sér lítið fyrir og sendi skot frá miðju í spjaldið og ofan í.1. leikhluti | 16-18: Loksins kom karfa og var það Ómar Sævarsson sem skoraði með stuttu stökkskoti. 36 sek. eftir.1. leikhluti | 14-18: Njarðvíkingar hafa aukið ákafann í vörn sinni og Grindvíkingar lenda í vandræðum í sóknarleik sínum. Njarðvíkingar eru hinsvegar ekki að ná að nýta sér það á hinum vellinum. 1:28 eftir.1. leikhluti | 14-18: Tvær og hálf mínúta eftir og Ólafur Ólafsson Grindvíkingur þarf að yfirgefa völlinn til að stöðva blæðingu sýnist mér.1. leikhluti | 13-16: Elvar Már Friðriksson sendir heim tvö víti og eykur muninn í þrjú stig. 3:24 eftir.1. leikhluti | 13-14: Nigel Moore sendi niður þriggja stiga körfu og kemur gestunum yfir. 3:52 eftir.1. leikhluti | 11-10: Njarðvíkingar komust yfir í smá stund eftir góðan varnarleik frá Friðrik Stefánssyni og komust gestirnir í hraðaupphlaup og skoruðu. Grindvíkingar voru hinsvegar fljótir að svar. 5:15 eftir.1. leikhluti | 9-6: Manni finnst fara voðalega lítið fyrir varnarleik svona í upphafi leiks. 6:44 eftir.1. leikhluti | 7-4: Liðin eru ekkert að tvínóna við hlutina í stigaskorinu. 8:35 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og það eru Grindvíkingar sem hefja sókn og skora. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það er ekki laust við að maður fyllist spennu en það er búið að kalla liðin að bekkjunum og nú eru liðin kynnt til leiks.Fyrir leik: Bæði lið gerðu góða hluti í seinustu umferð. Njarðvík tók á móti Haukum í Ljónagryfjunni og vann 105-83 sigur í hökuleik. Grindvíkingar lögðu land undir fót og litu við á Ísafirði þar sem þeir unnu 122-96 sigur. Það er vonandi að liðin haldi áfram að sýna glimrandi sóknarleik en við getum ekki gert ráð fyrir því í svona rimmu.Fyrir leik: Liðin eru jöfn að stigum í deildinni, bæði með 10 stig og sitja fyrir leikinn í þriðja og fjórða sæti.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir á Boltavakt Vísis. Í kvöld erum við í Röstinni í Grindavík og það er enginn smá leikur sem er í vændum. Heimamenn taka nefnilega á móti grönnum sínum í Njarðvík. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Grindvíkingar og Njarðvíkingar mættust í nágrannaslag af bestu gerð í Grindavík í kvöld. Svo fór að Grindavík hafði betur eftir spennandi lokamínútur. Bæði lið höfðu unnið stóra sigra í umferðinni á undan og liðin voru ekkert að bíða með það að skora í upphafi leiks og eftir aðeins eina og hálfa mínútu var staðan 7-4 heimamönnum í vil. Eftir rúman hálfan fyrsta leikhluta byrjuðu Njarðvíkingar að auka ákafann í vörn sinni og skilaði það sér í því að þeir náðu forystu og héldu henni út leikhlutann. Forystan var ekki mikil, þrjú til fimm stig og sýnir það bara að liðin voru dugleg að svara fyrir þegar annað liðið skoraði. 20-23 eftir fyrsta fjórðung Njarðvík í vil. Annar leikhluti byrjaði og liðin héldu áfram á sömu braut og skiptust á að skora en baráttan jókst til muna þegar leið á leikhlutann enda nágrannarimma í gangi og hiti í mönnum eftir því. Um miðjan leikhlutann náðu Grindvíkingar8-2 sprett og komust yfir í fyrsta sinn síðan í byrjun leiks, munurinn varð hinsvegar aldrei meira en þrjú stig. Njarðvíkingar gerðu síðan áhlaup í lok hálfleiksins og náðu að jafna á lokasekúndum hálfleiksins, staðan 41-41 þegar liðin gengu til búningsklefa. Lewis Clinch var stigahæstur heimamanna í hálfleik með 15 stig og hjá grænklæddum var Nigel Moore með 10 stig. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig seinni hálfleiksins en þróunin varð sú sama og í fyrri hálfleik, það er að segja að liðin skiptust á að skora. Njarðvíkingar byrjuðu hálfleikinn betur og voru fjórum stigum yfir þegar fjórar mínútur voru liðnar. Um það leyti hitnaði heldur betur í kolunum og menn byrjuðu að fá á sig villur fyrir pirringsbrot og tæknivillur voru dæmdar á bæði leikmenn og þjálfara. Allt ætlaði að sjóða upp úr í lok leikhlutans en þá munnhöggvuðust Ómar Sævarsson, Grindvíkingur og Ágúst Orrason Njarðvíkingur og fengu þeir báðir tæknivillu að launum. Dómararnir voru að leyfa ýmislegt en mikil barátta var í teigum beggja liða og voru bæði lið ósátt við sláttinn sem var leyfður. Njarðvíkingar héldu heimamönnum fyrir aftan sig en munurinn fór aldrei yfir fimm stig enda liðin að skiptast á að skora. Staðan var 56-62 fyrir gestina þegar þriðja leikhluta lauk og allt í járnum. Fjórði leikhluti var eins og hinir leikhlutarnir fyrstu mínúturnar en í stöðunni 65-71 tóku heimamenn leikhlé sem borgaði sig heldur betur. Þeir skoruðu næstu níu stig og voru komnir yfir 74-71 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Þar fóru Lewis Clinch og Ómar Sævarsson fyrir sínum mönnum, Clinch í sóknarleiknum en Ómar Sævarsson í varnarleiknum og almennri baráttu. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Grindvíkingar komust mest sex stigum yfir og spiluðu þeir af skynsemi loka andartökin. Njarðvíkingar reyndu að skora eins og þeir gátu en þeim gekk illa að koma boltanum í körfuna en Grindvíkingar sýndu virkilega góðann varnarleik í lokin og nýttu síðan víti þegar á þurfti að halda og sigldu sigrinum heim. Það má geta þess að Grindvíkingar skoruðu seinustu 14 af sextán stigum leiksins. Það má því segja að skotnýting Njarðvíkinga hafi leikið þá grátt í lokin. Eftir leikinn höfðu liðin sætaskipti en Grindavík fór upp í þriðja sætið með 12 stig og Njarðvíkingar þurfa að sætta sig við að vera í fjórða sæti með tveimur stigum minna. Grindavík skoraði fjórtán af síðustu sextán stigum leiksins en liðið spilaði frábæran varnarleik á þessum lokamínútum.Sverrir Þór Sverrisson: Viljinn var til staðar í restina Þjálfari Grindavíkur vildi meina barátta sinna manna hafi skilað sigrinum í kvöld. „Þetta var ekki fallegur leikur af okkar hálfu og ég skil eiginlega ekki hvernig við vorum inn í þessu í restina. Mér fannst við nefnilega langt frá okkar besta bæði í vörn og sókn en þegar fimm mínútur voru áttuðum við okkur á því að við værum enn þá inn í þessum leik og gátum unnið. Þar spýttum við í og fórum að spila betri vörn og gera þetta saman í sókninni og fá auðveldar körfur og það er það sem klárar leikinn. Viljinn var til staðar í restina.“ Sverrir ræddi mikið við dómarana á meðan leik stóð en honum fannst leyft ansi mikið inn í teig. „Það er bara eins og gengur og gerist, ég hefði viljað fá meira dæmt undir körfunni, það var svolítill sláttur þar. Mér fannst svolítið mikið leyft en þetta var svo sem ekkert alvarlegt og þeir hefðu mátt horfa meira á sláttinn undir körfunni. Svona er körfuboltinn stundum og þetta var hörkuleikur.“ „Við erum eitt af þessum sterkustu liðum í deildinni en það eru nokkuð mörg jöfn lið og við erum núna að fara í tvo leiki á móti Keflavík sem er eitt af bestu liðunum í deildinni, í Keflavík þannig að við þurfum að berja okkur saman og sýna miklu meira heldur en við sýndum í kvöld,“ sagði Sverrir um átökin framundan.Einar Árni Jóhannsson: Okkar dauði að skora bara fjögur stig í lokin „Við erum hundfúlir,“ var það fyrsta sem þjálfari Njarðvíkinga sagði við blaðamann eftir leik. Hann var því spurður hvað hafði komið fyrir. „Það sem var dýrast fyrir okkur í kvöld var það að þeir skora óþarflega mikið af körfum eftir sóknarfráköst, þeir taka einhver 11 sóknarfráköst í seinni hálfleik og það er ansi dýrt. Á móti kemur þá skora þeir 79 stig á sínum heimavelli sem heilt yfir ætti að teljast fín vörn hjá okkur en við þurfum aðeins að skoða sóknarleikinn. Við vorum búnir að vera ansi flottir fyrstu 35 mínúturnar en við skorum fjögur stig á seinustu fjórum mínútunum. Það er okkar dauði í kvöld.“ Einar var því næst spurður út í dómgæsluna og hvort hún hafi kostað liðið hans í kvöld, „Okkur fannst við eiga inni villur í lokin á Sigga Þorsteins. Dómararnir samt tóku bara sínar ákvarðanir og voru vel staðsettir og við verðum bara að treysta þeim. Heilt yfir var þetta vel dæmdur leikur. Ég var samt svekktur að sjá Sigga klára þennan leik því hann átti nokkrar villur eftir fjórðu villuna. Við vorum ekki að fá mikið af villum í restina.“ „Nei þessi leikur skemmir ekkert út frá sér, við erum með alvöru keppnismenn sem skola bara af sér skítinn hérna og þegar heim er komið er bara einbeitt sér að Stjörnunni í bikarnum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og gera betur á þeim sviðum sem fóru úrskeiðis í dag.“Grindavík - Njarðvík (20-23, 21-18, 15-21, 23-13)Grindavík: Lewis Clinch Jr. 26, Jóhann Árni Ólafsson 19, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 frák., Jón Axel Guðmundsson 8, Ómar Örn Sævarsson 8/10 frák., Þorleifur Ólafsson 4, Ólafur Ólafsson 2.Njarðvík: Nigel Moore 19, Logi Gunnarsson 15, Elvar Már Friðriksson 12/8 stoðs./8 frák., Ólafur Helgi Jónsson 10, Ágúst Orrason 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Friðrik Stefánsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 2, Halldór Örn Halldórsson 2.Textalýsing:4. leikhluti | 79-75: Góð vörn í lokin hjá heimamönnum og þeir klára leikinn. Svakalegur leikur, hörkubarátta.4. leikhluti | 79-75: Clinch nýtti tvö víti fyrir heimamenn og gestirnir taka leikhlé.4. leikhluti | 77-75: Jóhann Ólafsson nýtti hvorugt vítið og Nigel Moore minnkaði muninn. 21 sek eftir.4. leikhluti | 77-73: Sigurður Þorsteinsson varði skot frá Elvari Friðriks. Njarðvík brýtur en það er ekki kominn bónus 40 sek. eftir. Elvar braut síðan aftur og heimamenn heimta ásetning. 38 sek. eftir.4. leikhluti | 77-73: Innan við mínúta eftir og heimamenn tapa boltanum. Njarðvík tekur leikhlé fjórum stigum undir og þegar 48 sek. eru eftir.4. leikhluti | 77-71: Risaþristur frá Clinch!! Hann kemur heimamönnum sex stigum eftir þegar 1:27 eru eftir af leiknum.4. leikhluti | 74-71: Ómar er aðstíga gríðarlega upp þessa stundina, kemur heimamönnum þremur stigum yfir. 2:04 eftir.4. leikhluti | 72-71: Eins stigs munur þegar 3:12 eru eftir Ómar Sævarsson náði sóknarfrákasti og skilaði boltanum í körfuna, hann varði síðan skot og heimamenn fengu hraðaupphlaup og skoruðu. Njarðvík tekur leikhlé þegar 2:37 eru eftir.4. leikhluti | 68-71: Jón Axel Guðmundsson með þriggja stiga körfu sem kveikir í áhorfendum og minnkar muninn í þrjú stig. 3:52 eftir.4. leikhluti | 65-71: Grindvíkingar taka leikhlé þegar 4:53 eru eftir. Sex stiga munur fyrir græna, þessi leikur fer alla leið.4. leikhluti | 65-71: Maður hefur ekki undan að koma upplýsingum til ykkar það er svo mikið skorað hérna. 5:19 eftir.4. leikhluti | 61-66: Clinch minnkaði muninn í þrjú stig en Ólafur Jónsson svaraði um hæl. 6:37 eftir.4. leikhluti | 59-64: Sverrir hefur ýmislegt til síns máls að taka, dómararnir eru að leyfa allskonar kúnstir. Grindvíkingar skora og það er fimm stiga munur. 7:41 eftir.4. leikhluti | 56-64: Ágúst Orrason náði í villu og nýtti tvö vítaskot. 8:52 eftir.4. leikhluti | 56-62: Lokaleikhlutinn hafinn og Sverrir heldur áfram að ræða við dómarana, ýmislegt sem betur mætti fara að hans mati. 9:22 eftir.3. leikhluti | 56-62: Leikhlutnum lýkur, heimamenn skoruðu seinustu körfuna. Mikill hiti í Röstinni.3. leikhluti | 54-62: Jæja aftur körfubolti, liðin skora sitthvora körfuna, 45 sek. eftir.3. leikhluti | 52-60: Dómararnir úrskurðuðu að Ágúst Orrason og Ómar Sævarsson hafi haft sig mest frammi í látunum áðan og fá þeir báðir dæmda á sig tæknivillu.3. leikhluti | 52-60: Hér er allt að sjóða upp úr, ég sá ekki almennilega hvað var að gerast en Ómar Sævarsson grýtti boltanum í Elvar Már Friðriksson eftir að hafa varið frá honum skot og leikmenn liðanna hópuðust saman án þess þó að högg hafi fengið að fljúga. Grindavík tekur leikhlé þegar 1:22 eru eftir.3. leikhluti | 52-57: Tvær mínútur eftir, Sverrir Sverrisson er búinn að vera að tala mikið við dómarana í leiknum og fær núna tæknivillu dæmda á sig. Nigel Moore sendir ekki nema annað vítið niður.3. leikhluti | 52-56: Jóhann Árni er hér æstastur manna, enda hans gömlu félagar sem eru í heimsókn. 2:31 eftir.3. leikhluti | 49-54: Þetta er rosaleg skemmtun þessi leikur. 3:48 eftir.3. leikhluti | 47-52: Enn skiptast liðin á að skora, nýting heimamanna undir körfunni er samt ekki til fyrirmyndar og gæti það kostað þegar leiknum lýkur. 4:39 eftir.3. leikhluti | 45-50: Ólafur Ólafsson nær sér í tæknivillu, hann fékk ruðning dæmdan á sig og skellti síðan boltanum í gólfið og fékk T-merki frá dómurunum. 6:24 eftir.3. leikhluti | 45-49: Stuðið heldur áfram hér í Röstinni, gott stigaskor. Njarðvíkingar byrja betur og heimamenn taka leikhlé þegar 6:56 eru eftir Sigurður Þorsteinsson braut af sér og þetta var villa sem var löðrandi í pirring.3. leikhluti | 43-45: Njarðvíkingar svara með tveimur körfum í röð og eru aftur komnir yfir. 8:12 eftir.3. leikhluti | 43-41: Leikhlutinn er hafinn og heimamenn koma sér fyrstir á blað. 8:55 eftir.2. leikhluti | 41-41: Það er kominn hálfleikur og Friðrik Stefánsson lokaði honum heldur betur á glæsilegan hátt, fékk boltann einn og óvaldaður og tróð af krafti. Allt í járnum og megi það halda áfram út leikinn.2. leikhluti | 40-39: Nigel Moore lék eftir sama leik og Clinch nema að vítið fór ekki niður. 46 sek. eftir.2. leikhluti | 40-37: Lewis Clinch með flott gegnumbrot og nær sér í villu auk þess að setja boltann í körfuna, vítið fylgi sömu leið og liðin halda áfram að skiptast á að skora. 1:14 eftir.2. leikhluti | 37-35: Fín barátta hér í Röstinni og munurinn er tvö stig heimamönnum í vil. 1:45 eftir.2. leikhluti | 35-34: Heimamenn eru komnir aftur yfir og var það Clinch sem setti niður þriggja stiga körfu. 2:48 eftir.2. leikhluti | 30-32: Ólafur Ólafsson með góða baráttu, rífur niður sóknarfrákast og fer strax upp og skila boltanum í körfuna. 4 mín eftir.2. leikhluti | 27-32: Njarðvíkingar eru með fína vítanýtingu í kvöld og munurinn er fimm stig. 5:32 eftir.2. leikhluti | 25-27: Lewis Clinch hefur skorað fimm stig í röð og heimamenn ná muninum niður í tvö stig. 7:13 eftir.2. leikhluti | 20-27: Logi Gunnarsson kemur sér á blað og þetta er mesti munur leiksins. 8:33 eftir.2. leikhluti | 20-25: Annar fjórðungur er hafinn, Njarðvíkingar fóru í sókn og náðu sér í villu. Heimamenn vildu samt meina að skotklukkan hafi verið liðin en vítin tvö fóru niður. 9:28 eftir.1. leikhluti | 20-23: Fyrsti fjórðungur liðinn og það er gestirnir sem hafa forystu. Ólafur Jónsson skoraði þriggja stiga körfu þegar 2 sekúndur voru eftir en Jóhann Árni Ólafsson gerði sér lítið fyrir og sendi skot frá miðju í spjaldið og ofan í.1. leikhluti | 16-18: Loksins kom karfa og var það Ómar Sævarsson sem skoraði með stuttu stökkskoti. 36 sek. eftir.1. leikhluti | 14-18: Njarðvíkingar hafa aukið ákafann í vörn sinni og Grindvíkingar lenda í vandræðum í sóknarleik sínum. Njarðvíkingar eru hinsvegar ekki að ná að nýta sér það á hinum vellinum. 1:28 eftir.1. leikhluti | 14-18: Tvær og hálf mínúta eftir og Ólafur Ólafsson Grindvíkingur þarf að yfirgefa völlinn til að stöðva blæðingu sýnist mér.1. leikhluti | 13-16: Elvar Már Friðriksson sendir heim tvö víti og eykur muninn í þrjú stig. 3:24 eftir.1. leikhluti | 13-14: Nigel Moore sendi niður þriggja stiga körfu og kemur gestunum yfir. 3:52 eftir.1. leikhluti | 11-10: Njarðvíkingar komust yfir í smá stund eftir góðan varnarleik frá Friðrik Stefánssyni og komust gestirnir í hraðaupphlaup og skoruðu. Grindvíkingar voru hinsvegar fljótir að svar. 5:15 eftir.1. leikhluti | 9-6: Manni finnst fara voðalega lítið fyrir varnarleik svona í upphafi leiks. 6:44 eftir.1. leikhluti | 7-4: Liðin eru ekkert að tvínóna við hlutina í stigaskorinu. 8:35 eftir.1. leikhluti | 2-0: Leikurinn er hafinn og það eru Grindvíkingar sem hefja sókn og skora. 9:55 eftir.Fyrir leik: Það er ekki laust við að maður fyllist spennu en það er búið að kalla liðin að bekkjunum og nú eru liðin kynnt til leiks.Fyrir leik: Bæði lið gerðu góða hluti í seinustu umferð. Njarðvík tók á móti Haukum í Ljónagryfjunni og vann 105-83 sigur í hökuleik. Grindvíkingar lögðu land undir fót og litu við á Ísafirði þar sem þeir unnu 122-96 sigur. Það er vonandi að liðin haldi áfram að sýna glimrandi sóknarleik en við getum ekki gert ráð fyrir því í svona rimmu.Fyrir leik: Liðin eru jöfn að stigum í deildinni, bæði með 10 stig og sitja fyrir leikinn í þriðja og fjórða sæti.Fyrir leik: Komið sælir lesendur góðir og verið velkomnir á Boltavakt Vísis. Í kvöld erum við í Röstinni í Grindavík og það er enginn smá leikur sem er í vændum. Heimamenn taka nefnilega á móti grönnum sínum í Njarðvík.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira