Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 70-81 | KR-ingar enn taplausir Sigmar Sigfússon í Keflavík skrifar 18. nóvember 2013 18:30 Darri Hilmarsson. Mynd/Daníel KR sigraði Keflavík í TM-höllinni, 70-81, í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Keflavík voru sterkari aðilinn þar til í þriðja leikhluta. Þá setti KR í lás í vörninni og áttu frábæran kafla sem skilaði þessum tveimur punktum í hús. KR er eina taplausa liðið í deildinni með sjö sigra í sjö leikjum eftir þennan leik. Heimamenn byrjuðu betur og náðu forystu snemma í leiknum. Keflavík var að spila öfluga vörn sem KR náði ekki að brjóta sig í gegnum í upphafi. Leikmenn Keflavíkur nýttu ekki skotin sín eins og best væri á kosið og misstu Vesturbæingar þá ekki eins langt framúr sér fyrir vikið. Heimamenn voru með fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar uxu ásmegin þegar líða fór á og komu sér betur inn í leikinn. KR sýndi frábæra vörn á löngum kafla í öðrum leikhluta þar sem þeir stálu boltanum tvisvar af Keflvíkingum og skoruð nokkrar körfur í röð. Kanarnir tveir hjá Keflvíkingum voru öflugir og skoruðu samanlegt 29 stig af þeim 39 sem liðið skoraði í fyrri hálfleik. Helgi Magnússon var drjúgur fyrir þá röndóttu og setti niður átta stig á fyrstu tuttugu mínútunum. KR saknaði Martins Hermannssonar í fyrri hálfleik og munaði um minna fyrir KR. Í þriðja leikhluta settu KR-ingar í lás í vörninni og Keflavík komst lítið áfram í sóknarleik sínum. Þeir röndóttu keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum á 26. Mínútu, 48-51. Eftir þennan kafla náðu Keflvíkingar sér ekki aftur á strik og KR-ingar gengu á lagið. Lykilmenn eins og Martin hrukku í gang og áttu frábæran leik. Martin var að finna samherja sína vel og þá setti hann mikilvæga þrista niður. KR náði 12 stiga foyrstu eftir þriðja leikhlutann. Það sama var upp á teningnum hjá KR-ingum í síðasta leikhluta og varnarleikurinn sem liðið spilaði var algjörlega magnaður. Þeir bættu við forskot sitt og Keflvíkingar náðu ekki að klóra í bakkann. Sóknarleikur liðsins hrundi og eftirleikur KR-inga var auðveldur. KR sigraði því leikinn með ellefu stigum, 70-81, og er eina taplausa liðið í deildinni með sjö sigra í sjö leikjum. Darri Hilmarsson var stigahæstur í KR með 19 stig og Martin skoraði 16 stig. Michael Craion og Guðmundur Jónsson skoruðu 22 stig hvor um sig fyrir Keflavík.Finnur: Frábærir einstaklingar sem mynda góða heild „Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur,“ sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn og bætti við: „Við vorum skrefi á eftir í öllu sem við vorum að gera í fyrri hálfleik. En eftir fyrstu 2-3 mínúturnar í seinni hálfleik þá stigum við virkilega upp, krafturinn kom og þá fylgdi restin,“ sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR-inga, um kaflaskiptan leik sinna manna. Hvað sagðir þú við menn í hálfleik? „Ekki mikið. Leikmenn vissu vel hvað þurfti að gera og það þurfti ekki að minna þá á það. Við vorum alls ekki sáttir þegar við fórum inn í klefa í hálfleik,“ sagði Finnur og bætti við: „Þetta er reynt lið og það eru frábærir einstaklingar í því sem mynda góða liðsheild og það skilaði sér í kvöld.“ „Þegar við náum að spila vörnina svona vel eins og við gerðum að þá fylgir góður og hraður sóknaleikur í kjölfarið sem við náðum í restina. Það kláraði leikinn fyrir okkur,“ sagði Finnur sáttur í lokin.Valur: Fammistaðan var skammar „Þetta var algjör aumingjaskapur,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður keflavíkur, eftir leikinn. „Við létum þá ýta okkur út úr öllu og við náðum ekki að spila okkar leik. Langt frá því.“ „Við vorum seinir að öllu og í öllu. Þessi frammistaða er hreinlega til skammar. Vörnin hjá þeim var að gera okkur erfitt fyrir og svo vorum við alltof seinir tilbaka. Við náðum ekki að rúlla boltanum neitt og liðið var að hökta of mikið,“ „Við verðum að vera með svör við liðum sem eru að spila stíft á okkur eins og KR gerði hérna í kvöld. En þau voru ekki til staðar því miður.“ „Við vorum kraftlausir í kvöld og það mun ekki koma fyrir í næsta leik;“ sagði hinn ungi Valur Orri ákveðinn í lokin. Keflavík-KR 70-81 (19-15, 20-21, 17-26, 14-19)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/8 fráköst, Michael Craion 22/14 fráköst, Darrel Keith Lewis 11, Arnar Freyr Jónsson 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst.KR: Darri Hilmarsson 19, Martin Hermannsson 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Helgi Már Magnússon 11/12 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/5 fráköst/3 varin skot, Terry Leake Jr. 10, Pavel Ermolinskij 2/11 fráköst.Leiklýsing: Keflavík - KRLeik lokið (70-81) : KR-ingar vinna leikinn. Frábær viðsnúningur í þriðja leikhluta kláraði leikinn fyrir þá röndóttu.40. mínúta (70-91) : Keflavík er farið að brjóta strax á KR-ingum til þess að stoppa klukkuna. Fóru klaufarlega með tvö upplögð tækifæri til þess að minnka muninn fimm stig.39. mínúta (70-79) : Keflvíkingar taka leikhlé þegar 01:25 er eftir á klukkunni.38. mínúta (70-78) : Flottur kafli hjá heimamönnum þeir ná að laga stöðuna örlítið fyrir loka mínúturnar. Michael Craion skorar mikilvæga körfu fyrir Keflavík.36. mínúta (65-78) : Martin er að spila félaga sína uppi þessa stundina. Gengur ekkert upp í sókninni hjá heimamönnum. KR-ingar eru að spila hörkuvörn.34. mínúta (61-74) : Keflvíkingum er ekki að takast að minnka muninn. þeir eru að hitta illa þessa stundina. Bryjar setur annan þrist niður fyrir KR.32. mínúta (58-69) : Leikurinn enn í járnum og KR leiðir. Brynjar Björnsson setur niður þrist og Keflvíkingar brjóta á honum í skotinu. Brynjar setur vítaskotið niður. 10 stiga munur.Þriðja leikhluta lokið (56-62) : KR-ingar áttu þennan leikhluta skuldlausan. Þvílíkur viðsnúningur. Komust yfir í fyrsta sinn, Keflavíkingar eru farnir að gefa eftir og vesturbæingar ganga á lagið.28. mínúta (56-62) : Martin með þrist fyrir KR en Keflavík er að vakna aftur til lífsins. KR-ingar eru þó mun grimmari og Martin er orðinn sjóðheitur. Guðmundur Jónsson setur mikilvægan þrist niður fyrir heimamenn.26. mínúta (48-55) : Frábær kafli hjá KR-ingum. Komnir yfir með góðum varnarleik og nokkrum hraðaupphlaupum í röð. Martin Hermannsson að láta til sín taka og þá á Magni Hafsteinsson frábæran leik fyrir þá röndóttu. Keflavik tekur leikhlé. Þvílíkur viðsnúningur og KR er komið sjö stigum yfir.24. mínúta (48-49) : Mikill hraði í leiknum þessa stundina og allt í járnum. Liðin skiptast á að skora. Helgi Magnússon með baneitraðan þrist fyrir KR-inga. Magni Hafsteinsson skorar svo strax aftur fyrir KR.22. mínúta (44-42) : Darri Hilmarsson læðir niður þristi fyrir KR-inga en Keflavík svarar strax með körfu. Arnar Freyr setur svo þrist beint í andlitið á KR eftir að heimamenn stálu boltanum af þeim.Hálfleikur (39-36) : Fyrri hálfleikur verið jafn og spennandi. Keflvíkingar með yfirhöndina svona heilt yfir en KR-ingar söxuðu muninn hægt og rólega út leikhlutann. Um miðbik leikhlutans voru Vesturbæingar mun sterkara lið. Keflavík slakaði örlítið á varnarleik sínum og KR-ingar gengu á lagið. Heimamenn spörsluðu í götin í restina og fóru inn í hálfleik með þriggjastiga mun.18. mínúta (38-34) : Guðmundur Jónsson heldur áfram að setja niður þrista fyrir heimamenn. Keflvíkingar komust þá strax aftur í sókn og Guðmundur setti niður auðvelt sniðskot.16. mínúta (33-29) : KR nær þremur körfum í röð. Stálu boltanum tvívegis af Keflvíkingum.14. mínúta (30-21) : Frábær varnarleikur heimamanna er að stoppa KR í sínum sóknarleik. Valur Orri Valsson keyrir að körfunni, skorar og fær villu á KR að auki. Valur setti vítaskotið niður.12. mínúta (24-19) : Heimamenn byrja af krafti. Guðmundur Jónsson setur niður þrist úr horninu. Terry Leak svarar með tveimur körfum fyrir KR.Fyrsta leikhluta lokið (19-15) : Keflavík verið örlítið sterkara í fyrsta leikhluta en mættu nýta skotin betur. Liðin hafa boðið upp á ágætis varnarleik það sem af er. Heimamenn leiða með fjórum stigum.8: mínúta (17-15) : Terry Leak varði skot frá Gunnari Ólafssyni í Keflavík. Langt upp í stúku. Leikurinn er jafn og spennandi þessa stundina.6. mínúta (11-10) : KR-ingar koma sér betur inn í leikinn. Pavel áttu flotta einn á einn keyrslu að körfunni og skorar. Kanarnir tveir hjá Keflavík eru að spila hvorn annan upp skemmtilega.4. mínúta (9-4) : Þröstur Leó Jóhannsson skorar þrist fyrir Keflavík. Heimamenn eru grimmir í vörninni þessa stundina. Arnar Freyr setur skemmtilegt sniðskot niður.2. mínúta (2-4) : Keflavík skorar fyrstu stigin en KR svarar með tveimur röðFyrir leik: Fyrir Keflavík hefur Michael Craion verið þeirra sterkasti maður með 19 stig og 14 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Martin Hermannsson átti góðan leik á móti ljónunum í síðustu umferð og hefur verið algjör lykilmaður fyrir Vesturbæinga í vetur. Terry Leake Jr. Lék sinn fyrsta leik fyrir KR-inga á móti Njarðvík og stóð sig ágætlega.Fyrir leik: Bæði lið unnu nokkuð auðveldan sigur í síðustu umferð. KR-ingar fóru illa með Njarðvíkinga í DHL-Höllinni og unnu með 24 stigum. Keflavík sigraði Skallagrím sannfærandi með 29 stigum í Borgarnesi.Fyrir leik: Hér mætast stálin stinn í kvöld. Bæði lið með fullt hús sigra eftir fyrstu sex leikina og hafa verið að spila afar vel.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
KR sigraði Keflavík í TM-höllinni, 70-81, í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn í Keflavík voru sterkari aðilinn þar til í þriðja leikhluta. Þá setti KR í lás í vörninni og áttu frábæran kafla sem skilaði þessum tveimur punktum í hús. KR er eina taplausa liðið í deildinni með sjö sigra í sjö leikjum eftir þennan leik. Heimamenn byrjuðu betur og náðu forystu snemma í leiknum. Keflavík var að spila öfluga vörn sem KR náði ekki að brjóta sig í gegnum í upphafi. Leikmenn Keflavíkur nýttu ekki skotin sín eins og best væri á kosið og misstu Vesturbæingar þá ekki eins langt framúr sér fyrir vikið. Heimamenn voru með fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar uxu ásmegin þegar líða fór á og komu sér betur inn í leikinn. KR sýndi frábæra vörn á löngum kafla í öðrum leikhluta þar sem þeir stálu boltanum tvisvar af Keflvíkingum og skoruð nokkrar körfur í röð. Kanarnir tveir hjá Keflvíkingum voru öflugir og skoruðu samanlegt 29 stig af þeim 39 sem liðið skoraði í fyrri hálfleik. Helgi Magnússon var drjúgur fyrir þá röndóttu og setti niður átta stig á fyrstu tuttugu mínútunum. KR saknaði Martins Hermannssonar í fyrri hálfleik og munaði um minna fyrir KR. Í þriðja leikhluta settu KR-ingar í lás í vörninni og Keflavík komst lítið áfram í sóknarleik sínum. Þeir röndóttu keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum á 26. Mínútu, 48-51. Eftir þennan kafla náðu Keflvíkingar sér ekki aftur á strik og KR-ingar gengu á lagið. Lykilmenn eins og Martin hrukku í gang og áttu frábæran leik. Martin var að finna samherja sína vel og þá setti hann mikilvæga þrista niður. KR náði 12 stiga foyrstu eftir þriðja leikhlutann. Það sama var upp á teningnum hjá KR-ingum í síðasta leikhluta og varnarleikurinn sem liðið spilaði var algjörlega magnaður. Þeir bættu við forskot sitt og Keflvíkingar náðu ekki að klóra í bakkann. Sóknarleikur liðsins hrundi og eftirleikur KR-inga var auðveldur. KR sigraði því leikinn með ellefu stigum, 70-81, og er eina taplausa liðið í deildinni með sjö sigra í sjö leikjum. Darri Hilmarsson var stigahæstur í KR með 19 stig og Martin skoraði 16 stig. Michael Craion og Guðmundur Jónsson skoruðu 22 stig hvor um sig fyrir Keflavík.Finnur: Frábærir einstaklingar sem mynda góða heild „Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur,“ sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn og bætti við: „Við vorum skrefi á eftir í öllu sem við vorum að gera í fyrri hálfleik. En eftir fyrstu 2-3 mínúturnar í seinni hálfleik þá stigum við virkilega upp, krafturinn kom og þá fylgdi restin,“ sagði Finnur Stefánsson, þjálfari KR-inga, um kaflaskiptan leik sinna manna. Hvað sagðir þú við menn í hálfleik? „Ekki mikið. Leikmenn vissu vel hvað þurfti að gera og það þurfti ekki að minna þá á það. Við vorum alls ekki sáttir þegar við fórum inn í klefa í hálfleik,“ sagði Finnur og bætti við: „Þetta er reynt lið og það eru frábærir einstaklingar í því sem mynda góða liðsheild og það skilaði sér í kvöld.“ „Þegar við náum að spila vörnina svona vel eins og við gerðum að þá fylgir góður og hraður sóknaleikur í kjölfarið sem við náðum í restina. Það kláraði leikinn fyrir okkur,“ sagði Finnur sáttur í lokin.Valur: Fammistaðan var skammar „Þetta var algjör aumingjaskapur,“ sagði Valur Orri Valsson, leikmaður keflavíkur, eftir leikinn. „Við létum þá ýta okkur út úr öllu og við náðum ekki að spila okkar leik. Langt frá því.“ „Við vorum seinir að öllu og í öllu. Þessi frammistaða er hreinlega til skammar. Vörnin hjá þeim var að gera okkur erfitt fyrir og svo vorum við alltof seinir tilbaka. Við náðum ekki að rúlla boltanum neitt og liðið var að hökta of mikið,“ „Við verðum að vera með svör við liðum sem eru að spila stíft á okkur eins og KR gerði hérna í kvöld. En þau voru ekki til staðar því miður.“ „Við vorum kraftlausir í kvöld og það mun ekki koma fyrir í næsta leik;“ sagði hinn ungi Valur Orri ákveðinn í lokin. Keflavík-KR 70-81 (19-15, 20-21, 17-26, 14-19)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/8 fráköst, Michael Craion 22/14 fráköst, Darrel Keith Lewis 11, Arnar Freyr Jónsson 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst.KR: Darri Hilmarsson 19, Martin Hermannsson 16/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 13, Helgi Már Magnússon 11/12 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10/5 fráköst/3 varin skot, Terry Leake Jr. 10, Pavel Ermolinskij 2/11 fráköst.Leiklýsing: Keflavík - KRLeik lokið (70-81) : KR-ingar vinna leikinn. Frábær viðsnúningur í þriðja leikhluta kláraði leikinn fyrir þá röndóttu.40. mínúta (70-91) : Keflavík er farið að brjóta strax á KR-ingum til þess að stoppa klukkuna. Fóru klaufarlega með tvö upplögð tækifæri til þess að minnka muninn fimm stig.39. mínúta (70-79) : Keflvíkingar taka leikhlé þegar 01:25 er eftir á klukkunni.38. mínúta (70-78) : Flottur kafli hjá heimamönnum þeir ná að laga stöðuna örlítið fyrir loka mínúturnar. Michael Craion skorar mikilvæga körfu fyrir Keflavík.36. mínúta (65-78) : Martin er að spila félaga sína uppi þessa stundina. Gengur ekkert upp í sókninni hjá heimamönnum. KR-ingar eru að spila hörkuvörn.34. mínúta (61-74) : Keflvíkingum er ekki að takast að minnka muninn. þeir eru að hitta illa þessa stundina. Bryjar setur annan þrist niður fyrir KR.32. mínúta (58-69) : Leikurinn enn í járnum og KR leiðir. Brynjar Björnsson setur niður þrist og Keflvíkingar brjóta á honum í skotinu. Brynjar setur vítaskotið niður. 10 stiga munur.Þriðja leikhluta lokið (56-62) : KR-ingar áttu þennan leikhluta skuldlausan. Þvílíkur viðsnúningur. Komust yfir í fyrsta sinn, Keflavíkingar eru farnir að gefa eftir og vesturbæingar ganga á lagið.28. mínúta (56-62) : Martin með þrist fyrir KR en Keflavík er að vakna aftur til lífsins. KR-ingar eru þó mun grimmari og Martin er orðinn sjóðheitur. Guðmundur Jónsson setur mikilvægan þrist niður fyrir heimamenn.26. mínúta (48-55) : Frábær kafli hjá KR-ingum. Komnir yfir með góðum varnarleik og nokkrum hraðaupphlaupum í röð. Martin Hermannsson að láta til sín taka og þá á Magni Hafsteinsson frábæran leik fyrir þá röndóttu. Keflavik tekur leikhlé. Þvílíkur viðsnúningur og KR er komið sjö stigum yfir.24. mínúta (48-49) : Mikill hraði í leiknum þessa stundina og allt í járnum. Liðin skiptast á að skora. Helgi Magnússon með baneitraðan þrist fyrir KR-inga. Magni Hafsteinsson skorar svo strax aftur fyrir KR.22. mínúta (44-42) : Darri Hilmarsson læðir niður þristi fyrir KR-inga en Keflavík svarar strax með körfu. Arnar Freyr setur svo þrist beint í andlitið á KR eftir að heimamenn stálu boltanum af þeim.Hálfleikur (39-36) : Fyrri hálfleikur verið jafn og spennandi. Keflvíkingar með yfirhöndina svona heilt yfir en KR-ingar söxuðu muninn hægt og rólega út leikhlutann. Um miðbik leikhlutans voru Vesturbæingar mun sterkara lið. Keflavík slakaði örlítið á varnarleik sínum og KR-ingar gengu á lagið. Heimamenn spörsluðu í götin í restina og fóru inn í hálfleik með þriggjastiga mun.18. mínúta (38-34) : Guðmundur Jónsson heldur áfram að setja niður þrista fyrir heimamenn. Keflvíkingar komust þá strax aftur í sókn og Guðmundur setti niður auðvelt sniðskot.16. mínúta (33-29) : KR nær þremur körfum í röð. Stálu boltanum tvívegis af Keflvíkingum.14. mínúta (30-21) : Frábær varnarleikur heimamanna er að stoppa KR í sínum sóknarleik. Valur Orri Valsson keyrir að körfunni, skorar og fær villu á KR að auki. Valur setti vítaskotið niður.12. mínúta (24-19) : Heimamenn byrja af krafti. Guðmundur Jónsson setur niður þrist úr horninu. Terry Leak svarar með tveimur körfum fyrir KR.Fyrsta leikhluta lokið (19-15) : Keflavík verið örlítið sterkara í fyrsta leikhluta en mættu nýta skotin betur. Liðin hafa boðið upp á ágætis varnarleik það sem af er. Heimamenn leiða með fjórum stigum.8: mínúta (17-15) : Terry Leak varði skot frá Gunnari Ólafssyni í Keflavík. Langt upp í stúku. Leikurinn er jafn og spennandi þessa stundina.6. mínúta (11-10) : KR-ingar koma sér betur inn í leikinn. Pavel áttu flotta einn á einn keyrslu að körfunni og skorar. Kanarnir tveir hjá Keflavík eru að spila hvorn annan upp skemmtilega.4. mínúta (9-4) : Þröstur Leó Jóhannsson skorar þrist fyrir Keflavík. Heimamenn eru grimmir í vörninni þessa stundina. Arnar Freyr setur skemmtilegt sniðskot niður.2. mínúta (2-4) : Keflavík skorar fyrstu stigin en KR svarar með tveimur röðFyrir leik: Fyrir Keflavík hefur Michael Craion verið þeirra sterkasti maður með 19 stig og 14 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Martin Hermannsson átti góðan leik á móti ljónunum í síðustu umferð og hefur verið algjör lykilmaður fyrir Vesturbæinga í vetur. Terry Leake Jr. Lék sinn fyrsta leik fyrir KR-inga á móti Njarðvík og stóð sig ágætlega.Fyrir leik: Bæði lið unnu nokkuð auðveldan sigur í síðustu umferð. KR-ingar fóru illa með Njarðvíkinga í DHL-Höllinni og unnu með 24 stigum. Keflavík sigraði Skallagrím sannfærandi með 29 stigum í Borgarnesi.Fyrir leik: Hér mætast stálin stinn í kvöld. Bæði lið með fullt hús sigra eftir fyrstu sex leikina og hafa verið að spila afar vel.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira