Umfjöllun, viðtöl og tölfræði: ÍR - ÍBV 22-30 | Ótrúlegur seinni hálfleikur hjá nýliðunum. Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 21. september 2013 00:01 Nýliðar ÍBV skelltu bikarmeisturum ÍR 30-22 í Breiðholtinu í síðasta leik fyrstu umferðar Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir að ÍR var 15-11 yfir í hálfleik. Það var ekki margt sem benti til þess að ÍBV myndi vinna sannfærandi sigur í fyrri hálfleik í kvöld. ÍR réð gangi leiksins framan af þar sem liðið náði að nýta sér veikleika í miðri vörn ÍBV og keyra hraðaupphlaupin sem liðið er þekkt fyrir. ÍR lék frábæra vörn í fyrri hálfleik og fyrir aftan hana var Kristófer Fannar Guðmundsson í miklu stuði. Þetta lagði grunninn að fjögurra marka forystu ÍR í hálfleik auk þess sem Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í sókninni. ÍBV hóf seinni hálfleik manni fleiri og nýtti sér það til fullnustu. Liðið jafnaði metin á fimm mínútum og við tóku spennandi mínútur þar sem liðin skiptust á að leiða. Það var ekki fyrr en tíu mínútur voru eftir að leiðir skildu. ÍBV lék við hvurn sinn fingur í sókninni og Haukur Jónsson lokaði markinu fyrir aftan vörnina sem náði að smella í lás. ÍBV keyrði hraðaupphlaupin af miklum móð og tryggði sér átta marka sigur. Skemmtilegt var að sjá hornamenn liðsins sem voru óhræddir við að láta vaða og virðast tilbúnir í Olís deildina. Tíu leikmenn ÍBV skoruðu í leiknum og ljóst að liðið er tilbúið að láta finna fyrir sér í vetur. Fín breidd er í liðinu og liðið getur spilað vörn eins og það sýndi í seinni hálfleik. Lið ÍR verður ekki dæmt af þessum leik en liðið saknar Ingimundar Ingimundarsonar í vörninni. Einnig náði Björgvin Hólmgeirsson sér ekki á strik og munar um minna. Liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en allt fór í baklás í seinni hálfleik en liðið var nokkuð manni færra og gerði sig sekt um óhemju marga tæknifeila sem ÍBV refsaði grimmilega með mörkum úr hraðaupphlaupum. Gunnar: Náðum upp Eyjastemningunni„Það var skrekkur í mönnum í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti leikur í langan tíma í úrvalsdeild og menn voru stressaðir. Við náðum að hrista það af okkur og spiluðu frábærlega í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara ÍBV skömmu eftir leikslok. „Við náðum upp þessari stemningu sem strákarnir í Eyjum er þekktir fyrir. Hún kom með vörninni og svo fáum við frábæra markvörslu hjá Hauki í kjölfarið. Hann var stórkostlegur í dag og það gerði gæfu muninn. „Við fengum nokkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og það létti aðeins á sókninni. Svo var góð breidd í þessu sóknarlega. Við vorum að fá mörk alls staðar. Sóknarleikurinn var agaður og góður í seinni hálfleik en það var fyrst og fremst vörnin og markvarslan sem skóp sigurinn. „Við vorum lengi í gang og menn voru óöruggir þegar menn eru ekki 100% þá lítur vörnin illa út. Það tók smá tíma að slípa það saman og þá kom markmaðurinn með. „Það er frábær breidd í liðinu. Við fáum mörk úr hornum, skyttu, línu og hraðaupphlaupum. Ég er ánægður með breiddina. Það stigu allir upp og gerðu sitt. Það var liðsheildin sem skóp þetta,“ sagði Gunnar sem mætti hvergi banginn til leiks á einn erfiðasta útivöll landsins. „Við litum á þetta sem svo að það væru helmingslíkur á sigri. Þetta eru allt svoleiðis leikir. Það eru margir erfiðir útivellir en þetta verður jöfn deild og jafnari en margir hafa trú á. Það verða allir að vinna alla og við sjáum strax HK taka stig í fyrstu umferð. Svona verður þetta og við verðum að mæta klárir í hvern einasta leik,“ sagði Gunnar. Bjarki: Dómgæslan hallaði verulega á okkur„Skiljanlega er þetta svart og hvítt. Fyrri hálfleikur var frábær bæði varnar- og sóknarlega. ÍBV sá nú varla til sólar en svo byrjar þetta í seinni hálfleik að þeir henda okkur útaf trekk í trekk. Mér fannst dómgæslan mjög skrýtin í seinni hálfleik í þessum leik,“ sagði allt annað en sáttur Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn en hann vandaði þeim Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni ekki kveðjurnar. „Það hallaði verulega á okkur og ég áætla að við höfum verið tíu mínútu útaf í seinni hálfleik, útaf furðulegum ákvörðunum dómaranna. „Kannski átti eitthvað rétt á sér en Arnar (Bikir) er rekinn útaf fyrir það að hann stendur kjurr og maðurinn hleypur á hann. Í nútíma handbolta hefði ég kallað það ruðning. Þeir reka hann útaf í sókn þegar hann og leikmaður ÍBV eru að slást um boltann. ÍBV leikmaðurinn nær boltanum og hendir honum fram en Arnari er hent útaf af því að þeir eru að berjast um boltann. „Þetta er bara útaf því að þeir eru komnir með eitthvað prinsipp á þennan dreng. Það gæti verið að það sé orðspor en dómararnir eiga að sjá sóma sinn í að dæma leiki eftir sinni bestu sannfæringu án þess að hygla öðru hvoru liðinu,“ sagði Bjarki. „Þetta kemur þeim inn í leikinn. Við erum meira og minna útaf fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks. Samt sem áður þá fór markmaður ÍBV að verja mjög vel. Að sama skapi vorum við klaufar og þess vegna náðu þeir þessum mikla mun. Ef við hefðum fengið eðlilegan leik í dómgæslu þá hefði þetta orðið hörku leikur út í gegn. „ÍBV er með gott lið og við erum það líka en þá er þetta orðið spurning hvort við séum einum færri eða ekki. Í nútíma handbolta er það að vera einum færri að fá á sig mark. Þeir eru snöggir og refsa en þeir eru þungir varnarlega þar sem þeir eru með þrjá tréhesta sem hreyfa sig hægt. Við áttum að geta nýtt okkur það. Svo er brotið á okkur marg oft og miðað við dómgæsluna í leiknum hefði átt að fleygja ÍBV oftar útaf heldur en til var, sem var tvisvar sinnum. Tölfræðin lýgur ekki,“ sagði Bjarki en ÍBV fékk eins Bjarki segir tvær brottvísanir í leiknum en ÍR sex. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Nýliðar ÍBV skelltu bikarmeisturum ÍR 30-22 í Breiðholtinu í síðasta leik fyrstu umferðar Olís deildar karla í handbolta í kvöld eftir að ÍR var 15-11 yfir í hálfleik. Það var ekki margt sem benti til þess að ÍBV myndi vinna sannfærandi sigur í fyrri hálfleik í kvöld. ÍR réð gangi leiksins framan af þar sem liðið náði að nýta sér veikleika í miðri vörn ÍBV og keyra hraðaupphlaupin sem liðið er þekkt fyrir. ÍR lék frábæra vörn í fyrri hálfleik og fyrir aftan hana var Kristófer Fannar Guðmundsson í miklu stuði. Þetta lagði grunninn að fjögurra marka forystu ÍR í hálfleik auk þess sem Arnar Birkir Hálfdánsson fór mikinn í sókninni. ÍBV hóf seinni hálfleik manni fleiri og nýtti sér það til fullnustu. Liðið jafnaði metin á fimm mínútum og við tóku spennandi mínútur þar sem liðin skiptust á að leiða. Það var ekki fyrr en tíu mínútur voru eftir að leiðir skildu. ÍBV lék við hvurn sinn fingur í sókninni og Haukur Jónsson lokaði markinu fyrir aftan vörnina sem náði að smella í lás. ÍBV keyrði hraðaupphlaupin af miklum móð og tryggði sér átta marka sigur. Skemmtilegt var að sjá hornamenn liðsins sem voru óhræddir við að láta vaða og virðast tilbúnir í Olís deildina. Tíu leikmenn ÍBV skoruðu í leiknum og ljóst að liðið er tilbúið að láta finna fyrir sér í vetur. Fín breidd er í liðinu og liðið getur spilað vörn eins og það sýndi í seinni hálfleik. Lið ÍR verður ekki dæmt af þessum leik en liðið saknar Ingimundar Ingimundarsonar í vörninni. Einnig náði Björgvin Hólmgeirsson sér ekki á strik og munar um minna. Liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik en allt fór í baklás í seinni hálfleik en liðið var nokkuð manni færra og gerði sig sekt um óhemju marga tæknifeila sem ÍBV refsaði grimmilega með mörkum úr hraðaupphlaupum. Gunnar: Náðum upp Eyjastemningunni„Það var skrekkur í mönnum í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti leikur í langan tíma í úrvalsdeild og menn voru stressaðir. Við náðum að hrista það af okkur og spiluðu frábærlega í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar Magnússon annar þjálfara ÍBV skömmu eftir leikslok. „Við náðum upp þessari stemningu sem strákarnir í Eyjum er þekktir fyrir. Hún kom með vörninni og svo fáum við frábæra markvörslu hjá Hauki í kjölfarið. Hann var stórkostlegur í dag og það gerði gæfu muninn. „Við fengum nokkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og það létti aðeins á sókninni. Svo var góð breidd í þessu sóknarlega. Við vorum að fá mörk alls staðar. Sóknarleikurinn var agaður og góður í seinni hálfleik en það var fyrst og fremst vörnin og markvarslan sem skóp sigurinn. „Við vorum lengi í gang og menn voru óöruggir þegar menn eru ekki 100% þá lítur vörnin illa út. Það tók smá tíma að slípa það saman og þá kom markmaðurinn með. „Það er frábær breidd í liðinu. Við fáum mörk úr hornum, skyttu, línu og hraðaupphlaupum. Ég er ánægður með breiddina. Það stigu allir upp og gerðu sitt. Það var liðsheildin sem skóp þetta,“ sagði Gunnar sem mætti hvergi banginn til leiks á einn erfiðasta útivöll landsins. „Við litum á þetta sem svo að það væru helmingslíkur á sigri. Þetta eru allt svoleiðis leikir. Það eru margir erfiðir útivellir en þetta verður jöfn deild og jafnari en margir hafa trú á. Það verða allir að vinna alla og við sjáum strax HK taka stig í fyrstu umferð. Svona verður þetta og við verðum að mæta klárir í hvern einasta leik,“ sagði Gunnar. Bjarki: Dómgæslan hallaði verulega á okkur„Skiljanlega er þetta svart og hvítt. Fyrri hálfleikur var frábær bæði varnar- og sóknarlega. ÍBV sá nú varla til sólar en svo byrjar þetta í seinni hálfleik að þeir henda okkur útaf trekk í trekk. Mér fannst dómgæslan mjög skrýtin í seinni hálfleik í þessum leik,“ sagði allt annað en sáttur Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR eftir leikinn en hann vandaði þeim Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni ekki kveðjurnar. „Það hallaði verulega á okkur og ég áætla að við höfum verið tíu mínútu útaf í seinni hálfleik, útaf furðulegum ákvörðunum dómaranna. „Kannski átti eitthvað rétt á sér en Arnar (Bikir) er rekinn útaf fyrir það að hann stendur kjurr og maðurinn hleypur á hann. Í nútíma handbolta hefði ég kallað það ruðning. Þeir reka hann útaf í sókn þegar hann og leikmaður ÍBV eru að slást um boltann. ÍBV leikmaðurinn nær boltanum og hendir honum fram en Arnari er hent útaf af því að þeir eru að berjast um boltann. „Þetta er bara útaf því að þeir eru komnir með eitthvað prinsipp á þennan dreng. Það gæti verið að það sé orðspor en dómararnir eiga að sjá sóma sinn í að dæma leiki eftir sinni bestu sannfæringu án þess að hygla öðru hvoru liðinu,“ sagði Bjarki. „Þetta kemur þeim inn í leikinn. Við erum meira og minna útaf fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks. Samt sem áður þá fór markmaður ÍBV að verja mjög vel. Að sama skapi vorum við klaufar og þess vegna náðu þeir þessum mikla mun. Ef við hefðum fengið eðlilegan leik í dómgæslu þá hefði þetta orðið hörku leikur út í gegn. „ÍBV er með gott lið og við erum það líka en þá er þetta orðið spurning hvort við séum einum færri eða ekki. Í nútíma handbolta er það að vera einum færri að fá á sig mark. Þeir eru snöggir og refsa en þeir eru þungir varnarlega þar sem þeir eru með þrjá tréhesta sem hreyfa sig hægt. Við áttum að geta nýtt okkur það. Svo er brotið á okkur marg oft og miðað við dómgæsluna í leiknum hefði átt að fleygja ÍBV oftar útaf heldur en til var, sem var tvisvar sinnum. Tölfræðin lýgur ekki,“ sagði Bjarki en ÍBV fékk eins Bjarki segir tvær brottvísanir í leiknum en ÍR sex.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira