Umfjöllun og viðtöl: Haukar - OCI Lions 30-18 | Öruggt hjá Haukum Sigmar Sigfússon í Schenker-höllinni skrifar 14. september 2013 16:43 Haukar unnu þriggja marka sigur í gær. Mynd/Daníel Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira